Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Side 25
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
25
ÐV
Helgarblað
eð fisk á heilanum
- listamaður skrifar um stangaveiði og fiskát.
Haraldur Ingi Haraldsson
Haraldur er myndlistarmaöur meö ólæknandi veiðidellu.
Örn Árnaaon
leíkari:
Laxa-
fiðrildi
Nýttu hana í sláturtíð, framtíð,
berjatíð, nútíð, vertíð og gúrkutíð því
verðið er í þátíð
Sú blákalda staðreynd, að AEG
frystikisturnar okkar hafa verið á sama
verði í ríflega eitt ár, ætti að ylja mönnum
um hjartarætur.
Verðfrysting
Haraldur teiknar myndir af þeim sem láta uppskriftir í té í bókinni.
Hér er túlkun hans á Emi Árnasyni, gamanleikara og skemmtikrafti.
„Þessi hugmynd hefur ráfað milli
svefns og vöku innra með mér mjög
lengi en er nú loksins orðin að veru-
leika. í þessari bók reyni ég að sam-
eina það þrennt sem hefur verið
mér kærast frá því ég var ungling-
ur. Það er myndlist, stangaveiðar og
matargerð."
Svona lýsir Haraldur Ingi Har-
aldsson, myndlistarmaður og bóka-
útgefandi, nýútkominni bók sinni
sem heitir Lax og silungur og fjallar
um matargerðarlist og veiðigleði.
I bókinni er fjallað um stanga-
veiði frá ýmsum hliðum. ítarlega er
fjallað um suðu á flski, reykingu og
sósu- og súpugerð. Sérstakur kafli
er um vín með laxi og silungi og
einn kafli er lagður undir veiðisög-
ur. Pjöldi mynda eftir höfundinn
prýða bókina en einnig eru birtar 18
uppskriftir frá þekktum veiðimönn-
um sem kynna sínar uppskriftir
með nokkrmn orðum og segja frá
veiðináttúru sinni. Þama eru mis-
jafnlega frægir veiðimenn, s.s. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, Öm Áma-
son, Stefán Jón Hafstein og Guðni
Ágústsson, svo fáeinir séu nefndir
Sviðsljós
af þeim hópi. Með uppskriftum
þeirra eru myndir af viðkomandi
sem Haraldur hefur málað.
En hvar finnst Haraldi sjálfum
skemmtilegast að veiða?
„Minn eftirlætisveiðistaður er
Skjálfandafljót. Þar er náttúran
stórbrotin og tröllsleg og þar gerast
mikil ævintýri þegar maður er einn
með sína stöng og verður hlúti af
náttúrunni. Ég dvaldi lengi á Hjalt-
eyri þegar ég var að vinna að bók-
inni og þar var gott að renna fyrir
sjóbleikjuna þegar kvöldsólin bað-
aði fjörðinn og náttúran sýndi sínar
fegurstu hliðar.“
En hvers vegna fer myndlistar-
maður og sagnfræðingur út í það að
skrifa matreiðslubók?
„Ég hef gaman af að elda og fór 17
ára á matreiðslunámskeið. Ég vil
sníða þessar uppskriftir að eldhús-
inu heima. Þær eru fyrir venjulegt
fólk sem hefur gaman af matargerð.
Það er oft mikið flniríi og tilstand
með matargerð og venjulegt fólk á í
ósanngjamri samkeppni við glans-
myndir matreiðslubókanna."
-PÁÁ
Of feit á
forsíðuna
Það er ekki ofsögum sagt að líf
leikaranna snýst um ímyndina og
útlitið. Rene Zellweger er ung leik-
kona í Hollywood sem nýtur vax-
andi vinsælda og hefur leikið í
nokknun umtöluðum myndum eins
og Jerry Maquire á móti Tom Cm-
ise, í Me, myself and Irene á móti
Jim Carrey og nýlega lék hún í
kvikmyndinni Nurse Betty sem enn
hefur ekki verið sýnd á íslandi.
René er önnum kafin þessa dag-
ana við tökur á kvikmynd eftir
hinni ofurvinsælu bók, Dagbók
Bridget Jones. í þeirri
bók er mikið fjallað um
aukakíló og örvæntingar-
fullar tilraunir söguhetj-
unnar til að telja hitaein-
ingar. Eins og við mátti
búast bætti fröken
Zellweger á sig 4-5 kíló-
um áður en tökur hófúst
til að megrunarþráhyggja
söguhetjunnar væri
sennilegri.
Vegna alls þessa átti að
taka forsíðuviðtal við
Zellweger í Harpers Baza-
ar en þegar myndimar
komu úr framköllun
fannst ritstjóm blaðsins
algerlega ófært að setja
konu sem væri 4 kílóum
yfir kjörþyngd á forsíð-
una. Myndimar munu að
líkindum ekki birtast.
Þetta finnst umboös-
manni Zellweger fyrir
neðan allar hellur og
reyndar fleirum sem líta
á þetta sem sönnun þess
að fjölmiðlar ali á megr-
unarórum og þráhyggju
kvenna varðandi útlit
sitt.
Rene Zellweger hélt að hún ætti að vera á for-
síðu Harper’s Bazaar.
AÍÞti
3 á
BtgQ
Vörunr. Heiti Brútto Litrar Netto Litrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fylgja Læsing Einangrun þykkt fmm. Rafnotkun m/v 18“C umhv.hita kWh/24 klst Verð áður Tílboðsverð
12HS HF120 132 126 86 55 61 1 Nei 55 0,60 43.092 29.900
23HL HFL 230 221 210 86 79 65 1 Já 55 0,84 47.843 33.900
29HL HFL290 294 282 86 100 65 1 Já 55 1,02 51.039 35.900
38HL HFL 390 401 382 86 130 65 2 Já 55 1,31 54.599 39.900
53HL EL 53 527 504 86 150 73 3 Já 60 1,39 65.116 46.900
61HL EL 61 607 581 86 170 73 3 Já 60 1,62 73.287 53.900
Qáoiommm
Geislagötu 14 • Sími 462 1300
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is