Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Page 33
41 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 H>~V_________________________________________________________________________________________________Helgarblað Tónlistarmaðurinn Gunnar segist vera í framför sem sellóleikari eftir stutta en árangursríka námsferö til Ameríku. Hann æfir sig á hverjum degi. dómslegu. Þurfti ég þá til Reykjavík- ur til þess að annast um útfór henn- ar. Mér þótti miður að prestafundur- inn skyldi haldinn án þesV að ég kæmi minum sjónarmiðum' a fram- færi við starfssystkini mín í ísafjarð- arprófastsdæmi. Ég hafði ekkert bor- ið mig upp við þau um þessi efni áður. I þröngri stöðu minni og undir mikilli tímapressu varð mér á, sem ekki skyldi verið hafa, að grípa til bréfsins inni í tölvunni, prenta það út eins og það kom fyrir og senda pró- fasti. Efni bréfsins i einstökum atrið- um var mér þá ekki í svo fersku minni sem þurft hefði að vera því að annars hefði ég að sjálfsögðu þurrkað út þau atriði sem auðvitað áttu alls ekkert erindi til annarra. Mér kom líka allra síst í hug að bréfið yrði strax eftir fundinn sent þeim sóknar- bömum mínum sem töldust málshefj- endur og síðan öllum íjölmiðlum landsins. Á einum stað í bréfmu hafði ég reyndar skrifað að þetta væri að sjálfsögðu óopinbert plagg.“ í grandaleysi og trausti „Mér urðu á þau mistök að láta bréfið frá mér í grandaleysi en jafn- framt í fuUkomnu trausti þess að pró- fasturinn og prestar hennar myndu vilja skoða efni þess og líta á mína hlið málsins. Ég ítreka að ég sé ákaflega mikið eftir því að hafa látið bréfið frá mér fara og harma að það skyldi valda sorg og hugarangri nokkrum sóknar- bömum mínum og fáeinum einstak- lingum öðmm. Framhaldið þekkja allir. Bréf mitt var ljósritað á fundinum. Fáum dög- um síðar birtist útdráttur úr því í öll- um helstu fjölmiðlum landsins. Ég leyfi mér, svo mjög sem ég iðr- ast eftir þessa bréfritun, að vera þeirrar skoðunar að prófastur og starfssystkini mín hefðu átt að skilja að þessi persónulegu skrif máttu auð- vitað fyrir engan mun fara lengra. Engu óblindu auga gat verið litið á bréf mitt án þess að sjá að hér var um að ræða efni sem ekki átti erindi fyr- ir almannasjónir. Prestar eru og bundnir þagnarskyldu um hvaðeina sem leynt á að fara. Sama mun að segja um fleiri starfstéttir, eins og t.d. lækna og hjúkrunarfólk, sálfræðinga, lögmenn, kennara og lögregluþjóna. Ég fæ ekki varist þeirri hugsun að starfssystkini mín hefðu vandlega gætt þagnarskyldunnar ef leikmaður hefði ritað þeim slíkt bréf. Líka kem- ur mér í hug að þegar fundir eru haldnir þar sem svokölluð hand- leiðsla fer fram - en það eru samkom- ur í þeim tilgangi að styrkja, byggja upp og sálusorga - myndi efni eins og innihald bréfs míns ekki vera látið fara lengra. Hinn 21. febrúar 2000 féll svo úr- skurður áfrýjunarnefndar þjóðkirkj- unnar. Nefndin leit svo á að mér hefði átt að vera ljóst að sending bréfsins til prófasts á fundi með Ég leyfi mér, svo mjög sem ég iðrast eftir þessa bréfritun, að vera þeirr- ar skoöunor að prófast- ur og statfssystkini mín hefðu átt að skilja að þessi persónulegu skrif máttu auðvitað fyrir engan mun fara lengra. prestum sínum jafngilti opinberri birtingu bréfsins." Bréfið gert að agabroti „Þessum skilningi get ég með engu móti verið sammála. Áfrýjunamefnd gerði bréflð ekki aðeins að agabroti og ekki aðeins að siðferðisbroti held- ur bæði að aga- og siðferðisbroti sem nefndin taldi auk heldur mjög alvar- legt og þar með forsendu fyrir því að leggja til að ég yrði fluttur úr embætti mínu og áminntur í starfl.“ Margir urðu til þess að lýsa því yfir að biskup sýndi talsverða hörku við afgreiðslu þessa máls. Séra Gunn- ar réð lögfræðing sér til halds og trausts við lyktir málsins. Hvað vill hann segja um viðskiptin við bisk- upsstofu? „Ég vil ekki tjá mig um meðferð biskupsembættisins á þessu máli af því að verið er að vinna að nánari út- færslu á tilflutningi mínum úr emb- ætti sóknarprests í embætti sérþjón- ustuprests í Reykjavík. Ég tjái mig kannski síðar um áminningu biskups og það bréf sem hann sendi mér þar sem hann krafðist opinberrar afsök- unarbeiðni af minni hálfu sem hann vildi ráða orðalagi á, svo og fleira í því bréfi. Ég var ánægður með ályktun stjómar Prestafélags íslands frá 20. mars síðastliðnum en þar var litið svo á að um tilmæli frá biskupi væri að ræða en ekki fyrirmæli. Þá tekur stjómin skýrt fram að standa skuli vörð um íagaleg réttindi og kjör presta skv. lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna frá 1996. Loks áréttar stjómin að full þörf sé á skýrum reglum um það hversu taka skuli á málum eins og þessu. Kirkjulögin gera ráð fyrir að biskup taki á meintum ágreiningsmálum í söfnuðum landsins og kalli þá sem hann kýs sér til aðstoðar. Ef ekki verður árangur af slíku sáttastarfl er leitað til úrskurðar- og áfrýjunar- nefnda en á meðan þær em að störf- um er ekki gert ráð fyrir að aðrir hafl afskipti af málunum." VII verða prestur áfram Séra Gunnar og Ágústa eru á fór- um úr Holti í fardögum, viku af júní. Gunnar segir ekkert afráðið um dval- arstað þeirra eða verkefni umfram það að hann er skipaður sérþjónustu- prestur þjóðkirkjunnar og er það í raun framlenging skipunar hans sem sóknarprests að Hóli 1972 og síðar að Holti 1989. Gunnar kveðst þannig vera æviráðinn og það getur því orð- ið hlutskipti hans að starfa sem sér- þjónustuprestur þau 10-15 ár sem eru eftir af starfsferli hans. „Ég hef mikinn áhuga á að starfa áfram sem sóknarprestur og geri ráð fyrir að sækja um laus embætti i fyll- ingu tímans. Valnefndir sem meta umsækjendur taka talsvert tillit til starfsaldurs og reynslu svo ég hlýt að eiga ágæta möguleika á því að kom- ast í embætti." Þú hefur nýlega komið að starfi í öðru prestakalli er það ekki? „Veturinn 1998-1999 leysti ég af sóknarprestinn á Selfossi í leyfi hans. Mér líkaði einkar vel á Selfossi, undi þar mjög vel, átti afbragðs samstarf við sóknarnefndina og kynntist góðu fólki, auk þess sem ég kunni að meta þann styrk sem þar er fólginn í kirkjulegu starfi.“ Kveð með söknuði og þakklæti Þótt Gunnar fari ef til vill nauðug- ur viljugur úr Holti að þessu sinni segist hann horfa af bjartsýni fram á veginn og taka þessum tímamótum fagnandi. „Ég er ekki mjög upptekinn af því hvar ég bý. Mér líður alls staðar vel og hef notið lýðhylli í mínu starfi og kvíði engu. Ég hef fyrirgefið öllum. Mér hef alltaf líkað ákaflega vel við Vestfirðinga, hefi verið prestur hér r fyrir vestan í 20 ár samtals. Ég hefi alltaf borið Vestfirðingum vel söguna. Ég er hrifinn af fegurðinni hér og veðrið er oft alveg dásamlegt. Ég kveð því söfnuð minn og heimili í Holti með söknuði en er jafnframt sérstak- lega þakklátur fyrir allar góðar minn- ingar um dvölina hér og ómetanlega viðkynningu við marga en þar er af <' æði mörgu dýrmætu að taka.“ -PÁÁ Séra Gunnar Björnsson segist fara sáttur úr Holtl „Mér er þaö ráögáta hvernig þessi mál náöu aö þróast. Auövitaö er enginn maöur fullkominn og ég geri mér fyllilega Ijóst aö ég get veriö bæöi ör og geöríkur en þaö er undireins úr mér og ég held aö ég sé sáttfús maöur. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.