Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 12. AGÚST 2000 Fréttir I Joseph Lieberman - siðavandur siarmör sem tilbiður sabbatsdaginn: Kóngurinn sendi drottniguna eina Eftir að George W. Bush tilnefndi Dick Cheney sem varaforsetaefni Repúblikana fyrir um tveim vikum kepptust menn við að rýna í feril- skrá hans og draga þar upp ýmis- legt, hvort heldur honum til tekna eða lasts. Sömu sögu má segja um Joseph Lieberman sem i vikunni var tilnefndur af A1 Gore sem vara- forsetaefni og hlýtur nú formlega náð fyrir augum Demókrata á flokksþinginu sem fram fer í Los Angeles í næstu viku. Nú þegar þetta er skrifað hefur fylgismunur milli Bush og Gore minnkað samkvæmt skoðanakönn- un um allt að 8 prósent, var 15 -18% en er nú 10%. Þetta þakka margir því að Lieberman er meðal virtustu öldungardeildarþingmanna Demókrata sem hallast um margt á sveif með Repúblikönum. Hvað þetta varðar dregur Lieberman enga dul á að efla þarf siðgæðisvit- undina innan Hvíta Hússins og var hann t.a.m. meðal þeirra fyrstu til að gagnrýna ástarmál forsetans með Monicu Lewinsky á sínum tíma. Clinton hefur þrátt fyrir allt lýst að- dáun sinni með val Gores á Lieberman og kallar hann „frábær- an náunga." Vörn gegn ástarmálum Fréttaskýrendur eru á þeirri skoðun að Gore hafl valið Liberman með það fyrir augum að firra Demókrata frá ábyrgð á ástar- og hneykslismálum forsetans enda hafi Repúblikanar notfært sér þau óspart til framdráttar í kosninga- baráttunni að undanfórnu. Cheney vék einmitt að ástarmálum forset- ans í innsetningarræðu sinni á flokksþingi Repúblikana í Fíladelfiu við mikla hrifningu viðstaddra. Nú virðist hins vegar sem Gore hafi tekist að beina kosningabaráttunni inn á nýja braut og Bush hafði á orði að hann liti upp til Liebermans og vonaðist einmitt til þess að kosn- Kristján Geir Pétursson blaðamaður ingabaráttan færi að snúast um annað og meira en skot og dylgjur á víxl. Byggði mlnlgolfvöll 8 ára Joseph Lieberman, 58, ólst upp í bænum Stamford í Connecticut á sjötta og sjöunda áratugnum. Vinir hans segja hann hafa veriö gáfaðan en yfirlætislausan, þögulan en full- an sjálfstrausts. Sannkallaðan sjar- mör af náttúrunnar hendi. „Hann leit alltaf út fyrir að vera eldri en við hin,“ segir Jack Roma- nos, forstöðumaður Simon & Schuster í New York og bekkjarfé- lagi Liebermans í bamaskóla og síð- ar í menntaskóla í Stamford. „Hann var þroskaðri og alvarlegri. Það var deginum ljósara að stjómmálaáhug- inn brann innra með honurn," segir Romano. Vinir og kunningjar eru sammála um hæfni Libermans til að eiga samskipti við fólk á jafnrétt- isgrundvelli óháð, trúarbrögðum, pólitík, hörundslit eða öðru og í raun aðeins þeir sem næst honum standa sem slá af fagurgalanum og segja hann ósköp venjulegan að öllu leyti. „Hann gat talað við þá sem voru efstir í bekknum og við þá sem voru Lieberman og Hadassah Liebermar og Hadassah eru gyðingatrúar og láta sig mannúðarmál miklu varða. Þau eiga eina dóttur saman auk barna úr fyrri hjónaböndum. Lieberman hefur verið lýst sem miklum sjarmör og í menntaskóla vann hann sér það til tekna að vera útnefndur „kóngur“ lokaballs eldri nemenda í sínum árgangi þótt ekki hafi hann látið sjá sig á ballinu. það ekki,“ segir Herman Alswanger, ráðgjafi hjá sumarbúðum gyðinga í Stamford. Lieberman sótti þessar sömu búðir þegar hann var 8 og 9 ára gamall og Alswanger segir frá því þegar Lieberman fékk öll börn- in i búðunum til að hanna og byggja mínigolfvöll til að stytta sér stundir. Fór ekki á lokaballið í menntaskóla var Lieberman áberandi á göngum skólans og gegndi m.a. formennsku í nemenda- félaginu auk þess að vera kosinn „herra kvöldsins" á lokaballi eldri nemenda - hinu margrómaða „seni- or prom“ sem Islendingar þekkja úr kvikmyndunum. Reyndar settu trú- mál Liebermans strik í reikninginn þettra umrædda kvöld og kaus „kóngurinn“ að senda „drottning- una“ eina á ballið til að halda sabbatsdaginn - hinn heilaga hvúd- ardag gyðinga - hátíðlegan. „Það var auður stóll við hlið drottningarinnar," minnist ná- granni og skólafélagi Liebermans, Joe Richichi. Þessi trúarhiti átti eft- ir að nýtast Lieberman i framtíð- inni ekki síður en sannfæringar- og framkvæmdarkrafturinn nýttist honum í háskóla. Mannréttindasinni Lieberman hóf nám í lagadeild Yale-háskóla og komst fljótt til met- orða þar einnig. Það var í Yale sem Liberman gekk til liðs við Demókrata og árið 1962 varö hann ritstjóri The Yale Daily Mail og fet- aði þar með í fótspor ekki ómerkari manna en William F. Bucley og fleiri rithöfunda og blaðamanna. Lieberman hóf baráttu fyrir mann- réttindamálum og studdi opinber- lega málstað svartra í Suðurríkjun- um sem var eldheitt pólitískt mál á þeim tíma. Á meðan hann var enn við nám íhugaði hann auk þess al- varlega að bjóða sig fram í borgar- ráð í New Haven en hætti við þar sem hann hafði ekki búið nógu lengi í borginni til að mega bjóða sig fram. Góður leikur Gore hefur verið hrósað fyrir val sitt á forsetaefni og þar hafa Reþúblikanar haft sig í frammi ekki síður en Demókratar. Meö vali sínu á Lieberman undirstrikar Gore aö hann hafi ekkert með ástarmál Clintons að gera. Ekki nógu siðavandur Lieberman gagnrýndi fyrstur Demókrata ástarmál forsetans og Monicu Lewinskys. Undir lok sjöunda áratugarins, ,þegar Lieberman útskrifaðist úr lagadeildinni, vann hann á kosn- ingaskrifstofu Roberts Kennedy áð- ur en hann opnaði eigin lögfræði- skrifstofu. Áratug síðar tapaði hann barátunni um sæti á Fulltrúaþing- inu en var kosinn ríkissaksóknari I Connecticut '82 og Öldungardeildar- þingmaður '88. Mótuð af Helförinni Lieberman er kvæntur Hadassah Freilich en auk dóttur þeirra eiga þau bæði börn úr fyrra hjónabandi. Vinir og kunningjar þeirra hjóna segja Hadassah Lieberman alla tíð hafa reynt að forðast sviðsljósið sem frami eiginmannsins hefur augljós- lega kynt undir. Líkt og Lieberman er hún hlédræg og með svipuð áhugamál en hún hefur starfað í þágu góðgerða- heilbrigðis- og mannréttindamála auk þess sem hún lætur sig Helförina í síðari Heimsstyrjöld miklu varða. Áhug- inn á Helförinni er einkum til kom- inn yegna þess að móðir hennar lenti i fangabúðum nasista í Þýska- landi og segja kunnugir að Hadassah beri þess merki og sé mót- uð af dvöl móður hennar þar. Hadassah situr í stjórn samtaka sem kenna sig við gyðinga sem lentu í Auschwitz-fangabúðunum og vinkonur hennar, þ.á.m. Tripper Gore, segja hana gædda dýpri mannúð sem svo marga aðra skort- ir. Viðskiptavænn Demókrati Lieberman hefur verið lýst sem ! viðskiptavænum Demókrata. Hvað tryggingaviðskipti varðar hefur hann verið mun skilningsríkari gagnvart tryggingafélögunum en Gore og það þykir styrkja stöðu þeirra beggja í ljósi þess hversu hart varaforsetinn hefur tekið á ýmsum umhverfismálum sem fælir fjársterka fjárfesta frá því að veita í kosningasjóði Demókrata. Má sem dæmi nefna að Lieberm- an er einn fárra Demókrata sem styður lagafrumvarp sem takmark- ar fjárupphæðir sem bótaþegar geta krafist af tryggingarfélögum. Þetta hefur verið eitt af stærstu baráttu- málum stóru bandarísku fyrirtækj- anna undanfarinn áratug og Gore hefur lýst sig andsnúinn slíkum tak- mörkunum. „Við lítum á Lieberman sem stuðningsmann tryggingavið- skipta," lét talsmaður bandarísku liftryggingasamtakanna, ACLI, Jack Dolan, hafa eftir sér. Á sama hátt hefur Lieberman með reglulegu millibili greitt atkvæði með aukn- um fiárframlögum til varnarmála auk þess sem hann fylgir lyfjaiðnað- inum að máli, á skjön viö flokksfé- laga sína. Hinn háheilagi sabbatsdagur Mikið hefur verið gert úr trúmál- um Libermans frá því kvisaðist að hann yrði tilnefndur sem varafor- setaefni. Hvort heldur það mun hafa bein áhrif á störf hans sem varafor- seti eða ekki skiptir ekki höfumáli þó engum dyljist að Liberman er strangtrúaður gyðingur sem líkt og á lokaballinu í menntó - ferðast hvorki né skrifar, skiptir sér ekki af pólitík eða notar yfirhöfuð rafmagn á hvíldardegi gyðinga, sabbatsdegi. Það er svo bandarískra kjósenda að gera upp við sig hvort frjálslyndis- stefna í pólitík og íhaldssemi í trú- málum sé góður kokteill í banda- rískum stjórnmálum. Heimildir: Reuters, N.Y. Times og Washington Post.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.