Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 20
20 Helgarblað LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 DV „Hjálpi oss Freyr og Njörð- ur og Áss hinn almátki!“ Kristnihátíö á Þingvöllum var minna sótt en reiknaö var meö. Sigurbjörn líkti málflutningi úrtölumanna viö skoöanir nasista og fékk ávítur frá Siöa- nefnd Prestafélags íslands fyrir. Enginn veit sína ævina fyjr en öll er, segir máltækið, og það á ekki síður við um biskupa en aðra dauðlega menn. Herra Sigurbjöm Einarsson, fyrr- um biskup íslands, sagði í viðtali við DV, sem birtist þann 4. júlí sl., að þær gagnrýnisraddir sem komið hefðu fram á sl. dögum sökum Kristnihátíðar endurspegluðu and- kristin viðhorf þeirra sem um hefði rætt. „Ég er ekki hrifinn af þeirri ólund og þvi suði sem komiö hefur fram síðastliðna daga,“ sagði herra Sigurbjöm í spjalli við DV við upp- haf Kristnihátíðar á Þingvöllum 1. júlí. „Því miður virðist þetta vera nokkuð algengt í þessu landi. Þetta er ekkert nema afneitun á þjóðar- arfi íslendinga. Sumt af því sem hef- ur verið birt á opinberum vettvangi minnir á það allra versta sem verstu nasistar og kommúnistar höfðu fram að færa á sínum tíma. Þetta endurspeglar andkristin við- horf þeirra sem um ræðir...“ Þessi orð fyrrverandi biskups vöktu mikla athygli en ekki hefur Sigurbjörn Einarsson alltaf verið þessarar skoðunar. í forsíðugrein Skólablaðsins, sem gefið var út af nemendum Menntaskólans í Reykja- vík 14. mars 1931, kveður við allt annan tón hjá Sigurbimi sem þá var ungur maður á uppleið. Þá þeg- ar var hann farinn að hugleiða há- tíð kristinna manna sem haldin var 69 árum síðar. Þar segir undir fyrir- sögninni „Þjóðin - trúin“: Hjá frændþjóð vorri, Norðmönn- um, var í sumar sem leið hátíð hald- in til minningar um og til heiðurs við Ólaf hinn digra Haraldsson. Var kóngur sá einn hinn versti og grimmasti norrænna manna, þeirra, er sögur segja frá, og er þó ástæða til að halda, að sumt sje undan dregið í frásögnum um hann, sem þar ætti að standa. Má það heita ágætt dæmi um hið kristna hugarfar, að hann hefur jafn- an verið sannheil- agur talinn og dýrkaður sem goð í Noregi og víðar um Norðurlönd. Væri jeg Norðmað- ur, fyndist mjer jeg standa í lítilli þakkarskuld við þann „hinn digra mann“ eins og Ólafur Svíakon- ungur (góður kóng- ur og heiðinn í skapi) kallaði hinn ágenga nafha sinn. Sorgleg örlög Að 69 ámm liðnum, mun og verða haldin hátið hjer á íslandi. Þá eru 1000 ár liðin síðan Hvíti-Kristur leysti af hólmi Óðinn og Æsi aðra. Mun þá mikið verða um dýrðir á landi voru. Mun þá veröa heiðruð minning þess hins grimma Ólafs Tryggvasonar og annara þeirra, sem best gengu fram í því að gróð- ursetja hin annarlegu frækorn Kristni og Gyðingdóms á landi hjer. Og enn munu menn fagna yfir hin- um sorglegu örlögum vorra forn- helgu, norrænu guða. í blindni munu menn fagna sigrinum, sem unnin v£ir að Lög- bergi áriö 1000, þegar hið síðasta hæli norrænnar hugsunar var niö- urbrotið. Sennilega mun þá íslenska þjóðin lítið hugsa um það, hvar beri aö leita frumorsakanna til margra alda kúgunar. En þó skal ekki þess dyljast, að jeg fyrir mitt leyti vona, að íslendingar verði að því leyti skilningsbetri á sína eigin sögu og kunni þeim mun betur atburði til róta að rekja, að ekki verði hátíð haldin til heiðurs við þá Ólafana, Þangbrand eða aðra slíka, heldur minnist menn þá fremur annara nafna með þakklæti, svo sem Úlfs Aurgoða, Ótryggs berserks, Hákon- ar Hlaðajarls og fleiri manna slíkra. - En líklega er það of mikil bjart- sýni hjá mér. Gegnjúöskað mannkyn Einn spakur maður, íslenskur, hefur talað um, hversu hið hvita mannkyn væri gegnjúðskað orðið. Er það orð og að sönnu. íslendingar eru engir eftirbátar annara hvítra þjóða í þessu efni. Júðum þakka þeir bók- mentir sínar, - bók- mentirnar, „fjöregg þjóðarinnar“. Það er ekkert sjaldgæft að íslendingar þakki það hebreskum áhrifum að sögur voru ritaðar, Eddurnar geymdar - og rímur kveðnar. - Slík er þá frægð „söguþjóðarinnar". Þegar tekið er tillit til þess, hversu einskorðuð öll mentun hefir verið við þarfir kirkjunnar og hvað hún hefir verið einvöld í þeim efn- um í öllum löndum, þá má íslenska þjóðin hrósa happi yfir því, hversu vel henni hefur tekist að beina anda sinum á snið við snörur hinnar al- kunnu kristnu kúgunar, þannig að hjer urðu til bókmentir slíkar sem íslendingasögumar og rímurnar. En það er augljóst, hverju það er að þakka, því nefnil. að íslendingar urðu aldrei nógu kristnir til þess að láta fjötrast andlega. Þessvegna tóku menn á ritöld að rita sögur um heiðnar hetjur. Þessvegna rituðu menn ekki á hinu heilaga máli kirkjunnar, heldur á máli Óðins, heiðinni tungu. Og víst þurfti vit til þess. Sofnað í faðml kirkjunnar Það er augljós sönnun á þessari staðhæfmgu minni, að eftir því, sem kirkjunni óx fiskur um hrygg í land- inu, dofnaði yfir hinu andlega lífi þjóðarinnar. Ög loks sofnaði þjóðin svo að segja alveg i faðmi hinnar Kaþólsku kirkju, sofnaði - og dreymdi illa. - Þá var lítið skrifað á íslandi og lítið kveðið annað en lof- kvæði um Maríu og annað fólk hebreskt. - En þó lifði ennþá í glæð- unum, hinum heiðnu glæðum. Enn- þá voru sögur lesnar. Þjóðin fór að rumska. Hún vaknaði til fulls við það að skift var um fóstru, skift var um kirkju. - Fóstran nýja, sem kend var við Martein munk hinn þýska, vildi fegin svæfa þjóðina aftur, en það tókst ekki. Óðin sjálfur hafði stökkt miði á þjóðina - og nú tóku menn að yrkja rímur - rímur. Og heiöinn var andi rímnanna. En litlu mátti muna að þjóðin sofnaði aftur undir sálmastagli og guðsorði hinna fyrstu lúthersku biskupa. Guðbrandur Þorláksson gerði róttæka tilraun til þess að uppræta leifar heiðninnar, fá menn til að hætta lestri fomsagna og hætta að kveða rímur. Ljet hann svo um mælt, að við iðkun slíkra íþrótta, mundi „ungdómurinn upp- tendrast til lausungar og vonds líf- ernis“. Djöflatrú kirkjunnar og Hel- vítisógnanir keyrðu svo úr hófi fram, að þjóðinni hjelt við sturlun. Bjargráð sín gegn býsnum þessum, sótti hún í rímur og sögur. En það vildi sá góði Guðbrandur ekki. Vondurkveðskapur Það er alveg ótrúlegt, hvílíkum ógnum og ósköpum kirkjunnar þjónar gátu reynt að troða upp á þjóðina. Sem dæmi upp á það, vil jeg tilfæra eitt vers úr gömlum sálmi, sem fylgdi þjóðinni lengi. - „Um þær feikna qvalir, sem þeir for- dæmdu verða að líða í Helvíti", stendur sem fyrirsögn fyrir sálmin- um. En versið er svona: „Af einum neista í eymdarglóð ólíðanlegri pína stóð en þó qvinnu hjer kynni sár qvelja jóðsótt um þúsund ár. í þrá andar deyð, oss bevari guð“. Það er líka nógu gaman að sjá hvað þau klingja lipurt ljóðin, sem kirkjan fóðraði þjóðina á í marga mannsaldra. T.d. þetta vers: „Þig veri lof og prís, ó herra Krist blezaður er þessi dagur fyrir vist við lofum þig nú og í evig tid, heilagur, heilagur, heilagur ertu í hæstum hæðum.“ Og þetta enn, sem er eftir Gísla biskup Jónsson: „Guð veri lofaður og svo blezaður því hann oss vel spísað (!) hefur.“ Fleira mætti tilnefna, sem ekki er smekklegra. Geta menn svo haldið því fram, að höfundar þessa kveðskapar hafi haldið neistanum lifandi, lífsneista islenskra bókmenta? Eru þeir vökumennirnir, sem vöktu meðan svartast var myrkrið, vekjaramir, sem kölluðu, þegar aft- ur tók að rofa til? Þið nefnið e.t.v. Passíusálmana. Hallgrímur var að vísu snillingur og sálmar hans hafa eflaust bætt smekk manna að nokkru. En þó er það fjærri sanni, að þeir, sem stóðu Utgefendur: Nemendur Mentaskólans í Reykjavík 2. ttol. 14. mnrz 1931. ÞJÓ2IN. - TRÓIN. Hjá frax.dÞjcO vorri, Mcrðœcnnum, var i atsnar oem leið hátió haldin til minningaz um og til heiðura vii Öiaf hinn digra iiar- aldaoon. Var kóngur sa einn hirx versti cg grlrrmasti norrrmna munna, Þeirra, er gfgur 3egja frá, og er þó áaUtía til að halda,uó sumt oje ur.dan dregið i frúaögnua um hann, oem >ar acttl aö standa. Má Það heita ágjett dami um hió kriatna hugurfar, ad hann lief- ur Jafnan verið sannheilagur talinn og dýrt- aður sera goð l Noreg.'. og viðar un Norður- lSnd.- Vierl teg Hortmnftvr. fvndiat raler tev 3 6. árg. annara nafr.a með Þakklœti, svo sem Olfs Aur- gcða, ötryggs berserka, Hákcnar Hlaðajarls og flexri manna alikra. - 'Sn liklega er >að of mikil 'ojartsýni hjá rajer. - - Hnn spakur aaður, Í3lenskur, hefur tal- að um, hversu hii hvita monrJcyn vntri gegn- júðskað orðið. £r Þaö orð og að sdnnu. - lslendingar eru engir eftirbátor annara hvitra ÞJóða i Þes3u efni. Júöum Þakka þeir 'oóíooentir ainar,- bókraentirnar, "fjðregg Þjóðarinnar". Það er ekkert ajaldgreft aö Is- lendingar Þakki Það hebreskum áhrifiaa aö sdgur voru rltaöar, Eddumar geymdsr - og rlraur kveðnar.- Sliic ar Þá frrrcrð "aöcruÞlóft- Þaö er mlkiö vatn runnið til sjávar síðan Sigurbjörn Elnarsson skrlfaði þessa greln í skólablað MR, þá tvítugur að aldri. „í blindni munu menn fagna sigrinum, sem unnin var að Lögbergi árið 1000, þegar hið síð- asta hœli norrœnnar hugsunar var niður- brotið. Sennilega mun þá íslenska þjóðin lítið hugsa um það hvar beri að leita frumorsakanna til margra alda kúgunar. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.