Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 DV Niels Helveg Petersen Danska utanríkisráðherranum líst ekki nema mátulega á áform um eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna. Helveg vill sam- þykki Rússa viö eldflaugavörnum Niels Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, hefur varað bandarísk stjórnvöld við því aö koma upp eldflaugavarnarkerfi án samþykkis Rússa. „Gerist það óttast ég mjög afleið- ingarnar," sagði utanríkisráðherr- ann þegar hann hafði greint þing- flokki vinstri radíkala frá áformum Bandaríkjamanna sem snerta rat- sjárstöðina í Thule á Grænlandi. Mikil óánægja er meðal almennra flokksmanna yfir því að þingflokk- urinn skuli ekki fáanlegur til að lýsa skýrt og skorinort yfir and- stöðu sinni við flugskeytavarnimar. Búist er við heitum umræðum á fundi flokksstjórnarinnar eftir viku. Breskir piltar fá falleinkunn hjá sendiherradóttur Fimmtán ára dóttir bandaríska sendiherrans í London er lítt hrifm af breskum unglingspiltum, gefur þeim reyndar falleinkunn. „Ég er hrifin af enski sveit, skosku Hálöndunum, kindunum í Wales og umfram allt því að búa í London. En þegar ég byrjaði að fara út að skemmta mér komst ég að því að breskir strákar eru algjörir aul- ar,“ skrifar Mary-Catherine Lader í grein í glanstímaritinu Tatler. „Ég veit ekki hvort hægt er aö eiga breskan strák að vini. Hann spyr tveggja spuminga og finnst hann þá eiga rétt á því að reka tunguna í sér ofan í kok á manni." Sprengingin í Moskvu Rússneskt dagblað segir lögreglu ekki útiloka að efhagsástæður liggi að baki sprengjutilræðinu í vikunni. Tilræðið í Moskvu: Efnahagsástæður ekki útilokaðar Lögreglan í Moskvu útilokar ekki að ástæður sprengjutilræðisins í Moskvu, sem varð átta manns að bana í Moskvu í vikunni, séu af efnahagslegum toga. Dagblaðið Kommersant sagði í gær, máli sinu til stuðnings, að saksóknarinn, sem færi með málið, rannsakaði alia jafna efnahagsglæpi. Að sögn blaðs- ins er hugsanlegt að baráttan um verslanimar í fjölfömum undir- göngunum sé ástæðan. Lech Walesa hreinsaður fyrir rétti: Njósnaði ekki fýrir kommana Lech Walesa, sem stofnaði verka- lýðshreyfinguna Samstöðu sem bol- aði kommúnistastjórninni í Pól- landi frá völdum, var hreinsaður í gær af öllum áburði um að hann hefði njósnað fyrir leynilögreglu gömlu fjandmannanna sinna. Pólskur dómstóll úrskurðaði að Walesa, sem varð fyrsti lýðræðis- lega kjömi forseti Póllands, væri ekki kjaftatífa. Walesa voru veitt friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína fyrir lýðræði í Póllandi. Walesa gegndi forsetaembættinu á árunum 1990 til 1995. Úrskurður dómstólsins fylgdi í kjölfar uppljóstrana um samsæri kommúnista um að varpa rýrð á Walesa í augum nóbelnefndarinnar. Hún gerir Walesa einnig kleift að bjóða sig fram í forsetakosningun- um sem verða haldnar í október. Lech Walesa hreinsaður Fyrrum forseti Póllands sést hér meö lögmanni sínum fyrir rétti í Var- sjá til að svara til saka um njósnir. Hann nýtur þó lítillar lýðhylli nú. „Ég haföi betur en þeir sem beittu falsrökum og stunduðu falsanir. Þetta var ótrúlegur og viðurstyggi- legur leikur,“ sagði Walesa við fréttamenn þegar hann yfirgaf rétt- arsalinn. Fulltrúar réttarins sögðu að þeir hefðu undir höndum gögn úr innan- ríkisráðuneytinu sem sýndu fram á að leyniþjónusta kommúnistastjóm- arinnar hefði átt við skjöl sín um Walesa í þeim tilgangi að koma í veg fyrir aö hann fengi friðarverð- laun Nóbels. Walesa, sem var rafvirki í skipa- smíðastöðinni í Gdansk, fékk friðar- verðlaunin árið 1983, ári síðar en margir áttu von á. Hann stofnaöí Samstöðu árið 1980 en hreyfingin átti stærstan þátt í að hrekja komm- únista frá völdum árið 1989. Slegið á létta strengi á Kúbu Kúbverski píanóleikarinn Ruben Gonzalez og söngvararnir Ibrahim Ferrer og Omara Fortuondo slá á létta strengi á æfingu fyrir tónleika í Karl Marx-leikhúsinu í Havana á Kúbu. Tónieikarnir verða hinir fyrstu sem sveitin Buena Vista Social Club heldur á Kúbu frá því samnefnd plata hennar fékk Grammy-verðlaunin í Bandaríkjunum. Glímt við hið ómögulega á landsfundi demókrata: Eiginkona og dóttir reyna að mýkja ímynd Als Gores Tvær konur, öðrum fremur, ætla að leggja sitt af mörkum til að telja bandarískum kjósendum trú um að A1 Gore varaforseti sé besti kostur- inn þegar kosið verður um forseta í haust. Eiginkona varaforsetans, Tipper Gore, og elsta dóttir hans, Karenna Gore Schiff, munu stíga fram fyrir skjöldu á landsþingi demókrata í Los Angeles eftir helgi og reyna að mýkja aðeins ímynd Gores. Varafor- setinn hefur annars orð á sér fyrir að vera heldur stífur. Karenna mun formlega leggja til viö landsfundarfulltrúa að Gore verði forsetaefni flokksins í ræðu sem hún flytur á miðvikudagskvöld, á besta tíma fyrir sjónvarpsstöðv- arnar. Hér er nýnæmi á ferðinni þvi Mjúkur maður, Al Gore Tipper Gore, eiginkona bandaríska varaforsetans, vill sýna þjóðinni að maður hennar sé enginn spýtukall. yfirleitt eru það aðsópsmiklir bandamenn forsetaefnisins sem stinga upp á því. Karenna, sem er 26 ára og nýút- skrifuð frá lagadeild Columbia há- skóla, er að vísu einn helsti ráðgjafi fóður síns. Á fimmtudagskvöld mun Tipper Gore syngja bónda sínum lof og prís, ásamt öðrum úr fjölskyldunni og vinum sem meðal annars kynnt- ust Gore þegar hann kom heim til Tennessee á sumrin. „Stór hluti landsfundarins snýst um að leyfa bandarísku þjóðinni að kynnast frambjóðandanum. Það veit á gott ef hún sér að hann á stórkost- lega fjölskyldu, er vel kvæntur og er fyrirmyndarforeldri,“ sagði Chris Lehane, talsmaður Gores. Stuttar fréttir Auken þreyttur Jafnaðarmaður- inn Svend Auken, umhverfis- og orku- ráðherra Danmerk- ur, er orðinn þreyttur á þjóðarat- kvæðagreiðslum. Að sögn danska blaðsins Politiken vill Auken gjarnan að þjóðarat- kvæðagreiðslan 28. september um evruna, sameiginlegan gjaldmiðil ESB, verði hin síðasta um ESB í langan tíma. Nýnasistar þögulir Danskir nýnasistar vilja ekkert segja um hvemig þeir ætli að halda upp á dánardægur nasistaforingjans Rudolfs Hess 19. ágúst. Norskum nýnasistum hefur verið bannað að ganga um miðborg Óslóar. Veggjakrotarar í fangelsi Dönsk yfirvöld taka nú mjög hart á útlendingum sem koma til lands- ins til að krota á danskar jámbraut- arlestar. Ungir útlendingar hafa verið dæmdir í fangelsi og til hárra fjársekta fyrir uppátækið. Vilja banna nýnasista Nefnd þýskra embættismanna kom saman í fyrsta sinn í gær til að skoða hvort mæla eigi með því að flokkur hægriöfgasinna verði bann- aður með lögum. Arafat fagnað í Moskvu Rússneskir ráða- menn tóku vel á móti Yasser Arafat, forseta Palestínu- manna, í Moskvu í gær en hvöttu hann til að fara að öllu með gát áður en hann lýsti yfir stofnun sjálfstæös ríkis. Afstaða Rússa gerði að engu vonir Palest- inumanna um stuöning Kremlverja, hefðbundinna bandamanna Palest- ínumárma. Morðingi ófundinn Lögreglan í Tailandi hefur engar ákveðnar vísbendingar um hver hafi myrt unga breska konu sem var þar á ferðalagi. Reynt að ná sáttum Fulltrúar júgóslavneska hersins, þar sem Serbar ráða lögum og lof- um, og lögreglunnar í Svartfjalla- landi hittust i gær til að reyna að draga úr spennunni í Svartfjalla- landi. Ráðamenn þar eru andstæð- ingar Milosevics Júgóslavfuforseta. Chavez kveður Saddam Hugo Chavez, for- seti Venesúela, lauk heimsókn sinni til Saddams Husseins í írak í gær. Bandarísk stjórnvöld gagn- rýndu Chavez harö- lega fyrir heim- sóknina og fordæmdi Saddam þau á móti fyrir gagnrýni sína. Chavez var fyrsti þjóðhöfðinginn til að heimsækja Saddam frá þvi Flóabar- daga lauk. Bretum mistókst Robert Mugabe, forseti Simb- abves, sagði í gær að tilraunir Breta til að einangra landið á alþjóðavett- vangi vegna upptöku lands hvítra bænda hefðu mistekist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.