Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Síða 49
57 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 I>V Tilvera Afmælisbörn Dominique Swain tvítug Dominique Swain er tvítug í dag en hún sló eft- irminnilega í gegn í hlutverki táldrósarinnar Lolitu í samnefndri kvikmynd. Stúlkan fæddist i Datsun-bifreið fóður síns á Santa Monica hrað- brautinni og þykir hún allra kvenna vænst og er afrekskona i knattspymu, frjálsíþróttum, sundi og blaki. Auk þess fæst hún við höggmyndalist, skriftir og myndlist þegar sá gállinn er á henni. Dominique reyndi fyrst fyrir sér á hvíta tjald- inu þegar hún var áhættuleikari í kvikmyndinni The Good Son og nýlega lék hún í kvikmyndinni Girl. í framtíðinni hefur hún hugsað sér að verða leikstjóri en hún stundar nú háskólanám. Castro 74 ára á morgun Kúbverski kommúnistaleiðtoginn Fidel Castro á 74 ára afmæli á morgun en hann steypti stjóm einræðisherrans Batista árið 1959, með 800 manna skæruliðahóp sínum gegn 30 þúsund manna stjómarher. Hann var á sínum tíma alþjóðlegur byltingamaöur í Suður-Ameríku og barðist meðal annars í Dóminíska lýðveldinu og Kólumbíu. Ekki er hins vegar vitað til þess að hann hafi verið vopnabróðir Jesú, sem að hans sögn var líka kommúnisti. Gildir fyrir sunnudaginn 13. ágúst og mánudaginn 14. ágúst Stjörnuspá Vatnsberlnn (20. ian.-ia. febr.l: Spa sunnudagstns: Aðstæður eru þér ekki hagstæðar fyrr en f kvöld. Þér hættir til að vera óþarflega bjartsýnn og óraun- sær. Einbeittu þér að einu í einu. b—raa Eitthvað angrar þig fyrri hluta dagsins. Þetta gjörbreytist þegar líður á daginn. Ástarsamband þitt er í góðu jafnvægi og í kvöld tekur rómantfkin við. Hrúturlnn I21. mars-19. anrih: Mannleg samskipti em einkar hagstæð. Þú m heyrir eitthvað eða lest sem þú getur notað þér til góðs. Heimilislífið gengur mjög vel. Spá mánudagsins: Utanaðkomandi áhrif hafa ekki góð áhrif á ástarsamband sem þú átt í. Þú færð ánægjulegar fréttir sem snerta fjölskylduna eða náinn vin. Tvíburarnir (21. maí-?l. iúní): Þú ert mjög viðkvæm- ^// ur fyrir gagnrýni og ert ekki tilbúinn að fara að þeim ráðum sem þér eru gefin. Kvöldið verður ánægjulegt. Spa manudagsins: Hefðbundin verkefhi taka mest af tima þínum. Þar sem þér hættir til að vera utan við þig er góð hugmynd að skrifa niður það sem ekki má gleymast. Llónlð (23. iúlí- 22. ágúst): J i Teikn em á lofti um að Ml Æ nýir tímar séu að V renna upp. Vingjam- legt andrúmsloft leiöir til já- kvæðrar þróunar. Spá mánudagsins: Þér finnst langbest að vinna einn í dag. Aðrir tefja bara fyrir þér jafhvel þó að þeir séu aliir af vilja gerðir. Síð- degis er heppilegt að fara í heimsókn. Vogln (23. sept.-23. okt.): Nú er hagstætt að leggja hugmyndir sínar fyrir ' / aðra til að fá þeirra álit. Þú ættir að beita talsverðri sjálfsgagn- rýni. Happatölur þinar eru 10,13 og 28. Spá mánudagsins: Sinntu aðaUega hefðbundnum verk- efnum í dag, það hentar þér best. Ef þú ert óöraggur eða niðurdreginn er best að hafa nóg fyrir stafhi. Boeamaður (22. nóv.-21. des.): Spa sunnudagsins: \JgfÞÚ munt hafa í nógu W að snúast á næstunni. \ Þú kynnist nýju fólki sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þitt í langan tíma. Spá mánudagsins: í dag verður leyndarmálum ljóstr- að upp og dularfuliir atbm-ðir skýrast. Þetta er góður dagur til að ræða málefni fiölskyldunnar. Rskarnir (19. febr.-20. marsl: Spá sunnudagsins: •Þú þarft á öUu þínu þreki að halda þar sem þú gengur í gegnum miklar breytingar. Þú fyUist áhuga fyrir nýjum verkefhum. Spá manudagsins: Einhver hætta virðist á árásargimi innan vinahópsins. Þú skalt þess vegna gæta þess að halda skoðun- um þinum ekki of mikið á lofti. Nautið (20. apríl-20. maí.): Þú þarft að gera þér grein / fyrir hvar áhugasvið þitt Uggur. Þú skipuleggur sum- arfriið með fiölskyldunni og ert bjart- sýnn á að þetta muni verða gott frí. Spá mánudagsins: Þú munt þakka fyrir það í næstu viku ef þú leyfir þér að eiga rólegan dag í dag. Ef þig vantar félagsskap skaltu leita til rólegu vina þinna. Krabbinn (22. iúní-22. iúlð: Spa sunnudagsins: | Ef þú gerir miklar kröf- ur til annarra er mikii hætta á að þú munir verða fyrir vonbrigðum. Vertu raun- sær ef þú þarft að treysta á aðra. Spa manudagsms: Ef þú býst ekki við allt of miklu verð- ur dagurínn mjög ánægjulegur hjá þér. Of mikil metnaðargimi er ekki vel til þess failin að skapa ánægju. Mevian 123. áeúst-22. sept.l: Spá sunnudagsins: Einhver leitar til þín eftir ^^ráðum við að leysa ' vandamál sem hefur komið upp í vinahópnum. Varastu að blanda þér um of í þessi mál. Spá mánudagsins: Vináttubönd og ferðalög tengjast á einhvem hátt og þú skemmtir þér augljóslega vel. Kvöldið verð- ur sérstaklega vel heppnað. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: Spa sunnudagsins: Þar sem kringumstæður >eru einkar hagstæðai- skaltu nota tækifærið til að þoka málum þínum áleiðis. Það er upplagt aö reyna eitthvað nýtt. Spa mánudagsins: Dagurinn byijar rólega en síðan færist fiör í leikinn. Þú þarft á allri þolinmæði þinni að halda. Happatöliu- þínar era 5, 9 og 13. Steingeltin (22. des.-19. ian.i: Þér hættir tíl að vera of gjafmildur eða vingjam- nÆ** legurenláttuekki flækja þér í neitt. Fundur um miðj- an dag gæti orðið mjög gagnlegur. Spá mánudagsins: Fjármáiin þarfnast athugunar og ef þú ætlar að gera stórinnkaup eða jafnvel kaupa fasteign væri réttara að leita aðstoðar sérfræðinga. Shane Meadows: Leikstjóri sem á eftir að sjást mun meira Fólk er mismun- andi þekkt og mis- munandi frægt. Shane Meadows er náungi sem fólk kannast ekki endi- lega strax við nafnið á. Þó er hann búinn að afreka heilmikið á fremur stuttri ævi. Hálfgerður iðjuleysingi Shane Meadows er alinn upp í Nottingham á Englandi og þegar hann var unglingur leit ekki út fyr- ir að mikið yrði úr drengnum. Hann hætti í skóla áður en hann lauk skyldunni og eftir störf hér og þar reyndi hann við nám í kvik- myndaleik og ljósmyndum. Ekki gekk þó betur en svo að það varð ekkert meira en viðleitni hjá hon- um. Þó vantaði ekki áhugann. Shane Meadows lærði myndbanda- gerð í nokkurs konar listamiðstöð þar sem hann bauð aðstoð sína við daglegt amstur. Uppgötvaður Reyndin varð sú að hann fékk geipilegan áhuga á mynd- banda- og kvik- myndagerð út frá þessu fikti við myndbönd og fann sjálfur upp á aðferð til að líkja eftir ódýrum 16 mm mynd- um á myndbandaupptökuvél. Þetta leiddi til að hann fór að gera fuflt af stuttmyndum sem hann leikstýrði sjáifur og kom á framfæri. Hann var uppgötvaður af framleiðandan- um Imogene West og fyrir vikið var hann fenginn til að gera myndina 24 7: Twentyfourseven með engum minni leikara en Bob Hoskins sjálf- um. Sú mynd kom svo út 1997. Vekur athygli fleiri Shane Meadows tókst að raða til sín nokkrum verðlaunum fyrir þessa fyrstu „alvöru" mynd sína. Hann fékk Douglas Hickox-verðlaunin 1998 fyrir sjálfa myndina 24 7: Twentyfo- urseven og á alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Brussel vann hann Crystal Star-verðlaunin, einnig 1998, fyrir bestu evrópsku myndina, þá aftur 24 7: Twentyfourseven. Fleiri verðlaun sem hann rakaði til sín fyrir þessa mynd voru: besta breiðtjaldsleikritið á Thessaloniki Intemational kvik- myndahátíðinni 1997. Þeim verð- launum deildi hann með Paul Fraser og svo vann hann verðlaunin sem besti nýi leikstjórinn á Vallodolid Intemational Film Festival. Þó er líklegast þekktust viðurkenningin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, Fipresci-verðlaunin, 1997. Fyrir þessa sömu mynd var hann einnig tilnefndur til fiölda annarra verð- launa. Shane Meadows hefur ekki unnið til neinna verðlauna fyrir nýjustu mynd sína, A Room for Romeo Brass, en árið er nú ekki liðið svo það er aldrei að vita. Hann heldur að minnsta kosti áfram að vekja á sér eftirtekt. Guðrún Guðmundsdóttir Myndbandagagnrýni Úlfur í sauöargæru Breskur raunveruleiki er ein- hvern veginn afar dapurlegur þegar hann birtist i breskum kvikmynd- um. Sú er raunin í þessari mynd Shanes Meadows um tvær fiölskyld- ur og utanaökomandi aula. Sögusviðið er i smábæ í Bret- landi. Góðvinimir og nágrannamir Gavin og Romeo eru ungir strákar sem lífið virðist hafa lítið upp á að bjóða. Gavin er veikur í baki og gengur því skakkt og Romeo er alltof feitur. Gavin verður fyrir að- kasti eldri stráka og það dugar ekki að Romeo komi honum til hjálpar. Þegar ástandið er orðið verulega slæmt kallar Gavin á mann nokkurn, sem er í nágrenninu, og biður um aðstoð. Sá er fljótur til og fyrir vikið keyrir hann þá heim. Morell, hjálpfúsi Samverjinn, vill fá eitthvað fyrir sinn snúð og Romeo og Gavin hjálpa honum aö komast á stefnumót við systur Gavins sem er þó nokkur skutla. Þeir þekkja þó ekkert til Morells og verða kynnin ansi örlagarík fyrir félagana og fiöl- skyldur þeirra. Paddy Considine í hlutverki Mor- ells er alveg frábær. Hann nær þessu akkúrat andrúmslofti per- sónuleika síns sem skapar létta und- irspennu í myndinni. Drengirnir ungu, sem leiknir eru af Andrew A Room for Romeo Brass ★★★ Shim og Ben Marshall, era prýðilegir í sínum hlut- verkum. í heiidina skapast góð mynd sem af drýpur napurleiki myndefnisins og er hún vel þess virði að horfa á hana. -GG Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Shane Meadows. Aóalhlutverk: Andrew Shim, Ben Marshall og Paddy Considine. Bresk, 1999. Lengd: u.þ.b. 90 mín. Bönnub innan 12 ára. Ef aðeins maður % | væri fullkominn **T Mennirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir. Sumir eru fijálslyndir eða telja sig vera það meðan aðrir eru þröngsýnir og þröngsýnni. Sé maður ekki opinn fyrir öllum og umberi aflt þá fellur maður ósjálfrátt undir að vera álitinn þröngsýnn af einhverjum. Enda er enginn gallalaus. Lögreglumaðurinn og hetjan Walt Koonts er einmana sál sem agnúast flestar stundir sínar þegar hann er heima út í klæðskiptinginn er býr í sama fiölbýlishúsi og vini hans. Honum finnst þetta lið aumingjar og öfuguggar. Walt er það sem méirgir telja hommafælinn. Rusty, „drottning" vinanna, þráir það heit- ast að verða raunverulegur kven- maður. Það er dýrt að fara í kyn- skiptiaðgerð og þvi verður Rusty að auka við sig vinnu. Walt, hinn mikli harðjaxl, neyðist til að leita sér hjálpar eftir að hann hefur feng- ið slag og Rusty er lausn hans. Það er hrein unun að fylgjast með Robert de Niro í hlutverki Walts Kroonts. Það er ekki af engu að hann er vinsæll leikari og ósk- arsverðlaunahafi. I upphafi mynd- arinnar er maður þó hálf- vonsvikinn yfir að hann leikur enn einn harðjaxlinn og veltir því fyrir sér hvort hann sé ekki búinn að leika nógu mörg slik hlutverk. En horfi maður áfram er það þess virði. -GG Útgefandi Góöar stundir. Leikstjóri Joel Schumacher. Aöalhlutverk: Robert de Niro og Philip Seymour Hoffman. Banda- rísk, 1999. Lengd 112 mín. Bönnuö inn- an 16 ára. Ungpíuástir í meinum Patrick Swayze varð þekkt númer með þessari mynd. Aflar smápíur urðu skotnar í honum og áflir ung- lingar vildu læra að dansa. Hratt þetta af stað enn einni dansbylgj- unni, gömlu dönsunum svokölluðu. Hins vegar hefur ekki borið eins mikið á gaumum nú og þá. Hann lék í hverri myndinni á fætur annarri en enginn komst með tæm- ar þar sem Dirty Dancing var með hælana. Sú mynd sem komst næst því var Ghost. Hins vegar hefur lítið sem ekkert borið á mótleikkonu hans, Jennifer Grey. Hún var meira fylgifiskur í myndinni en stjaman. Hún upp- fyllti þó þau skilyrði að vera meiri háttar ungpía sem var frekar litlaus og engin tók eftir. Myndin er um unga stúlku sem verður ástfangin í fyrsta skipti. Sök- um aðstæðna telja foreldrar hennar kærastann óforskammaðan og banna henni að hafa frekari sam- skipti við hann. Baby kynnist kærastanum, Johnny Castle, þegar hún kemst fyrir tilviljun að því að vinkona hans er ólétt og hann vantar dansfélaga til að vinkonan og hann missi ekki aukatekjumar. Hefst þá stíft prógramm æfinga og endalausra æfinga. Baby verður þrælfinn dansari og ástin blómstr- ar. Tónlistin skipar mikinn sess í myndinni. Telja má aö hún hafi haft mikil áhrif á vinsældir og klassísk- Dirty Dancing ★★★ an stöðugleika myndarinnar. Það kannast flestir við tón- listina og margir kíkja á myndina til að sjá hvort eitthvað sé í hana varið eins og tónlistina. Myndin er tiltölulega ný en þó strax orðin klassísk. Guðrún Guðmundsdóttir Leikstjóri: Emile Ardolino. Abalhlutverk: Jennifer Grey og Patrick Swayze. Bandarisk, 1987. Leyfð fyrir aHa aldurshópa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.