Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 DV Skoðun DV-MYND JAK Innfæddir veifuðu glingri af alls kyns tagi og seldu gegn hóflegu gjaldi. Myndin tengist ekki efni pistilsins. Rafvirki og hundstönn Eitt andartak hefði mátt halda að íslenska ferðamanninum hefði tekist að dáleiða minjagripasalann sem horfði stjarfur á hræódýra tönnina sveiflast. Hann náði síðan áttum, rétti fram höndina, greip utan um gripinn og velti honum í lófa sér. Svo skellihló hann og leit á rafvirkjann. „Þetta er guðdómlegt land og fylli- byttumar eru indælar. Loksins er ég búin að sjá Grænland," sagði mið- aldra kona á háhæluðum skóm þar sem hún tiplaði inn i flugstöðina 1 Kulusuk eftir að hafa eytt samtals fjórum klukkustundum á Grænlandi. Konan, sem er frá Kópavogi, var í hópi 40 farþega sem saman voru komnir til að sjá frumstæða nágranna sína og drekka í sig grænlenska menningu á mettíma. Ferðin var dagsferð þar sem inni- falið var að ganga sem leið lá í þetta 400 manna þorp á austurströnd Græn- lands. Hópurinn skoðaði samkvæmt plani kirkjuna og kaupfélagið þar sem hópur fólks stóð fyrir utan. Flestir innfæddra voru með bjórdós við höndina og deyjandi stjörnur i aug- um. Sumir voru reyndar kófdrukknir og án augnsambands en það gerði ekkert til og íslensku túristamir, sem sumir hverjir höfðu mn árabil alið með sér þann draum að sjá Grænland, vom hinir kátustu. Innfæddir veifuðu framan í þá glingri af alls kyns tagi og seldu gegn hóflegu gjaldi. ísbjarnartönn Rafvirki á eftirlaunum gaf sig að Grænlendingi á óvissum aldri. Sá bauð honum hálsfesti með tönn til sölu. Rafvirkinn þuklaði gripinn og spurði á bjagaðri dönsku hvers konar dýr hefði haft kostagripinn í munni sér. „Det var isbjom," svaraði Græn- lendingurinn að bragði og gaf upp verðið sem var nálægt tvö þúsund ís- lenskum krónum. Eftirlaunaþeginn frá íslandi, sem var að láta æsku- drauma sína rætast með því að stíga fæti á grænlenska grund, var himin- lifandi með gripinn sem hann hengdi strax um hálsinn. Síðan gekk hann hróðugur milli samferðamanna og sýndi kostakaupin. Það mátti víða greina aðdáun en þeir sem vildu kom- ast yfir tönn höfðu ekki erindi sem erfiði því uppselt var hjá Grænlend- ingnum góðglaða. Fleiri tennur var ekki að hafa en hann átti nokkrar perluhálsfestar sem runnu út þrátt fyrir að ekki væm sýnileg tengsl á milli grænlenskrar menningar og náttúru og perlanna sem þykja ómissandi á flestum leikskólum heimsbyggðarinnar. Það voru ánægð- ir en vegamóðir ferðalangar sem komu í flugstöðina í Kulusuk eftir að hafa barið Grænland augum í nokkr- ar klukkustundir. Stjaman i hópnum var eftirlaunarafvirkinn sem státaði af ísbjamartönn sem að vísu var í minni kantinum. í frihöfninni mátti sjá alls konar handverk af sama tagi og boðið var á kaupfélagströppunum. Gripimir vom þó ásjálegri og ferða- fólkið gaf þeim gaum. Rafvirkinn ákvað að gera lauslega verðkönnun til að auka enn á ánægjuna vegna fjár- festingarinnar á kaupfélagströppun- um. Hann spurði því um verð á ís- bjamartönnum í selskinnsól. Verðkönnun Hann brosti drýgindalega þegar af- greiðslumaðurinn nefndi 500 danskar krónur eða nálægt 5 þúsund íslensk- um krónum. Síðan tók viðskiptavin- urinn af sér hálsfestina og dinglaði tönninni góðu framan i manninn bak við búðarborðið. „Þessi kostaði tú húndred," sagði hann hálfhlæjandi og iðaöi af kæti vegna þess að hann skákaði skipulögðum túristaiðnaði með þvf að versla beint við innfædda. Afgreiðslumaður fríhafnarinnar horfði forviða á tönnina sem dinglaði fram og til baka fyrir augum hans. Eitt andartak hefði mátt halda að ís- lenska ferðamanninum hefði tekist að dáleiða minjagripasalann sem horfði stjarfur á hræódýra tönnina dingla. Hann náði síðan áttum, rétti fram höndina, greip utan um gripinn og velti honum í lófa sér. Svo skellihló hann og leit á rafvirkjann. „Hund,“ sagði hann. Rafvirkinn var hissa. Hvað meinar hann með „hún“ sagði hann við samferðamann sem stóð álengdar. „Er svona hlægilegt að tönnin er úr bimu eða hvað er að manninum?" bætti hann við. Sá sem spurður var hafði kennt dönsku á framhaldsskólastigi og kunni því skil á því tungumáli. „Nei, hann segir að þetta sé tönn úr hundi. Samkvæmt því hefur þú keypt köttinn í sekknum eða öllu heldur hundinn í stekknum," sagði dönskukennarinn og glotti svo skein í skörðóttar framtennur. Rafvirkinn reyndi að andmæla en eftir að fleiri höfðu skoðað tönnina og skilað áliti var ekki um að villast og það rann upp fyrir honum ljós. Eftir- launaþeginn hafði lagt hluta af eftir- launum sínum í að kaupa tönn úr grænlenskum sleðahundi undir þeim formerkjum að um væri að ræða ís- bjamartönn. Hann leit flóttalega í kringum sig og laumaði síðan minja- gripnum í vasann. Þrátt fyrir áfallið glaðnaði fljótt yfir honum. Hann keypti túpilak úr fiskbeini til að setja um hálsinn i stað tannarinnar góðu sem hann gerði ekki ráð fyrir að flagga oftar. Grænlandsklúbbur Ferðafólkið var alsælt og til tals kom að stofna klúbb til að deila hinni sameiginlegu reynslu næstu árin. Konan á háhæluðu skónum stakk upp á að væntanlegur klúbbur tæki sig saman um að fara í aðra ferð til Grænlands en þá annaðhvort til Suð- ur-Grænlands eða á vesturströndina, til höfuðborgarinnar, Nuuk. Sam- ferðafólkið mótmælti strax og taldi að óþarft væri að borga fyrir að sjá það sem þegar væri upplýst. „Þetta er alls staðar eins og hér. Fuilir Grænlendingar að selja minja- gripi á milli þess að þeir þeysa um á hundasleðum eða róa á kajökum sín- um á haf út til að veiða sel,“ sagði dönskukennarinn um leið og hann tók við plaggi úr hendi fararstjórans þar sem staðfest var að hann hefði komið til Grænlands. Kópavogskonan sagðist hafa óljósar fregnir af því að í Nuuk á á Suður-Grænlandi væri lítið um kajaka. Meira að segja væru pitsu- staðir og 80 leigubOar í höfuðstaðn- um. Þá taldi hún sig hafa heimddir um að af þeim 40 þúsund íbúum sem landið byggðu væru aðeins um 5 þús- und manns á austurströndinni. Hún spurði hvort hugsanlegt væri að Kulusuksýnishomið af Grænlandi jafnaðist á við það að farið væri með erlenda ferðamenn á Islandi tU Bakkafjarðar og þeir síðan sendir td síns heima með vottorð upp á að hafa séð ísland. Vangavelturnar féUu í grýttan jarðveg. „Mér nægir alveg að sjá leigubda og skyndibitastaði heima á íslandi," sagði dönskukennarinn og þegar ein- hver benti honum á að í Eystribyggð á Suður-Grænlandi væri sauðfjárbú- skapur einn aðalatvinnuvegurinn, auk útgerðar á nýtísku frystitogunun, sagðist hann ekkert vUja hafa meö það rugl að gera. „Það er nóg af togurum og roUum á tslandi. Ég þarf ekki að greiða stórfé fyrir að fara tU Grænlands og sjá slíkt. Hinn dæmigerði Grænlendingur er og verður ftdlur veiðimaður á kajak sem selur minjagripi í landleg- um. Ég væri frekar til í að skreppa í aðra dagsferð td Kulusuk," sagði hann og veifaði staðfestingarplagginu tU áréttingar. Árlegir fundir Sjónarmið dönskukennarans varð ofan á og aUar uppástungur um frek- ari ferðalög td Grænlands vom blásn- ar af. Hópurinn greiddi atkvæði um nafn á klúbbinn og einróma var ákveðið að hann skyldi heita Græn- landsfarar. Á hverju ári kæmi hópur- inn saman að minnsta kosti einu sinni á Kaffi Reykjavík og skoðaði myndir og fólk skiptist á dýrmætum minningum úr ferðinni tU nágranna- landsins í vestri. Ákveðið var að félagamir yrðu á fundum skreyttir munum úr ferðinni. Rafvirkinn varð flóttalegur þegar það ákvæði stofnsamþykktarinnar var reifað og ósjálfrátt þuklaði hann vasa sinn þar sem hundstönnin lá. Síðan glaðnaði yfir honum og hann sagði í háUúm hljóðum: „Já, ég verð með túpdakinn.“ Þar sem flugvélin hóf sig tU flugs tröUuðu Islendingamir, sem flestir voru orðnir drukknir, grænlenskt ættjarðarlag og skáluðu í vodka. rnrnimm Góðar fréttir frá Chile „Það era góðar fréttir að Pino- chet hershöfðingi skuli hafa verið sviptur þinghelg- inni sem hann naut í heimalandi sínu. Það sýnir ekki aðeins að fyrram harðstjór- inn í ChUe er ekki laus allra mála á vettvangi dómstól- anna þó að hann hafi komið sér undan málsmeðferð Evrópuríkja sem heftu ferðafrelsi hans um stundarsakir. Umfram aUt verður hann látinn svara tU saka fyrir gjörðir sínar frammi fyrir chUesk- um dómstólum, þeim einu sem geta talað fyrir munn allra fómar- lambanna svo trúverðugt sé.“ Úr forystugrein Libération 9. ágúst. Dauðarefsing og lýðræði „Um það bU 25 lönd hafa frá ár- inu 1989 afnumið dauðarefsingar fyrir almenna eða aUa glæpi. Það er stórt framfaraskref fyrir lýðræðið sem sjálfskipaður helsti verjandi þess tekm ekki þátt í. Talað er um mjög mismunandi viðhorf tU lífsins sem greina mestöU Evrópulönd frá Bandarikjunum. Afnám dauðarefs- ingar er skUyrði fyrir inngöngu meðal annars í Evrópmáðið sem þar með leggur sitt af mörkum tU að draga úr dauðarefsingum. í Evrópu er málið gert að prófsteini fyrir lýð- ræði. Bandaríkin ná ekki prófinu og eru hér á bás með löndum sem köU- uð eru þorpararíki. í Bandaríkjun- um skiptir engu máli hvort ákærði er undir lögaldri, þroskaheftur eða iUa geðveikm. Blökkumenn, menn frá Rómönsku Ameríku og fátækir eru í mestri hættu. Hvers vegna krefjast Evrópmíki þess ekki að dauðarefsing verði afnumin sem skUyrði fyrir samvinnu við Banda- ríkin á vissum sviðum? Spumingin getur kaUast fáránleg ef það er fá- ránlegt að setja Evrópulöndum skU- yrði.“ Úr forystugrein Politiken 9. ágúst. Hugrekki Liebermans „Lieberman hefm einnig hlaupist undan merkjum flokksins í utamík- ismálum. Eins og Gore en ólíkt flest- um demókrötum greiddi hann at- kvæði með því að frelsa Kúveit úr klóm Saddams Husseins. í vitna- leiðslum í öldungadeUdinni á árinu 1997 um fjármögnun kosningabar- áttunnar tók hann afstöðu með repúblikönum sem komust að þeirri niðmstöðu að kínversk stjómvöld hefðu staðið fyrir samsæri um að veita peninga í kosningabaráttuna 1996. Hann hefm sýnt meira hug- rekki varðandi mannúðarmál en margir úr báðum flokkum. Hann var fylgjandi því að senda banda- ríska hermenn inn í Bosníu og að grípa tU aðgerða gegn stríösglæpa- mönnum Bosníu-Serba.“ Úr forystugrein Washington Post 9. ágúst. Pútíns „Hryðjuverkið í Moskvu, því ekki er hægt að kaUa sprenginguna í fjölfomum undir- göngum fyrir fót- gangandi vegfar- endur annað, er alvarleg áminn- ing til Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og flestra Rússa um að mest aðkaUandi vandamál landsins er langt frá því að vera leyst. Vandamálið kaUast Tsjetsjenía. Reyndar er ekki enn ljóst hverjir stóðu á bak við spreng- inguna en margar vísbendingar benda í þessa áttina. Af því að, eins og staðið heföi í gömlum sovéskum dagblöðum sem voru uppfuU af tor- tryggni, „tímasetningin var ekki tU- vUjun“. Sprengjan sprakk daginn áðm en Pútín forseti náði að halda upp á eins árs afmæli sitt sem stjórnmálamaður í æðstu stöðum." Úr forystugrein Aftenposten 10. ágúst. Áminning til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.