Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Page 50
y 58 Tilvera LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 DV Myndbandagagnrýni Luck of the Draw ★★ Sýdurá lukku- pottin- um Krimmar sem þessi eru fjölda- framleiddir í HoUywood og lítið sem greinir þá hvem frá öðmm. Þessi til- tekni krimmi fylgir klisjunum dyggi- lega og greinir sig frá öðmm slíkum aðeins með nokkram stjörnum í leik- hópnum. Hér segir frá Jack Sweeney, at- vinnulausum fyrrverandi tugthúslim sem fær hvergi vinnu sökum fortíðar sinnar. Hann dettur í lukkupottinn þegar hann lendir fyrir tilviljun í miðjum skotbardaga miiii tveggja glæpaflokka og lögreglunnar. Fyrir fætur hans fellur taska sem inniheld- ur prentplötur fyrir hundrað dollara seðla og hann stingur af með þær. Meiningin er auðvitað að koma þeim í verð, en það er engin óskastaða að hafa tvær voldugar glæpaklíkur og löggumar að auki á hælunum á sér. Skotbardagar, svik og prettir, ■■ ósvifnir glæpamenn, metnaðargjam- ar löggur og misvel klæddar konur fylia þessa mynd, sem gengst upp í klisjunum eins og hún sé stolt af þeim. Þetta er síður en svo merkileg mynd, en hún nær að halda dampi nokkuð vel og það er gaman að fylgj- ast með sumum leikaranna. Þama era gæjar eins og Dennis Hopper, Michael Madsen, Eric Roberts, Ice-T og auðvitað William Forsythe, sem er einhver skemmtilegasti töffara- leikarinn í bransanum. -PJ * Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Luca Bercovici. Aöalhlutverk: James Marshall og Wendy Ben- son. Bandarísk, 1999. Lengd: 98 min. Bönn- uð innan 16 ára. -v W Entropy iricL. Heill- andi — IN DOfiff WWTHOOHNfCf NQN0 WWÍWII* entröþý órelða óreiða astar- innar og villtar poppstjörnur Yfirleitt sjáum við myndir um ást- sjúkar stúlkur sem þrá ekkert heitar en fmna riddarann á hvíta hestinum, hvar sem hann nú er. Menn virðast ekki verða eins ástsjúkir fyrr en eftir að þeir hafi hitt sína heittelskuðu. Hvemig svo sem það er og undantekn- ingar era þá er Phil Joanu hér með sögu um ástina. Jake Walsh, ungur leikstjóri, sér sætt módel, Stellu, og fellur. Áður en þau ná að kynnast er hann haldinn þráhyggju út af henni. Þau ná að kynn- ast og spuming er um ást við fyrstu sýn. Eitt leiðir af öörum sem leiðir af sér annað. Þannig verður óreiðan til og viðheldur sér. Við fylgjumst með óreiðunni skapast og hvort lausnir séu til sem eru ásættanlegar. Jafnframt kemur hljómsveitin U2 til sögunnar sem nokkurs konar bakgrunnur myndarinnar. Ástin er víst jafnfyndin og hún er sorgleg. Gamanmynd er full sterkt orð yfir þessa mynd en hún er alls ekki leiðinleg. í fyrstu veltir maður því fyr- ir sér hvort maður sé byrjaður að horfa á heimildarmynd með neðan- málstexta eða einfaldlega algjört ný- breytniragl í tónlistamyndbandastíl. Fljótlega venst maður þó sjónarhom- inu og sögumanninum og fer að njóta myndarinnar. Mynd sem kemur á óvart. -GG Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Phil Joanou. Aöalhlutverk: Stephen Dorff, Judith Godreche, Kelly MacDonald, Lauren Holly, Bono, John Tenney, Paul Guilfoyle, Frank Vincent og Hector -* Elizondo. Bandarisk, 1999. Lengd: 118 mín. Leyfö öllum aldurshópunv Ewan McGregor: Trainspotting segir í raun allt sem segja þarf. Fyrir þá mynd hlaut McGregor heimsfrægð svo um munaði. Þó vaknaði at- hygli á honum fyrr þeg- ar hann lék í ekki eins vinsælli mynd, Shallow grave. Bakgrunnurinn Ewan McGregor fæddist 31. mars 1971 í Crieff í Perthskíri í Skotlandi og er af verkamannafólki kom- inn. Strax á unga aldri vildi Ewan verða leik- ari og réð þar miklu að frændi hans, Denis Lawson, var leikari. Þegar Ewan varð 16 ára fluttist hann að heiman og gekk í Perth Reper- tory Theater en fljót- lega þröuðust málin svo að hann fór í Guildhall School of Music and Drama í London. Boltinn byrjar að rúlla... Árið 1993 byrjar lukk- an að leika við Ewan. Hann fékk hlutverk í enskri sjónvarpsmynd, Lipstick on Your Collar, auk þess að fá einnar línu hlutverk í mynd- inni Being Human. E.t.v. var það heppni að hann fékk ekki nema eina línu i þeirri mynd því hún kolféll. Ewan var ekkert að arka til Hollywood heldur hélt hann sig heima við á Bretlandi meðan hann var að reyna sig og frægðin átti eftir að koma. 1994 lenti hann í slagtogi með rithöfundinum John Hodge, leik- stjóranum Danny Boyle og framleið- Star Wars: Episode I - The Phantom Menace. Ewan McGregor í hlutverki Obi-Wan Kenobi. andanum Andrew Mc’Donald og leiddi það samstarf af sér Shallow Grave. Sú mynd náði miklum vin- sældum og Ewan var virkilega kom- inn á flug. Hlutverk hans í Shallow Grave leiddi svo af sér að hann fékk hlutverk í Trainspotting. Eftir það hefur ekkert stöðvað hann og hefur hann leikið í fjölmörgum myndum og sjónvarpsþáttum. í þessum fjölmörgu og þáttum hann ekki lent í sem leik- arar lenda alltof oft í, að festast í hlutverki ákveðinnar týpu. Fjöl- breytnin hefur umvaf- ið hlutverk hans og hefur hann sýnt sig og sannað svo um munar hvað leikræna hæfi- leika varðar. Það sem þó helst hefur ein- kennt val hans er að hann hefur frekar val- ið myndir, gerðar í heimalandi sínu og af samlöndum sinum, en að fara í Hollywood- kvikmyndafram- leiðslukeðjuna. Helstu myndirnar sem hann hefur leikið í era: Shallow Grave, The Pillow Book, Trainspotting, Emma, A Life Less Ordinary, Brassed off, Velvet Goldmine, Rogue Trader, Little Voice, Nightwatch og Star Wars: Episode I The Phantom Menace. Einkalífi Ewans hef- ur verið lítið flaggað opinberlega en einna helst er þaðan að frétta að árið 1996 giftist hann hinni frönsku Eve Mouvrakis. Ári síðar eignuðust þau dótturina Clöru. Ewan McGregor getur víst einna helst þakkað það lít- illi umfjöllun um persónulíf sitt hversu lengi hann hefur haldið sig frá glaumi og gleði Hollywood. Guðrún Guðmundsdóttir Hallærislega flottur Rogue Trader ★★★ Ósvíf- inn banka- ræningi eöa heimskur strákur „Ég er saklaus“ virðist vera sér- lega vinsælt efni sjálfævisögu- mynda. Nicholas Leeson og Ed- ward Whitley sulluðu saman einni slíkri sögu og leikstjórinn James Dearden sauð hana. Ekki nema von þar sem fáir geta státað af að setja virðulegan banka á hausinn og það gerir efnið sérlega áhuga- vert. Eins og margir vita þá setti Nick Leeson hinn virðulega enska Barings-banka á hausinn. Virðu- legan banka sem drottningin í Bretlandi átti sjálf viðskipti við. Sagan segir af byrjun starfsferils Nicks hjá þessum banka og kynn- um hans af eiginkonunni. Leiðir það siðan að þeim atburðum sem orsökuðu fall bankans. Sumir telja að Nick hafi komið undan milljón- um ef ekki milljörðum en aðrir telja hann hafa veðjað meira en lít- ið vitlaust. Myndin er vel leikin og skilar vel sínu. Ewan McGregor nær að túlka prýðilega vaxandi taugaálag Nicks og meðleikendur hans skila vel frá sér sínu. Löst við myndina má telja hve mikil áhersla er lögð á að ég er nú eiginlega alveg saklaus týpu- myndim hvað varðar Nick. Sagan verður því heldur hlutdræg en eyði- leggur alls ekki myndina. -GG Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: James Drear- den. Aöalhlutverk: Ewan McGregor og Anna Fri- el. Bresk, 1998. Lengd: 101 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Myndbandagagnrýni Fyrsti kaflinn Gamla Star Wars-trílógían er ein- hver frægasta og vinsælasta trílógía allra tíma og þess hefúr lengi verið beðið að George Lucas færi af stað með fleiri myndir úr þessum bálki sem á víst fúllkláraður að verða einar níu myndir í þremur trílógíum. Af ein- hverjum ástæðum var byijað í miðj- unni og þessi fjórða Star Wars mynd er sem sagt eiginlega fyrsti kafli sög- unnar. Þar segir frá því þegar Jedi- riddarinn Qui-Gon Jinn og lærisveinn hans, Obi-Wan Kenobi, uppgötva eitt- hvert mesta Jedi-riddaraefhi sem nokkum tíma hefur komið fram, hinn unga Anakin Skywalker. Krakkar hljóta að hafa gaman af þessu íburðannikla ævintýri og auð- vitað er þetta skylduáhorf fyrir áhuga- menn um Star Wars. Fyrir kvik- myndaáhugamann sem hafði gaman af Star Wars-myndunum á unglingsaldri, án þess að á hann rynni Star Wars- æði, er þessi mynd lítið meira en af- Star Wars! Ttie Phantom Menace ★★ þreying - vönduð en innihaldsrýr og varla meira en meðalmynd. Það var helst að hún næði gamla sjarman- um í geislasverðabardaga seint i myndinni, en gallinn var að þessi Jedi- riddarar voru svo leiðinlegir og óspennandi að maður stóð sig að því að halda með vonda kaliinum. Það er kannski stærsti galli myndarinnar - skortur á áhugaverðum persónum.-PJ Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: George Lucas. Aöalhlutverk: Liam Neeson, Ewan McGregor, Natalie Portman, Jake Lloyd og lan McDiarmid. Bandarisk, 1999. Lengd: 128 mtn. Öllum leyfö. Klassiskt myndband Geimvera á mannaveiðum Ég held ég hafi verið nálægt því að fá taugaáfall af skelfingu þegar ég fékk smjörþefmn af hryúings- myndum á unga aldri - svindlaði mér inn á American Werewolf in London og hélt út í hálftíma áður en ég lagði á flótta. Eftir að ég harðnaði og fór að geta notið hryllingsmynda hefur aðeins ein slík virkilega kom- ið mér fram á stólbríkina af spenn- ingi, en það var geimhrollurinn Alien. Alien var gerð árið 1979, tveimur árum eftir að Star Wars skók heims- byggðina með riddaralegum geim- köppum slegnum hetjuljóma. Framtíð- arsýnin í Alien var öllu dekkri og raunsærri. Það var eins konar verka- mannabragur á söguhetjunum, áhöfn flutningaskipsins Nostromo sem sigldi um geiminn með milljónir tonna af jámgrýti í eftirdragi. Áhöfhin er vakin úr dvala af skipstölvunni til að bregð- ast við neyðarkalli frá nálægri plánetu. Þau senda út könnunarleið- angur sem kemur aftur með einhverja lífvera klessta við andlit eins liðs- mannsins. Eftir að geimveran dettur dauð af andliti hans heldur áhöfhin heim á leið, en í frægri senu brýst eitt- hvert kvikindi úr maganum á John Hurt við matarborðið. Skrímslið litla stækkar ört og situr um áhafnarmenn, sem era vopnlausir og vamarlausir gagnvart þessari drápsvél og eiga enga undankomuleið, fastir i geimskipi sínu úti í hinum myrka geimi. Geimskrímslið sjálft er með flottari hönnunarverkum kvikmyndasögunn- ar, en það var byggt á teikningum listamannsins H.R. Giger. Leikstjórinn Ridley Scott passar sig á því að fela skrímslið í skuggum og skúmaskotum skipsins, viðheldur þannig dulúðinni og virkjar hræðslu áhorfandans við hið ókunna. Hann gefur meira í skyn en hann sýnir og áhorfandinn fær í raun aldrei að sjá skrimslið í allri sinni dýrð (fyrr en í framhaldsmynd- unum). Gegn þessum ofurmannlega óhugnaði teflir hann leikkonunni Sigo- umey Weaver í hlutverki kvenhetj- Alien ★★★★ unnar Ripley, en hún átti eftir að leika þann geim- verabana í öll- um framhaldsmyndunum og skapa þannig eitthvert lífseigasta hörku- kvendi kvikmyndasögunnar. Ridley Scott er einmitt þekktur fyrir kven- hetjur sínar úr fleiri myndum. Henni til halds og trausts eru gæðaleikarar eins og John Hurt og Harry Dean Stanton sem með bláflibbatúlkun sinni hjálpa til við að gera myndina eins jarðbundna og kostur er með tilliti til umfjöliunarefnisins. Þá er ónefndur Ian Holm, sem er sérstaklega óhugnan- legur í mikilvægu hlutverki. Að minu mati er Alien ein af bestu hrollvekjum sem gerðar hafa verið og hefur ekki tapað neinu af sínum hryllingi þessi 20 ár sem liðin eru síðan hún var gerð. Leikstjóri: Ridley Scott. Aöalhlutverk: Sigoumey Weaver. Bandarisk, 1979. Lengd: 117 mln. Pétur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.