Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Síða 11
11 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000______________________________ I>v Skoðun Pútín önnum kafinn „Á sama tima og Bandaríkin bíða eft- ir nýjum forseta hefur Vladímir Pútín Rússlandsfor- seti verið önnum kafmn við að leggja fram tillögur sem hann hvetur banda- rískan starfsbróður sinn X til að taka afstöðu til hið snarasta. í vikubyrjun lagði hann upp með ákvörðun um að skera niður heraíla Rússlands um sex hundruð þúsund menn. Hann fylgdi því eftir með tillögu um að Bandarík- in og Rússland fækkuðu sprengjuodd- um sínum á langdrægar kjarnaflaug- ar niður í eitt þúsund til fimmtán hundruð á hvort land. Þau eiga nú hvort um sig rúmlega fimm þúsund og samningum um niðurskurð hefur verið slegið á frest vegna deilna um áætlanir Bandaríkjamanna um að koma á fót eigin eldflaugavamakerfi. Bush ætlar að hrinda áætluninni í framkvæmd, jafnvel þótt það þýði formleg endalok ABM-samningsins sem leggur blátt bann við slíkum eld- flaugavörnum. Gore mun leitast við að komast að málamiðlun til að halda í ABM.“ Úr forystugrein Politiken 17. nóvember. Skynsamleg tillaga Gores „A1 Gore lagði á miðvikudag til skynsamlega leið út úr því lagalega öngþveiti sem kosningarnar í Flór- ída eru komnar í þegar hann hét því að una úrslitunum og höfða ekki mál ef atkvæði i þremur mikilvægum sýslum í Flórída verða öll talin í höndunum. Gore sagðist líka mundu sætta sig við handtalningu í öllu rík- inu ef andstæðingur hans, George W. Bush, kysi heldur að sú leið yrði far- in. Það olli vonbrigðum að Bush skyldi hafna tillögunni þegar í stað, það voru pólitísk mistök og rök hans um að handtalning yrði „geðþóttaleg og ruglingsleg" halda ekki.“ Úr forystugrein New York Times 17. nóvember. Áberandi þversögn „Þversögnin milli hugmyndafræði- legs samkomulags á ýmsum fundum um umhverflsmál og loftslagsbreyt- ingar frá því í Rio 1992 annars vegar og milli praktískrar pólitískrar stefnu í ýmsum iðnaðarlöndum hins vegar er áberandi. Bandaríkin, sem bera ábyrgð á 25 prósentum losunar gróð- urhúsalofttegunda, hafa gert ákaflega lítið til að draga úr losuninni. Ætlun- in er að þátttökuríkin á Haag-ráð- stefnunni flnpússi ákvörðunina frá fundinum i Kyoto 1997 um minnkun gróðurhúsalofttegunda. Viðskipti með kvóta eru pólítísk lausn, án nokkurs samhengis við vísindalegan raunveru- leika. Fulltrúamir í Haag geta snúið heim með svolítið betri rök en í raun hefur þetta lítil áhrif. Mannkynið heldur áfram að auka magn gróður- húsalofttegunda í sama takti og áður.“ Úr forystugrein Dagens Nyheter 13. nóvember. Tækifæri Saddams „Saddam Hussein eygir nú tækifæri vegna valdaskipt- anna í Bandaríkjun- um. Stjórnir arabaríkja eru nú farnar að faðma hann vegna andúð- ar í garð Bandaríkj- anna í tengslum við átök ísraela og Palestínumanna. Þar að auki eru Evr- ópumenn farnir að dufla við hann í viðskiptalegum tilgangi vegna hás ol- íuverðs. Saddam gerir ráð fyrir að ný stjórn Bandaríkjanna viðhaldi þeirri stefnu að halda írökum í skefjum, stefnu sem virðist svo vonlaus að gera má ráð fyrir að þrýst verði á að hún verði lögð niður. Refsiaðgerðum Sam- einuðu þjóðanna hefur að miklu leyti verið aflétt. Svo virðist sem einræðis- herra íraks undirbúi nýtt boð, vopn gegn stefnubreytingu. Ný stjórn verð- ur að standast fólsk boð. Saddam hef- ur margoft sýnt að hann hyggst ekki leyfa virkt eftirlit." Úr forystugrein Washington Post 14. nóvember. kvenleikans Á leiðinni ræddu þœr af innlifun gerð sokka- buxna, mismunandi lita- afbrigði frá Ijósbrúnu yfir í aðeins dekkra. því til þess að fyrra bragði að keyra stúlkuna okkar í messuna. Og ekki nóg með það. Ég var líka til í það að sækja vinkonur hennar og bekkjar- systur, sem einnig eru í kórnum, enda áttu þær að mæta klukku- stund fyrir guðsþjónustuna. Kjóll og sokkabuxur Það stóð mikið til á heimilinu þennan sunnudagsmorgun vegna kórsöngsins. Um leið og dóttir okk- ar hóf nám í ellefu ára bekknum í haust færðist hún af yngsta stigi bamakórsins í skólanum. Það þýddi það að aflögð var kórpeysan sem einkenndi yngstu krakkana og í staðinn fékk hver stúlka bláan og fallegan kjól. Það var út af fyrir sig gott mál en vandi fylgir vegsemd hverri. Fram til þessa hefur stúlkan verið í venjulegum sokkum hafi hún klæðst kjól eða pilsi. Nú gat það ekki gengið lengur. Því hafði móðir hennar keypt á hana þunnar sokkabuxur sem óneitanlega gerðu litlu stúlkuna mína dálítið konu- lega. Þegar kom að vali á skóm stóð það á milli spariskónna eða svörtu hvunndags strigaskónna. Mér til léttis valdi stelpan strigaskóna. Þeir eru miklu klossaðri en spariskórnir og pössuðu siður við kjólinn og sokkabuxurnar en valið var samt merki þess að hún er enn barn, sem betur fer. Ég fæ því enn notið stunda með henni sem slíku. Litlar konur Við feðginin fórum því að sækja kórsysturnar og jafnöldrumar. Mín var í kjólnum og sokkabuxunum. Ég er ekki frá því að göngulag stúlkunnar hafi verið öðruvísi en venjulega þegar við héldum út tröð- ina en það kann að vera ímyndun. Þá má það og hafa verið della hjá mér að hún hafi sest með penni hætti inn í bílinn. Hitt er víst að kórsysturnar nánast tipluðu út að bílnum þegar þangað kom. Þær voru og í nýju kjólunum og báðar i sokkabuxum. Mér til léttis voru þær líka í svörtu klossuðu strigaskón- um. Það gerði þær ekki alveg eins konulegar. En hafi strigaskórnir dregið litil- lega úr hinum nýfengna kvenleika þessara þriggja ellefu ára stúlkna var það smáræði eitt miðað við hvað sokkabuxurnar juku við hann. „Hvernig eru þínar?“ spurðu þær hver í kapp við aðra og teygðu fram leggina í næloninu. Stúlkurnar voru glæsilegar og ljómuðu cif eftir- væntingu og spenningi. í kirkjunni biðu þeirra kórsystumar, væntan- lega allar í svipuðu fíniríi. Kór- bræðurnir eru færri. Það er ekki að spyrja að karlkyninu. Ókosturinn hvimleiði Á leiðinni ræddu þær af innlifun gerð sokkabuxna. mismunandi lita- afbrigði frá ljósbrúnu yfir í aðeins dekkra. Augljóst var að mæður á fleiri heimilum höfðu splæst í sokkabuxur og frætt dæturnar um leið um þá kynjaveröld kvenleikans sem þeim fylgir. Stúlkurnar þrjár tóku ekki eftir mér þar sem ég ók þeim til kirkjunnar. Fyrir þeim var ég eins og hver annar sjófför, bíl- stjóri sem hafði það hlutverk eitt að koma þeim á áfangastað. Það var ekki fyrr en konulegu kórstúlkurnar fóru út úr bílnum að þær áttuðu sig á nærvist minni. Þær köstuðu á mig kveðju og vönd- uðu sig óvenjumikið viö útstigið úr bílnum. „Passið ykkur á því að fá ekki lykkjufall,“ hrópaöi ég á eftir þeim. Þær horfðu á mig í forundran. Lykkjufallið var greinilega óþekkt í þeirra huga. Það er ekki víst að mæðumar hafi rætt þann mögu- leika og hvimleiða ókost sokka- buxnanna við dætur sínar. Kynjaveröld stundum bent mér á, og það með réttu, að ég hafa lítt komið að upp- eldi barna okkar fyrr en með þriðja barni. Þá hafi ég litillega tekið við mér en síðan reynst alveg þokka- lega með því fjórða og síðasta. Það er erfitt að viðurkenna þetta en ég hef þó reynt að grípa þær afsakanir sem tiltækar eru. Ég hef bent kon- unni á mikla vinnu mína en það er haldlítið því hún vann ekki minna en ég og bætti ofan á öðrum störf- um, heimilishaldi og nefndu barna- uppeldi. Ég hef því, líkt og margir kynbræður mínir og jafnaldrar, falið mig á bak við breyttan tíðar- anda. Það hafi síður verið til siðs að karlar kæmu verulega að barnaupp- eldi þegar viö stóðum í þessum sporum fyrir rúmum aldarfjórð- ungi. Breyting til batnaöar hafi þrátt fyrir allt verið ör og því hafi ég getað bætt stöðu mína þegar á leið. Víst er að ungir feður í dag standa sig miklu betur en við, kyn- slóðin á undan, gerðum. Ég leyfi mér, þrátt fyrir allt, að halda því fram að mér hafi farið fram. Vafalaust er ég svona sein- þroska en hugga mig við það að batnandi manni er best að lifa. Ég tek því heldur meiri þátt en áður í því sem mestu máli skiptir, daglegu lífi fjölskyldunnar og þess litla sam- félags sem tengist mér mest. Fjarri lagi er að ég sé fullnuma en viljann ber að taka fyrir verkið. Blæbrigði hlns smáa Það er vegna þess að ég hef þroskast svona að ég sé betur blæ- brigði hins smáa. Þannig var það til dæmis á sunnudaginn þegar yngsta bamiö á heimilinu átti að syngja með skólakómum við messu í sókn- arkirkju okkar. Á fyrri vanþroska- árum mínum hefði ég lagt til við konuna að hún færi með barnið í messuna en ég sinnti öðru á meðan. Konan hefði án efa tekið þátt í þessu með baminu en látið mig vera, vit- andi það að ég lægi í leti rétt á með- an. En nú er öldin önnur. Ég hef náð ákveðnu þroskastigi og bauðst Mannskepnan er alltaf að flýta sér að vaxa, ná þeim markmiðum sem hafa verið sett og í raun að bíða eftir einhverju sem á að gerast. Framtíðin á sem sagt að verða skemmtilegri en nútíðin. Vandinn er sá að fyrir því er engin vissa. Fólk þarf að gefa sér tíma til þess að lifa lífinu og njóta augnabliksins og samvistanna við aðra, taka eftir því smálega í tilverunni ekki síður en stóratburðanna. Unga fólkið er á mikilli hraðferð og hiö sama gildir um þá sem eru á miðjum aldri. Margir mega hreinlega ekki vera að því að vera til, þvílík er fartin. Það eru mikil forréttindi að fá að fylgjast með börnum vaxa úr grasi. I þeim efnum gildir þó sama formúl- an. Það er alltaf verið að bíða eftir næsta skrefi. Þótt gaman sé að fylgj- ast meö auknum þroska bamsins mega menn ekki gleyma því að njóta þess sem er. Bamið fer að skríða, ganga og tala. Áður en hendi er veifað er það komið í leikskóla, grunnskóla og vex upp úr því að vera barn. Unglingsárin taka við með þeirri spennu sem þeim fylgja, jafnt fyrir unglinginn sjálfan og ekki síður foreldrana. Breyttur tíðarandi Minn betri helmingur hefur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.