Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Qupperneq 19
19 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 Helqarblað dauðann í djúpum hafsins og talið sína siðustu stund vera komna. „Ég býst við að það tæpasta hafi verið þegar við vorum að vinna við rafstreng yfir Berufjörð. Við vorum með neðansjávarmyndavél sem fest- ist í netadræsum sem höfðu flækst í strenginn. Það var að verða dimmt og ég ákvað að fara niður og freista þess að losa vélina sem var á um 50 metra dýpi. Kafarinn sem var með mér var nógu hreinskilinn til þess að segja mér að ef eitthvað færi úr- skeiðis þá treysti hann sér ekki nið- ur til að sækja mig. Þetta reyndist vera gríðarlega erfitt verkefni. Ég var með aðflutt loft, þ.e. slöngu niður og litla varaflösku á bakinu ef illa færi. Ég þurfti að synda látlaust og var alltaf að flækja mig í netadræsunum og að lokum þoldi loftskiptirinn uppi í bátnum ekki álagið og fraus fastur og ég var loftlaus á 50 metra dýpi. Ég fór yfir á varahylkið, skar sjáífan mig lausan úr netunum, lauk við að losa myndavélina og fór síðan upp algerlega á siðustu andartökunum. Við þessar aðstæður hugsaði ég til bamanna minna því ég var ekki viss um að sjá þau nokkum tímann aftur. Þannig hef ég séð inn í heim þeirra sem dmkkna í sjó og veit hvemig þeim líður.“ Að horfast í augu við dauðann Kjartan hefur þrisvar orðið loft- laus við erflðar aðstæður en alltaf bjargast þó þetta hafi verið það tæp- asta. Annað skipti sem stóð tæpt var þegar loftslanga stíflaðist af ísmol- um þegar hann var að vinna í Drátt- arbrautinni á ísafirði. „Ég var löngu búinn með allt loft og þegar maður er að reyna að anda við þessar aðstæður þá dregur mað- ur sjó inn í hjálminn. Hann var orð- inn gersamlega fullur af sjó þegar mér tókst að stökkva af spori braut- arinnar upp í stiga sem lá upp á bryggju en ég var svo blýjaður að ef ég hefði ekki hitt á stigann hefði ég sokkið eins og steinn.“ Hvaða áhrif hefur það á menn að horfast í augu við dauðann? „Ég hef yerið rólegri síðan þetta kom fyrir. Ég tefli ekki á tvær hætt- ur fyrir dauða hluti þó maður myndi eflaust beygja reglurnar ef mannslíf væru í húfl. Ef ég er að vinna með öðrum tek ég enga áhættu. Atvinnukafarar verða sem betur fer afar sjaldan fyrir óhöppum því þeir þekkja hættumar og kunna að varast þær.“ Kjartan segist ekki hafa kafað sér til skemmtunar i mörg ár en hann átti að taka þátt í leiðangri til að leita að spænskum hvalveiðiskipum frá sextándu öld í Reykjarfirði syðri á Ströndum en komst ekki. „Ég vil gjaman fara að gefa mér tíma til að gera meira af slíku. Ég hef svolítið kafað að gamni mínu til að leita að fornum skipsflökum og það er heillandi verkefni sem ég vildi gjaman sinna meira.“ -PÁÁ Kjartan J. Hauksson er einn mennt- aðasti og reyndasti kafari á Islandi. Hanri varö einna fyrstur á vettvang á köfunarpramma sínum þegar flugvél- in hrapaði í Skerjafiröi sl. mánudag og aöstoöaöi viö björgunarstörf. Kjartan hefur sjálfur horfst í augu viö dauöann langt undir yfirborði sjávar og býr yfir þeirri ró sem er nauðsynleg til aö lifa slíkar aöstæö- ur af. GÓÐAR KERRUR Á ÓTRÚLEGA GÓÐU VERÐI burðargeta 480 kg, 12" dekk. Verð 39.230 ósamsett Fyrir mótorhjóliö Stærö 122x244 cm, buröargeta 480 kg, 12“ dekk, m/sturtu og sambrjótanleg. Verð kr. 47.700 ósamsett Ymsir möguieikar á lestun Fyrir vélsleðann Hægt aö brjóta saman Hægt er að fá ýmsa aukahluti.t.d. vélhjólastand, kr. 5.670, bátastand, kr. 9.030, beislastand, kr. 1.990, varahjól, kr. 7.670. Kerrur auðveldar í samsetningu og hægt aö geyma stærri kerru upp á endann. GODDI Auðbrekku 19 • síml 544-5550, fax 544-5551 • veffang: goddi.is netfang: goddi@goddi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.