Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 Helgarblað I>V Garöar Cortes er sextugur Garöar ætlaöi upphaflega aö veröa prestur en skipti um skoöun 23 ára gamall og fór aö læra söng. Garðar Cortes sextugur: Söngvarinn sigraði prestinn - afþaklcaði heimsfrægð hjá umboðsmanni Mario Lanza „Ég ákvað í rauninni mjög seint að læra söng. Ég tók þá ákvörðun 23 ára gamall og hafði þá lítið sem ekkert lært. Upphaf- lega ætlaði ég að læra að verða prestur og var byrjaður á því námi í Bretlandi. Mér fannst það nokkuð erfið ákvörðun að skipta um námsferil og kom hingað heim í heilt ár til að hugsa mig um. Söngvarinn-sigraði prestinn og ég lauk námi i söng 29 ára gamall 1969.“ Þannig lýsir Garðar Cortes til- drögum þess að hann varð söngv- ari en ekki prestur. Frá því að Garðar kom heim frá námi 1969 hefur hann farið eins og hvirfil- bylur um íslenskt tónlistarlíf, bæði sem söngvari, kennari, for- ystumaður og leiðtogi. Garöar stofnaði Söngskólann í Reykjavík 1973 og hefur verið skólastjóri og kennari þar til þessa dags. Hann var frumkvöðull að stofnun ís- lensku óperunnar og var stjóm- andi hennar alls í 20 ár og sleppti ekki hendinni af henni fyrr en í upphafi þessa árs. Þar fyrir utan hefur hann gefið sér tíma til að syngja fyrir salti í grautinn i óteljandi jarðarförum, samkvæm- um og skemmtunum, syngja aðal- hlutverk i fjölmörgum uppfærsl- um íslensku óperunnar og víðar, stjóma og byggja upp Kór ís- lensku óperunnar og byggja upp Söngskólann sem undir hans handleiðslu er orðinn gróin menntastofnun sem útskrifar ein- söngvara og söngkennara. Er hann sextugur? Þótt undarlegt megi virðast verður Garðar sextugur á morg- un, sunnudag, og af því tilefni ætla vinir hans og samstarfsmenn að halda honum söngveislu í ís- lensku óperunni kl. 17.00. Öllum velunnurum hans er heimiU að- gangur meðan húsrúm leyfir og þama stíga fjölmargir nemendur Garðars og kollegar á sviðið og þenja raddböndin honum til heið- urs. „Þetta verður fyrst og fremst gleðistund og ég hlakka til þess að hitta vini mína og venslafólk við þetta tækifæri. Þama verða ein- söngvarar eins og Ólöf Kolbrún, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson, Þorgeir Andrésson, að ógleymdum Kór íslensku óper- unnar og karlakómum Fóstbræðr- um. Síðan verða þarna eflaust ein- I upphafi Á 19 ára ferli sínum sem stjórn- andi íslensku óperunnar söng Garöar mörg aöalhlutverk í sýning- um ÍÓ. Hér er hann aö syngja í La Traviata. hver leyninúmer sem ég veit ekk- ert um,“ sagði Garðar í samtali við DV. En mun hann sjálfur stíga á stokk og syngja? „Það er ekkert ákveðið enn en það verður þá undir liðnum leyni- númer,“ segir Garðar og glottir. Heppni eða harka? íslenskt tónlistarlif var talsvert öðmvísi umhorfs þegar Garðar kom heim frá námi 1969. Tónlist- arfræðsla var hvergi nærri eins útbreidd og hún er í dag. Garðar lagði áherslu á fræðsluþáttinn í sinu námi því hann gerði sér grein fyrir mikla starfl sem óunn- ið var hér heima. Eftir heimkom- una gerðist hann skólastjóri tón- listarskóla á Seyðisfirði. „Ég var síðan tiltölulega hepp- inn eftir að ég kom hingað suður. Ég söng piltinn í Pilti og stúlku í Þjóðleikhúsinu, varð stofnfélagi í Einsöngvarakórnum sem hér starfaði með miklum blóma og var ráðinn stjórnandi karlakórsins Fóstbræðra, m.a.“ Þrátt fyrir annríki í skólamál- um og síðar rekstri íslensku óper- unnar starfaði Garðar alltaf sem söngvari bæði með íslensku óper- unni en ekki síður með Einsöngv- arakómum og síðar Ljóðakómum en eitt helsta viðfangsefni þessara kóra var að syngja við jarðarfarir sem er ein stærsta tekjulind ís- lenskra söngvara enn í dag. Tvœr jarðarfarir á dag í 25 ár „Ég söng við tvær jarðarfarir á dag að meðaltali, flmm daga vik- unnar í 25 ár. Ég er ekki hættur að syngja en syng lítið við jarðar- farir en læt til leiðast stöku sinn- um. Söngvarar halda röddinni oft langt fram eftir aldri ef þeir kunna að fara með hana. Ég byrj- aði seint að syngja og sparaöi röddina lengi. Ég er enn að læra söng og fer á námskeið enn þá því það er ævistarf að vera söngvari." Garðar hefur oft sungið í er- lendum óperuhúsum og enn ber- ast honum tilboð um slíkt en hann segist vera orðinn værukær og „Þá sýndum við margar sýningar í viku, ég var að syngja á mörgum stöðum í hverri viku, var á fullu að cefa óperukórinn, stjóma skólanum, með fulla kennslu og var á þessum tíma líka á kafi í hestamennsku og byrjaði daginn yfirleitt og endaði uppi í hesthúsi. Þetta voru annasamir tímar en þeir voru góðir. “ latur við að fara til útlanda. Garð- ar stjómaði auk þess Óperunni í Gautaborg um þriggja ára skeið í leyfi frá íslensku óperunni. Um miðjan níunda áratuginn barst honum tilboð um heimsfrægð frá virtum umboðsmanni, John Coast að nafni. Viltu verða stjarna? „Þetta var maður sem gat státað af því að hafa á sinni skrá tvo frægustu tenóra síns tíma. Annar var Mario Lanza og hinn var John Vickers. Á þessum tveimur byggði hann afkomu sína þótt hann væri með fjölda annarra listamanna á skrá. Þessi maður kom hingað til lands til að hlusta á annan söngv- ara en svo fór að ég söng fyrir hann líka og hann vildi ólmur og uppvægur gera mig að þriðju stór- stjörnu sinni og tekjulind. Mér fannst þetta ósköp gaman því við þurfum oft héma í fá- menninu að fá staðfestingu á því frá erlendum sérfræðingum að við séum á réttri leið. Við sjáum það ekki alltaf sjálf. Ég fór síðan á vegum þessa um- boðsmanns og söng í fjölda óperu- sýninga hér og þar um heiminn en mig skorti viljann til þess að hella mér út í þetta af þeim krafti sem nauðsynlegur var. Til þess hefði ég þurft að yflrgefa ísland og sleppa hendinni af öllu sem ég var að fást við hér.“ Ekki fyrir sjálfan mig Mörgum sem hafa kynnst Garð- ari kann að finnast þetta þver- sagnakennt þar sem metnaður og kröfuharka eru áberandi þættir í fari hans þegar tónlist er annars vegar. Er hann þá ekkert metnað- argjarn eftir allt saman? „Ég er það í raun ekki þegar ég persónulega er annars vegar. Ég hef mikinn metnað fyrir hönd þeirra verkefna sem ég vinn að hverju sinni en ekki nægilega fyr- ir mig prívat. Þess vegna sinnti ég þessu ekki af eins mikilli atorku og margir hefðu kannski gert í mínum sporum." Garðar er gríðarlega orkumikill og starfsamur og er einn þeirra manna sem jafnan hafa marga hatta tiltæka í senn. Þegar hann lítur til baka yfir ferilinn. Hvað var skemmtilegasti tíminn? Þetta voru góð ár „Það fyrsta sem mér kemur í hug eru árin sem mest var um- leikis í óperunni. Þá sýndum við margar sýningar í viku, ég var að syngja á mörgum stöðum í hverri viku, var á fullu að æfa óperukór- inn, stjóma skólanum, með fulla kennslu og var á þessum tíma líka á kafi í hestamennsku og byrjaði daginn yfirleitt og endaði uppi i hesthúsi. Þetta vom annasamir tímar en þeir voru góðir. Þetta hefði auövitað aldrei gengið án minna góðu samstarfsmanna." Á þeim árum sem Garðar stjómaði íslensku óperunni voru settar upp íburðarmiklar ópem- sýningar sem fjöldi manns sótti og mikil sveifla var í starfl íslensku óperunnar. Um þessar mundir heyrist helst talað um fjárhags- vandræði Óperunnar og listræna kreppu. Skildir þú við þetta allt í rasli? Kraftaverk en engir töfrar „Það gildir það sama um ís- lensku ópemna eins og hvaða stofnun sem er að ef hún hefur ekki fjármagn til framkvæmda blómstrar hún ekki. Við vorum alltaf á barmi taugaáfalls vegna fjárhagsvandræða, flugum hátt og umfram efni en bárum okkur vel. Við höguðum okkur eins og Rockefeller þótt við ættum ekki eina einustu tunnu af oliu. Síðan var starfsreglum Óperunnar breytt þannig að ekki var lengur heimilt að ráðast í verkefni nema fjármagn væri fyrir fram tryggt og þá var lítið hægt að gera og metrb.., aðurinn tekinn af okkur. Við vor- um áreiðanlega „kraftaverka- menn" en aldrei töframenn. Sl. haust var svo samþykkt ný skipulagsskrá fyrir íslensku óper- una og ný stjóm sem á áreiðan- lega eftir að ná óperunni á flug á ný.“ Söngur til Færeyja Söngskólinn í Reykjavík starfar af miklum krafti og ekkert lát er á fjölda nemenda sem vilja fást við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.