Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000
59
Tilvera
Skák og knattspyrna
leikin í Tékklandi
15 manna hópur íslenskra skák-
unnenda hélt til borgarinnar Pardu-
bice í Tékklandi í júlímánuði síðast-
liðnum. Allir fóru með þvi hugar-
fari að standa sig vel en það var
eins og við íslendingamir værum
flestir fjarri okkar besta og fæstir
fengu það vinningshlutfall sem telj-
ast má viðunandi. Þeir sem stóðu
sig hvað best voru Stefán Kristjáns-
son og Jón Viktor Gunnarsson sem
báðir náðu að hækka sig á stigum.
Aðrir fengu alls kyns móttökur hjá
Tékkunum.
íslenski hópurinn náði þó að
vinna sterkt knattspymumót með
32 liðum og það var mikil sárabót.
Liðið samanstóð að mestu af félög-
um í Grand rock og Helga Áss stór-
meistara sem tefldi ekki á mótinu
heldur var barnapía og leyfði tékk-
neskri unnustu sinni að tefla. Tveir
Færeyingar léku með liðinu, hinir
bráðskemmtilegu Flóvin Næs og
Rökkvi Rasmussen. Tvö íslensk lið
tóku þátt í knattspyrnumótinu,
eldra liðið og það yngra. Helgi Áss
ætlaði að vera með eldra liðinu en
„villtist" inn á völl hjá yngra liðinu
og spilaði með því í undankeppn-
inni.
Eldra liðið spilaði eins og at-
vinnumenn og náði upp mjög
skemmtilegri stemningu. Viður-
eignir þess við Króata og Pólverja í
undankeppninni vom eftirminni-
legar og ef þetta væri ekki skákþátt-
ur þá myndi ég lýsa leikjunum fjálg-
lega! Eftir að riðlakeppninni lauk
kom Helgi Áss inn i eldra liðið,
enda hafði hann sannfært skipu-
leggjendur knattspymumótsins um
að það hefði verið misskilningur að
hann spilaði með yngra liðinu. í 8
liða úrslitum blómstraði síðan liðiö
og Helgi Áss, fyrrverandi drengja-
landliðsmaður og markvörður, tók
fram hanskana. Róbert Harðarsyni
var vikið úr markvarðarstöðunni
yflr í stöðu útherja og fannst Róbert
það súrt í broti eftir að hafa ekki
fengið á sig mark í undankeppn-
inni. Hann tók þó gleði sína fljótlega
aftur eftir að hafa skorað sigurmark
íslenska liðsins.
í undanúrslitum voru Króatar
slegnir út í vítaspyrnukeppni. Þeir
þóttu fautar hinir mestu og liðin
höfðu skilið jöfn í undanrásarriðlin-
um. Eftir þann leik ríkti mikil gleði
í íslenska liðinu og síðan voru
Tékkar teknir í „bakaríið" í úrslita-
leiknum. Þarna voru margir góðir
knattspymumenn og ailir gáttaðir á
frábærum leik Islendinganna. Auk
þeirra sem að ofan vora nefndir
voru í liðinu Birgir Bemdsen, Kjart-
an Guðmimdsson og Einar Kr. Ein-
arsson. Liðstjóri og driffjöður is-
lenska liðsins var Bjöm Sigmunds-
son, vélstjóri á aflaskipinu Amari
frá Skagaströnd. Sú skemmtilega
hugmynd kom fram eftir mótið að
íslendingar og Færeyingar ættu að
sameinast sem ein þjóð. Þá mundi
landhelgin stækka til muna þegar
við „eignuðumst" bróðurpartinn af
Atlantshafinu. Svo gæti Grænland
síðar meir gengið í „unionen". Þá
yrði stutt í það að snúa sögunni viö
og innlima litla þjóð í Eystrasalti.
Ætli það sé ekki best að snúa sér
að skákinni. Eftirfarandi skák lýsir
vel mörgum glötuðum tækifærum
sem íslendingamir í Tékklandinu
hinu góða misnotuðu.
Hvítt: Róbert Harðarson (2320)
Svart: Sergei Kasparov (2464)
Caro-Kan vöm.
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4.
Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. Rle2 Af-
brigði Tals sem hann beitti í heims-
meistaraeinvígjunum við Botvinnik
1960-61.' Andstæðingur Róberts
mun, þrátt fyrir eftimafnið, ekki
vera skyldur sterkasta skákmanni
heims, Kasparov. Enda heitir Garrí
upphaflega Harry Weinstein en
móðir hans breytti nafninu eftir að
stráknum fór að ganga vel í skák-
inni. Fordómar hafa fylgt gyðingum
gegnum aldimar. 6. - e6 7. h4 h6 8.
Rf4 Bh7 9. Bc4 RfB 10. 0-0 Bd6
Fómin sem nú kemur er ekki 100%
rétt. En það ætti að vera í lagi á
móti manni sem er ekki einu sinni
50% Kasparov þrátt fyrir nafnið!?
11. Rxe6 fxe6 12. Bxe6 Rbd7 13.
Hel Dc7 14. Bg8+ Kd8 15. Bxh7
Bxg3 16. fxg3 Hxh7
Staðan minnir á síðustu (?) skák
Kasparovs við Dimmblá (tölvufor-
ritið fræga) sem Kasparov tapaði og
þar með einvíginu 1996. Þeir em
sennilega andlega skyldir, andstæð-
ingur Róberts og Kaspi. Allavega fá
þeir upp svipaðar stöður stundum.
Enn þetta er afleit staða. 17. Bf4
Da5 18. De2 g5 19. Be5 Rxe5 20.
dxe5 Dc5+ 21. Khl Rd5 22. Dd3
Hd7 Það ætti að vera auðvelt að
komast í gegn hér. En það er vandi
að tefla vel. 23. e6! Hd6 24. Dh7
Hvftur leikur og vinnur! 25.
Dh8+?? Hér vinnur Hfl auðveld-
lega, það er stutt á milli máts og
gráts... 25. -Kc7 26. Dxa8 Hd8 27.
b4 Df2: 0-1.
Sigurvegari á opna tékkneska
meistaramótinu varð belgíski Rúss-
inn Mikhail Gurevich. Hann vann
yfirburðasigur, vann 7 fyrstu og
gerði síðan 2 jafntefli i lokaumferð-
unum. í samtali við undirritaðan
minntist hann með ánægju þriggja
íslandsferða sinna og bað að heilsa
gömlum kunningjum. Við ræddum
framtíð skákarinnar og sagði
Gurevich að skák væri líklegast
mesta erfiðisvinna sem hægt væri
að hugsa sér! Ekkert öryggi, tómt
erfiði. En Rússar em svartsýnir að
eðlisfari!? Eftirfarandi „vinna“ er
létt fmgraleikfimi fyrir Gurevich.
Stóri Pétur er líka stórmeistari en
þetta var sennilega mesta erfiðis-
vinna fyrir hann.
Hvítt: M. Gurevich (2667)
Svart: A. Groszpeter (2478)
Enski leikurinn
1. c4 e5 2. Rc3 RfB 3. Rf3 Rc6 4.
a3!? Kemur í veg fyrir öll jafn-
teflisafbrigðin sem geta komið upp
ef svartur fær að leika Bb4. En er
þetta leiktap? 4. - g6 5. g3 Bg7 6.
Bg2 0-0 7. d3 d6 8. 0-0 h6 9. b4 a6
10. Hbl Be6 11. Rd2 Dd7 Framhald
hvíts er þekkt stef samkvæmt skák-
kenningum Nimzovichs. Það er
kallað að yfirvalda d5-reitinn. 12.
Rd5 Re8 13. Re4 f5 14. Rec3 Hb8?
Yfirvöldun! Svartur er þegar
kominn í smávandræði. Hrókurinn
á heima á a8 því svartur getur opn-
að a-línuna. Hér heima leikum við
strákarnir í taflfélaginu alltaf 14. -
Rd8 15. a4 Re7 16. Bd2 Rf6 17.
Rxf6+ Hxf6 Stóri Pétur er vel les-
inn stórmeistari sem sér ofsjónum
yfir yfirvölduninni á d5-reitnum og
vill létta á þrýstingnum. En það tek-
ur of langan tíma. 18. b5 Hff8?
Stöðumisskilningur, betra er auð-
vitað 18. - axb5 19. axb5 Hff8. 19.
bxa6 bxa6 20. Dc2 Rc6 21. Hxb8
Hxb8 22. Hbl Rb4 23. Ddl a5
Stundum geta stórmeistarar teflt
eins og kjánar. Svartur er svo upp-
tekinn af því að biskupinn á g2
verði ekki stórveldi að hann leikur
af sér peði og gerir biskupinn að
stórveldi. Það sem hann ávallt var-
ast vann, varð þó að koma yfir
hann! Því ekki að halda sér fast með
24. - c5? 24. Rd5 Bxd5? 25. cxd5
Kh7 26. e4 Hf8?? Betra er 26. - fxe4
27. dxe4 c5 28. dxc6 Dxc6 og svartur
getur varist. 27. Bxb4 axb4 28.
Hxb4 f4 29. a5 Ha8 30. Da4 Dc8
Stórmeistarar eru mannlegir, flest-
ir. Sameiginlegur misskilningur
kemur nú upp!? 31. Dc6? h5?
Svartur getur tekið peðið og jafn-
að taflið. Eftir 31. - Hxa5 32. Hb7?
Hal+ og hvítur verður mát eftir
33. Bfl Dh3, eða 32. Hc4 Hal+ 33.
Hcl með jöfiiu tafli. 32. Hbl! Bætir
mistök sin, 32. - Hxa5 33. Hcl Ha7
34. Dxd6! 32. - fxg3 33. hxg3 Da6 Upp-
gjöf, en staðan er töpuð, 33. - Hxa5
34. Hcl vinnur, en það tekur lengri
tíma og svartur er ekki alveg án
jafnteflisfæra. Hvítur gæti leikið aft-
ur af sér! 34. Dxa6 Hxa6 35. Hal
Bh6 36. Ha2! g5 37. Bfl Ha7 38.
Be2 g4 39. a6 Kg6 40. Bdl Bg5 41.
Ba4! 1-0. Eftir 41. - Hxa6 kemur 42.
Be8+ og vinnur. Biskupinn er á leið-
inni á b7-reitinn og síðan er eftir-
leikurinn auðveldur.
.......—.............
www.romeo.is
Stórglæsileg netverslun v
meö ótrúlegt úrval af
unaösvórum ástarlífsins
fyrir dömur og herra.
Frábært úrval myndbanda.
Frábær verð, ótrúleg tilboö.
tJrval
— gott í sófann
Aukin ökuréttindi
Námskeið til aukinna ökuréttinda hefjast að
loknu sumarleyfi þann 16. ágúst og síðan alltaf
á miðvikudögum.
Sveigjanlegur námstími (áfangakerfi).
Kennsla á hóp-, leigu- og vörubíl og vörubíl með eftirvagni.
Reyndir kennarar, góðir bílar og fullkomin kennsluaðstaða.
Hafðu
Metaðsókn á
síðustu önn!
samband og fáðu upplýsingar.
••
OKU
^KOMNN
IMJODD
Fagmennska f
fyrirrúmi!
Kennsla og skrifstofa: Þarabakka 3 (Mjóddinni), 109 Reykjavík.
Sími 567 03 00. Fax 567 03 70.
E mail:okusk.mjodd@simnet.is