Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Skipstjórinn sem kom upp um réttindalausa vélstjórann: Rekinn fyrir að kjafta - uppsögnin tengist málinu ekkert, segir útgerðarmaöurinn Jóhannes Hauksson, fyrrverandi skipstjóri á Friðrik Sigurössyni ÁR 17, uppgötvaði að yfirvélstjórinn á skip- inu væri með falsað prófskírteini. Hann sagðist hafa látið sýslumann vita um mánaðamótin apríl-maí og lögregla hafi þá komið um borð. Jó- hannes segist hins vegar hafa verið rekinn fyrir að kjafta frá. Jóhannes Hauksson segir Benedikt Guðjónsson hjá Siglingamálastofnun segja ósatt í frétt DV í gær er hann segist ekki sjá neitt í sínum gögnum um það hvort menn hafi einhver dómsmál á sig. „Þetta er ósatt því þeir vissu allir um þetta,“ segir Jóhannes. Ráðherra krafinn svara Með vísan til upp- lýsingalaga hefur DV óskað eftir því við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að ráðherrann svari nokkrum spumingum varðandi undanþágu er hann veitti fyrir flugi vöruflutningavél- ar frá Affican Airlines hingað til lands á vegum Flugleiða í lok ágústmánaðar. Meðal annars er óskað eftir svörum frá ráðherra um lagaheimildir sem slíkar undanþágur byggjas á, hversu oft ráðherrann hafi veitt þær, hvort þær séu veittar skriflega eða munnlega og þá við hvaða aðstæður. Þá er óskað effir upplýsingum' um niðurstöður skoðunar starfsmanna Flugmálastjóm- ar á afrísku flugvélinni eftir að hún var komin hingað tfl lands. Svör samgönguráðherra verða birt hér i blaðinu strax og þau berast. -EIR Sturla Böðvarsson „Þá talaði ég líka við Þórð Þóröarson út af þessu máli, síðast 10. ágúst. Hann sagði mér að forsendan fyrir því að menn fengju undanþágu væri að fyrst hefði verið árangurslaust aug- lýst eftir mönnum í útvarpi og blöð- um. Það var ekki gert í þessu tUfeUi. Manninum var strax veitt undan- þága. Útgerðarmaðurinn Sigurður Bjarnason ætlaði þá að þvinga mig til að taka hann um borö en ég neitaði. Þá fór ég ásamt fóður mínum í Vél- stjórafélagið og talaði við Helga Lax- dal. Hann sagði að það ætti ekki aö verðlauna svona menn með undan- þágu. Niðurstaðan varð sú að þessi undanþága var tekin af honum eftir einn sólarhring eða svo. Ég fékk hins vegar uppsagnarbréfið frá útgerðinni sama dag og ég lét sýslumann vita um manninn." Jóhannes segir að lögum sam- kvæmt sé ekki hægt að gefa undan- þágu ef annar réttindamaður sé fyrir á skipinu. Manninum var hins vegar urinn hafi verið lögskráður á umrætt skip frá 30. ágúst 1998 tU 18. maí á þessu ári. Þá staðfesti sýsluskrifstof- an á Selfossi að maðurinn hefði verið enn lögskráður á skipið þegar fréttin var skrifuð. Samkvæmt þessu mun maðurinn hafa veriö lögskráður á skipið í rúm tvö ár. Vélstjórinn vUdi ekkert tjá sig um þessi mál í samtali við DV i gær eða samskipti sín við Jóhannes Hauks- son, fyrrverandi skipstjóra. „Mér varð á og ég er búinn að taka út mina refsingu." Sigurður Bjamason sagði uppsögn Jóhannesar skipstjóra ekkert tengjast máli vélstjórans. Honum hefði verið löglega sagt upp og gengið frá öUum hans málum. „Mér er frjálst að skipta um skipstjóra þegar ég vU.“ -HKr. Maður var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að falsa prófskírteini. veitt undanþága að nýju 19. maí sem enn er í gUdi. „Það var strákur þarna með fuU réttindi og hann hætti út af þessu rugli.“ í fréttinni í gær segir frá því að Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í júní sl. 42 ára gamlan mann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa falsað prófskírteini og nýtt sér það tU að fá lögskráningu sem yfirvélstjóri á fiski- skip fyrir sex áram. Samkvæmt upplýs- ingum DV sem feng- ust hjá Héraðsdómi Suðurlands var svo að skUja að maður- inn hafi ráðið sig strax á Friðrik Sig- urðsson ÁR 17. Það mun hins vegar ekki vera aUs kostar rétt og er beðist velvirðingar á því. Sigurður Bjamason útgerðarmað- ur sagði i samtali við DV í gær að maðurinn hefði fyrst verið ráðinn fyrir um það bU ári. í dómi Héraðs- dóms kemur hins vegar fram að mað- Borgarstjórn hindrar byggingu nútímakvikmyndavers í Laugarnesinu: Hrafn sallarólegur í borgarráöi í fyrrakvöld var sam- þykkt nýtt deUiskipulag fyrir Laug- amesiö sem meöal annars felur í sér að Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- leikstjóri getur ekki reist 100 fer- metra vinnustofu á lóð sinni eins og hann hafði áformað. í góðri trú „Þetta kemur mér á óvart. Ég lifðf í góðri trú um að ég mætti byggja þama, var búinn að láta teikna vinnustofuna og það kostar enga smápeninga eins og aUir vita,“ sagði . Hrafn Gunnlaugs- Gunnlaugsson son 1 þsð Margt merki- er mar&rt merkUegra legraenbygg- 1 lifinu en einn ingarréttur. byggingarréttur. Eg —........ er sallarólegur og trúi því að hægt verði að fmna ein- hveija lausn á þessu," sagði Hrafit sem hafði áætlað að reisa nútíma- vinnustofu til kvikmyndagerðar í Laugarnesinu. „Þegar aUt er orðiö stafrænt þarf kvikmyndagerðarmaö- ur ekki nema 100 fermetra." Bauja úr kopar og glerl Vinnustofa Hrafns í Laugamesinu var hugsuð eins og bauja og átti að byggja hana úr koparlíki og gleri. Hafði Hrafn hugsaö sér að hafa vinnustofuna opna fyrir almenning um helgar. - ætlaði að byggja risabauju úr kopar og gleri Sjálfstæðismenn í borgarstjórn fluttu breytingartillögu þess efnis að Hrafni yröi heimilt að reisa vinnustofuna en tillagan var felld. Július Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, segir að með afgreiðslunni sé gengið á ótvíræðan rétt Hrafns. Brotið á Hrafni ' skipulags^ /ngvarsson nGfnd’ byggingar- Brotíð á Hrafni. nefnd’ VlborJarraAðl .............og umhverfisraði. Hann hefur lagt í talsverðan kostnað vegna málsins og augljóslega haft fulla ástæðu til þess í meira en tíu ár að ætla að hann geti reist vinnustofu eins og aðrir íbúar gerðu í Laugarnes- inu. Við gerum athugasemd við nýja deiliskipulagið og teljum að þarna sé brotið á rétti Hrafns og að það beri að staðfesta það í deiliskipulagi að hann geti reist þarna vinnustofu. Persónulega finnst mér reyndar að það eigi að byggja sem allra minnst í Laugar- nesinu en fyrst Hrafn hafði feng- ið leyfið á sú ákvörðun að standa,“ segir Júlíus. Hús Hrafns í Laugarnesinu Evrópska kvikmyndaakademían stóð á öndinni af aðdáun. „Listaverk í sjálfu sér“ Byggingar Hrafns Gunnlaugs- sonar í Laugarnesinu hafa vakiö athygli langt út fyrir landstein- ana og í sumar hélt evrópska kvikmyndaakademían þriggja daga fund í Laugarnesinu hjá Hrafni. í fréttatilkynningu frá akademíunni, sem send var út að fundi loknum, var Laugarnesinu lýst þannig: „Flestir funda okkar voru haldnir í húsi Hrafns Gunnlaugs- sonar á Laugarnestanga. Húsið, sem er listaverk í sjálfu sér, opn- aði hugi gestanna þannig að þar ríkti andríki, áður óþekkt hug- myndastreymi og mörgum hindr- unum var rutt úr vegi. Fólk sem hafði aldrei hist áður yfirgaf Laugarnesið eins og gamlir vin- ir.“ -EIR/GAR Dregiö úr tekjutengingu bóta Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráð- herra kynnti í dag reglugerð sem felur í sér nokkra hækkun á frítekjumörkum ör- yrkja og ellilífeyris- þega. Þetta mun kosta ríkissjóð um það bil 180 mifljónir á ári. Visir.is greindi frá. Útlit fyrir litlar breytingar Frumniðurstöður rannsókna í sum- ar benda til þess að breytingar á ströndinni við Héraðsflóa verði hvorki stórvægilegar né hraðar við það að stífla Jökulsá á Dal vegna Kárahnjúka- virkjunar. Visir.is greindi frá. Góð útkoma á Listahátíð Fulltrúaráðsfundur Listahátíðar í Reykjavík var haldinn í gær i Þjóð- menningarhúsinu. Þar kom fram að af- koma hátíðarinnar hafi verið mjög góð og kom hún út í hagnaði. Hátíðin velti um 90 mifljónum króna. Samanlagður gestafjöldi á yfir 30 atriðum á hátíðinni voru yfir 30 þúsund. Visir.is greindi frá. Jákvætt skref Guðrún Ögmunds- dóttir, þingmaður Samíylkingar, sem á sæti í félagsmála- neíhd Alþingis, fagn- ar nýrri reglugerð Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðisráð- herra, sem dregur úr tengingu tryggingabóta við tekjur maka. Hún segist þó gjama vilja sjá meira að gert. Visir.is greindi frá. Yfir 100 manns sýktir Tala þeirra sem .sýkst hafa af salmonellu er nú komin upp í 106 og enn má búast við að fleiri greinist með sýkinguna á næstu dögum. Að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur hjá land- lækni er nú verið að vflma úr gögnum og má ekki búast við nýjum fréttum af þvi fyrr en eftir helgi. Visir.is greindi frá. Óskarsverölaunaleikur Bjarkar Kvikmyndagagn- rýnandi CNN má vart vatni halda yfir frammistöðu Bjarkar í kvikmyndinni Dancer in the Dark. Myndin sjálf, sem verður frumsýnd í New York í kvöld eins og hér á landi, fær þokkalega um- sögn en Björk á að fá Óskarinn - án formsatriða eins og útnefningar. Vis- ir.is greindi frá. Albright til íslands Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kemur í opin- bera heimsókn tfl íslands laugardaginn 30. september í boði Hafldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra. Visir.is greindi frá. Alþingi svarar BÍ Forsætisnefnd Alþingis svaraði í dag fyrirspum Blaðamannafélags íslands varðandi heimsókn kínverska þingfor- setans hingað til lands. Nefndin telur að starfsmenn Alþingis beri enga ábyrgð á því að fjölmiðlum var mis- munað við aðgang að dagskrá heim- sóknarinnar. Visir.is greindi frá. Synjaði beiöni Ríkissaksóknari hefur enn synjað beiðni Magnúsar Leopoldssonar um rannsókn á tildrögum þess að nafn hans tengdist hvarfi Geirfinns Einars- sonar þannig að hann var settur í langt gæsluvarðhald. Jón Steinar Gunn- laugsson, lögmaður Magnúsar, segir að Magnús krefjist þess nú að dómsmála- ráðherra felli synjun rikissaksóknara úr gildi. RÚV greindi frá. -KEE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.