Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 DV Fréttir Ríkissmali ráðinn hjá Vegagerðinni PV. BORGARNESI:_________________ Vegagerðin í Borgamesi hefur ráöið ríkissmala sem á að hindra lausagöngu búfjár á þjóðveginum frá Hvalfjarðargöngum og upp á Holtavörðuheiði en mörg slys hafa orðið í umdæmi Vegagerðarinnar af völdum búfjár. Meðal annars var ekið á 16 kindur í síöasta mán- uði og það sem af er þessu ári hef- ur verið ekið á tvö hross og 23 kindur. Ráðinn hefur verið smali með hund til að sjá um að reka kind- umar frá vegsvæðinu og upp á af- rétt. Á síðasta ári var ekið á yfír 50 kindur á þessu svæði. Þessi tilraun Vegagerðarinnar er til tveggja mánaða og hefur Guðmundur Kr. Guðmundsson, bóndi á Kaðalstöð- - búfé á þjóðvegunum vaxandi vandamál um, verið ráðinn til starfans. Hann á skoskan fjárhund og notar hann við smalamennskuna. Er þetta er tilraun til að koma í veg fyrir slys af völdum búfjár. Smalað verður að minnsta kosti einu sinni í viku fram á haustið, frá Hvalijarðargöngum að Holtavörðu- heiði, frá Borgamesi að Snæfells- nesi og frá Akranesi að Hvalfjarðar- göngum. -DVÓ DV-MYND JÓN BIRGIR PÉTURSSON Slys af völdum búfjár Þarna fór bíll út af veginum rétt fyrir sunnan Borgarnes. Ökumaöurinn var aö reyna aö komast hjá því aö aka yfir lamb. Hann lenti út af vegin- um eyöiiagöi bílinn og sumarfríiö fór fyrir lítiö. Hirðing með gamla laginu PV, ViK i MÝRDAL: Bændur sunnanlands em nú allir sem einn að keppast við að koma sem mestu heyi í hús eða í rúllu- bagga í blíðunni sem verið hefur undanfarið. Yfirgnæfandi meiri- hluti bænda hefur farið yfir í rúllu- baggana sem hafa reynst afar vel, sérstaklega í vinnuspamaði og þeg- ar lítið hefur verið um þurrk. Einn og einn bindur þó enn hey sitt i bagga með „gamla laginu" ef svo má segja. Jóhann Einarsson var að hirða bagga á túni austan Víkur á flmmtudag. Hann sagði að þetta væri prýðis- hirðing, alveg skráþurr og heyið hefði sloppið gjörsamlega við rign- ingu sem sjaldgæft væri á þeim bletti sem var verið að hirða af. Jó- hann var að hirða fyrir hesta föður síns, Einars Bárðarsonar. Og vist er aö ekki verður sett á guð og gaddinn í vetur með þessa prýöistöðu í hlöð- unni. -NH DV-MYND NJÓRÐUR HELGASON Ekki dropi í heyið Jóhann Einarsson i heyskapnum i Vík - allt skráþurrt, aldrei þessu vant. Siguröur Pálsson Hiaut 30.000 kr vöruúttekt. DV í sumarskapi! Vinningshafi vik- unnar úr Hafnarfirði - fertugur eftir tvær vikur Ný tæki blikka á hraðakstursmenn - ný tækni veröur tekin upp í Hvalfjarðargöngum Áskrifendapottur DV er veglegur og til mikils er að vinna, alls eru í honum vinningar að verðmæti 700.000 kr., vikulegir vinningar frá Spar-Sporti og fullkomið heimabíó frá Bræðrunum Ormsson verður dregið út í lok sumars. Vinningshafinn þessa vikuna í áskrifendapotti DV er Sigurður Pálsson, Átfaskeiði 90 í Hafnarfirði. Hann hlaut 30.000 kr. vöruúttekt frá versluninni Spar-sporti. Sigurður hefur verið tryggur áskrifandi að DV frá því í september 1995. Við óskum honum til hamingju með verðlaunin og fertugsafmælið sem er eftir 2 vikur. -kk DV, HVALFIRDl:___________________ Sjálfvirk blikkljós vegna öku- hraða verða tekin í notkun í Hval- fjarðargöngum á næstunni. Þeir sem aka vel yfir hámarkshraða í göngunum, 70 kílómetra á klukku- stund, fá á sig blikkandi ljós til áminningar og ættu þá snarlega að hægja á sér. Lögreglan er auk þess iðin við að mæla hraða í göngunum, stöðvar hraðakstursmenn og sektar - og sviptir þá verstu ökuskírteininu. Borið hefur af og til á hraðaksturi og glanna- legum framúrakstri í Hvalfj arðargöngum. Blikkljósunum er ætlað að hafa áhrif á þá sem þannig hegða sér og stofna sér og öðrum í hættu. Þá verður settur upp búnaður í Hvalfjarðar- göngum sem veitir upp- lýsingar á hverjum tíma til vaktmanna í gjaldskýli um hversu margir bílar séu í göngunum á hverjum tíma og í hvaða átt þeir aka. Þetta er mikilvægt öryggisins vegna. í þriðja lagi verður settur upp mælir tU að hægt sé að vita ná- kvæmlega styrk og stefnu vinds inni í göngum. Slíkar upplýsingar gagnast til dæmis slökkviliði ef eitt- hvað kemur fyrir. Náttúruleg loft- ræsting er í göngunum frá norðri til suðurs. Þar eru síðan öflugir blásar- ar sem notaðir eru til að herða á loftstraumnum ef á þarf að halda. Ef mikill umferðarþungi er í aðra hvora áttina, til dæmis á föstudög- um til norðurs og á sunnudögum til suðurs, er blásið í sömu átt og um- feröarstraumurinn rennur til að ræsta út mengað loft úr göngunum. -DVÓ Hvalfjarðargöng Sjálfvirk blikkljós vegna ökuhraöa veröa tekin í notkun á næstunni. í’ Umsjón: Reyitir Traustason netfang: sandkom@ff.is Valdabarátta Búið er að kæra borgarstjóm- arapparatið fyrir að úthluta Línu.Neti án útboðs ljósleið- aralagnir í grunn- skóla borgarinnar. Forsvarsmenn | Landssímans töldu að útboð heföi átt að fara fram og kærðu því til fjár- málaráðherra. Það var Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjáifstæðisflokks, sem fyrst vakti athygli á málinu en hann sagði að félagar sinir innan fræðsluráðs hefðu verið blekktir af R-listafólki. Þar er Guðlaugm- Þór að snupra flokksbróður sinn, Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson sem sat fund fræðslu- ráðs þegar samþykktin var gerð. Þar með hafi hann verið blekktur til að ganga erinda vinar síns, Al- freðs Þorsteinssonar, borgarfull- trúa R-listans. Þykir þetta dæmi um að valdabarátta innan borgar- stjómar sé í fullum gangi mUli Guðlaugs Þórs og Vilhjálms ... Forystukreppa Það fer varla fram hjá neinum að Xorystukrcppa hrjáir varafor- mannslausan Fra®sóknarflokk. Flokkurinn sér hvergi til sólar í fylgiskönnunum og víst þykir a þörf sé á andlitslyftingu forystu- sveitarinnar. FuUvíst er talið að Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra vilji verða varaformaður og í framhaldinu formaður. Sama er uppi á teningnum hjá Kristni H. Gunnarssyni sem komið hefur fram sem sterkur talsmaður flokks- ins í ýmsum málum. Halldór Ás- grímsson formaður er sagður liggja undir feldi í því skyni að finna verðugan arftaka. Sumir telja að hann hafi augastað á Hjálmari Ámasyni, alþingismanni Reyknes- inga, sem þykir standa formannin- um nærri hjartastað... Orrí kvíðinn Svo sem Sand- kom greindi frá er Orri Hauksson, að- stoðarmaður for- sætisráðherra, horf- inn úr stjómarráð- inu til náms í út- löndum. Orri mun hafa látið þau orð falla við brottför- ina að hann kviði því mest að Davíð Oddsson léti það dragast úr hófi fram að ráða nýjan aðstoðar- mann. Slikt yrði til þess að ein- hveijir fæm að ýja að því að að- stoðarmaðurinn heföi verið óþarf- ur. Þá kveið Orri því að nokkrum mánuðum eftir brotthvarf sitt myndi verðbólgan hjaðna og menn fengju það út að verðbólgan heföi verið honum að kenna og hann því beinlínis verið skaðlegur.... Feluleikur Frétt DV um að Ólafur Ragnar Grímsson stefnt leigjendum sínum á Barðaströnd 5 á Seltjamarnesi vakti mikla at- hygli. Dómstólar senda út lista þar sem kynnt eru mál hverju sinni. í dagskrá þeirri sem kynnti til sögu útburðarmálið var sóknaraðili sagður vera Ólaf- ur Grímsson. Fram að þessu hefur það aðeins verið höfuðandstæðing- ur forsetans, dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson, sem sleppt hefur mUlinafninu. Kenningar eru uppi um að með því að nota ekki Ragnarsnafnið hafi menn forsetans viljað fela slóðina en glöggir blaða- menn DV sáu við því. Einhver hafði á orði að betra hefði verið að kynna sóknaraðilann sem Ragnar Grímsson en þá hefði enginn fatt- að hver lögsótti...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.