Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Side 24
24 Helgarblað LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 DV Fallhlífarstökk Frjáls eins og fuglinn - með meira adrenalín í æðunum en blóð Hurley stjórnar sjónvarpsþætti Huggulega fyrirsætan, Elizabeth Hurley, sem nýbúin er að sparka fallna englinum Hugh Grant úr hjónasænginni, hefur nú fengið starf sem annar umsjónarmanna sjónvarpsþáttaraðar. Meðstjómandi hennar verður grínistinn John Cleese og saman ætla þau að taka fyrir þekkt og falleg andlit, eins og sagt er. Þáttaröðin heitir enda The Human Face. Viðfangsefni fyrsta þáttarins verða tveir snoppufríðir leikarar, sú franska Catherine Deneuve og ameríski hjartaknúsar- inn Leonardo DiCaprio. Hurley fær milljónir króna fyrir vinnuna. Puffy hringir stöðugt í Janet Rappkóng- urinn Sean „Puffy" Combs legg- ur allt kapp á að klófesta söngkonuna Janet Jackson, systur Mikka litla Andrésarað- dáanda. Ekki þó til að búa með, þvi Puffy er enn með kynbombunni Jennifer Lopez. Nei, Puffy vill ólmur hafa frekari hönd í bagga með nýju plötunni hennar Janet sem kemur út á næsta ári. Kappinn vill ekki einasta stjóma upptöku fleiri laga, heldur vúl hann einnig syngja með Janet. Stúlkan hefur enn sem komið er ekki svarað símtölum Pufifys. 1 fyrstu grein reglugerðar um fall- hlífarstökk segir: „Með fallhlífarstökki er átt við það þegar stokkið er úr loft- fari án þess aö um neyðartiivik sé að ræða.“ En af hverju ætti maður svo sem að stökkva úr ílugvél sem er í lagi? Líklega er eina svarið við þessari spumingi af því bara og spennufíkn. Fyrstu tilraunir manna til að þróa fallhlífarstökk hófust fyrir um eitt þúsund ámm en þá prófuðu Kinverjar að henda mönnum fram af Kínamúm- um. Tilraunir þessar skiluðu litlum árangri og það var ekki fyrr en Leon- ardo Da Vinci fékk hugmyndina að fallhlíf þegar hann horfði á fólk henda sér fram af logandi turni að hjólin fóru að snúast. Hann settist við teikni- borðið og hannaði og lét síðan „smiða“ fallhlíf sem ekki var ólík svifdrekum í dag. Aðstoðarmanni Da Vinci var svo hent fram af tumi meö hlífina á bak- inu, hann lifði tilraunina af þrátt fyr- ir slæma biltu og fjölda beinbrota. Fyrsta notnæfa fallhlifin var hönnuð af Frakkanum Jean Pierre Blanchard árið 1780 og reyndi hann hana með því að henda hundi sínum úr loftbelg. Eiginleg þróun fallhlífa átti sér þó ekki stað fyrr en í seinni heimsstyjöld- inni. Hermálayfirvöldum þótti fórnar- kostnaður í mannslífum of hár ef flug- vél var skotin niður og fóm því að huga að hugsanlegum björgunarleið- um. Á þeim tíma fengu flugmenn litla þjálfun og segir sagan að yfirmaður bresku SAS sveitanna hafi fyrir náð og miskunn fengið þijár fallhlifar til prufu. Hann flaug síðan upp í 1000 feta hæð ásamt tveimur aðstoðarmönnum og hoppaði, síðan hefur fallhlífarstökk verið mikilvægur hluti af þjálfun breskra sérsveitarmanna. Agnar Kofoed Hansen, fyrrverandi flugmálastjóri, var fyrsti maðurinn til að stökkva i fallhlíf hér á landi árið 1965. Sigurður Bjarklind var helsti fallhlífarstökkvari landsins í tæp tutt- ugu ár. Árið 1983 var í fyrsta sinn kennt á ferkantaðar fallhlífar hér á Agnar Kofoed Hansen, fyrrverandi flugmálastjóri Agnar var fyrstur manna til að stökkva í fallhlíf hér á landi 1965. landi en þær hafa fram yfir kringlótt- ar að það er hægt að stýra þeim og því auðveldara að lenda á fyrirfram ákveðnum stað. í sumar setti Þórjón P. Pétursson Islandsmet í fijálsu falli þegar hann féll í 2 mínútur og 37 sek- úndur en heimsmetið er um 5 mínút- ur. Línustökk og frjálst fall Gróft tiltekið skiptist fallhlífar- stökk í tvennt, þ.e.a.s. línustökk og frjálst fall. Frjálst fall skiptist svo aft- ur í mynsturflug, frjálst flug, bretta- flug, fallhlifamynsturflug og ná- kvæmnislendingar. í línustökki opnast fallhlífin sjálf- krafa þegar stokkið er frá flugvélinni. Þessi aðferð er notuð þegar fólk próf- ar fallhlífarstökk í fyrsta sinn. Stokk- ið er úr u.þ.b. 4000 feta hæð (1,5 kíló- metrar) og fyrstu sekúndumar er al- gengt að fólk sé með meira adrenalín í æðunum en blóð. Þeir sem leggja stund á frjálst fall eru lengra komnir í íþróttinni og stunda loftfímleika í orðsins fyllstu merkingu. I mynsturflugi og fallhlífa- mynsturflugi er keppt að því að ná sem flestum mynstrum á sem skemmstum tíma. Brettaflug felst i því að fljúga á bretti og framkvæma flóknar kúnstir í háloftunum. í frjálsu flugi eru leiknar listir í þremur vídd- um og getur fallhraðinn náð allt að 300 kílómetrum á klukkustund. Því er ljóst að um verulega hættulega íþrótt er að ræða og ekki á færi nema stökkvara. Nákvæmnislendingar fel- ast í því að stökkvarinn þarf að lenda á fyrirfram áhveðnum punkti og er elsta keppnisgreinin innan fallhlífar- stökksins. Einnig er hægt að fara í svokallað farþegastökk en þá er óreyndur gestur bundinn á reyndan fallhlífarstökkvara. í dag hafa um þúsund manns próf- að fallhlífarstökk hér á íslandi og sí- fellt fjölgar í hópnum sem langar til að prófa, undirritaður er í þeim flokki og bíður spenntur eftir sínu fyrsta stökki. -Kip Siguröur Bjarklind var helsti fallhlífastökkvari Islands í tæp 20 ár. Hvaö sagði Stoltenberg? Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblaö DV Sérkennilegt var að sjá ljósmynd í mogga um daginn af fyrrverandi leið- togum vinstri manna á íslandi, Ólafi Ragnari Grímssyni, Svavari Gestssyni og Jóni Baldvini Hannibalssyni, mönn- unum sem með ósamlyndi sínu komu Davíð Oddssyni til valda. Þama voru þeir hímandi í hálfgeröu ráðleysi á ein- hveijum báti einhvers staðar í Kanada, eins og þeir væru að bíða eftir því að ná landi einhvers staðar. Með þeim á myndinni var Siv Friðleifsdóttir á ís- lenskum búningi, og óhjákvæmileg hugrenningartengsl vöknuðu við klisj- una þreyttu um Framsóknarmaddöm- una. Einhvem veginn búið að parkera þeim öllum og á meðan var Davið Oddsson að stjóma landinu. Eða þannig lagað. Hann var á bók- menntahátíð í Molde og hlýddi á messu séra Bondeviks sem vonandi hefúr ekki sært ofumæm eyru ráðherrans með of miklu tali um Krist og þá fá- tæku, en eins og kunnugt er hafa helstu skutilsveinar Davíðs kvartað undanfarið hástöfum undan því að prestar minnist á svo voðalegt fólk milli þess sem þeir predika fijálsræði og glundroða í meðferð eiturlyfja og bíl- belta. Þetta var önnur tilraun Davíðs Oddssonar til að láta að sér kveða á al- þjóðavettvangi. í fyrri sinnið gekk hann á fund Helmuts Kohls ekki löngu áöur en upp komst um stórbrotin fjár- málaumsvif gamla kanslarans og varð því ljóminn af ferðalaginu nokkm minni en stofnað hafði verið til. Að þessu sinni var hann að þiggja gamalt heimboð Bondeviks fyrrum forsætis- ráðherra, en nú tók hins vegar nýr maður á móti honum, Jens Stoltenberg. Samkvæmt frásögnum íslenskra f]öl- miðla ræddu þeir tvennt: evrópumál og hvalveiðar. Af þessum frásögnum mátti ráða að Davíð hefði gert sér sérstaka ferð til Noregs til að segja þarlendum að þeir mættu okkar vegna veiða hvali. Öllum virtist þykja það stórfrétt. Það er til marks um snilli Davíðs Oddssonar - og undirgefni íslenskra fjölmiðla - að honum tókst að láta Nor- egsför sina snúast einvörðugu um þýð- ingarlaust mál, sem hljómar að vísu vel í eyrum margra Islendinga: þetta varð sem sé að enn einni heitstrengingunni um að hefja hvalveiðar „einhvem tím- ann“. Að vísu hefur Davíð algjörlega snúið við blaðinu í því máli því ekki man ég betur en að hann hafi á sínum tíma kveðið röggsamlega upp úr um það að ekki væri raunhæft að næra slíka drauma öllu lengur. Nú hentar honum hins vegar að berja sér á bijóst og segja hvölum stríð á hendur. Hvað veldur? I fyrsta lagi hafa aðstæður breyst þannig að Davíö er nú meira uppsigað við náttúruvemdarsinna en áður var út af tilraunum íslenskra stjómvalda til að fá undanþágu frá Kyoto-bókun- inni. Hann hélt meira að segja ára- mótaávarp samið upp úr einhveijum bæklingum amerískra hægriöfga- manna þess efnis að allt tal um gróður- „Það er til marks um snilli Davíðs Oddssonar - og undirgefni íslenskra fjölmiðla - að honum tókst að láta Noregsför sína snúast einvörðugu um þýðingarlaust mál, sem hljómar að vísu vel í eyrum margra íslend- inga: þetta varð sem sé að enn einni heitstreng- ingunni um að hefja hvalveiðar „einhvem tímann“. húsaáhrif væri stórlega orðum aukið, og minntu þau fræði á tilraunir 19. ald- ar mannsins Richard Burton til að af- sanna að til væri nokkuð sem héti Golfstraumur. I öðm lagi er Þorsteinn Pálsson ekki lengur sjávarútvegsráðherra svo að Davíð getur verið sammála þeim sem þann stól vermir. I þriðja lagi hentaði Davíð að beina nú sjónum að hvalveiðum vegna hins umræðuefnisins - Evrópumálanna. Það hlýtur að hafa verið óþægilegt um- ræðuefni fyrir hvalveiðihetjuna. Ef fjöl- miðlar stæðu hér á landi almennilega undir nafhi þá myndu þeir leggja kapp á að grafast fyrir um það hvað þeim Stoltenberg og Davíð fór á milli um þau mál. Því að þar ræddu þeir um raun- verulega hagsmuni íslendinga fremur en ímyndað stolt. Vitað er að stjóm Verkamannaflokksins í Noregi stefnir leynt og ljóst að því að ganga i Evrópu- sambandið, enda hafa menn áhyggjur þar i landi af framtíð EES samningsins. Við hljótum þvi að spyija: hvað sagði Stoltenberg? Því að daginn þann sem Norðmenn ganga í Evrópusambandið aukast mjög vandræði hér á landi og verður hægt að taka undir orð Snorra Sturlusonar sem hann lagði Einari Þveræingi í munn: „Þá ætla eg mörgum kotbóndun- um muni þykja verða þröngt fyrir dur- um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.