Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Page 42
~ 50______ Tilvera LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 DV •$ M x Hungaroring, : 13. ágúst 2000 ----- Lengd brautar: 3.976 km / Eknir hringir: 77 hringir Hitií keppninni ... og heitasti tími ársins í Ungverja- landi Næsti viökomustaöur Formúlu 1 sirkussins verður Ungverjaland þar sem 12. keppni árisins verður háð á morgun, sunnudag. Sirku- stjaldið hefur þegar verið reist og æfingar voru haldnar í gær. Ung- verski Formúlu 1 kappaksturinn hefur verið haldinn á Hungaro- ring síðan 1986 og var fyrsta For- múlu 1 keppnin austan járntjalds- ins sáluga. Brautin var byggð sér- staklega til að hýsa Formúlu 1 og er sú stysta á keppnisdagatalinu í ár, fyrir utan Mónakó. Fá tækifærl til framúr- aksturs Eknir eru 77 hringir um gullfal- legan dal þar sem brautin liðast í mörgum beygjum þá 3.972 km sem brautin er og þar er glæsi- legt útsýni fyrir áhorfendur. Það eru mjög fá tækifæri til framúr- aksturs á Hungaro-ring og er það besta í lok beina kaflans við þjón- ustusvæðið. Tímatökur í dag eru því mikilvægari en oft áður. Svipað og í Mónakó-kappakstrin- um nota ökumenn mikinn grip- kraft með vængjum bílanna sem þeir þurfa nauðsynlega í gegnum snúnar beygjurnar. Þess vegna er loftflæðilegt grip og raungrip mjög mikilvægt í samblandi við gott fjöðrunarkerfi til að taka við höggum frá vegköntunum sem skornir eru heiftarlega á Hung- aro-ring. Vélarafliö er síður mik- ilvægt en þó er alltaf gott að hafa nokkra aukahesta á beina kaflan- um til að vinna gegn mikilli loft- mótstöðu aftur, og framvængj- anna. Miklll hiti getur sklpt sköpum Heitasti tími ársins er nú í Ung- verjalandi og því verður hitinn stór þáttur í keppninni þótt það verði ekki áberandi i sjónvarpinu á morgun. Miklir hitar draga úr kælingu vélanna og verða liðin með margar úrlausnir til að auka kælingu. Ferrari verður t.d. með kæliturna, líkt og McLaren hefur notað allt tímabilið. Þó má búast að einhverjar bilanir verði hægt að rekja til hitans. Mjúk eöa ofurmjúk dekk Líkt og i Mónakó leggur Bridgestone til mjúk og ofurmjúk dekk fyrir keppnina á morgun því yfirborð brautarinnar er bæði óhreint, mishæðótt og grip- lítið. Samkvæmt reglum FIA verða ökumenn að velja dekkja- tegund fyrir tímatökurnar í dag og nota sömu gerð í keppninni á morgun. Munurinn á dekkjagerð getur skilið á milli eins, tveggja eða jafnvel þriggja stoppa áætlun hjá liðunum. Vegna eðlis dekkj- anna tætast þau mikiö í beygjun- um og verða því dekkjatægjur í haugum utan við aksturslínuna sem gerir framúrakstur enn erf- iðari. Þegar ekið er utan akst- urslínunnar festast tægjurnar á hjólbörðunum og getur tekið nokkra hringi að losna við draslið sem minnkar grip dekkj- anna. Hákkinen slgraði í fyrra Á síðasta ári var það McLaren sem átti tvo fyrstu bílana í mark og Mika Hakkinen jók forskot sitt á Irvine í heimsmeistarakeppn- inni í fremur leiðinlegum kappakstri. Hungaro-ring getur boðið upp á æsilegan akstur því flestir ökumanna líkja brautinni við stóra körtubraut og eru hrifn- ir af. Eftirminnilegustu keppn- irnar á Hungaro-ring eru 1997, þegar Damon Hill var nærri bú- inn að sigra á grútlélegum Ar- rows-bíl, og sigur Michaels Schumachers árið 1998 á 3-stoppa áætlun. -ÓSG Bene„ Grafík © Russell Lewis aS? COMPACl yfirburðir Tæknival Þrjú glötuð tækifæri Schumacher gekk til liðs við Ferrari í upphafl árs 1996 eftir að hafa tekið tvo heimsmeistaratitla með Benetton og voru honum boðnar vænar fúlgur fyrir. Ljóst var frá upphafl að mikið starf var fyrir höndum. Luca de Montez- emolo hafði veðjað á Michael Schumahcer og „aðstoðarmaður" hans var írinn Eddie Irvine. Bíll- inn var lélegur og ný V10 vél var í hönnun og bilaði mikið. Þrátt fyrir þetta átti hann þrjá glæsilega sigra á afllitlum bílum og komst í þriðja sæti á ökumannslistanum. Besta ár Williams og Damon Hill fékk enga keppni frá Ferrari þetta árið og tók titilinn. Það var ekkert drama hjá Schumacher á fyrsta ár- inu. Sviptur öllum sínum stigum Árið 1997 var eitt hið besta á ferli Schumachers þrátt fyrir að hann vilji helst af öllu gleyma því ári. Aðalkeppinauturinn, WUli- ams, var í sérflokki í upphafi árs- ins og Ferrari barðist af hörku. Schiunacher vann fimm keppnir og skiptust þeir Jacques Vil- leneuvue á forystuhlutverkinu á stigalistanum. Vendipunktar það árið voru meðal annars árekstur Schumacher-bræðranna á Núrbur- gring og svo auðvitað skammar- strikið er Schumacher gerði þau afdrifaríku „mistök“ að aka utan f Villeneuve í titilkeppninni á Jerez. Þetta atvik varð til þess að Vfl- leneuve varð heimsmeistari og Schumacher var sviptur öUum stigum ársins. Fyrsta tækifæri Schumachers á titUi fyrir Ferrari var tapað. Samkeppni frá McLaren Næsta ár, 1998, átti að verða betra hjá Ferrari og markið var sett á toppinn. En nýr og breyttur McLaren kom verulega á óvart og nýr keppinautur kom tU sögunnar, flnnskur iskaldur jaxl sem vann hveija keppnina á fætur annarri. En Ferrari barðist hart aUt tíma- hUið þar sem árekstur hans og Coulthards á SPA er hvað eftir- minnflegastur og kostaði Schumacher einn sigur. Dekkja- striðið miUi GoodYear og Bridgestone var í algeymingi og endaði með hveUi þegar afturhjól- barði sprakk í enn einni titil- keppninni rétt eftir að Schumacher hafði drepið á bU sín- um í rásmarkinu. Hann varð úr leik eftir að hafa átt raunhæfa möguleika á titlinum. Annað tækifæri Schumachers á titli fyr- ir Ferrari var tapað. Keyröi á vegg Árið 1999 gekk í garð og vUja flestir meina að það hefði orðið ár Michaels Schumachers hefði hann ekki ekið á steinvegg á fyrsta hring keppninnar á SUverstone og brotið á sér fótlegginn. Eftir það var hann úr leik nær aUt tímahUið og félagi hans, Eddie Irvine, tók við forystuhlutverki Ferraris. McLaren gerði aUt tU að vinna ekki titUinn ef marka má mörg dýrmæt mistök liðsins. Einnig var Hákkinen óheppinn og ekki í góðu formi en þrátt fyrir frábæra endur- komu Schumachers i Malasíu þar sem hann „gaf‘ Irvine sigur varð Hákkinen heimsmeistari árið 1999 annað árið í röð. Þriðja tækifæri Schumachers á titili fyrir Ferrari var tapað. -ÓSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.