Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Page 51
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
59
DV________________________________ Tilvera
Breytingar fyrir næsta ár
Reglubækur Formúlu 1 sofna
aldrei. Þaö sanna stöðugar breyt-
ingar varðandi öryggi, líkt og sést
á grafi á síðunni þar sem sagt er
frá auknum öryggiskröfum til að
koma í veg fyrir að hjól losni af
bílunum. En það er ekki bara ör-
yggið sem rætt er um. í kjölfar
fundar, sem Bernie Ecclestone,
Max Mosley og allir liðstjórar
héldu á Heathrow-flugvellinum í
London, var annar fundur fyrir
síðustu keppni á Monza. Þar voru
samþykktar nokkrar breytingar
sem huga að áhorfendum sem og
starfsmönnum Formúlunar sem
hafa verið undir miklu álagi síð-
an tímabilið hófst í byrjun mars.
Eftir að hafa rætt um hvort
hafa eigi tveggja daga tímatökur
eða stytta eigi keppnishelgina í
tvö daga, laugardag og sunnudag,
var ákveðið að halda núverandi
fyrirkomulagi. Klukkutíma tíma-
taka þykir henta vel í sjónvarp og
er áhorf á tímatökur ávallt mikið
og er talið víst að það minnki,
komi tímatakan til með að vera í
tvo daga.
Til að gera föstudagana áhuga-
verðari fyrir áhorfendur verður
dekkjagöngum, sem hver kepp-
andi fær til umráða fyrir hverja
keppni, Qölgað úr 8 i 10. En til að
sjá til þess að þau tvö aukasett
verði notuð á föstudegi verður
skylt að skila inn þremur um-
göngum að loknum æfingum.
Þetta er talið verða til þess að
föstudagarnir, sem oft hafa verið
frekar daprir, verði fjörugri í
framtíðinni.
Sumarfríi verður komið á. Það
var samþykkt að það verði
þriggja vikna hlé í ágúst. Senni-
lega með því að taka tvær keppn-
ir með viku millibili og færa svo
til það sem á eftir kemur. Allar
prófanir verða bannaðar á þessu
tímabili. Þetta er gert til að
hleypa starfsmönnum Formúlun-
ar í frí, því álagið er mikið og þvi
nauðsynlegt. Eddie Jordan átti
þessa hugmynd og fær eflaust
klapp á bakið frá starfsmönnum
sínum.
Strangari prófunarreglur voru
samþykktar á fundinum á Monza-
brautinni fyrir hálfum mánuði.
Prófanir verða leyfðar á Monza,
Silverstone, Barcelona og Magny
Cours en ekki fjórum vikum fyrir
hverja keppni á viðkomandi
braut. -ÓSG
HM-Keppnin
Ökumaður Lið
1 Hákkinen 80 McLaren 131
T~ M Schumacher 78 Ferrari 127
3 Coulthard 61 Willlams 34
4 Barrichello 49 Benetton 20
5 R Schumacher 24 Jordan 13
J Fisichella 18 BAR 13
7 Villeneuve 11 Arrows 7
8 Button 10 Sauber 6
9 Frentzen 7 Jaguar 3
10 Trulll 6 Prost 0
10 Salo 6 Minardi 0
12 Verstappen 5
13 Irvine JJ ' %
14 Wurz 2
14 De la Rosa 2 I) lltj
14 Zonta 2
Areiðanleiki í keppni
(Fyrstu 10) Hringir kláraðir %
1 Mika Hákkinen 810 90.80
2 Ralf Schumacher 771 86.43
3 Rubens Barrichello 757 84.86
4 Gaston Mazzacane 752 84.30
5 Michael Schumacher 739 82.84
6 Ricardo Zonta 738 82.73
7 David Coulthard 720 80.71
8 Jacques Villeneuve 719 80.60
9 Jenson Button 704 78.92
10 Alexander Wurz 703 78.81
(Fjöldi hringja á tímabilinu: 892)
% = prósenta kláraðra hringja miðað við
fjölda hringja á timabilinu
.-----I____________t____________■__..........
einnig mikið. Bridgestone hefur
sérhannaða hjólbarða fyrir þessa
einu keppni svo þeir þoli álagiö í
beygju 13 sem verður tekin á um
þ.b 320 km/klst. Til að það takist
er mjög mikilvægt að loftþrýsting-
ur barðanna verði réttur og alls
ekki of lágur því hefur framleið-
andinn varað keppnisliðin við
hættunni og segist enga ábyrgð
bera, fari liðin ekki eftir þeirra
tilmælum. Hættan er sú að við
aukinn þrýsting í hjólbörðum
verða þeir „hálii“ á innri-braut-
inni og því freistandi að láta leka
aðeins úr dekkjunum og fá meira
grip. Það getur aftur á móti orðið
dýrkeypt í beygju 13 ef hjólbarð-
arnir gefa sig undan þeirri geysi-
legu áraun sem þeir verða fyrir.
Allir í tölvuleik
Allt síðan lega brautarinnar lá
fyrir hafa liðin verið í tölvuleikj-
um. Að visu talsvert fullkomnari
og dýrari en PlayStation, því í
höfuðstöðvum sínum geta þau út-
búið líkan af brautinni og keyrt
bíla sína, allt í tölvu. Og sá sem er
bestur í þeim tölvuleik kemur
best útbúinn til keppni á morgun.
Fjaðurbúnaður, gírhlutfoll og
væng-grip er prófað og skrifað í
skruddurnar (sem að öðru leyti
eru auðar). Þegar föstudagsæfing-
arnar hófust í gær, höfðu liðin ör-
litla hugmynd um það hvemig
best væri að byrja. Líklegasta
uppsettning fyrir keppnina á
morgun er ekki ósvipuð Hocken-
heim, þar sem aðstæður eru álíka.
Langir beinir kaflar og þröngur
miðjukafli. En samspilið á milli
mikils hraða á beinu köflunum og
aukins væng-grips í beygjum er
alltaf erfitt og verður áhugavert
að sjá suma taka mesta endahrað-
ann og missa svo dampinn i
þröngum erfiðum beygjunum. Og
öfugt. -ÓSG
Tæknireglur FIA
Grein 10.3.4
‘ Banvænt flugskeyti
Hið hræðilega siys á Monza-kappakstursbrautinni
fyrir hálfum mánuði, er brunavörður lét lífið af völdum
fljúgandi hjóls eftir árekstur bíla, verður vonandi aldrei
endurtekið. Hjólöryggiskapallinn sem innleiddur var af
FIA árið 1999 hefur ekki staðið undir væntingum
sambandsins og fyrir næsta ár eru fyrirhugaðar
breytingar. í júní á þessu ári var samþykkt að frá árinu
2001 yrðu tveir 8 mm stálkaplar festir í hvert hjól til að
koma íveg fyrir að þau losni frá bflnum.
Komist aö nióurstööu...
Að neðan sjáið þið lykilskrefin í þróun FIA til að verja
ökumenn, starfsmenn og áhorfendur gegn þessari ógn
Fe
Stærð vandans.
Iga og hjólbarði
vega samanlagt um
20 kg. Eftir óhöpp
fylgir oftast annar
búnaður með sem
gerir hjólið,
fari það á flug,
að banvænu
flugskeyti.
Þó að mest fari fyrir hjólinu eru beitt og brotin koltrefjaefnin, sem enn
eru föst við hjólið, mjög hættuleg og skapa sérstök vandræði.
Tæknireglur FIA
Grein 10.3.1 / 10.3.2
Liðamót á
innri festingu
neðri fjaður-
armsins.
Reglur um
fjaðurarma
óbreyttar en
bílar hafa
mjókkað úr
200 cm í
180 cm.
Reglubreyting sem beindist eingongu að
höfuðvörn ökumanna. Neðri fjaðurarmar,
bæði að aftan og framan, verða að geta
snúist 60° til beggja hliða frá sinni upphaflegu
stöðu allt þar til hjólbarði snertir bílinn og
hjólið losnar af.
60 graöa
snúningur
Uppfærðar
s. reglur:
Stefnubreyting sem miðast við að halda
hjólinu föstu við bflinn.
Stálkaplar binda saman hjól og bíl til að verja
höfuð ökumanna. Hver stálkapall hefur 5
tonna togþol.
Stál-
kapallinn
skal ekki
vera lengri
en nauðsyn
krefur vegna
fjöðrunar.
Kaplarnir eru inni
í fjaðurörmunum.
Sem sagt...
Margsinnis hefur
vörnin bilað í
árekstri svo FIA
hefur ákveðið að
stíga skrefi
framar til að
minnka hættuna.
Tveir kaplar verða í
öll hjól, sinn með
hvora festinguna
við hjól og bíl.
1) Ef reynir á báða kapla
í einu getur átakið orðið
allt að 10 tonn
2) Efannar (TJ
kapallinn
brestur ætti
sá seinni að
geta haldið
hjólinu við
bílinn.
8 mm kapal!
Grafik:
Russell Lewis
COMPACL yfirburdir