Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 DV 25 Helgarblað Launamálin í Hollywood: Lesbíur með há laun í Hollywood Komið hefur í Ijós að í Hollywood margborgar það sig fyrir konur að vera tvikynhneigðar eða lesbíur. Lesbískar leikkonur og tvíkyn- hneigðar starfssystur þeirra fá tals- vert hærri laun en gagnkynhneigð- ar leikkonur í kvikmyndaborginni. Þetta hefur komið í ljós í nýrri könnun sem framkvæmd var í Bandarikjunum. Rúmlega fjögur ár tók að vinna könnunina og niður- stöðumar eru sláandi. Þær gefa ótvirætt til kynna að konur sem eru fyrir konur, eins og til dæmis Drew Barrymore, Angel- ina Jolie og Anne Heche, kærasta Ellenar, verða fyrr skærar stjörnur en gagnkynhneigðar leikkonur. Lesbískar og tvíkynhneigðar bandarískar konur á fimmtugsaldri eru að meðaltali með þriðjungi hærri laun en konur í gagnkyn- hneigðum samböndum. Þetta gildir ekki um samkynhneigða karlmenn en laun þeirra eru að meðaltali um 14% lægri en laun gagnkynhneigðra karlmanna þar sem þeir sækjast meira í svokölluð mýkri störf. Lesbíur með hærri laun Ein af ástæðum þessa er talin vera sú að samkynhneigðar konur verða fyrr meðvitaðar um sjálfstæði sitt og gera sér grein fyrir því að þær verða að vera ijárhagslega sjálf- stæðar. Þá vekur það athygli í könn- unni að þeir fara yfirleitt i háskóla sem koma úr svokölluðum mennta- fjölskyldum en samkynhneigðir eru líklegri til þess að ganga mennta- veginn þó að ekki sé hefð fyrir þvi í fjölskyldunni. Samkvæmt óbirtum gögnum könnunarinnar eru samkynhneigð- ar konur átta sinnum líklegri til þess að starfa við leikhús og kvik- myndir en giftar konur. Önnur vin- sæl störf eru tengd íþróttum og hernum, skriftir, lögfræði og lækn- isfræði, sérstaklega geðlækningar. Könnunin leiddi jafnframt í ljós að sumar stereótýpar eru sannar og flestir samkynhneigðir karlmenn laðast enn að hárgreiðslu. Stórt kvikmyndafyrirtæki í Hollywood tók þátt í launakönnun. Þar kom fram, þegar búið var að taka Juliu Roberts út úr, vegna þess hve há laun hennar eru, að meðal- laun 100 vinsælustu leikkvennanna eru á bilinu 6 milljón dalir en þessi tala fór upp í 7,9 milljón dali þegar um var að ræða lesbískar eða sam- kynhneigðar leikkonur. Lesbísk hlutverk Nú flíka leikkonur kynhneigð sinni. Þegar leikkonurnar Anne Heche og Ellen DeGeneres komu út úr skápnum fyrir tveimur árum urðu þær báðar fyrir þvi að missa verkefni og vini. Nú þykir staða þeirra í Hollywood hins vegar mjög sterk. Fleiri leikkonur gefa út tví- ræðar yfirlýsingar, til dæmis Brooke Shields sem sagði í timariti fyrir samkynhneigða að hún ætti Janet Jackson leikur í kvikmynd Janet Jackson sagði í viðtali við sænskt blað að nú vildi hún leggja tónlistina á hilluna. „Mig langar að leika í kvikmyndum og svo dreymir mig um að verða móðir,“ sagði Janet. „Það er kominn tími á bam- eignir enda slepp ég ekki við það frekar en aðrir að eldast." Janet er nýskilin við mann sinn til margra ára en sú saga gengur fjöllunum hærra í Hollywood að hún sé komin í samband við Rene Elizondo. Um það segir Janet bara að mikið jákvætt hafi gerst í lífi hennar að undanfórnu. Janet er víst með hlutverk í nýju myndinni „Nutty Professor: The Klumps" þar sem hún leikur á móti ekki ómerkari manni en Eddie Murphy. Janet segist alltaf hafa ver- ið mikill aðdáandi hans og hlakkar mikið til þess aö sjá viðbrögð kvik- myndahúsagesta. von á því að giftast aftur en að hún fyndi fyrir þvi að þykja margar kon- ur aðlaðandi. Drew Barrymore er sögð hafa sofið hjá jafnmörgum körlum og konum. í siðasta mánuði birtist svo ljósmynd af leikkonunni Lauru Dern þar sem hún kyssti leikkonu, Amy Yasbeck. Hollywood er meðvituð um ný viðhorf og Goldie Hawn, Calista Flockhart, Jennifer Aniston og Juli- anna Margulies eru allar að leika lesbískar konur þessa dagana. Bílabúð Benna • Vagnhöfða 23 og Kringlunni • Sími 587-0-587 • wvm.benni.is - og kominn í heimsmetabókina! <& DAlEWOO Á tímum síhækkandi bensínverðs skiptir eyðslan bíleigendur gríðarlegu máli, sérstaklega þegar Ijóst er að lítraverðið fer í 100 krónur. Það er vandfundinn bíll sem eyðir minna bensíni en Daewoo Matiz. Nýlega komst hann í Heimsmetabók Guinness fyrir litla bensíneyðslu, þegar honum var ekið 3.899 km. á aðeins 122 lítrum í Ástralíu -geri aðrir betur! Ef þú sérð brosandi bíleiganda á bensínstöð, þá er hann eflaust á Matiz! Nýr Matiz fyrir 457 krónur á dag!* Verð: Matiz S kr. 829.000,- Matiz SE kr. 899.000,- Matiz SE-X kr. 966.666,- l ldUZ O, ULUUI^UII M. I dj.ouv,- eftirstöðvar til 72 mánaða. Miðað við bílasamning og verðbólguspá. Gamli billinn þinn getur líka verið útborgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.