Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Blaðsíða 66
&------ Tilvera LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 DV lí f iö E F T I R V I N N U REQUIEM EFTIR FAURÉ Kl. 17.00 í dag verða kórtón- leikar í Dómkirkjunni í tengsl- um við Tónlistardaga Dómkirkj- unnar, Soli Deo Gloria - Guði einum til dýrðar. Flutt verður Requiem eftir G. Fauré og flytj- endur eru Dómkórinn, Margrét Bóasdóttir, Bergþór Pálsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Marteinn H. Friðriksson. Klassík ■ BIOKLASSIK Tónleikar Sinfóníu- hljómsveltar Islands í dag kl. 15 verða helgaöir bíómyndatónlist. Flutt veröa verk eftir Buster Keaton, Harold Lloyd og Charlle Chaplln. Hljómsveitarstjóri er Rick Benjamin. ■ PÍANÓTÓNLEIKAR í HÁSÖLUM Naomi Iwase heldur píanótónleika I Hásölum, safnaöarheimili Hafnar- fjaröarkirkju. kl. 16. Á efnisskrá eru verk eftir Mutsuo Shishido, Haydn, Schumann, Chopin og Prokofieff. m ÁSTKONUR PICASSOS í kvöld Verður frumsýnt á Smíöaverkstæö- inu í Þjóöleikhúsinu leikritiö Ástkon- ur Picassos eftir Brian McAvera. Sex ástkonur Picassos stíga fram og segja frá stormasömu lífi meö þessum einstaka listamanni, ólg- andi ástríöum, sorg og gleöi. Leik- endur eru Guörún S. Gísladóttir, Helga E. Jónsdóttir, Ragnheiöur Steindórsdóttir, Lilja Guörún Þor- valdsdóttlr, Margrét Guömundsdótt- ir og Anna Kristín Arngrímsdóttír. Leikstjórn er í höndum Hlínar Agn- arsdóttur . Kabarett ■ WALDORFSKOLINN MEÐ JÓLA- BASAR Waldorfskólinn í Lækjar- botnum vlö Suöurlandsveg heldur jólabasar laugardaginn 18. nóv. frá kl. 14.00 til 17.00. \ Opnanir I UOSASÖGUR I dag, kl. 16, stend- t ur Hönnunarsafn Islands í Garöabæ fyrir óvenjulegri hönnunarsýningu í • sölum Listasafns ASÍ viö Freyjugötu. Hér er um aö ræöa sýninguna Ljósa- sögur eöa Lysfortællinger, sem er samsýning átta danskra og ís- lenskra hónnuöa sem allir hafa aö markmiði virkjun birtu, einkum og sérílagi rafmagnslýsingar, meö nyj- um hætti, gjarnan með frásagnar- legu ívafi. ■ UPP ÚR KÖSSUNUM í dag veröur opnuö sölusýning á höggmyndum í stein eftir Susanne Christensen og Einar Má Guövaröarson í sýningar- rými Ljósaklifurs í Hafnarflrði. Sýn- ingin nefnist Upp úr kössunum. Á ^sýningunni eru um 40 verk, unnin í ýmsar steintegundir, sem þau hafa gert síöastliöin sjö ár. Leiöin aö Ljósaklifi liggur vestur Herjólfsgötu sé komiö frá miöbæ Hafnarfjaröar en suöur Herjólfsbraut sé komið frá Álftanesvegi. Fundir ■ AL-ANON-SAMTOKIN A ISLANPI 28 ARA AL-ANON-samtökin voru stofnuð á íslandi 18. nóvember 1972. AL-A- NON er félagsskapur ættingja og vina alkóhólista. í kvöld veröur því í tilefni af 28 ára afmæli félagsskap- jjðrins á íslandi afmælis- og kynning- arfundir AL-ANON-samtakanna í Bu- staöaklrkju og hefst hann kl. 20.30. Á fundinum segja fjórir AL-A- NON-félagar og einn félagi í AA-sam- tökunum sögu sína. Kaffi aö fundl loknum. Allir velkomnir. Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísl.ls Söngkonurnar þrjár Þaö eru aöeins þrjú hlutverk í óperunni um Orfeus og Evridís og eru þau í höndum Ágústu Sigrúnar Ágústsdóttur, Huldu Bjarkar Garöarsdóttur og Guörúnar Eddu Gunnarsdóttur. Guörún Edda Gunnarsdóttir syngur karlmannshlutverk í Orfeus og Evridís: Hlutverkið upphaflega samið fyrir gelding Það gerist ekki á hverjum degi að óp- erusöngkonur syngi karlmannshlut- verk í óperum eins og Guðrún Edda Gunnarsdóttir altsöngkona ætlar að gera í óperunni Orfeus og Evridís, sem flutt veröur á tvennum tónleikum í Salnum í Kópavogi þann 19. og 21. nóv- ember næstkomandi, kl. 20. „Það er yndislegt að syngja tónlistina í verkinu og gaman að fá tækifæri til að taka þátt í því,“ segir Guðrún Edda sem bíður spennt eftir að fá að syngja hlutverk Orfeus. Hlutverkið var upphaflega samið fyrir gelding eins og þá var lenska. Guðrún Edda segir að hlutverk- ið sé í raun eins og hvert annað hlut- verk sem hún hefur sungið þó það sé skrifað fyrir karlmann. Bíógagnrýni Heitar tilfinningar Heitar tilfinningar endurspeglast í óperunni um Orfeus og Evridís og i henni er að finna mikla sorg en jafn- framt spennu og dramatík. Hún fjallar um Orfeus sem hefur misst Evridís, konuna sína. Hann fær síðan tækifæri hjá sjálfum Amor til að fara til undir- heima og endurheimta hana. „Orfeus kvíðir fyrir vegna þess að hann má hvorki líta á hana né snerta á leiðinni til baka. Hann hefur ekki mikla trú á að leiðangurinn muni ganga vel,“ segir Guðrún Edda. Guðrún Edda hefúr sungið endur- reisnar- og barokktónlist, auk nú- tímatónlistar, og söng nýverið verk eft- ir Jón Leifs með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Hlutverk Evridísar syngur Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöng- kona sem bæði hefur sungið hér á landi og víðar í Evrópu. Hulda fór með hlutverk Fiordiligi i Cosi fan tutte á Amersham-hátíðinni i London og hlut- verk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós hjá Gersington-óperunni. í mars mun hún syngja hlutverk Michaelu í Carmen eft- ir Bizet með Sinfóníuhljómsveitinni. Ágústa Sigrún Ágústsdóttur sópran- söngkona er í hlutverki Amors og hef- ur hún tekið þátt í óperuuppfærslum i Reykjavík og á Akureyri og sungið inn á geisladiska. Uppreisn gegn ítölsku óperu- hefðinni Kammerkór Kópavogs stendur fyrir flutningnum á Orfeusi og Evridís og syngur í verkinu. Hann var stofnaður snemma árs 1998 og hefur haldið tón- leika með reglulegu millibili. Undir- leikurinn er hins vegar í höndum Barokksveitar Kópavogs og Gunn- steinn Ólafsson, kórstjóri og hljóm- sveitarstjóri, stjómar flutningnum. Það var árið 1762 sem þýska tón- skáldið Cristoph Willibald Gluck samdi óperuna um Orfeus og Evridís og markaði hún þáttaskil í óperusögunni. Gluck vildi með óperunni gera upp- reisn gegn innhaldsleysi ítölsku óperu- hefðarinnar, tilgerð hennar og þvæld- um efnistökum. Ópera átti að hans mati að vera einfóld í sniði, persónur skýrar, samtöl eðlileg og efniviðurinn mannlegur og sannur. -MA Sambíóin - Nurse Betty: ★ ★ ★ Venjulegt fólk í óvanalegum aðstæðum Gunnar Smári Egilsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Góð saga fjallar um venjulegt fólk við óvanalegar aðstæður. Þessi kenni- setning hefur notið svo mikilla vin- sælda meðal kvikmyndagerðarmanna að hún hefur verið notuð sem slagorð ófárra mynda. Nurse Betty er gerð í anda þessarar kenningar. Persónur myndarinnar eru hetjur hversdagsins en aöstæðumar sem þær rata í em farsakennt ævintýri. Betty Sizemore (Renée Zellweger) er hjartahlý þjónustustúlka í smábæ í Kansas; einmana og með flöktandi sjálfsmynd. Hún er gift Del (Aaron Eckhart), bfiasala bæjarins, sjálfsupp- teknum rugludalli og fauta sem fmnst hann vera stærri en bærinn. Del lifir fyrir sjálfan sig og Betty vill líka lifa fyrir Del en hann tekur ekki eftir því. Hann er einnig of stór fyrir hana. Betty leitar því tilfmningalegrar svör- unar í sápuópemm; eins ófullnægjandi og það nú er. Del er af skiljanlegum ástæöum i djúpum skít í peningamál- um enda býr hann yfir stærri draum- um en veröldin getur uppfyllt. Tveir innheimtumenn koma til bæjarins að innheimta hjá honum skuld við ein- hvem óþjóðalýð í nærliggjandi borg. Charlie (Morgan Freeman), sá eldri, er svo gamall í bransanum að hann hefúr fundið ljóðræn sannindi í fagmennsku sinni. Sá yngri, Wesley (Chris Rock), er óþreyjufullt ungmenni sem hefur ekki eirð i sér til að laga sig að hæga- gangi þess eldri. Og þessi mismunandi viðhorf leiða til misskilnings þeirra í millum sem endar með því að þeir drepa Del við eldhúsborðið hjá þeim hjónum. Á meðan innheimtumennim- ir murka lífið úr Del situr Betty yfir uppáhaldssápunni sinni inni í her- bergi. Og hún verður vitni að morðinu á milli sena en getur ekki slitið sig frá skjánum. Morðið á eiginmanninum hefur þó þau áhrif á hana að hún fest- ist í sápunni og finnst aðalpersónan (Greg Kinnear) tala til sín; nánast biðja sín. I framhaldinu ákveður hún að láta hjarta ráða fór, pakkar saman pjönkum sínum, skrifar eiginmanni sínum kveðjubréf og heldur til Hollywood til fundar við sína sönnu ást. Rukkaramir finna hins vegar ekki það sem þeir áttu irrni hjá Del og draga þá ályktun að Betty sé flúin með feng- inn og leggja af stað í humátt á eftir henni. Og kámar þá fyrst gamanið. Þrátt fyrir kostulegar uppákomur og æ flóknari þráð líður sagan áfram með jöfnum hraða. Þetta er galli viö mynd- ina. Leikstjórinn, Neil LaBute, vill halda leik og yfirbragði lágstemmdu til að vega upp á móti farsakenndum þræðinum en gengur of langt. Frásagn- armátinn verður flatur og áhorfandinn fær það á tilfmninguna að sagan hafi ekki snert við sögumanninum. Hann er skilinn eftir með eigin forvitni sem aðaldrifkraft athyglinnar og horfir á söguna eins og í gegnum reyklitað gler. Flest annað er vel gert. Persónumar em snyrtilega frágengnar af höfundum og leikurum. Morgan Freeman er traustur að vanda og fer vel með brota- löm í persónunni. Chris Rock hefur ekki í annan tíma verið betri sem hjálparsveinn hans. Greg Kinnear er hégómalegur og sjálfupptekinn sem leikari í sápuóperu; smámenni sem slysast til innihaldslitillar frægðar og ber hana illa. Aaron Eckhart er svolít- ið yfirgengilegur drulluháleistur. Og Renée Zellweger fer bara vel með hlut- verk góðmennskunnar sjálfrar. Þrátt fyrir ólíkindalegan söguþráð er flest fremur fyrirséð i Nurse Betty. Á undanfómum áram höfum við feng- ið að sjá margar svona myndir þar sem eitthvað byijar að fara úrskeiðis í upp- hafi og versnar síðan hratt og öragg- lega fram eftir ailri mynd. Nurse Betty hefur ekki frumleika eða glæsilega af- greiðslu Fargo eða Snatch - svo tvær frábærar myndir séu nefndar - en það er hægt að fyrirgefa höfundunum ým- islegt fyrir að hafa þó reynt að yrkja í þetta form. Leikstjórn: Neil LaBute. Tónlist: Rolfe Kent. Handrit: John C. Richards og James Ramberg. Leikarar: Renée Zellweger, Morgan Freeman, Chris Rock, Greg Kinnear, Aaron Eckhart o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.