Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 Fréttir X>V Óvinsældir Ehud Baraks má rekja til svipleysis heima fyrir og óöryggis í landamæradeilum: Tókst betur upp í kjól en í jakkafötum Deilur á landsvæðunum sem ísraelar og Palestínumenn hafa hvorir tveggja gert tilkall til eiga sér langa sögu sem nær löngu aftur fyrir stofnun Ísraelsríkis ár- iö 1948. Upphaf ófriðar má rekja til 1515 er Palestína féll í hendur “Tyrkjum “ ásamt megninu af því landsvæði sem nú tilheyrir Miðausturlöndum. Stóð ríkja- skipulagið nær óbreytt til ársins 1918 er Ottómanveldið féll. Þá þegar um aldamótin var farið að bera á gyðingum í Palestínu. Undanfarna viku hafa friðarvið- ræður Palestínumanna og ísraela fyrir milligöngu Bandaríkjaforseta farið fram í Camp David fyrir lukt- um dyrum og fjarri ágangi frétta- manna. „Friðarferlið" svonefnda hefur nú staðið í á sjöunda ár eöa frá því að skrifað var undir Óslóar- samþykktina árið 1993 og spyrja menn sig nú hvort horfi í átt að áfangasigri. í umræðunni undanfarnar vikur hefur mikil áhersla verið lögð á að ná fram endanlegum sáttum og stefnt er að þvi að skrifa undir fullnaðarsamkomulag fyrir 13. sept- ember nk. Þennan dag hafa Palest- ínumenn markað sem stofndag hins nýja palestínska ríkis og Yasser Arafat hefur lýst því yfir að palest- ínskt ríki verði stofnað hvort held- ur sem friðarferlið verði i höfn eða ekki. Bili Clinton hefur lagt mikla áherslu á að fullnaðarsamkomulag verði undirritað áður en forsetatíð hans lýkur í janúar nk. sem augljós- lega yrði rós í hnappagatið hjá hon- um fyrir störf hans í Miðaustur- löndum. Slapp með skrekkinn Vantrauststiilagan sem næstum fékkst samþykkt fyrir ísraelska þinginu á Ehud Barak þykir þó draga verulega úr því að sættir tak- ist milli ísraela og Palestínumanna um skiptingu landsvæðis í eitt skipti fyrir öll. Barak slapp með skrekkinn aðeins degi áður en hann hélt til Camp David í byrjun vik- unnar og virðist sem trú ísraela og ísraelskra ráðamanna á forsætisráð- herrann fari þverrandi. Úr hernum í pólitík Pólitískur ferill Baraks hefur að margra mati verið jafnsviplaus og innkoma hans inn i stjórnmál á sin- um tíma. Eftir 35 ára feril í ísra- elska hernum sneri Barak sér að stjórnmálum. Brotthvarf úr hermál- um og yfir í stjómmál var tíðinda- lítill viðburður og einungis fjórum árum seinna, í maí 1999, var hann orðinn að forsætisráðherra lands- ins eftir sigur á Benjamin Netany- ahu. Barak hafði þá verið skjólstæð- ingur þáverandi forsætisráðherra, Yitzhaks Rabins, í Verkamanna- flokknum og síðar var hann gerður að utanríkisráðherra í stjómartíð Shimonar Peres. Eftir morðið á Rabin árið '95 og nauman ósigur Peres fyrir Netanyahu varð Barak því sjálfkjörið leiðtogaefni Verka- mannaflokksins í stjómarandstöðu. Forsætisráðherrastaðan þótti jafn- sjálfsögð þegar Netayahu beið ósig- ur í kosningunum í fyrra. í kjól með vopn í tösku Barak hefur alia tíð, líkt og for- veri hans í starfi, Yitzhak Rabin, lit- ið á sjálfan sig sem fyrrum her- mann sem kann að semja um frið. í kosningabaráttunni í fyrra sagðist hann myndu láta verkin tala og beita sér fyrir því að friður kæmist á eins fljótt og auðið yrði. Treystu margir á að þessi orð myndu rista djúpt og kné fylgja kviði. Eflaust varð einhverjum lika hugsað tii þess tíma er honum tókst að yfir- buga palestínska flugræningja í Tel Aviv árið '72 og aftur árið '73 þegar hann kom höndum yfir palestínska skæruliða sem voru ábyrgir fyrir árásum á ísraelska íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Múnchen. Það verk innti hann af hendi klæddur í kvenmannsföt með vopnin falin í nettri handtösku. Þrátt fyrir glæsileg afrek í kvenmannsbúningi og aö vera sá hermaður ísraelska hersins sem flestar orður hefur fengið bæði fyrr og síðar, sem staðfestir vitanlega vasklega framgöngu hans í hags- munamálum þjóðarinnar, hefur framkoma hans í stjómmálum samt sem áður helgast af óöryggi. Hikandi og óvinsæll í augum fyrrum stuðningsmanna Rabins var Barak næstbesti kostur- inn og himnasending samanborið við hinn hægrisinnaða Netanyahu sem hallaðist á sveif með róttækum gyðingum. Barak sagði þá að ísrael væri nógu sterk þjóð til að gefa eft- ir í deilunum við Palestínumenn og Sýrlendinga eða nægjanlega til að friður og stöðugleiki ríktu. í dag er stuðningur við Barak lít- ill eins og vantrauststillagan ber skýrt vitni um. Fyrrum bandamenn Baraks úr Verkamannaflokknum og öðrum pólitískum vinstri öflum eru ósáttir við óöryggi forsætisráðherra í mikilvægum ákvörðunum og saka hann um að hafa gefið of mikið eft- ir „til hægri“ í stjómmálum. Á sama tíma saka hægriöfl og landnemar gyðinga forsætisráðherr- ann um að gefa of mikið eftir í deil- unum við Sýrlendinga og Palestínu- menn. Barak er, eins og málin standa nú, fastur í eigin vef innan- ríkisvandamála sem einkennist af því að hann hefur lofað of mörgum of miklu án þess að geta samræmt andstæð loforð. Enginn vafi virðist leika á því að raunerulegur vilji Baraks er eftir sem áður að ná varanlegum friði í landamæradeilunum og að því leyti hafa pólitísk markmið hans ekki breyst frá því að hann var kjörinn forsætisráðherra. Vandamálið virð- ist hins vegar vera, að flestra mati, að Barak hefur skort þá staðfestu sem til þarf til að ýta málum í fram- kvæmd í stað þess að hörfa þegar á móti blæs og gefa þar með andstæð- ingum sínum kost á að gagnrýna sig enn frekar fyrir sama framkvæmda- leysi og hik í ákvarðanatöku. í upphafi viðræðnanna í Camp David sagði Bill Clinton að friður yrði alltaf hagsmunapólitík sem leitaði stöðugt í ólíkar áttir. „Grípið tækifærið," bætti hann við á meðan við bíðum eftir framhaldinu. Heimildir: Politiken, N.Y Times, BBC o.fl. Bill Clinton Clinton hefur sagt deiluaðilum að „grípa tækifærið “ Andstaöa Barak hefur mætt mikill andstöðu heima fyrir og einna helst frá harðlínugyðingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.