Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Síða 10
10
Skoðun
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjórí: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvnmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoöarrítstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5999
Grmn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafrnn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjóm: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyrl: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Sotning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugerð: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Vœntingar og spádómar
Væntingar eru einn helsti drifkraftur veröbréfa-
markaðarins. Ákvörðun um kaup og sölu verðbréfa
byggist fyrst og fremst á væntingum þeirra sem
stimda viðskipti með verðbréf, hvort heldur er um að
ræða hlutabréf eða önnur bréf. Og væntingar ráðast
meðal annars af reynslu fortíðarinnar og trúnni á
framtíöinni.
Á síðustu árum hefur orðið til ný stétt manna sem
fæst við að framleiða væntingar - móta hugmyndir og
trú almennings og fyrirtækja á framtiðinni. Þeir eru
spámenn nútímans sem ráðleggja fólki í hverju skuli
fjárfesta og hvað skuli selja. í spádómunum er stuðst
við flóknar aðferðir fjármálafræðinnar sem margir eru
farnir að trúa að standi á sama palli og raunvísindi.
Fjölmiðlar hafa tekið þessari nýju stétt spámanna
opnum örmum, enda endalaus uppspretta frétta og
sögusagna af mönnum, fyrirtækjum og stofnunum.
Engir hafa verið duglegri en fjölmiðlar að búa til trú-
verðuga mynd af spámönnunum - því sem hrekkur af
vörum hinna nýju spámanna er trúað sem nýju neti.
Á síðustu vikum og mánuðum hafa spámennirnir
hins vegar orðið fyrir nokkru áfalli. Á fýrri hluta árs-
ins voru þeir duglegir við að segja til um hver afkoma
íslenskra fyrirtækja yrði og út frá því var almenningi
ráðlagt að kaupa eða selja hlutabréf. Nú liggur hins
vegar fyrir að spádómsgáfan var ekki meiri en apans
sem notaður er til að velja hlutabréf sem kaupa skuli.
Svipuð reynsla er af spám um gengi íslensku krón-
unnar sem sveiflast meira en gengið sjálft. Eina vik-
una er krónan sögð á fallanda fæti, næstu viku er
sendur út boðskapur um að hún sé stöðug og þá
næstu er talið líklegt að hún styrkist á næstunni. Al-
menningur veit ekki sitt rjúkandi ráð en fjölmiðlar fá
stöðugt fréttafóður.
Sá tími hlýtur að koma að almenningur, fjárfestar
og fjölmiðlar hætta að eltast við hina nýju spámenn
og beita að nýju sínu eigin hyggjuviti og skynsemi.
Leikreglur
Eðlilegar leikreglur virðast á stundum vefjast fýrir
stjórnmálamönnum. Ein helgasta regla í frjálsu hag-
kerfi er að allir sitji við sama borð, eigi sömu mögu-
leika á að stunda viðskipti - eigi jöfn tækifæri í
harðri samkeppni. Þessi regla var brotin af Reykja-
víkurborg þegar Alffeð Þorsteinsson, borgarfuUtrúi
R-listans, beitti sér fyrir því að samið var við
Línu.Net um fjarskiptatengingu grunnskóla borgar-
innar, án þess að gefa keppinautum fýrirtækisins kost
á að bjóða í verkið.
Hugmyndir Kristins H. Gunnarssonar, formanns
stjómar Byggðastofhunar, um að semja við Sparisjóð
Bolungarvíkur um innheimtu fyrir stofnunina, er
sama marki brennd. Hér skiptir ekki öllu hvort um er
að ræða sparisjóð í heimabyggð stjómarformannsins
og formanns þingflokks framsóknarmanna heldur sú
staðreynd að verið er að ganga á skjön við reglur
sanngimi og heiðarleika. Bryndís Hlöðversdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, hefur rétt fyrir sér í
DV í gær þegar hún bendir á að ekki skipti öllu hvort
um útboðsskylda starfsemi sé að ræða eða ekki.
„Þetta er miklu frekar spuming um heiðarlegri og
eðlilegri vinnubrögö sem minnka líkumar á hags-
muna- og kjördæmapoti.“
Óli Björn Kárason
r>v
Sigur fyrir Norðurlönd
Það var ekki að ástæðulausu
að margir fylgdust spenntir með
framvindu mála í hæstarétti
Rússlands í síðustu viku þegar
ákæra ríkisvaldsins á hendur
Aleksandr Nikitin var þar til um-
fjöllunar. Forsætisnefnd Hæsta-
réttarins átti að skera endanlega
úr um það hvort sýknudómi und-
irréttar, staðfestur af áftýjunar-
nefnd Hæstaréttar, skyldi hnekkt
eins og ríkissaksóknari hafði far-
ið fram á, eða málinu vísað frá.
Flett ofan af flotanum
Ákæran var í raun furðuleg.
Nikitin, sem er fyrrverandi sjó-
liðsforingi, hefur um árabil starf-
að með norsku umhverfisvemd-
arsamtökunum Bellona. Hann er
einn fimm höfunda skýrslu um
ástand Norðursjávarflota Rússa
sem samtökin sendu frá sér fyrir
fimm ámm. í skýrslunni em
upplýsingar um slys sem orðið
hafa i flotanum og um öryggis-
kerfi í kjamakljúfum kafbáta og
ísbrjóta Rússa. Lög sem í gildi
voru þegar skýrslan kom út
banna ekki að þessar upplýsing-
ar séu birtar og þvi hefði undir
eðlilegum kringumstæðum tæp-
lega verið grundvöllur fyrir
ákæru af nokkru tagi á hendur
Nikitin.
En flotinn og öryggislögreglan
í Rússlandi vora ekki á því að leyfa að
flett væri ofan af hrikalegu ástandi
þessara mála með svo freklegum
hætti. Nikitin var ákærður fyrir land-
ráð og látinn dúsa í fangelsi í tæpt ár
á meðan dómstóli haföi málið til með-
ferðar. Þó að hann væri sýknaður af
ákærunni rnn landráð beitti saksókn-
ari öllum áfrýjunarákvæðum sem völ
var á og því er það ekki fyrr en nú,
tæplega fimm árum eftir að málaferl-
in hófust, að Nikitin hefur endanlega
verið hreinsaður af ákærum.
Pólitískur hráskinnaleikur hefur
einkennt málið og málsmeðferðina frá
upphafi. Öryggislögreglan, FSB, hefur
notað málið til þess að hindra starf
Bellona og annarra umhverfissam-
taka. Reynt hefur verið með kerfls-
bundnum hætti að koma í veg fyrir að
aflað væri upplýsinga um umhverf-
isógn sem stafar af lélegum öryggis-
venjum í flotastöðvum Rússa og af sí-
versnandi ástandi kafbáta og skipa
Norðurflotans. Lögum sem sett vom
eftir að skýrsla Bellona kom út var
meira að segja beitt í málshöfðun
gegn Nikitin þvert ofan í eðlilegar
réttarvenjur.
Minnkandi áhrif
örygislögreglunnar
Það er fagnaðarefni fyrir margra
hluta sakir að Hæstiréttur Rússlands
skuli nú hafa vísað málinu frá í eitt
Aleksandr Nikltin, sem er fyrrverandi sjóliðsfor-
ingi, hefur um árabll starfað með norsku umhverf-
fsverndarsamtökunum Bellona. Hann er einn fimm
höfunda skýrslu um ástand Norðursjávarflota
Rússa sem samtökin sendu frá sér fyrir fimm
árum. í skýrslunni eru upplýsingar um slys sem
orðið hafa í flotanum og um öryggiskerfi í
kjarnakljúfum kafbáta og ísbrjóta Rússa.
ur saksóknari krafist þess að for-
sætisnefndin taki málið til
lokaumfjöllunar. Þannig var það
í máli Nikitins og óttuðust marg-
ir að stjómvöld mundu beita
réttinn þrýstingi til að málinu
væri vísað aftur til undirréttar
eins og saksóknari fór fram á.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti
var yfirmaður FSB um hríð á
meðan málið var sótt og fór ekki
á milli mála hver hans afstaða
var. Því er frávísunin að nokkm
leyti staðfesting á því að armur
Pútíns þótt langur sé, nái ekki
inn í sali Hæstaréttar.
Raunar hefur orðspor réttar-
ins farið batnandi á undanfom-
um árum. Eitt af hlutverkum
Hæstaréttar Rússlands er að gefa
út tilskipanir um málsmeðferð
og vinnureglur dómstóla og hef-
ur hann því mikið hlutverk í um-
bótum á réttarkerfinu í landinu.
Þannig veltur það til dæmis fyrst
og fremst á tilskipunum Hæsta-
réttar hvort rússneskir dómstól-
ar laga sig að alþjóðlegum sátt-
málum um meðferð dómsmála.
skipti fyrir öll. Þetta er í fyrsta skipti
sem Öryggislögreglunni, arftaka KGB
innanlands, mistekst að ná fram sak-
fellingu í landráðamáli. Það sýnir
svart á hvítu að hvað sem segja má al-
mennt um réttarfar í Rússlandi, þá
hafa dómstólar öðlast visst sjálfstæði
gagnvart hinni voldugu og alltum-
faðmandi öryggislögreglu.
Hæstiréttur Rússlands er dálítið
annað fyrirbæri en sambærilegir
Jón Olafsson
heimspekingur
dómstólar í Vestur-Evrópu. í honum
sitja yfir eitt hundrað dómarar en
áfrýjunamefndir með þremur dómur-
um fjalla um flest áfrýjunarmál. Það
var slík nefnd sem fjallaði um mál
Nikitins síðastliðið vor og vísaði því
þá frá.
Hafi áfrýjunarnefnd vísað máli frá
þar sem sakbomingur er sakfelldur er
það háð ákvörðun forsætisnefndar
hvort hún tekur málið til lokaumfjöll-
unar. En sé um frávísun að ræða get-
Umhverfissamtök
styrkjast
Frávísunin er líka mikill sigur
fyrir umhverfisverndarsamtök
utan og innan Rússlands sem
hafa lagt sig fram um að afla
upplýsinga um mengun og náttúra-
spjöll af völdum hernaðarfram-
kvæmda og hemaðarumsvifa í norð-
urhéraðum Rússlands. Öryggislög-
reglan hefur ekki gefið slíkum sam-
tökum mikinn vinnufrið. Ráðist var
inn á skrifstofur Bellona i Múrmansk
eftir að skýrsla Nikitins og félaga kom
út 1995 og innlend samtök sem gefa
sig að umhverfisvernd hafa mátt sæta
stöðugum ógnunum og eftirliti.
Mál Nikitins er ekki hið eina sinn-
ar tegundar. Blaðamaðurinn Gregory
Pasko var ákærður fyrir að hafa af-
hent japanskri sjónvarpsstöð gögn um
að geislavirkum úrgangi Kyrrahafs-
flota Rússa hefði verið sökkt í Japans-
haf. Herdómstóll hefur vísað málinu
frá og bíður það nú meðferðar Hæsta-
réttar.
Umhverfisvemdarsamtökin
Bellona hafa unnið ótrúlegt starf við
mjög slæmar aðstæöur í norðvestur-
héraöum Rússlands. Það era að sjálf-
sögöu Norðurlöndin sem eiga mestra
hagsmuna að gæta auk Rússa á þess-
um slóðum. Norðurlandaráð hefur nú
ákveðið að veita samtökunum Nátt-
úru- og umhverfisverndarverðlaun
sín í ár fyrir þetta starf. Verðlaunin
verða veitt á þingi Norðurlandaráðs í
Reykjavík í nóvember. Ekki veit ég
hvort Aleksandr Nikitin hefur verið
boðið að koma hingað af því tilefni en
það væri sannarlega við hæfi.