Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Blaðsíða 35
35
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
DV __________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Ég heyrði hvað röddin í mömmu
var einkennileg og hás. Jú, hún
sagöist vera með bréfið. Þetta væri
hroðalegt! Að ég hefði sagt þar
skelíilega hluti um Gísla. Þetta
gæti ekki verið satt sem stæði í
bréfinu. Svo heyrði ég í gegnum
dyrnar ömmu og mömmu marg-
spyrja Gisla með miklum þunga
hvort þetta væri virkilega satt en
ég greindi aldrei svör hans.
Allt í einu varð ég skelfingu lost-
in yfir því hvað Gísli gæti mögu-
lega gert við mig núna eftir að ég
hafði svikið hann. Kannski yrði
hann feiknarlega vondur. Ég hciföi
ekki hugsað útí það. Ég vissi að
það var eitthvað mjög rangt við að
skrifa bréfið og segja frá. Skelflng-
in kom yfír mig í bylgjum og ég
vonaði að þau hefðu gleymt mér á
klósettinu. Ég var tilbúin að vera
þar það sem eftir væri. Hjartað í
mér hætti nærri að slá þegar
mamma bankaði og sagði mér með
svo einkennilega spenntri röddu
aö opna dyrnar og fara beint inn í
herbergið mitt. Þar var ég lokuð
inni gjörsamlega frávita af ótta.
Ég heyrði í mömmu frammi, ör-
væntingarópin og formælingar í
löngum bunum. Guð, hvað ég var
hrædd. Þetta var enn verra en mér
hafði nokkurntíma dottið í hug. Ég
fmn núna þegar ég skrifa þetta að
ég er köld á höndunum. Ég man
hvernig amma reyndi að þagga
niður í henni þegar hún hljóðaði
sem hæst. Hún veinaði eins og dýr
og hljóðin nístu í gegnum merg og
bein.
Allt í einu var drepið fast á
dyrnar. Lætin stoppuðu frammi og
ég heyrði mannamál frá fólki sem
var að koma inn. Ég heyrði í Rún-
ari sem var kominn með þrjá vini
sína og einn þeirra var þessi sem
hafði notað mig í skálaferðinni. Ég
heyrði hljóðskraf frammi en ekki
hvað þeir sögðu. Ég var handviss
um að strákurinn segði Rúnari frá
öllu því sem gerðist í skálanum.
Staðfestingu fékk ég á þeim grun-
semdum mínum þegar ég heyrði í
gegnum hurðina Rúnar hvá hátt
upp yflr sig og því næst kalla mig
litlu hóruna. Þeir hlutu að hafa
farið inní bráðabirgðaeldhúsið
innst á ganginum, því raddir
þeirra hættu að skera sig úr og
blönduðust stöðugum ómi margra
radda sem allar gripu fram i hver
fyrir annarri.
Hljóp eins hratt og ég gat
Ég heyrði i systrum mínum,
þær grenjuöu allar sem ein í her-
berginu þar sem þær voru lokaðar
inni. Þær vissu ekki hvað var að
gerast og fengu raunar ekki skýr-
ingu á því fyrr en mörgum árum
seinna. Ég heyrði líka rödd Gísla
sem bar allt af sér og rödd ömmu
sem stóð með mér og heimtaði
sannleikann með mikilli ákefð.
Einhver sló í vegginn eða eitt-
hvað, það komu margir þungir
dynkir. Amma skipaði mömmu að
setjast á stól í sömu andránni og
hún krafðist þess að Gísli segði
sannleikann svo mamma tapaði
sér ekki í óvissunni. Hún var að
reyna að passa að það færi ekki
allt úr böndunum á sinn hátt. Hún
talaði inná milli skipandi röddu til
mömmu, með þungum undirliggj-
andi hótunartón, að hún ætti að
vera róleg og láta hana um þetta
og svoleiðis. Mamma hlýddi að
vissu marki því hún hætti alla-
vega að veina svona brjálæðislega.
Ég skreið undir sængina, hnipraði
mig saman í kuðung og beið. Ótt-
inn var svo mikill að ég þorði ekki
fram á klósett þó mér væri mál, ég
pissaði í vatnsglas og hellti því
útum gluggann.
Það voru misháar raddir sem
töluðu frammi hver oní aðra og
ööru hveiju var hvíslað svo að ég
heyrði eiginlega ekki neitt. Síðan
komu þagnir þar sem ég heyrði
engan segja neitt í langan tíma og
svo urðu raddirnar aftur æstar.
Þetta ástand var svo hræðilegt
þarna frammi að ég hugsaði með
sjálfri mér að ég hefði aldrei átt að
skrifa þetta bölvaða bréf. Mér
hafði aldrei dottið neitt svona i
hug áöur. Að nokkuð þessu líkt
gæti gerst, að mamma sleppti sér
gjörsamlega. Þetta sem Gísli hafði
gert við mig var þá svona hræði-
íega alvarlegt. Mamma var byrjuð
að hrópa aftur. Vá, ég var svo
voðalega hrædd. Ég varð einn gló-
andi haus með risastór eyru. Það
spurði ókunnug mannsrödd hvort
það væri ekki best að spyrja mig.
Ég held að það hafl verið vinur
Rúnars. Margar raddir tala í einu,
ég greini ekki hvað allir segja. AIl-
ir hafa sína skoðun og allir vOja
ráða.
Síðan mögnuðust lætin frammi
og ég heyrði brothljóö og skelli.
Stelpurnar grenjuðu enn hærra og
mamma öskraði á þær að þegja og
því næst rak hún upp svo hræði-
leg vein að ég varð svo skelkuð að
ég skreið útum gluggann á sokka-
leistunum og hljóp eins hratt og ég
gat í burtu frá húsinu.
Ég heyrði útidyrunum skellt
fast og Rúnar og vinir hans komu
hlaupandi á eftir mér niður göt-
una. Ég var komin út á miðja um-
ferðareyju á Grensásveginum og
ætlaði að komast inní garðana
hinum megin og fela mig þar þeg-
ar Rúnar náði mér og reif i öxlina
á mér. Ég barði hann og öskraði:
„Nei, NEI!!! Ekki, ekki“ og réð
nærri við hann en.þá komu vinir
hans og hjálpuðu honum og drógu
mig æpandi heim. Ég hætti að
labba og þeir tóku mig eins og
poka, einn í lappirnar, hinir í
hendurnar. Rúnar var mér rosa-
lega reiður og ég öskraði að hon-
um að ég hataði hann fyrir að
hjálpa mér ekki. Hann var hryss-
ingslegur og sagði við mig: „Þú
skalt rétt reyna að fara aftur útum
gluggann, ég mun fylgjast með þér
litla mella.“ Þessi litli bróðir
mömmu var að verða sextán ára
og virtist njóta hasarsins. Hann af-
greiddi mig sem ímyndunarveika
og kynóða lauslætisdrós. Hann
hrinti mér inní herbergið mitt og
lokaði hurðinni með yflrlætislegu
fasi, en vinir hans voru með upp-
glennt augu yfir því sem var að
gerast.
Engin undankomuleið
Ég lagðist aftur upp í rúmið,
vafði utanum mig sæng og reyndi
að ímynda mér hvað mundi gerast
á eftir. Væri betra að ljúga að allt
í bréfinu væri lygi eða ætti ég að
segja mömmu það sem var satt? Ég
hugsaði og hugsaði en fann ekkert
rétt svar. Það voru skelfllega æst-
ar raddir frammi og ég vissi að
fyrr eða síðar kæmi einhver og
næði í mig. Ég var rosalega hrædd
um að mamma mundi lemja mig i
klessu ef við værum einar. Ég
ímyndaði mér hvað gerðist ef eng-
inn kæmi og sá mig í anda flýja í
burtu.
í þessum hugsunum var engin
undankomuleið og þegar hurðinni
var allt i einu hrundið upp og
mamma stóð þama með pírð augu
og munninn niðursveigðan af heift
þá vissi ég að ég hafði gert henni
eitthvað voðalega hræðilegt. Hún
ríghélt um svarta bók sem hún var
með i fanginu og sagði mér
lágróma að koma fram. Andlitið á
henni var herpt og röddin var ein-
kennilegt hvísl. Þama hefði ég
vOjað deyja en ég dó ekki heldur
fór fram stjörf af ótta. Þar beið
mín kös af æstu fólki, Alda amma,
Gísli, Rúnar og vinir hans, Rósa
og mamma. Allir störðu á mig
þegjandi.
Ég var látin setjast við
kringlótta eldhúsborðið innst inná
ganginum og þar á lagði mamma
svörtu bókina sem hún hafði hald-
ið svo fast á. Hún reyndi að vera
róleg og sagði mér með þessari
hásu skringilegu röddu að þetta
væri heilög bók sem ætti að skera
úr um það hvort ég segði sannleik-
anri. Hún bað mig að hugsa mig
vel um áður en ég svaraöi og upp-
álagði mér að segja satt. Sagði að
þessi bók væri heilög Biblía og það
mætti ekki ljúga að heilögum
anda. Ég fann til léttis og hugsaði
að ég hefði ekki hugsað um að Guð
mundi svo hjálpa mér eftir allt
saman. Loksins mundi hann eftir
mér. Núna mundi mamma trúa
mér og allt yrði gott.
Svíðsljós
Crowe fékk breytt
hlutverk
Russell Crowe leikari
Hann fékk ekki að vera eins hand-
genginn mótleikara sínum í Gladi-
ator eins og hann vildi.
Þeir sem halda að kvikmyndahand-
ritum sé einungis breytt af listrænum
ástæðmn verða að endurskoða afstöðu
sína. Þegar Russell Crowe var ráðinn til
þess að leita í skylmingatryllinum vin-
sæla, Gladiator, var handritið umskrif-
að.
Ástæðan var sú að eiginkona Crowes
er í myndinni leikin af Gianinu Facio
sem er eiginkona leikstjóra myndarinn-
ar, Ridley Scotts. Sagt er að Scott hafi
látið endurskrifa handritið og þurrka út
öll ástaratriði milli hjónanna því hann
kærði sig ekki um að horfa upp á hinn
íturvaxna Crowe fara höndum um fagra
eiginkonu sína.
Þetta mun hafa verið broddurinn í ís-
jakanum í annars mjög stirðum sam-
skiptum þeirra Scotts og Crowes sem lá
við að flygjust á á köflum. Mikil spenna
og samkeppni var á milli þeirra af ein-
hveijum ástæðum sem ekki hafa verið
gefnar upp. Kannski eru breytingamar
á handritinu einhver vísbending.
HORNSÓFAR
Fyrir konur, karla, börn og kornabörn
100 gerðir af nærbuxum
200 gerðir af nærbolum
• Sokkar
• Ökklahlífar
• Hnjáhlífar
• Mittishlífar
• Axlahlífar
• Únliðahlífar
• Silkihúfur
Lambhúshettur
_______>a silki
Vettlingar
• Inniskór
o.fl. o.fl.
Allt til að halda hita frá toppi til táar
Náttúrulækningabúðin
Hlíðarsmára 14, Kópavogi, s. 544 4344
____________________________________/