Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Síða 25
25 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 DV__________________________________________________ Helgarblað Ætlar að fljúga frá Esju til Reykjavíkur í vængj abúningi - Þórjón Pétursson fallhlífastökkvari reynir við ný met DV MYND TEtTUR Þórjón Pétursson á aó baki um 2100 fallhlífarstökk Hann rekur fallhlífarstökkskóla í frístundum sínum frá lögreglustarfl og setti nýlega íslandsmet í frjálsu falli og heims- met í fallhlífarstökki á reiöhjóli. „Ég tók þá lendingu á 100 kílómetra hraða með hálflokaða fallhlíf og ef ég hefði ekki búið að þjálfuninni frá Fort Benning hefði ég aldrei gengið lifandi frá því. Ég meiddist ekki mikið en þœr fjórar mínútur sem ég var á leiðinni niður vitandi það að ég myndi slasast eða jafnvel deyja voru afskaplega lengi að líða. “ Þórjón Pétursson er meðal reynd- ustu faEhlífarstökkvara á íslandi og hefur að baki tæplega 2100 stökk á síðustu 17 árum. Hann rekur sinn eigin falihlífarstökksskóla sem heit- ir Fallhlífarstökksskóli íslands en hefur jafnframt verið lögregluþjónn í fullu starfi síöustu 13 árin því fall- hlífarstökk er ekki regluieg tekju- lind. Eins og Batman Þórjón setti sérstætt íslandsmet á dögunum þegar hann stökk úr 18 þúsund feta hæð fyrir ofan Egils- staði og setti íslandsmet í frjálsu falli er hann sveif i 2.27 mínútur íklæddur sérstökum vængjabún- ingi. Búningurinn minnir um sumt á Súpermann eða Batmann, glans- andi og aðskorinn með fitjum milli handleggja og búks og einnig milli fótanna. í þessum klæðum þýtur Þórjón gegnum loftið á 200 kíló- metra hraða áfram en 80-90 kiló- metra hraöa niður. í þessu stökki setti hann hæðarmet í frjálsu falli á íslandi en Qaug jafnframt 5 kiló- metra áfram sem er einnig íslands- met. „Draumur minn er að bæta heimsmetið sem er 38.500 fet og stökkva án súrefnis úr þeirri hæð en það þýðir að maður þarf að halda niðri í sér andanum fyrstu 40 sek- úndumar af fallinu. Þetta er mitt takmark og svo kemur í ljós hvort maður nær því og hvenær," segir Þórjón. Alla leíð frá Esjunni Þórjón er ekki af baki dottinn í leit sinni að nýjum metum því á næstimni hyggst hann bæta enn hæðarmetið í frjálsu falli og stökkva út í 23 þúsund feta hæð yfir Esjunni og Qjúga íklæddur vængja- búningnum góða alla leið þvert yfir Qóann tU Reykjavíkiu' og lenda á götum borgarinnar. Þetta er stökk á mörkum þess sem hægt er að gera án súrefnis sem Þórjón æQar ekki að nota og aukinheldur verða veður að vera hagstæð til þess að Qug- manninn beri ekki af leið. „Það væri vont að lenda í sjónum því þá verður maður að vera snögg- ur að rifa búninginn af sér til að sökkva ekki. Ég verð með reykblys á fótunum svo áhorfendur geti fylgst með for minni yfir Qóann og ég vona bara að þetta takist,“ segir Þórjón. Með fallhlíf á reiðhjóli Eins og þetta sé ekki nóg þá setti Þórjón sérstætt óopinbert heimsmet í Bandaríkjunum í vor þegar hann stökk lengra í fallhlíf á reiðhjóli en áður hefur verið gert. Hann sveif í frjálsu falli sitjandi á reiðhjóli í 50 sekúndur en þeir sem áður höfðu reynt þetta höfðu jafnan misst hjól- ið frá sér eftir 5 sekúndur. „Þetta var eins og að sitja óða belju fyrst en svo náði ég tökum á þessu. Ég var með sérstaka fallhlíf á hjólinu sem opnaðist sjálfvirkt svo ég gat sleppt því þegar mín fallhlíf opnaðist og samt notað það aftur. Þetta hafði engum tekist áður en ég og vinur minn vorum fengnir til þess að gera auglýsingu fyrir versl- unina Nanoq og í þeirri vinnu var þetta heimsmet sett.“ Samtal okkar fer fram í Fella- og Hólakirkju þar sem Þórjón er með hóp af erlendum skátum á nám- skeiði sem á að ljúka með fallhlífa- stökki. Það er verið að berja örygg- isreglur inn í hausinn á nemendun- um og það gerir Þórjón stundum bókstaQega því hann hikar ekki við að dangla í nemendur sína orðum sínum til áréttingar. „Þið verðið að skilja þetta. Ef ekki þá endið þið bara sem hluti af tölfræðinni yfir slys í fallhlífa- stökki," segir hann við þá og æQng- arnar eru endurteknar aftur og aft- ur og aftur. „Það verður að gera þetta. Fall- hlífarstökk er ekki hættuleg íþrótt ef öryggið er alltaf í fyrirrúmi," seg- ir hann og glottir. „Tölfræðin segir aö fallhlífar- stökk sé í 12. sæti yQr hættuleg at- hæQ sem menn stunda. Húsasmíðar eru ofar á listanum. Það eru meiri líkur á að slasast við að smíða en stökkva í fallhlíf." Það hafa sjaldan orðið slys á ís- landi við fallhlífarstökk en þrír hafa farist við slíka iðju á landinu en ekkert banaslys hefur orðið síð- an árið 1985. „Þetta er orðið öruggara en það var. Áður þótti það vanur fallhlifar- stökkvari sem var með 30-40 stökk að baki en nú er það rétt byrjunin. Þekkingin kemur að utan og kenn- arar eru betri, búnaðurinn er betri og sumt af því sem við gerðum af þekkingarleysi þegar ég var að byrja í þessu myndi kosta menn skírteinissviptingu í dag.“ Langar fjórar mínútur Þórjón lærði fallhlífarstökk á námskeiði hjá Flugbjörgunarsveit- inni fyrir 17 árum en náði aðeins 3 stökkum fyrsta árið. Síöar fór hann á ótal námskeið, meðal annars í Fort Benning í Bretlandi þar sem hann æfði sérstaklega neyðarbjörg- un og neyðarstökk sem átti eftir að koma sér vel. Hann hefur síðan ver- ið að stökkva að meðaltali 200 sinn- um á ári. En hefur hann aldrei lent í neinum óhöppum? „Ég lenti einu sinni illa i KeQavík í sýningarstökki fyrir mörgum árum. Ég tók þá lendingu á 100 kíló- metra hraöa með hálQokaða fallhlíf og ef ég hefði ekki búið að þjálfun- inni frá Fort Benning hefði ég cddrei gengið lifandi frá því. Ég meiddist ekki mikið en þær íjórar mínútur sem ég var á leiðinni niður vitandi það að ég myndi slasast eða jafnvel deyja voru afskaplega lengi að líða. Ég hef verið heppinn en samt kom ég ansi illa niður á dögunum og hefði sjálfsagt hryggbrotið mig en það slapp í þetta skipti. Annað skipti sem mér er minnis- stætt gerðist líka í KeQavík fyrir löngu. Við vorum að stökkva í til- efni af þrítugsafmæli eins í hópn- um. Þetta var fyrir tíma GPS og skýjafar var ekki upp á það besta, tvö þunn skýjalög í 7 þúsund og 11 þúsund fetum. Þegar við svifum niður úr seinna laginu blasti ekkert nema sjór við. Það var ansi óþægi- legt að vita hvort maður kæmist á þurrt en við vorum allir í sparifót- unum innan undir gallanum. Þetta rétt slapp en ég þurfti að lyfta fótun- um til að ná inn á bryggjuna og tveir lentu i sjónum rétt við fjör- una.“ Eins og að fara út í búð Eru fallhlífarstökkvarar óðir hraðaQklar sem eru í leit aö spennu? „Flestir sem fara í þetta í fyrsta sinn gera það til að upplifa adrena- línkikkið og spennuna sem óneitan- lega fylgir. Við sem erum búnir að vera í þessu í mörg ár öfundum alltaf nýliðana því fyrir okkur eru mörg stökk eins og að fara út í búð.“ Þórjón gerir hlé á samtali okkar og ræðir lengi við félaga sinn úr fallhlífarstökkinu um aðgerðir kvöldsins með skátunum. Það eru miklar upplýsingar sem fara þeirra á milli en ég skil ekki eitt einasta orð. Tungutak stökkvara er greini- lega hrærigrautur af heimatUbún- um hugtökum og enskuslettum yQr fyrirbæri sem þeir einir skilja. Þórjón fræðir mig á því að þó gott sé að vera vel á sig kominn líkam- lega þá geti Qestir stokkið í fallhlíf án þess að fara í sérstaka líkams- þjálfun. „Ég myndi samt ekki ráðleggja þeim sem eru þyngri en 120 kíló að fara í þetta en það er samt gott að hafa ákveðinn massa og Qestar kon- ur eru t.d. þyngdar dálítiö fyrir stökk meö lóðum svo þær nái meiri hraða sem er betra upp á stjóm á fallhlíBnni.“ En æQar hann að halda áfram að setja ný met og leita að nýjum tak- mörkum? „Ég held því áfram meðan ég Qnn að ég get meira. Maður verður að Qnna mörkin." PÁÁ 60 c Útsala - 70% afsláttur )pið í dag frá kl. 10-17 innr BANKASTRÆTI 9 • S . 5 5 1 1 0 8 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.