Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Page 22
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 X>V Helgarblað Norsk kona hefur vakið mikla athygli innan íslensku hestaíþróttarinnar: Freyja, dóttir Olil, viröist ætla að feta í hennar fotspor Hún varö í fyrsta sæti í ungiingaflokki á síðasta landsmóti á hestinum Muggi frá Stangarholti. Olil á hestinum Snerri frá Bæ „Það eina sem ég vissi um Island var að það væri fullt af hestum þar, heilu stóðin. Það fannst mér ðkaflega heillandi og skemmtileg tilhugsun, að vita af öllum þessum hrossum á íslandi. “ lenskt trippi, Eldjárn frá Hvoli. „Ég fór að vera þama í hesthús- inu annað slagið. Hesturinn var mjög kargur og ómögulegur og var alltaf að henda börnunum af baki. Hann henti mér einnig af baki en ég gafst ekkert upp og fór bara aftur á bak. Nágrannamir áttu þennan hest í nokkur ár og smátt og smátt æxl- aðist það þannig að ég fór að sjá um hestinn fyrir þau og fór m.a. með hann á reiðnámskeið," segir Olil. Þá var hún búin að læra það að ís- lenskir hestar hefðu tölt og það hefði verið byrjað allt of snemma að temja hestinn. Henni tókst þó að fá hestinn til að tölta, keypti hann svo þegar hún var 16 ára og endaði á því að vera Norðurlandameistari á hon- um. Vissi lítið um ísland Eftir grannskólann fer Olil að vinna í reiðskóla sem aðstoðar- manneskja og tekur hestinn sinn með sér. í reiðskólanum öðlaðist Olil mikla þekkingu og sótti sjálf reiðtíma. Hún komst fljótlega í sam- band viö Félag íslenskra hestaeig- anda í Noregi, kynntist öðrum áhugamönnum um íslenska hestinn og tók þátt bæði í mótum og nám- skeiðum. Eftir ár í reiðskólanum býðst henni starf á íslandi við tamn- ingar sem hún þiggur og fer að Stóra Hofi á Rangárvöllum. „Það eina sem ég vissi um ísland var að það væri fullt af hestum þar, heilu stóðin. Að vita af öllum þess- um hrossum á íslandi fannst mér ákaflega heillandi og skemmtileg til- hugsun,“ segir Olil sem ætlaði í upphafi bara að vera ár á landinu. „Foreldrar mínir ætluðu mér aft- ur heim til Noregs í skóla en vanda- málið var það að ég hafði ekki fund- ið neitt nám sem mig langaði til þess að læra. Það var bara hesta- mennskan sem komst að en það var ekkert sem hét menntun í hesta- mennsku á þeim tíma. Það var ekk- ert nám sem hét reiðkennari eða þjálfari eins og við getum titlað okk- ur með núna. Foreldrar mínir vildu mér bara vel og töldu eins og svo margir aðrir að ég ætti mér enga framtíð innan hestamennskunnar," segir Olil sem fór til heimalandsins að ári liðnu á íslandi. „Ég var heima í háift ár og fannst það alveg ómögulegt. Ég man ekki einu sinni hvað ég var að gera á þessum tíma, hann var svo leiðinlegur að ég er eiginlega bara búin að eyða þeim kafla,“ segir Olil sem var þeim degi fegnust þegar hún kom aftur til ís- lands. Kauplítil fyrstu árin Þegar Olil kemur aftur til lands- ins fer hún á bæinn Ey í Landeyjum en þar hafði hún verið aðeins áöur en hún fór út. „Krakkamir á bæn- um voru á mínum aldri og manni var bara tekið eins og einni af fjöl- skyldunni og var með í öllu,“ segir - segir Olil Amble sem elskar íslenska hestinn og hefur einstakt lag á honum „Ég er norsk og ég get ekki breytt því og hef ekki áhuga á að breyta því. Maður breytir ekki upprunan- um. Hins vegar þá finnst mér voða vænt um það þegar íslendingar taka mig til sín. Ég er búin að vera héma í 20 ár og hef búið lengur á íslandi en í Noregi svo auðvitað er ég orðin heilmikið íslensk," segir hin 37 ára gamla hestakona, Olil Amble, þar sem hún situr í hinu glæsilega hest- húsi sínu á Selfossi og drekkur kaffl eftir morgunverkin. Hesthús henn- ar, sem er þriggja ára gamalt, gnæf- ir yfir hesthúsabyggðina á staðnum og þar er pláss fyrir 21 hest. Það er hér sem Olil ræktar sín hross, þjálf- ar, temur og kennir en það er óhætt að segja að konan hefur vakið at- hygli innan bransans fyrir gjörvu- leika í alla staði. Hún þykir sýna einstaka lagni við hross og talin einn besti reiðmaður landsins enda vann hún heimsmeistaratitilinn í fjórgangi í Rieden í Þýskalandi i fyrra. Hestasjúkt barn „Ég hef verið mjög heppin því mér hefur alltaf verið tekið vel. Stundum er ég dálítið hissa á því þar sem ég er útlendingur og líka kona og hestamennskan er jú eigin- lega karlaveldi," segir Olil sem stóö sig mjög vel á nýafstöðnu landsmóti en þar komst hún úr B-flokki klár- hesta yfir i B-úrslit en vann sig svo upp í A-úrslit á hestinum Krumrna. Þar vakti einnig hryssan Álfadís mikla athygli á kynbótasýningunni. Hvernig þessi myndarlega norska kona endaði uppi í hesthúsi á Sel- fossi er löng, en skemmtileg saga og má rekja hana allt aftur til barn- æsku Olil i Noregi. Stúlkan var ein- faldlega hestasjúk strax á unga aldri. „Ég hafði engan aðgang að hest- um og fjölskylda mín tengdist hest- um ekki neitt. Ég heillaðist hins vegar snemma af hestum og reyndi að fara eins oft og ég gat á hestaleig- ur að leigja mér hest. Ef ég sá hest út á götu á leiö heim úr skóla gleymdi ég mér alveg og elti hann kannski í þeirri veiku von að knapinn myndi stoppa svo ég gæti fengið að klappa honum. Hest- ar virkuðu einfaldlega eins og seg- ull á mig,“ minnist Olil og bætir við: „Það að geta setið á hestbaki og láta hann bera sig fannst mér gefa manni svo mikið frelsi." Þegar Olil er 11 ára kaupa ná- grannar hennar þriggja vetra ís- „Hér eru gæðingarnir og framtíðin“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.