Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV Sérstæð sakamál Milljónasvindlarinn náðist loks: Skapofsinn kom skúrk- inum á kné Kenneth Noye Kenneth var sjarmerandi kaupsýslumaður sem vegnaði vel. Hann átti vini sem voru stjórnmálamenn og háttsettir lögreglumenn. Kenneth á sextugsaldri Lögreglan fékk vísbendingu frá breskum ferðamanni um Kenneth. Ferðamað- urinn hafði séð mynd af Kenneth í blaði og þekkti hann af myndinni. Ríkari með hverjum deginum sem leið Noye varð ríkari með hverjum deginum sem leið og lögreglan var örvæntingarfull. Hún vissi að hann auðgaðist á viðskiptum sem ekki þoldu dagsins ljós. Lögreglan gat hins vegar ekkei gripið til neinna aðgerða án sannana. Skapofsi Noyes átti þó eftir að koma honum á kné. Það gerðist 19. maí 1996 þegar hann ók eftir þjóðveginum nálægt Swanley í Kent. Hann komst ekki fram úr öðrum ökumanni, Stephen Cameron, sem var á ferð með unn- ustu sinni, Danielle Cable. Noye, sem var orðinn ákaflega æstur, þvingaði Cameron til hliðar og hörkurifrildi hófst milli mann- anna tveggja. Því lauk, eins og greint var frá hér að ofan, með því að Noye stakk Cameron til bana. Sá siðarnefndi lést í örmum unnustu sinnar. Nokkrum klukkustundum síðar hafði Noye tekið þyrlu á leigu sem hann lét fljúga með sig til Norður- Frakklands. Þaðan tók hann lest til Parísar og hvarf. Hann komst til Norður-Afríku á fólsuðu vegabréfi og með aðstoð kunningja í undir- heimunum. Frá Afríku hélt hann til „Costa del Crirne" á Spáni þar sem margir félaga hans bjuggu. Noye féll inn í umhverfið án þess að eftir honum væri tekið. Hann keypti sér villu á Costa de la Luz nálægt Cad- iz. Nýjasta ástkonan var spænsk Á meðan hafði Danielle Cable gef- ið lögreglunni greinargóða lýsingu á morðingjanum. Lögreglan var ekki í vafa um að um Kenneth Noye væri að ræða. Hann var nú eftirlýst- ur bæði af lögreglunni í Kent og Scotland Yard en hann hafði horfið sporlaust. En hvert? Noye var í sambandi við eigin- konu sína og hún heimsótti hann mörgum sinnum. Og nú hafði hann fengið sér spænska ástkonu. Lögreglan fékk loks vísbendingu frá enskum ferðamanni sem hafði þekkt Noye af blaðamynd. Lögreglan hafði þegar samband við starfsbræður sína á Spáni. Þeir fylgdust með ferðum hans allan sól- arhringinn á meðan verið var að gefa út alþjóðlega handtökuskipun. Ljúfu lífi Kenneths Noyes var nú lokið. Hann var fluttur heim til Eng- lands og látinn svara til saka fyrir rétti í London. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi í fullri lengd fyrir morðið á Stephen Cameron. Það þýðir að hann verður að sitja inni til æviloka. Fegurðardrottning barna JonBenet fegurðardrottning var myrt 6 ára gömul. Þeir sem óku eftir fjölförnum þjóðveginum tóku varla eftir mönn- unum tveimur sem stóðu og rifust við bíla sina í vegarkantinum. Þá grunaði heldur ekki að rifrildið væri upphafið að endinum á ferli at- hafnamikils glæpamanns. Allt i einu tók annar mannanna fram hníf og stakk honum í hinn. Ung kona fleygði sér veinandi yfir hinn særða. Hnífamaðurinn stökk inn í bil sinn og þeysti af stað. Morðið við þjóðveginn varð ein- um af mestu svindlurum Evrópu að falli. Það áttu reyndar eftir að líða mörg ár þangað til. Og það var unga konan frá þjóðveginum sem gegndi þá mikilvægu hlutverki. Á toppinn með vafasömum viðskiptum Morðinginn hét Kenneth Noye. Ferill hans var dæmi um hvemig gríðarlegur metnaður og algert til- litsleysi getur komið manni á topp- inn. Á áttunda og niunda áratugn- um komst hann í álnir vegna vafa- samra fasteignaviðskipta í Englandi og i Bandaríkjunum. Samtímis var hann í sambandi við glæpaklíkur. Hann varð skjótt milljónamæringur og keypti lúxusvillu í Kent sem hann kallaði Hollywood Cottage. Lögregluna grunaði hann um hvít- þvott á mafiufé en hún gat ekkert sannað. Noye var dæmigerður Jekyll og Hyde-persónuleiki. Annars vegar var hann töfrandi kaupsýslumaður sem vegnaði vel og átti vini meðal stjómmálamanna og jafnvel hátt- settra lögreglumanna. Hins vegar var hann tillitslaus glæpamaður sem lét ekkert stöðva sig. Brenda konan hans stóð ætíð við hlið hans og sætti sig meira að segja við fjölda fallegra ástkvenna hans. En skapofsi Noyes var akillesarhæll hans. Lögreglan hafði lengi vitað, án þess þó að geta sannað það, að Noye tengdist miklum gullþjófnaði frá ör- yggisgæslufyrirtæki á Heath- rowflugvellinum árið 1983. Þrjú tonn af gullstöngum hurfu. Gullið komst þó aftur á markaðinn og er talið að þar hafi Noye komið við sögu. Aðeins hefur tekist að finna lítinn hluta þess. Stakk lögreglumann til bana með köldu blóði I upphafi ársins 1985 reyndi lög- reglan að fella Noye, meðal annars Stephen Cameron Morðið á Stephen, sem var stunginn til bana úti 1 vegarkanti, leiddi til falls illvirkjans. Stephen varð fyrir barðinu á skapofsa morðingjans. með því að fylgjast með villunni hans, Hollywood Cottage. Kvöld nokkurt uppgötvuðu varðhundar Noyes tvo lögreglumenn og hann „Nokkrum klukkustundum síðar haföi Noye tekið þyrlu á leigu sem hann lét fljúga með sig til Norður-Frakklands. Þaöan tók hann lest til Parísar og hvarf. Hann komst til Noröur- Afríku á fölsuðu vegabréfi og meö...“ þaut út vopnaður stórum slátrara- hníf. Annar lögreglumannanna lagöi á ílótta en hinn, John Fordham, reyndi að fela sig á bak við tré. Noye stakk hann til bana með köldu blóði. Fyrir rétti i London hélt Noye því fram að hann hefði talið lögreglu- manninn, sem hann stakk til bana, vera ræningja. Hann hefði verið svartklæddur og með grímu. Kvaðst Daniell Cable Danielle gat gefið svo greinargóða lýsingu á morðingjanum að lögreglan var ekki í neinum vafa um hver hann væri. Hollywood Cottage í Kent Hér bjó Kenneth á meðan allt lék í lyndi. Noye hafa stungið hann í sjálfsvöm. Kviðdómendur lögðu trúnað á frásögn Noyes og hann var sýknað- ur. Hann gekk út úr réttarsalnum sigri hrósandi. En ári seinna stóð hann í sama réttarsal. Þá hafði lög- reglunni loksins tekist að benda á tengsl hans við gullþjófnaðinn. Noye var dæmdur i 14 ára fangelsi. Hann fékk æðiskast við dómsupp- kvaðninguna og hrópaði að hann óskaði þess að allir viðstaddir létust af völdum krabbameins. Hann var látinn laus 1994 þrátt fyrir grunsemdir lögreglunnar um að hann hefði skipulagt frá fangels- inu umfangsmikil fikniefnavið- skipti frá Kólumbíu um Bandaríkin. Hann keypti sér nýja lúxusvillu í Kent, ekki langt frá lögreglustöð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.