Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Side 19
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
19
DV
Helgarblað
Betri fullnæging fyrir konur:
Nýtt hjálpar-
tæki slær í gegn
- fæst gegn lyfseðli í Bandaríkjunum
Það hafa lengi verið til alls kon-
ar hjálpartæki og lyf gegn getu-
leysi karlamanna. Minni áhersla
hefur verið lögð á hitt kynið hvað
þetta varðar og konur hafa haft úr
litlu sem engu að velja á þessu
sviði. Fullnægingarvandamál
kvenna er vandamál sem er til
staðar samkvæmt nýlegri banda-
rískri könnun sem sýnir að 43%
aðspurðra kvenna á við vandamál
að etja í kynlífinu. Það eru sér-
staklega konur sem nota þung-
lyndislyf sem eiga við þetta vanda-
mál að etja sem og konur sem
komnar eru á breytingaskeiðið.
Vonir kvenna voru lengi bundnar
við Viagratöfluna en nú virðist
sem nýtt hjálpartæki hafi
komið á markaðinn.
Eykur blóðflæðið
Þetta nýja tæki á að
geta hjálpað konum
sem eiga í fullnæging-
arvandræðum með að
fá það og er eins konar
snípsuga eða EROS-
CTD (clitorial therapy
device) sem er lítil
pumpa sem gengur
fyrir batteríum
Pumpan er sett ofan á
snípinn þar sem hún
gefur snipnum létt sug.
--
Þar með
eykst blóð-
flæðið, konan
verður tilfinn-
inganæmari,
æsist upp og
framleiðir
meira slím í
leggöngunum. í
Bandaríkjunum
. er aðeins hægt að
nálgast þessa
undrasugu gegn
lyfseðli og er verð-
ið i
kring-
um
$359. Hvenær eða hversu mikið
tækið mun kosta á íslenskum
markaði er enn ekki vitað en eitt
er víst; íslenskar konur munu lík-
lega kætast þegar sugan kemur á
íslenskan markað.
Góð á breytingarskefðinu
Snípsugan er sögð vera einstak-
lega góð fyrir konur sem komnar
eru á breytingarskeiðið sem og
þær sem misst hafa móðurlífið.
Það skal þó tekið fram að sugan er
enginn titrari sem leiöa á til full-
nægingar. Hún er einungis hjálp-
artæki sem hita á upp fýrir kynlíf-
ið með því að auka blóðflæðið til
kynfæranna .
Tímarit bresku læknasamtak-
anna (BMJ) segir frá könnun sem
gerð var á 25 konum. 15 konur af
þeim sögðu að þær ættu við
vandamál að etja varðandi full-
nægingu en sjö þeirra náðu henni
í fyrsta sinn með snípsugunni og
tólf aðrar sögðu að þær hefðu orð-
ið mun ánægðari með kynlíf sitt
eftir að þær kynntust tækinu.
Fjórar af þeim tíu konum sem
tóku þátt í könnuninni sem ekki
höfðu nein vandamál með fullnæ-
■ingu áður en könnunin hófst
sögðu að þær hefðu orðið mun
næmari af notkun sugunnar og
aðrar fjórar sögðust hafa náð mun
betri fullnægingu en áður. Þá er
bara að bíða þess að íslenskir
læknar fari að skrifa út lyfseðla
fyrir þessarri stórkostlegu
snipsugu...
-snæ
Sviðsljós
Britney Spears:
Ástfangin
upp fyrir
haus
Loksins talar poppsöngkonan
Britney Spears út um samband sitt
við Justin Timberlake í hljómsveit-
inni ‘N Sync og það
í Elle magazine.
Ýmsar spekúlasjón-
ir hafa verið í gangi
í sambandi við sam-
band þeirra en í
Elle er það haft eft-
ir stjömunni að
hún sé ástfangin
upp fyrir haus.
„Þegar þú hefur
það virkilega fmt
með þeim sem þú
elskar þá þarftu ekki að segja neitt.
Þannig er það með okkur Justin.
Þegar við erum saman þá er þögnin
oft best, við þurfum ekki að segja
neitt. Og þegar við erum úti að
skemmta okkur þá finnst mér við
stundum vera þau einu á staðnum.
Það er sönn ást, „ segir Britney í
viðtalinu. Parið hefur sést mikið
saman undanfarna mánuði og var
jafnvel talað um að þau væru að
fara að gifta sig en þau hafa alltaf
bara sagst vera gpðir vinir, sem er
greinilega ekki rett. Þau hittust
fyrst þegar þau voru bæði að vinna
fyrir Mikka mús klúbbinn á Disney
Channels.
Britney hefur
fundið ástina í
lifi sínu.
I
GALLUP
Aukavinna þegar þér hentar!
Vantar þig aukavinnu?
Viltu vinna fyrir Gallup?
Vegna mikilla verkefna vantar Gallup fólk til starfa á kvöldin og
um helgar. Um er að ræða hlutastörf í sveigjanlegri vaktavinnu
við að afla svara í könnunum okkar.
Hvernig væri að slást í hópinn?
Nánari upplýsingarveitirHjördís Búadóttirí Gallup
Snípsugan klikkar ekki
Vonandi veröur fljötlega hægt að nálgast snípsuguna í íslenskum apótek-
um en hún hefur hjálpaö bandarískum konum til betra kynlífs.
Gallup er hratt vaxandi
þekkingarfyrirtæki sem býður upp á
spennandi og krefjandi starfsumhverfi.
Gallup hefur forystu á íslandi í gerð
markaðsrannsókna, skoðana- og
þjónustukannana, auk þess að vera
leiðandi á sviði fyrirtækjarannsókna.
Hjá fyrirtækinu er mjög góður
starfsandi og þar ríkir metnaður og
framsækni. Gallup er hluti af IMG.
í síma 5401000 milli kl. 08:00 -12:00 alla virka
daga. Umsókn ásamt mynd þarfað berast
Ráðningarþjónustu Gallup jyrirföstudaginn
6. okt. n.k- merkt „Aukavinna - 259907".
GALLUP
RAÐNINGARÞJONUSTA
Smiöjuvegi 72, 200 Kópavogi
Sími: 540 1000 Fax: 564 4166
Netfang: r a d n I n g a r @ g a 11 u p . i s
í samstarfi við RÁÐGARÐ