Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Side 23
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 Helgarblað 23 St j örnurnar leika í aug- lýsingum - aðeins í Japan, ekki í Ameríku Bandarískar kvikmyndastjörn- ur njóta frægðar og auðæfa og hárra launa í krafti vinsælda og hæfileika. Kvikmyndaleikarar vilja helst geta helgað sig list sinni og leika í kvikmyndum og sviðsleikritum en amerískum kvikmyndastjörnum er ekki sér- staklega vel við að leika i auglýs- ingum. Það er talið vera frekar óflnt og varpa skugga á „ímynd“ viðkomandi leikara. Þess vegna eru vinsælir leikar- ar og skemmtikraftar sjaldséðir i auglýsingum og þykir jafnan nokkur frétt þegar þeir láta til- leiðast en eftirspurnin er sannar- lega fyrir hendi því framleiðend- ur og kaupahéðnar vilja gjarnan fá fræg andlit til að tengast vör- um sínum. Þegar Michael Jackson auglýsti Pepsi fyrir nokkrum árum þótti það til dæm- is saga til næsta bæjar. Þetta er leyndarmál Á þessu eru nokkar sérstæðar undantekningar. Margar bandarísk- ar stórstjörnur hafa á undanfömum árum leikið í auglýsingum í Japan og auglýst japanska vöru á heima- markaði. Vegna þess hve fáir á Vesturlöndum eru læsir á japönsku berast litlar fréttir af þessum leik- sigrum stjarnanna á japönskum neytendamarkaði. Það er líka vegna þess að flestir stórleikarar setja það sem skilyrði í samningum við jap- anska framleiðendur að því sé ekki haldið á lofti að þeir leiki i auglýs- ingum þeirra. Stjörnurnar leika Cameron Diaz hefur leikið í aug- lýsingum fyrir japanska enskuskóla sem kenna japönsku alþýðufólki samræðulist á ensku. Þar fetar Diaz í fótspor Celine Dion sem áður aug- lýsti svipaða þjónustu fyrir Japana. Þegar Meg Ryan var hvað vin- sælust fyrir leik sinn í hinni róman- tísku gamanmynd, You’ve Got Mail, var hún fengin til að auglýsa vinsæl- an tedrykk sem er seldur á dósum í Japan. Leonardo DiCaprio hefur komið fram í auglýsingum fyrir Subaru í Japan eftir að vinsældir hans jukust stórkostlega þegar hann lék i stór- myndinni um Titanic. Sylvester Stallone hefur komið Cameron Diaz auglýsir málaskóla í Japan. Hún myndi seint koma fram í aug- lýsingum í heimalandi sínu en lætur tilleiöast fyrir Japanana eins og fleiri amerískar stórstjörnur. fram í japönsku sjónvarpi með fang- ið fullt af skinku og auglýst þannig skyldugjafir sem margir gefa vinum og samstarfsmönnum á nýju ári. Fé- lagi hans og ekki síður frægt vöðva- búnt, Amold Schwarz-enegger, hefur komið fram í nokkrum japönskum auglýsingaherferðum og auglýst bæði sjónvarpsrásir og sérstakan síróps-kokkteil sem á að auka áhuga manna á ástum. Harrison Ford vakti mikla athygli þegar hann auglýsti Kirin-bjór sem er einn sá allra vinsælasti í Japan og Bruce Willis hefur komið fram í japönsku sjónvarpi og auglýst kaffi í dósum. Hver er ástæðan? Ef þetta gerðist í Ameríku þætti þetta hin mesta niðurlæging fyrir stjömurnar og þær yrðu hafðar að háði og spotti fyrir fégræðgi. En pen- ingar eru hreyfiafl allra hluta og það gildir einnig um þetta. Dennis Hopp- er, leikari sem kom fram í nokkrum auglýsingum í Japan, sagði í samtali við Sunday Mirror að hann hefði varla trúað því hvað japanskir fram- leiðendur væru tilbúnir að borga honum fyrir greiðann. „Ef ég gerði eina auglýsingu á ári þá gæti ég fljótlega hætt að vinna og sest í helgan stein,“ sagði Hopper. -PÁÁ Leonardo DiCaprio auglýsir bíla og Bruce Willis auglýsir kaffi í Japan. Leiðrétting Vegna mistaka sem urðu við vinnslu greinanna Harry Potter sigrar heiminn og Rauðhærða draumadísin skal tekið fram að greinarnar byggjast að stórum hluta á efni sem er að finna á heimasíðu Önnu Heiðu Páls- dóttur bókmenntafræðings (www.mmedia.is/ah/). Saman- tektin var unnin með samþykki hennar en þvi miður láðist að geta heimilda á viðeigandi hátt og er hún beðin velvirðingar á því. Einnig er Snæbirni Arn- grímssyni hjá bókaforlaginu Bjarti þökkuð liðveisla við útveg- un mynda. -Kip heimilisérstakt afmœfekort. 100 heppnir vidskiptavinir fá 10.000 króna vöruúttekt ef peir versla í IKEA dagana 27. j úGtill3.ágÚ5t. Framvisacíu kortinu pegar pú verslar og sj ácí u hvort heppnin er mecí pér! Afmcelicí stendur yfir dagana 27.j úlí til 13. ágúst og allan pann tí ma bj ócfum vicf upp á pylsur og kók á adeins 99 krónur. Þannig ad pad verdur sann- köllud afmœfestemmning og mikid fjör. Afmceföleikur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.