Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Síða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 I>V Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaóur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstobarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Varað við leigubílum Leigubílaokur getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir stétt leigubílstjóra í heild og fyrir ferðaþjónustuna i heild, þótt einstakir leigubílstjórar geti um tíma makað krókinn með því að misnota einkaleyfi samgönguráðu- neytisins og vanþekkingu erlendra ferðamanna. Prag í Tékklandi er gott dæmi um þetta. Á flugvell- inum féflettu leigubílstjórar ferðamenn, sem þurftu að fara til borgarinnar. Þvi hefur verið sett þar upp skrif- stofa, þar sem ferðamenn upplýsa, hvert þeir ætla að fara og fá stimplað, hvað þeir eigi að borga. Allar leiðsögubækur ferðamanna, sem máli skipta, vara fólk við leigubílstjórum i Prag. Hvort sem þú flett- ir í Eyewitness, Insight eða Lonely Planet, þá er sama sagan á ferð. Fólki er ráðið frá að taka leigubíla í Prag og því er bent á ýmsar leiðir til að forðast þá. Gamlar syndir lifa í leiðsögubókum, jafnvel þótt upp- runalegt ástand hafi verið lagað. Langt er rnilli nýrra útgáfna og fólk notar oft mun eldri útgáfur en þá nýj- ustu. Þannig getur verið erfitt að losna við óorð, sem menn koma á sig með thnabundinni gróðafíkn. Straumur upplýsinga um hættusvæði fyrir ferða- menn er orðinn miklu hraðari en áður. Ferðamenn, sem verða fyrir slæmri reynslu af leigubílstjórum á Keflavíkurflugvelli, segja frá þvi i nokkrum umræðu- hópum, sem starfræktir eru á veraldarvefnum. Þessum frásögnum er haldið til haga af ritstjórnum stóru ferðatímaritanna og ferðahandbókanna, sem kanna málið og fá staðfest, að ekki sé allt með felldu í leigubílaakstri frá Keflavíkurflugvelli. Skriða vanda- málsins er runnin af stað og verður ekki stöðvuð. Ef ferðamálastjóri heldur í alvöru, að þetta valdi ferðaþjónustunni í landinu ekki búsifjum, er hann bú- inn að missa tilfinninguna fyrir markaðinum eða hefur ekki kynnt sér, hvernig upplýsingar flæða hraðar og grimmar í nútimanum en þær gerðu áður fyrr. Samgönguráðherra getur ekki vikið sér undan ábyrgð á málinu með yfirlýsingu um, að til greina komi að víkka svæðaskiptingu leigubíla seinna. Þetta er bara hefðbundinn ráðherravaðall, sem kemur að engu gagni á liðandi stund, þegar skriðan er að renna af stað. Samgönguráðuneytið gaf út reglugerðina, sem veitir fámennum hópi manna einkaleyfi til leigubílaaksturs frá Keflavíkurvelli. Nú þegar dæmi hrannast upp um misnotkun þessa einkaleyfis, getur ráðherra hætt að blaðra og afturkallað einkaleyfið fyrirvaralaust. Sérstaklega er þetta mál hættulegt fyrir stétt leigubíl- stjóra í heild. Ef margir útlendingar heyra eða lesa, að íslenzkir leigubílstjórar séu glæpamenn, sem menn eigi að forðast, er hætt við að markaður fyrir leiguakstur þrengist frá því, sem annars hefði orðið. Veruleikinn kann að vera skárri en hér hefur verið lýst. Verkfalli langferðabílstjóra kann að ljúka strax. Fymast kann yfir okur leigubílstjóra. Allt kann að falla aftur í ljúfa löð. En eftir situr, að staðbundin einkaleyfi til leiguaksturs eru úrelt og skaðleg. Hinn seki í þessu máli er fyrst og fremst samgöngu- ráðuneytið, sem gefur út staðbundin einkaleyfi handa skálkum og dregur einkaleyfin ekki til baka, þegar skálkarnir misnota þau. Ráðuneytið bjó til skortinn, sem leiðir gróðafíkla af vegi dyggðarinnar. Dæmið ffá Prag sýnir, að tímabundin gróðafíkn getur haft afleiðingar, sem eru þúsund sinnum dýrari en sem nemur illa fengnum gróða nokkurra skálka. Jónas Kristjánsson Óþolinmæði Clint- ons og eilífur friður Það hefur ekki ríkt mikil bjartsýni um niðurstöður fundar þeirra Baraks, forsætisráðherra Israels og Arafats leiðtoga Palestinumanna sem hófst á þeim sögufræga stað Camp David í vikunni. Þvert á móti hefur meira bor- ið á úrtölum, því er jafnvel haldið fram að fundurinn nú sé lítið annað en ör- væntingarfull tilraun Bandaríkjafor- seta til að koma á varanlegum friði í Mið-Austurlöndum áður en hann læt- ur af embætti. Við fyrstu sýn viröast leiðtogamir líka hafa gert flest annað en að undir- búa árangursríkar viðræður að undan- fórnu. Arafat hefur gefið afar ein- strengingslegar yfirlýsingar um að Palestínumenn sætti sig ekki við neitt minna en að fá allt það land til baka sem ísraelsmenn hertóku 1967, að allir tsraelsmenn hverfi af þessum svæðum og að öllum Palestínumönnum sem hrökklast hafa frá heimilum sínum innan tsraels verði leyft að snúa aftur. Þessar kröfur eru mjög langt frá því sem ísraelsmenn gætu sætt sig við og afar langt frá loforðum þeim sem Barak gaf sínu fólki áður en hann lagði af stað en hann sagðist mundu sjá til þess að allir ísraelsmenn á hernumdu svæðum ísraels væru áfram undir lögsögu Ísraelsríkis, að aldrei yrði failist á að ísrael léti sér nægja það land sem ríkið hafði fyrir sex daga stríðið 1967, að Jerúsalem yrði óskipt undir stjórn ísraelsmanna auk þess sem ísrael afsalaði sér allri ábyrgð á palestínskum flóttamönnum, en það merkir að sjálfsögðu að ísraels- menn ætla sér ekki að viðurkenna nein réttindi Palestínumanna innan Ísraelsríkis. Veikburða leiötogar Andstæðumar gefa fleira til kynna en að langt sé i land um varanlegan frið. Margt bendir til að leiðtogamir sjálfir hafi lítil tök á eigin mannskap. Barak er nýbúinn að standa af sér van- trauststillögu en staðreyndin er sú að honum hefur alls ekki tekist að skapa þá einingu innan ísraelska stjómkerf- isins sem nauðsynleg er til böggva á þá rembihnúta sem forveri hans í emb- ætti, Benjamín Netanyahu, batt á þeim þremur árum sem hann sat á forsætis- ráðherrastóli. Vald Arafats heima íyr- ir er sannarlega ekki óskorað og því ef- ast margir um að hann geti sýnt þann sveigjanleika sem nauðsynlegur er í samningum við Barak. Fátt bendir því til að nú sé runninn upp tími loka- samninga um eilífan frið 1 Austurlönd- um nær. Þegar Oslóarsamningamir svoköll- uðu vora gerðir fyrir tæpum sjö ámm þétt. Áhrifamiklir Palestínumenn í Bandaríkjunum og víðar hafa einnig lagst mjög gegn eftirgjöf í samningum við ísraelsmenn. Edward Said, prófess- or við Columbiaháskóla, sem er einn helstu andstæðinga samninganna við ísrael í hópi Palestínumanna í Banda- ríkjunum segir að með minnstu eftir- gjöf muni Arafat fá Palestínumenn um allan heim upp á móti sér. Verra að semja en semja ekki? Á fundinum i Camp David hefur gilt algjört fréttabann og fátt bitastætt hef- ur spurst út um þróun viðræðnanna. Þó er því haldið fram að samninga- nefndimar skirrist ekki við að taka á helstu deiluefnunum. Einnig hefur lek- ið að Barak kunni að bjóða Palestínu- mönnum yfirráð yfir ákveðnum hlut- um Jerúsalemborgar, án þess þó að austurhluti hennar verði allur á þeirra valdi eða nokkur möguleiki sé á því að sá hluti borgarinnar verði höfuðborg palestínsks rikis. Þá em óstaðfestar fregnir um að ísraelsmenn muni bjóða Palestínumönnum óbyggð svæði innan Israels en að byggðir ísraelskra land- nema á vesturbakkanum verði í stað- irm hluti Israelsríkis. Sumir hörðustu gagnrýnenda þeirra Baraks og Arafats úr röðum þeirra sjálfra hafa gengið svo langt að full- yrða að jafnvel þó að samningar náist nú þá verði þeir í raun verri en engir því að þeir séu ótímabærir og muni tæpast verða framfylgt. Bent er á að Camp David fundurirm fyrri um árið, þegar þeir Sadat og Begin sömdu frið á milli Egypta og ísraelsmanna, hafi ver- ið boðaður við talsvert aðrar aðstæður en nú em. Þar hafi verið gengið frá samningum sem höfðu verið í farvatn- inu mánuðum saman. Nú sé hins veg- ar ágreiningur um allt sem máli skipt- ir. Það er tvennt sem mestu ræður um fundinn nú. Annað er hin mikla óþol- inmæði Bandaríkjaforseta sem vill ólmur sjá til þess að endardegir samn- ingar takist sem kenndir verði við hann. Hitt er sú staöreynd að Palest- ínumenn em líklegir til að standa við orð sín um að lýsa einhliða yfir stofn- un ríkis 13. september náist ekki samningar um annað. Staða allra leiðtoganna þriggja er því veikari en svo að við miklu sé að búast. Þó skyldi maður engan þeirra vanmeta, sist af öilu Clinton Banda- rikjaforseta, en ef forsetatíð hans ein- kennist af einhveiju þá er það einmitt af sérstökum hæfileika hans til að koma sér og öðrum í ógöngur og bjarga sér úr þeim aftur. Barak hefur alls ekki tekist að skapa þá einingu innan ísraelska stjórnkerfisins sem nauösynleg er til að höggva á þá rembihnúta sem for- veri hans í embætti, Benjamín Net- anyahu, batt þegar hann sat á for- sætisráðherrastóli. með samningum við Palestínumenn, en forveri Baraks, Netanyahu, að mestu glutrað niður. Þetta hefur ekki orðið: Barak hefur hvorki tekist að halda saman almennilega starfhæfri stjórn né að bæta samskiptin við Palestínumenn að ráði. Ósamlyndi innan stjómar Arafats hefur farið vax- andi á síðustu mánuðum og virðast áhrif hans fara minnkandi jafnt og var gert ráð fyrir þvi að endanlegir samningar um samband ísraelsmarma og Palestínumanna yrðu tilbúnir í maí 1999. Þessu var slegið á frest til 13. september á þessu ári, en þann dag verða liðin sjö ár frá því að samning- urinn var undirritaður. Verði varan- legir samningar þá ekki í höfn ætla Palestínumenn að lýsa einhliða yfir stofnun ríkis síns. I raun má segja að leiötogamir tveir hafi báðir bmgðist herfilega á síðustu mánuðum. Þegar Barak tók við forsæt- isráðherraembætti í ísrael vorið 1999 héldu margir að hann mundi endur- vekja það traust sem Yitshak Rabin og Shimon Perez höfðu lagt granninn að Jón Ólafsson heimspekingur Ég vil að sjómenn segi mér hversu mikið affiski fer í sjóinn... ...Pannig getum við úkvarðað betur kvóta nœsta árs. Pað er mikilvœgt fyrir þjóðarbúskapinn. Síðan cetlum við að lögsaekja sjómenn. Q 'Oo $>sp>n 6u>gt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.