Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
55
r>v
Ferðir
Ferðafélagið Útivist heldur til fjalla um páskana:
Ný skíðaferð á Tindf jöll og
f j ölskylduhátíð í Þórsmörk
Ferðafélagið Útivist efnir til nokk-
urra ferða um páskana. Um lengri og
styttri ferðir er að ræða og hægt að
velja á miili gönguferða, skíðagöngu-
ferða og fiölskylduferðar.
Félagið hefur undanfarin ár efnt til
fjölskylduferðar í Bása á Goðalandi
við Þórsmörk um páskana og verður
engin undantekning á því nú. Að
sögn Kristjáns Baldurssonar hjá Úti-
vist er fjölskylduferðin hugsuð sem
skemmtiferð við allra hæfi þar sem í
boði verða styttri og lengri gönguferð-
ir og kvöldvökur. Brottfór er laugar-
daginn 22. apríl og komið heim á öðr-
um degi páska.
„Á sama tíma verðum við með nýja
skíðaferð. Ekið verður austur að
Fljótsdal og gengið upp í efsta skál-
ann í Tindtjöllum og gist í tvær næt-
ur. Á sunnudeginum gefst ferðalöng-
um kostur á að ganga á skíðum inn á
Tindfjallajökul og ef færi er gott þá
setjum við stefnum á hæstu hnúkana,
Ými og Ýmu,“ segir Kristján.
Skíðagönguferðir njóta sívaxandi
vinsælda hérlendis og því efnir félag-
ið til tveggja lengri ferða fyrir vana
skíðamenn. Annars vegar verður
gengið yfir Kjöl og hins vegar verður
gengið syðst á Vatnajökul, af Skála-
fellsjökli á Öræfajökul. Lagt verður
upp í báðar ferðir 19. apríl og komið
heim 24. apríl. I Kjalarferðina verður
ekið norður í land, inn á Auðkúlu-
heiði og gengið síðasta spölinn inn á
Hveravelli þar sem gist verður tyrstu
nóttina. Þaðan er haldið á næstu dög-
um milli skála og endað á Bláfells-
hálsi þangað sem hópurinn verður
sóttur. í ferðinni á Vatnajökul verður
ekið á jeppum inn á Skálafellsjökul.
Gengið verður um Esjuíjöll, Her-
mannaskarð að Hvannadalshnúk og
haldið niður Öræfajökul á næstsíð-
asta degi. Gist er í svefhpokaplássi
fyrstu og síðustu nóttina, en í tjöldum
á jökli.
Þá er ótalin páskaferð Jeppadeild-
arinnar. Haldið verður í fögurra
daga ferð í Jökulheima 20. apríl. Gist
verður í skálum Jöklarannsóknafé-
lagsins og síðan er áætlað að aka að
Kerlingu, að Grímsfjalli í Vatnajökli
Básar á Goðalandl
Eins og fyrri ár efnir Útivist tii fjölskylduferðar í Þórsmörk um páskana.
og í Veiðivötn. Að sögn Kristjáns er
þessi ferð einvörðungu fyrir bíla sem
eru vel búnir til vetraraksturs.
Á skírdag verður haldið í aðra
jeppaferð og ekið upp í skála ferða-
klúbbsins 4x4 Setrið og gist þar tvær
nætur, en síðan haldið á þriðja degi í
Laugafell og gist og svo áfram til
Hveravalla á páskadag. Áætlað er að
aka heimleiðis yfir Langjökul.
Auk lengri ferðanna eru dagsferðir
um bænadaga og páska sem kynntar
verða í fjölmiðlum og á heimasíðu
Útivistar: utivist.is. Þeim sem vilja
komast úr bænum strax um helgina
er bent á afmælisgöngu á Keili á
morgun, sunnudaginn 9. apríl. Þetta
er ganga i tilefni 25 ára afmælis Úti-
vistar og býður Útivist félögum sín-
um frítt í gönguna, en verð er 1000 kr
fyrir aðra.
25 þúsund gestir heimsóttu Viðey í fyrra:
Fjórtán brúðkaup
og jarðarför
Rétt tæplega 25 þúsund manns
höfðu viðkomu í Viðey í fyrra og
er það mesta aðsókn að eynni á
einu ári hingað til.
Áhugi manna á Viðeyjarferðum
sveiflast ár frá ári og er hann helst
tengdur veðurlagi. Hin síðari ár
voru gestakomur í eyna fæstar
árið 1992 en þá stigu þar þó hátt í
18 þúsund manns á land.
Talsverð starfsemi er í Viðeyjar-
kirkju og í fyrra voru haldnar þar
níu almennar messur og 43 aðrar
helgistundir. Að auki voru í kirkj-
unni fjórtán hjónavígslur, fjórar
skimir og ein útfor. Best sóttu at-
hafnimar voru hins vegar helgi-
stundir fyrir gesti jólahlaðborða í
Viðeyjarstofu en viðstaddar þær
voru alls 1400 manns.
1200 gestir komu bæði í göngu-
ferðir og staðarskoðun og 3500
manns hlýddu á á frásagnir af
sögu eyjarinnar áður en þeir gerðu
sér veitingar í Viðeyjarstofu að
góðu. -GAR
Skakkl turninn
Einn frægasti turn heims verður
væntanlegur opinn ferðamönnum í
júní á næsta ári.
Viðgerð
lýkur
eftir ár
Ferðamenn sem heimsækja itölsku
borgina Pisa á þessu ári verða víst að
sætta sig við að skoða hinn heims-
fræga Skakka turn úr fjarlægð.
Fregnir herma nefnilega að enn sé
heilt ár í að framkvæmdum ljúki við
turninn. Tuminn, sem var reistur á
13. öld, hefur raunar verið lokaður
ferðamönnum síðan 1990 en þá þótti
mönnum ekki hættandi lengur aö
hleypa ferðamönnum inn vegna
ástands hans. Skipt hefur verið um
mestallan jarðveg í kringum tuminn
og við framkvæmdimar hefur tekist
að rétta hann lítillega við. Tuminn
mun standa fyrir sínu að loknum
framkvæmdum því hann verður
alltaf skakkur.
Býrðu í Koupmannahöfn?
Ertu ú leiðinni ???
www.islendingafelagld.dk
Sádi-Arabía:
L
Þótt
Helga borgin
vestrænum ferðamönnum verði hleypt til Sádi-Arabíu verður þeim tæp-
ast leyft að heimsækja helgu borgirnar tvær, Mekka og Medína.
Ferðamennska
handan við hornið
Fregnir herma að ferðamenn geti
brátt lagt leið sína til Sádi-Arabíu
en stjórnvöld þar í landi þykja hafa
þokast mjög í frelsisátt í þeim efn-
um. Nýjar reglur um landvistarleyfi
hafa verið samþykktar en nokkuð
ljóst er að enginn fær að valsa óá-
reittur um landið. Ferðamönnum
verður gert að ferðast í hópum und-
ir stjóm innlendra ferðaskrifstofa.
Á hverju ári heimsækja um 1,5
milljónir pílagríma Sádi-Arabíu.
Flestir koma frá nágrannalöndun-
um við Persaflóa og þurfa því ekki
sérstaka vegabréfsáritun
Þeim var í fyrsta skipti leyft að
ferðast um landið í fyrra en áður
höfðu ferðir pílagrima verið ein-
skorðaðar við helgu borginar tvær,
Mekka og Medína. Breskar ferða-
skrifstofur kváðu vera spenntar fyr-
ir þessum nýja möguleika og telja
víst að ferðir til Sádi-Arabíu geti
orðið vinsælar.