Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 50
58 Tilvera LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 I>V Hveravellir Húsafell ReykHoIt \ 'WfítárvMfi vanneyri RGARN Skjaldbreiður AKRANES HvaW* U REYKJAVÍK MOSFELLSE LTJAR N ARN ES:_Jr~Lr □ Álftane^pi-JjKóPAvoGUR iFNARFJÖRÐUR GARÐABÆR Laugarvatn Þingvellir líavaín Kláfferja Ganga Fjallahjól Biógagnrýní Bíóborginni og Laugarásbíói — Keepíng the: Faith: ★ ★★ Rómantísk UTILIFSMIOSTOÐVARINNAR HUSAFELLI iBúðardalur s~~\ \ / 0 ■ TRAFFIK A THOMSEN l oksins er komið að Traffík-kvöldi á Thomsen og eru loforð uppi um að þetta verði -*■ betra en í fyrra. Vegna einkasam- kvæmis verður staðurinn ekki opn- aður fýrr en klukkan 2.30 en hver fer á Thomsen fyrr en þá? ■ ARNAR OG FRÍMANN Á GRÓF Það verður nóg um að vera á Café Gróf í kvöld þegar Mono, Reykja- vík.com og Heineken bjóða til alls- herjarveislu. Krár ■ CATAUNA, HAMRABORG Catal ina, Hamraborg. Hljómsveitin Gammel Dansk kemur mönnum í helgarstemningu. ■ GUNNI Á GRANP Á Grandhótel verður Gunnar Páll syngjandi við eig- in undirleik. Rómantíkin liggur í loft- inu og blandast Ijúfum matarilmi. ■ AKUREYRINGAR Á KRINGL- UNNI Hljómsveitin PKK gefur tóninn og akureyrskan hreim fyrir gleöi og glaum á Kringlukránni í kvöld. Böll ■ MILLAR A BROADWAY Síbsunv arsdanslelkur Milljónamæringanna er orðinn árlegur viðþurður. Þeir Bogomil Font, Páll Óskar Hjálmtýs- son, Bjarnl Ara og Raggl Bjarna þenja raddböndin á Broadway í fjöl- breyttri dagskrá. 1500-kall inn. ■ ■ GREIFAR í LEIKHÚSKJALLARA * Greifarnir spila gamlar lummur í bland við hinar nýju í Lelkhúskjallar- anum og úr verður ótrúlegt gaman fyrir ungt fólk á öllum aldri. Kabarett ■ HINSEGIN GÁNGÁ ÓG TONLEIK- AR Ganga samkynhnelgðra og vandamanna þeirra verður farin frá Hlemmi kl. 15.00 í dag. Göngumenn nema staðar viö Ing- ólfstorg og hefjast þar miklir tónleik- ar um kl. 16. Andrea Gylfadóttir syngur meö Lögreglukórnum og drottningar stíga a stokk. Páll Osk- ar og Fellx Bergsson koma fram auk fjölda annarra skemmtikrafta og hljómsveitin Bellatrix lokar svo há- tíðinni. Ollum er heimil þátttaka. _ ■ BACKGAMjyipNMÓT Á GRAND ROKK Grandið verður meö Back- gammonmót í dag, kl. 14.00. Þátt- tökugjald er 500 kr. en 300 kr. fyrir félagsmenn í Backgammonfélagi Reykjavíkur. Verðlaun eru sögö veg- leg. ■ HELLISBÚINN. gamanleikrit í leik- stjóm Sigurðar Siguxjónssonar, er sýndur í kvöld i íslensku óper- unni. Bjaml Haukur Hellisbúi fer á kostum i þessari sýningu sem Hallgrímur Helgason þýddi. Opnanir ■ GRASRÓT A NYUSTASAFNI Sýiv - . ingin Grasrót 200 verður opnuð á Nyllstasafninu, Vatnsstíg 3b, í dag kl. 16.00. 11 ungir listamenn sýna mismunandi verk sín. Á opnunardegi verður margt um aö vera, s.s. gjörningar, raftónlist og aörar uppákomur. Sjá nánar: Líflð eftir vlnnu á Vísi.ls Fjallamaraþon Á kortinu má sjá ieiðina sem þátttakendur í fjallamaraþoninu þurfa að fara. § czr Sálin á Selfossi Selfyssingar deyja ekki sálarlaus- ir. Sálin leikur á Hótel Selfossi og blandar sér þar með inn í baráttu ballsveitanna um yfirráðin i þessu fagra héraði austan við fjall. Svarar Skímó í sömu mynt? Forsala að- göngumiða í Suðurlandssól. Klúbbar gamanmynd HEILLANDI LEIKKONA Jenna Elfman hefur þá útgeislun sem þarf í hlutverkið og maður skilur eigin- lega varla hvernig hægt væri að verða ekki skotinn í henni. Rómantísk gamanmynd með rabbína og kaþólskan prest sem söguhetjur? Ég verð að viðurkenna að ég er lítið gefinn fyrir rómantísk- ar gamanmyndir. Mér finnst þær yf- irleitt ófyndnar og væmnar fremur en rómantískar. Þar að auki eru pælingar um trúmál nokkuð sem ég hef engan sérstakan áhuga á. Á hinn bóginn eru þama í aðalhlut- verkum tveir af mínum uppáhalds- leikurum. Mér hefur alltaf þótt gam- an að Ben Stiller síðan ég sá hann fyrst í Flirting With Disaster, og Ed- ward Norton hefur aldrei verið minna en frábær í öllum myndum sínum (fyrir utan kannski Everyone Says I Love You). Þar að auki er hann í nýju hlutverki hér en Keep- ing the Faith er fyrsta mynd hans sem leikstjóra. Jake (Ben Stiiler) og Brian (Ed- ward Norton) eru æskuvinir þrátt fyrir ólíkan uppruna. Jake er gyð- ingur og Brian írskur kaþólikki og báðir hafa kosið að feta veg Drott- ins. Þessi perluvinskapur prestsins og rabbíans kemst í uppnám þegar stelpa, sem þeir báðir dáðu í æsku, kemur í heimsókn og í ljós kemur að aðdáun þeirra hefur síður en svo minnkað. Báðir verða sem sagt ást- fangnir af henni en Brian hefur svarið hreinlífiseið sem kaþólskur prestur og samband rabbína við konu sem ekki er gyðingatrúar yrði safaríkt hneyksli í söfnuðinum. Reyndar eru trúmálin aukaatriði í sögunni og þjóna fyrst og fremst því hlutverki að flækja málin og gera rómantíkina erfiðari viðfangs. Að grunni til er þetta sama gamla sagan um mann og konu sem elskast heitt en geta ekki bundist hvort öðru vegna ákveðinna vanda- mála þangað til þau átta sig á því að ástin sigrar allt. Myndin er oft þræl- fyndin og gleymir aldrei grinhlut- Pétur Jónasson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. verkinu, eins og flestar rómantískar myndir gera um miðbikið, þótt minna beri á því undir lokin þegar myndin jaðrar við væmni og predik- un, án þess þó að týna sér alveg, en auð- vitað verður myndin að enda ham- ingjusamlega. Jake og Brian eru afar skemmti- lega skrifaðar persónur og eins og við er að búast eru Norton og Still- er óaðfinnanlegir í hlutverkunum. Miðjan í þessum ástarþrihyrningi er dæmigerð fantasía karlmanns um hinn fullkomna sálufélaga. Hún er falleg, gáfuð, skemmtileg og kynæsandi, ásamt því að vera hæfi- lega stráksleg, og þar með jafn góð- ur félagi og hún er elskhugi. Ekki ósvipuð Cameron Diaz í There’s Something About Mary, Jenna Elfman hefur þá útgeislun sem þarf í hlutverkið og maður skil- ur eiginlega varla hvemig hægt væri að verða ekki skotinn í henni. Sýnd í Bíóborginni og Laugarásbíói. Leik- stjórl: Edward Norton. Handrit: Stuart Blumber. Aöalhlutverk: Edward Norton, Ben Stiller, Jenna Elfman, Anne Bancroft og Eli Wallach. Bandarísk, 2000. Hlaupið um fjöll og firnindi Um helgina stendur Útilífsmið- stöðin í Húsafelli fyrir þriggja sólar- hringa fiallamaraþoni. í keppninni þurfa þátttakendur að fara um fiöll og fimindi, klífa fossa, hjóla um ófærur og fara yfir jökul, svo eitt- hvað sé nefnt. Keppnin hófst á há- degi í gær og að sögn Bjama Freys Bjamasonar, sem borið hefur hit- ann og þungann af skipulagningu maraþonsins, mættu fimm lið til leiks. „Þetta hefur að mestu gengið eftir áætlun og veðurspáin er góð þannig að þetta á örugglega eftir að verða bæði skemmtilegt og spenn- andi.“ Fram á síðustu stundu hvOdi mikil leynd yfir leiðinni sem þátt- takendur eiga að fara og fengu þeir kortið ekki í hendur fyrr en á fimmtudagskvöldið. -Kip Hellakönnun Jökulganga Ganga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.