Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 Helgarblað 23 St j örnurnar leika í aug- lýsingum - aðeins í Japan, ekki í Ameríku Bandarískar kvikmyndastjörn- ur njóta frægðar og auðæfa og hárra launa í krafti vinsælda og hæfileika. Kvikmyndaleikarar vilja helst geta helgað sig list sinni og leika í kvikmyndum og sviðsleikritum en amerískum kvikmyndastjörnum er ekki sér- staklega vel við að leika i auglýs- ingum. Það er talið vera frekar óflnt og varpa skugga á „ímynd“ viðkomandi leikara. Þess vegna eru vinsælir leikar- ar og skemmtikraftar sjaldséðir i auglýsingum og þykir jafnan nokkur frétt þegar þeir láta til- leiðast en eftirspurnin er sannar- lega fyrir hendi því framleiðend- ur og kaupahéðnar vilja gjarnan fá fræg andlit til að tengast vör- um sínum. Þegar Michael Jackson auglýsti Pepsi fyrir nokkrum árum þótti það til dæm- is saga til næsta bæjar. Þetta er leyndarmál Á þessu eru nokkar sérstæðar undantekningar. Margar bandarísk- ar stórstjörnur hafa á undanfömum árum leikið í auglýsingum í Japan og auglýst japanska vöru á heima- markaði. Vegna þess hve fáir á Vesturlöndum eru læsir á japönsku berast litlar fréttir af þessum leik- sigrum stjarnanna á japönskum neytendamarkaði. Það er líka vegna þess að flestir stórleikarar setja það sem skilyrði í samningum við jap- anska framleiðendur að því sé ekki haldið á lofti að þeir leiki i auglýs- ingum þeirra. Stjörnurnar leika Cameron Diaz hefur leikið í aug- lýsingum fyrir japanska enskuskóla sem kenna japönsku alþýðufólki samræðulist á ensku. Þar fetar Diaz í fótspor Celine Dion sem áður aug- lýsti svipaða þjónustu fyrir Japana. Þegar Meg Ryan var hvað vin- sælust fyrir leik sinn í hinni róman- tísku gamanmynd, You’ve Got Mail, var hún fengin til að auglýsa vinsæl- an tedrykk sem er seldur á dósum í Japan. Leonardo DiCaprio hefur komið fram í auglýsingum fyrir Subaru í Japan eftir að vinsældir hans jukust stórkostlega þegar hann lék i stór- myndinni um Titanic. Sylvester Stallone hefur komið Cameron Diaz auglýsir málaskóla í Japan. Hún myndi seint koma fram í aug- lýsingum í heimalandi sínu en lætur tilleiöast fyrir Japanana eins og fleiri amerískar stórstjörnur. fram í japönsku sjónvarpi með fang- ið fullt af skinku og auglýst þannig skyldugjafir sem margir gefa vinum og samstarfsmönnum á nýju ári. Fé- lagi hans og ekki síður frægt vöðva- búnt, Amold Schwarz-enegger, hefur komið fram í nokkrum japönskum auglýsingaherferðum og auglýst bæði sjónvarpsrásir og sérstakan síróps-kokkteil sem á að auka áhuga manna á ástum. Harrison Ford vakti mikla athygli þegar hann auglýsti Kirin-bjór sem er einn sá allra vinsælasti í Japan og Bruce Willis hefur komið fram í japönsku sjónvarpi og auglýst kaffi í dósum. Hver er ástæðan? Ef þetta gerðist í Ameríku þætti þetta hin mesta niðurlæging fyrir stjömurnar og þær yrðu hafðar að háði og spotti fyrir fégræðgi. En pen- ingar eru hreyfiafl allra hluta og það gildir einnig um þetta. Dennis Hopp- er, leikari sem kom fram í nokkrum auglýsingum í Japan, sagði í samtali við Sunday Mirror að hann hefði varla trúað því hvað japanskir fram- leiðendur væru tilbúnir að borga honum fyrir greiðann. „Ef ég gerði eina auglýsingu á ári þá gæti ég fljótlega hætt að vinna og sest í helgan stein,“ sagði Hopper. -PÁÁ Leonardo DiCaprio auglýsir bíla og Bruce Willis auglýsir kaffi í Japan. Leiðrétting Vegna mistaka sem urðu við vinnslu greinanna Harry Potter sigrar heiminn og Rauðhærða draumadísin skal tekið fram að greinarnar byggjast að stórum hluta á efni sem er að finna á heimasíðu Önnu Heiðu Páls- dóttur bókmenntafræðings (www.mmedia.is/ah/). Saman- tektin var unnin með samþykki hennar en þvi miður láðist að geta heimilda á viðeigandi hátt og er hún beðin velvirðingar á því. Einnig er Snæbirni Arn- grímssyni hjá bókaforlaginu Bjarti þökkuð liðveisla við útveg- un mynda. -Kip heimilisérstakt afmœfekort. 100 heppnir vidskiptavinir fá 10.000 króna vöruúttekt ef peir versla í IKEA dagana 27. j úGtill3.ágÚ5t. Framvisacíu kortinu pegar pú verslar og sj ácí u hvort heppnin er mecí pér! Afmcelicí stendur yfir dagana 27.j úlí til 13. ágúst og allan pann tí ma bj ócfum vicf upp á pylsur og kók á adeins 99 krónur. Þannig ad pad verdur sann- köllud afmœfestemmning og mikid fjör. Afmceföleikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.