Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 DV 15 Helgarblað Grenjaði víst í heila viku þegar ég fékk gjöfina - segir Lillý Jóhannesdóttir frá Ólympíuborginni sem fékk farmiða á þjóðhátíð í Eyj'um í 60 ára afmælisgjöf DV-MYND ÖMAR GARÐARSSON Ánægð í Eyjum Lúövík og Lillý á götum Vestmannaeyja ígær, ánægö meö aö vera komin „heim“ og meö skemmtilega afmælisgjöf. DV, VESTMANNAEYJUM:___________ Þeir gestir sem trúlega hafa ver- ið lengst að komnir á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eru heiðurshjón- in Liilý Jóhannesdóttir og Lúðvík Sigurðsson sem komu aila leiðina frá Sydney í Ástraliu. Þau skemmtu sér konunglega og hefðu ekki fyrir nokkurn mun viljað sleppa því að ferðast um hálfan hnöttinn til að mæta i Dalinn. Það sérstaka við ferðalagið er að þeim var boðið tii íslands af fjölmörgum Islendingum sem þau hafa rétt hjálparhönd i Ástraliu. Lillý og Lúðvík, sem bjuggu í Vestmannaeyjum, fluttu ásamt fjölda íslendinga tii Ástralíu í kreppunni 1968 og settust að í Ólympíuborginni Sydney þar sem þau búa enn þann dag í dag. Þau eiga fjögur böm; Jóhannes er 44 ára, Hlöðver 42, Marta 37 og Mar- grét 32 ára. Bamabömin era 11 og langömmubömin 3 og öll búa þau í Ástralíu. „Við komum síðast fyrir sex árum og lentum þá líka á þjóð- hátíð,“ segir Lillý. íslandsferö í afmælisgjöf „Við höfum reynt að heimsækja gamla landið reglulega á fimm til sex ára fresti en það var ekki ætlun- in að koma í ár. Ég varð sextug á ár- inu og af þvi tilefni fórum við hjón- in í siglingu um Kyrrahafið með við- komu á mörgum Kyrrahafseyjum. Þegar við komum heim var þrisvar hringt í mig og ég spurð að því hvort ég hefði kikt á póst- inn í tölvunni minni. Ég lét verða af því að kveikja á tölvunni og þá blas- ir við mér bréf til mín þar sem okkur Lúðvík er boðið til íslands. Fyrstu við- brögð voru að ég byrjaði að hlæja. Ég sá svo að þetta var fúlasta alvara og hér erum við mætt.“ Alls standa um 50 manns að gjöflnni og hafa flestir þeirra á einhvem hátt not- ið gestrisni eða að- stoöar Lillýjar og Lúðvíks á ferðum sínum í Ástralíu. „Þau sem safna fyrir ferðalaginu em ekkert skyld okkur en seinna komu systkini okkar að söfnuninni. Ég var svo þakklát og ánægð að ég held að ég hafl grenjað í heila viku á eftir,“ segir Lillý og hlær. „Það er algjört æði að hafa komist á þjóðhátíðina sem var stór- kostleg í ár. Svo eigum við hana alla á spólu sem Simmi Gísla gaf mér. Tengdasynir okkar hafa mikið heyrt um þjóðhátíð og eru alveg veikir þá langar svo að koma og núna get ég sýnt þeim hvað það er sem er svona heillandi við þjóðhá- tíðina." Það er ekki að heyra á Lillý og Lúðvík að þau hafi búið rúmlega þrjá áratugi í útlöndum. Þau tala mjög góða íslensku og reyndar bet- ur en margur sem hefur búið hér aila sina tíð. Og þau fylgjast vel með því sem er að gerast í Vestmanna- eyjum. „Við kaupum Fréttir og það hjálpar ekki lítið við að fylgjast með fólkinu í Eyjum. Tölvan hjálpar mikið því í gegnum Netið er maður svo nálægt þó fjarlægðin sé mikil á landakortinu. Þá leggjum við áherslu á að viðhalda íslenskunni." Belnt í Ólympíuleika helma Lillý og Lúðvík fóru frá Eyjum á mánudaginn og ætla að dvelja í Reykjavík í viku áður en þau halda til Ástralíu. „Nú eru Ólympíuleikarn- ir í Ástralíu á næsta leiti en þeir byrja 15. september. Það er mikið verk fram undan og sem varaformað- ur íslendingafélagsins hef ég í mörg horn að líta þegar við komum út því félagið kemur að móttöku islenska Ólympíuliðsins. Annars em Ólympíu- leikamir það besta sem komið hefur fyrir borgina því hún er orðin svo fal- leg. Allur undirbúningur hefur geng- ið mjög vel og eru þeir þó nokkuð á undan áætlun.“ Að lokum sögðust Lillý og Lúðvík vilja koma á framfæri þakídæti til allra sem buðu þeim til íslands og ekki síður eru þau þakklát fyrir frábærar móttökur. -ÓG LcifurEiriksson DALABYOOÐ <|| |r avieru VcstnoiTteni % Amim >••• NjóóUimit Nortasti tiK'tmliigtvftjófturinn Velkomin á Leifshátíð 2000 - Eiríksstaðanefnd og Dalabyggð Aðgangseyrir: 2000 kr. fyrir fullorðna 1000 kr. fyrir 13 til 16 ára og lífeyrisþega Okeypis fyrir 12 ára og yngri Leifshátíð -Jjölskylduskemmtun á söguslóðum 11.-13. ágúst km Reyktavík jölskylduhátíð Dalamannsins Leifs Eiríkssonar verður haldin að Eiríksstöðum í Haukadal 11.-13. ágúst til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá Vínlands- siglingu hans. Dagskráin hefst kl. 16:00 á föstudag og lýkur á sunnudag. Sérstök hátíðardagskrá verður kl. 13:30-16:00 á laugardag. Kynnir er Þorgeir Astvaldsson. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna • Formleg opnun svæðisins á Eiríksstöðum • Afhjúpun sryttu af Leifi heppna eftir Nínu Sæmundsson • Fræðsla um tilgátuhús og rústir Eiríksstaða • Fornleifafræðingar að störfum • Skipulagðar gönguferðir um Haukadal • Ókeypis veiði í Haukadalsvatni • Hanna Dóra Sturludóttir söngkona • Samkór Dalamanna og Breiðfirðinga • Leikþættir • Brúðuleikhús • Álftagerðisbræður • Dalakútur sprellar með börnunum • Sögustundir • Örn Árnason leikari • Todmobile og Selma • Nikkólína (gömlu dansarnir) • Veitingar að fornu og nýju • Vopnfimi • Hljómsveitin Ábrestir • Víkingabúðir • Kvennareið Dalakvenna • Torfi trúbador • Leiktæki • Fornir leikir • Fjölskylduratleikur • Helgistund • Eldsmíði Öll böm fá litabók Leifs heppna! Næg tjaldstæði - Næg bflastæði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.