Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Page 29
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
DV
29
Helgarblað
Samkomugestir sitja og hiýöa á málstaöinn í ijóöum
ísland úr Nató
- enn lifir í gömlum glæðum hjá Samtökum herstöðvandstæðinga
„Ég er þokkalega ánægður með
starfið. Okkur hefur gengið vel að
koma málstað okkar á framfæri í
framhaldsskólum þó Varðberg og
önnur slík samtök um vestræna
samvinnu vilji aldrei koma á
kappræðufundi.
Mér finnst við geta borið höfuð-
ið hátt í þeirri vissu að sem hluti
alþjóðlegrar friðarhreyfingar eig-
um við okkar þátt í breyttri heims-
mynd. Þó Samtök herstöðvaand-
stæðinga séu ef til vill ekki eins
áberandi í þjóðlífinu og oft áður
eru þau t.d. leiðandi í samstarfs-
hópi friðarhreyfinga sem stendur
fyrir ýmsum atburðum s.s.
kertafleytingum á Tjörninni og
Þorláksmessugöngu."
Þetta segir Stefán Pálsson, for-
maður Samtaka herstöðvaand-
stæðinga, um lifið í samtökunum
nú þegar ríflega hálf öld er liðin
síðan ísland gekk í Nató. Stefán
segir að Dagfari, tímarit samtak-
anna, sé sent til tæplega 2000 fé-
lagsmanna og áskrifenda.
í fótspor mömmu
Stefán er alinn upp í Samtökum
herstöðvaandstæðinga og móðir
hans Ingibjörg Haraldsdóttir var
formaður Samtakanna frá 1986 til
1992.
„Þetta var fyrsta pólitíska af-
staðan sem ég tók og það má ef-
laust segja að ég hafi drukkið hana
í mig með móðurmjólkinni í bók-
staflegri merkingu. Ég man eftir
mér 12 ára gömlum i Keflavikur-
göngu 1987, seljandi merki Sam-
takanna og þess háttar.“
Stefán metur það svo að gullöld
starfs í þessum anda hafi verið á
níunda áratugnum þegar uppbygg-
ing kjamavopna var mikil og ógn-
in sem stafaði frá þeim mjög skýr.
„Flestir muna áreiðanlega eftir
andvökunóttum sem þeir áttu í
æsku vegna heims á heljarþröm.
Síðan kalda stríðinu lauk og þessi
ógn varð minna áberandi hefur
dregið mjög úr starfi friðarhreyf-
inga um allan heim. Lífhræðslan
er sterkur hvati í þessum efnum.
Átökin á Balkanskaga hafa þó orð-
ið til að ýta við fólki að nýju.“
Hvað eru margir?
Það er virkilega heimilisleg
stemning í kjallaranum á Hallveig-
arstíg þegar Samtökin halda
menningarvöku sína. Þegar kalda
stríðið stóð sem hæst birtu Morg-
unblað og Þjóðviljinn alltaf ákaf-
lega ólíkar tölur af fundum og
mannfógnuðum sem snertu áróð-
ursstarf eins og þetta. Þegar Mogg-
inn sagði 50 þá sagði Þjóðviljinn
500 og var yflrleitt verið að deila
um fjölda gesta á fundum eða þátt-
takendum I mótmælaaðgerðum. í
anda þessara gömlu hefðar kasta
ég tölu á gestina og tel rúmlega 60
manns. Stefán segir að þetta sé
innra starf og þetta sé eðlileg þátt-
taka þegar ekki er mikið auglýst.
Að horfa á andlit gestanna er
eins og að fletta gömlu félagatali
Fylkingarinnar eða skoða myndir
frá mótmælastöðum við bandarísk
herskip. Þama eru margir hvöss-
ustu broddarnir í andófi vinstri
manna síðustu 20-30 árin saman-
komnir. Þarna eru Birna Þórðar-
dóttir, Þorvaldur Örn Árnason,
Sigríður Kristinsdóttir, Jón Torfa-
son, Dagný Kristjánsdóttir, Einar
Ólafsson, Helgi Seljan, Ingibjörg
Haraldsdóttir, Páll Biering, Sig-
urður A. Magnússon, svo fáeinir
séu nefndir.
Dagskráin er hefðbundin. Fyrst
heldur Stefán Pálsson þrumandi
ræðu og minnir á að Nató sé hern-
aðarbandalag og þessi fundur sé
góður en lítill áfangasigur. Síðan
kemur Jóhanna Þórhallsdóttir og
syngur tvö lög sem koma andófi
gegn hemum ekkert við en fá samt
góðar viðtökur því Jóhanna syng-
ur eins og rauðhærður engill.
Gamla truntan í Skjaldarvík
Síðan stígur Baldvin Halldórs-
son leikari í pontu og les nokkur
þekkt föðurlandskvæði gegn land-
sölu og svikum af slíkum drama-
tískum þunga að maður fer að
skammast sín fyrir áhugaleysið.
Ég sé út undan mér að þeir fund-
argestir sem lifa sig mest inn í
lesturinn sitja með lokuð augun og
þylja kveðskapinn með Baldvini.
Þeir hafa heyrt þetta áður. Þarna
er farið með bæði Guðmund Böðv-
arsson, Snorra Hjartarson og Þor-
stein Valdimarsson.
Síðan stígur Eyvindur Eiríksson
rithöfundur á stokk og les úr eigin
verkum. Hann segir í óspurðum
fréttum að hann hafi skrifað bestu
sögu sem rituð hefur verið gegn
stríði á íslensku nema ef vera
skyldi Atómstöðin. En hann ætlar
ekki að lesa úr henni því það hef-
ur hann gert svo oft áður. Þess í
stað les hann úr nýjustu sögu
sinni. Þar segir frá heimsókn aðal-
söguhetjunnar til Hallgríms bónda
í Skjaldarvík og Eyvindur les með
sérstæðum vestfirskum rd-fram-
burði lýsingar af því hvernig gest-
ur og gestgjafi fella gamlan húðar-
klár sem hefur lokið erfiðu jarð-
lífi. Hann fer líka með ljóð eftir
sjálfan sig sem fjalla að mestu
leyti um Davíð Oddsson og fá góð-
ar viðtökur fundargesta sem
skríkja af fognuði.
Þegar samkomunni lýkur með
hefðbundnum fjöldasöng og slag-
orðið Island úr Nató hljómar takt-
fast við undirleik kassagítars Þor-
valdar Arnar stig ég aftur út í
myrkrið og er af einhverjum
ástæðum að hugsa um gamla jálk-
inn í Skjaldarvík sem hafði lokið
hlutverki sinu. -PÁÁ
Nuddpottar & nuddböð
í miklu úrvali
lik.
•• '
Verðdæmi á mynd.
að ofan:
Sea-Coral,
4ra manna, kr. 99.400
Verð frá kr. 59.900
Hrísmóum 4 ................
Garðatorgi
210 Garðabæ
Símk 565 9242, 861 6167, 894 1430
Fax: 565 9241
_Veffang: www.centrum.is/abctec
l#CI\lll Netjang: abctech@centrum.is
Sænsku bjálkahúsin frá Ská&tab
mmmmmm Mtidttlugormmmmmm
Bjálkabústaðir og
ferðaþjónustuhús
10,0 • 26,5 • 40,ó og 52,6 m2
Vönduð fulleinangruð
heilsárshús, hagstætt verS
26,5m2 bjálkabústaöur
+ 8,0m2 verönd
<f'’rrnar* /> u x
40,6m2 bjálkabústaður
+ 19,0m2 verönd og 19,0m2 svefnlofí
Armúla 36 - s. 581 -4070 og 699-6303
Selmúla megin http://www.itn.is/elgur
B^| ^ j yjjílflj f www.brimborg.is
**brimborgar
Volvo S70 2,5, 03/97
4 d„ grár, ek. 44 þús. km, framdrif.
Verð 2.190.000
Ford Explorer, 4,0,10/96
5 d„ grænn, ek. 47 þús. km, 4x4. ssk.
Verð 2.730.000
Ford Puma 1,4,04/99 Opel Astra 1,6, 10/98
5 g„ 3 d„ silfurl., ek. 15 þús. km, framdr. ssk„ 5 d„ vínr., ek. 14 þús. km, framdr.
Verð 1.590.000 Verð 1.490.000
VW Passat 1,8, 04/98 Ford Focus Ghia 1,6, 06/99
5 g„ 4 d„ svartur, ek. 30 þús. km, framdr. 5 g„ 4 d„ beige, ek. 4 þús. km, framdr.
Verð 1.680.000 Verð 1.580.000
Ford Mondeo 2,0,11/97 Volvo S40, 07/98
ssk„ 5 d„ grænn, ek. 27 þús. km, framdr. ssk„ 4 d„ rauður, ek. 22 þús. km, framdr.
Verð 1.590.000 Verð 1.860.000
Opið laugardaga 11-16
brimborg
Reykjavlk • Akureyrl
Brimborg Reykjavík, Bíldshöföa 6, sími: 5 1 5 7000
Brimborg Akureyri, Tryggvabraut 5, sími. 462 2700