Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Side 17
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 17 DV Helgarblað Sundballettnámskeið í Sundhöll Reykjavíkur: Blautlegur ballett „Aldurinn er ekki þaö sem skipt- ir mestu máli heldur verða þátttak- endur einungis að vera vel syndir," segir hin 35 ára gamla Rosemary Kajioka, eða Rósa eins og hún er kölluð, um sundbaliettnámskeið það sem hún stendur fyrir í Sundhöll Reykjavikur í vetur. Sundballett er, eins og nafnið gef- ur til kynna, ballett í vatni og er greinin keppnisíþrótt erlendis. Á ís- landi hefur hins vegar ekki verið keppt í greininni en hver veit hvað framtiðin ber í skauti sér eftir að Rósa verður búin að þjálfa upp ís- lenskar sundbailerínur. Skemmtileg hópvinna Rósa á ættir sínar að rekja til Kanada og Bandaríkjanna. Hún hef- ur alla tíð verið mikil sundkona og var m.a í sundballettsýningarhópi í Kanada. „Ég man hvað mér fannst gaman að leika mér í vatninu þegar ég var yngri,“ segir Rósa aöspurð um það af hverju hún ákvað að byrja með sundballettnámskeið hér á íslandi. Hún efast ekki um að ís- lenskar stúlkur hafi gaman af þvi að vinna í hóp og gera eitthvað list- rænt í vatninu enda eru ófáar stúlk- ur sem dreymir einhvem tímann á lífsleiðinni um það að verða baller- ínur. — Leikandi létt Rósa sýnir íslenskum stúlkum „réttu sporin“ en hún var sjálfí sundballetthópi í Kanada sem hélt fjölda sýninga. Engin ballerínupiis Sundballett er enginn dans á rós- um því það þarf mikla orku í það að fetta sig og bretta í vatni. „Ég kenni ákveðnar grunnhreyfingar sem þarf að þjálfa vel og það getur tekið á að æfa þær,“ útskýrir Rósa sem segir að sundballettinn sé álíka listrænn og ballett á þurru landi. Það eru þó engin bleik ballerínupils sem fylgja þeim fyrmefnda en tónlistin sem dansað er við er fjörug og fjölbreytt og segir Rósa að þátttakendurnir fái að stjórna henni að miklu leyti sjálf- ir þótt hún sé hrifnust af nútima- legri tónlist. Stefnt er að sýningu í lok námskeiðsins. -snæ DV-MYNDIR JAK Listræn hópvinna Sundballett er vinsæl íþrótt erlendis. Will and Grace Ótvíræðir sigurvegarar nýafstaðinnar EMMY hátíðar. Besta gamanþáttaröðin og besta leik- kona og og leikari í aukahlutverki. Profiler Spennuþáttur um réttarsálfræðing sem hefur einstaka hæfileika til að lesa í hegðun glæpa- manna. laugardagur 21:00 Malcolm in the Middle Sprenghlægilegur og vel skrifaður þáttur um drenginn Malcolm sem á við þann vanda að stríða að vera miklu klárari en aðrir í fjölskyld- unni. Hlaut EMMY verðlaunin 2000 fyrir bestu leikstjórnina og besta handrit. - SKJÁRE/NN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.