Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 Fréttir Undanþágu til kennslu einhverfra barna hafnað: Neyðarástand skapast - segir skólameistari Menntaskólans í Kópavogi - mun berjast áfram Nei Undanþágunefnd hefur hafnað undanþágubeiðni Menntaskólans í Kópavogi um að sex einhverfir nemendur í skólanum fái kennslu í verkfallinu. Hér er Gunnlaugur Ástgeirsson ásamt verkfaiisvörðum. Undanþágunefnd, sem starfar vegna yfirstandandi verk- falls framhalds- skólakennara, hefur hafnað undanþágu- beiðni Menntaskól- ans í Kópavogi um að sex einhverfir nemendur í skólan- um fái kennslu í verkfallinu. „Það skapast neyðarástand þegar truflun verður á kennslu þessara nemenda, því einhverfa er fótlun af þeim toga að öll röskun er afskap- lega slæm fyrir þá,“ sagði Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, við DV. Nemendunum umræddu er kennt í sérstakri deild í MK. í undanþágu- nefnd eiga sæti tveir fulltrúar, Gunn- laugur Ástgeirsson frá Kennarasam- bandi íslands og Valur Ámason, tU- nefndur af fjármálaráðherra. FuU- trúi ríkisvaldsins samþykkti undan- þágubeiðnina en fuUtrúi kennara- samtakanna hafnað henni. í lögum um undanþágunefnd segir að báðir aðUar verði að vera sammála til þess að undanþága sé veitt. „Ég var meira að segja með fuU- tingi foreldra í þessu efni þegar sótt var um undanþáguna," sagði Mar- grét. „Þeir lýstu því bréflega hvaða áhrif verkfaUið hefur á þessa nem- endur. Ég satt best að segja undrað- ist það mjög að beiðninni skyldi vera hafnað. Það var gert á þeim forsend- um að ekki lægju fyrir nægjanleg rök til að lýsa þessu sem neyðar- ástandi. Ég var mjög ósátt við þá málsmeðferö." Margrét hefur ekki gefiö upp aUa von í baráttunni fyrir að fá kennslu- undanþágu fyrir nemenduma sex. Hún hyggst endurnýja umsóknina strax eftir helgi. Þá mun hún leggja fram álit sérfræðinga, þ.e. lækna og sálfræðinga, sem hafa með einhverfa nemendur að gera. „Mitt mat er að ef einhverjir nem- endur í framhaldsskólum flokkist undir það að eiga rétt á undanþágu þá séu það þessir nemendur. ÖU meðferð og kennsla gengur út á að halda öUu í föstum skorðum. Stöðug- ar endurtekningar og reglubundið starf eru forsendurnar fyrir því að vinna með þá þannig að þeir mennt- ist og þroskist. Þeim fer beinlinis aft- ur við svona röskun. Sú afturfór var farin að sýna sig strax eftir 3-4 daga hjá þessum nemendum. Þá fórum við að berjast í þessu fyrir alvöru." Samkvæmt lögum um kjarasamn- ing opinberra starfsmanna er ein- ungis heimUt að kaUa fólk tU starfa tU þess að afstýra neyðarástandi. Gunnlaugur sagði ástæðuna fyrir því að beiðninni hefði verið hafnað þá að hann teldi að ekki hefði verið sýnt fram á að þarna væri neyðar- ástand í skUningi laganna. Enn fremur að ekki hefði verið sýnt fram á meira neyðarástand hjá þessum nemendum heldur en mörgum öðr- um fötluðum nemendum og fjölda unglinga sem ættu við vandamál að stríða sem yrðu erfíðari viðfangs þegar skólastarf slitnaði. „Þessi vandamál voru fyrirsjáan- leg,“ sagði Gunnlaugur. „Lögin gera ráð fyrir því að kaUa megi fólk tíma- bundið tU vinnu tU að afstýra neyð- arástandi. Neyðarástand hlýtur að vera eitthvað óvænt sem kemur upp á, sem þarf að bregðast við, en ekki einhver fyrirséður vandi. Það er aUs ekki hlutverk þessarar lagagreinar að létta af erfiðleikum sem verða tU við verkfaUið." -JSS Margrét Friöriksdóttir. Tamningastöö opnuö: Draumaaðstaða hestamannsins Opna tamningastöö dv-mynd gunnar kristjánsson. Húnvetningurinn ísólfur Líndal Þórisson frá Lækjamóti ásamt unnustu sinni, Vigdísi Gunnarsdóttur. Þau hafa opnaö myndarlega tamningastöð í grennd við Grundarfjörð. Reykjavík: 225 manns án lögheimilis DV, GRUNDARFIRÐI:_______ Isólfur Líndal Þórisson frá Lækjamóti í V-Húnavatnssýslu opnaði fyrir skömmu tamninga- stöð í Suður-Bár við austanverðan Grundarfjörð. I tUefni opnunar- innar bauð ísólfur ásamt unnustu sinni, Vigdísi Gunnarsdóttur, til opins húss að Suður-Bár fyrir nokkru. Aðstöðuna leigir ísólfur af Marteini Njálssyni, ferðaþjón- ustubónda í Suður-Bár sem breytt hefur því sem áður var fjós í rúm- gott hesthús. Var það samdóma álit þeirra gesta sem litu inn á laugardaginn að þetta væri draumaaöstaða hestamannsins. Stórt og rúmgott hesthús með mismunandi stórum stíum og inn á milli básar tU að binda baldna fola. Þá er rúmgóð járninga- og vinnuaðstaða, og innangengt er í tamningaskemmu þar sem frum- tamning fer fram. Sýndi ísólfur viðstöddum hand- brögðin við notkun bandmúls i frumtamningu í skemmunni. Enn fremur er reiðgerði úti í tengingu við hesthúsið. Að sögn ísólfs er hann með full- bókað í tamningu til áramóta og þegar væru farnar að berast pant- anir eftir áramót. Sagði ísólfur að greinilegt væri að hugur væri kominn í Vestlendinga vegna væntanlegs Fjórðungsmóts að Kaldármelum næstkomandi sum- ar. -DVÓ/-GK I Reykjavík eru 225 manns óstaðsett- ir í hús eða, með öðrum orðum, eiga ekki skráð lögheimili í ákveðnu húsi. Færri eru óstaðfestir í hús á lands- byggðinni en heildartala þessa fólks á íslandi er um þijú hundruð manns. Þótt bannað sé með lögum að hafa ekk- ert lögheimili sagði Skúli Guðmunds- son, lögfræðingur og yfirmaður þjóð- skrárinnar, svona skráningu hafa tíðkast áratugum saman og að núver- andi tala í Reykjavík í dag væri svipuð því sem hún hefði verið undanfarin ár. „Þetta fólk er með sömu réttindi og ber sömu skyldur og þeir sem eru skráðir í ákveðin hús í viðkomandi sveitarfélagi," sagði Skúli. Hann bætti því við að á ýmsum stöðum í löggjöf væri gert ráð fyrir fólki sem er skráð óstaðsett í hús. Nýjasta dæmið, sagði Skúli, er í lögum um kosningar til Al- þingis, Ástæður þess að fólk er óstað- sett í hús eru margvíslegar en algeng- ustu tilvikin eru hjá fólki sem hefúr í reynd verið heimilislaust árum sam- an. Einnig er nokkuð um að fólk gleymir að flytja heimilisfang sitt þeg- ar það flytur úr annaðhvort leiguíbúð eða eigin íbúð og er þá oftast um tíma- bundið ástand að ræða. Enn fremur eru dæmi um fólk sem flutt hefur til útlanda en ekki tilkynnt Hagstofunni um dvalarstað sinn. -SMK Ökumaður sofnaöi Rannsóknamefnd mnferðarslysa tel- ur orsök mannskæðs banaslyss í febrú- ar síðastliðnum hafa verið þá að öku- maður jeppabifreiðar hafi sofnað undir stýri. Þrír létust og fjölmargir slösuð- ust i slysinu, sem varð á Vesturlands- vegi á Kjalamesi. Bylgjan greindi frá. Grunnskólakennarar funda Fimmti fundur samninganefnda Fé- lags grunnskólakennara og Launa- nefndar sveitarfélaga var haldinn í gær. Á fundinum vakti samninganefnd Félags grunnskólanema athygli samn- inganefndar Launanefndar á því að nú er ekki nema innan við hálfur mánuð- ur þangað til gildandi viðræðuáætlun rennur út. Visir.is greindi frá. Nýr skrifstofustjóri Menntamálaráð- herra Bjöm Bjama- son hefur ákveðið að veita Karitas H. Gunnarsdóttur deild- arstjóra embætti skrifstofustjóra menningarmála í menntamálaráðu- neytinu til fimin ára frá og með 1. des- ember 2000 að telja. Visir.is greindi frá. 1302 atvinnulausir Atvinnuleysisdagar í október jafn- giltu því að 1.302 hafi að meðaltali ver- ið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Fleiri konur vom atvinnulausar en karlar, en 829 konur vom atvinnulaus- ar en 473 karlar. Þetta em að meðaltali 66 fleiri án atvinnu en í septembermán- uði, en um 589 færri en í október í fyrra. Visir.is greindi frá. „Hátískan“ í notuðum fötum Rauða kross búðin, verslun með vandaðan notaðan fatnað, opnar í dag kl. 13 með nýstárlegri tískusýningu þar sem þátttakendur úr keppninni Ungfrú ísland.is sýna „hátiskuna" í notuðum fótum. Vísir.is greindi frá. Tilboöum tekiö Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, Sturla Böðv- arsson, samgöngu- ráðherra, og Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR, ákváðu í gærmorgun að taka tilboði fjögurra fyrirtækja um sjúkra- og áætlunarflug í landinu. Þetta em Flugfélag íslands, Flugfélag Vest- mannaeyja, íslandsflug og Leiguflug ís- leifs Ottesens. Visir.is greindi frá. Bóklegt bílpróf á Netinu Nú geta allir þeir sem hafa aðgang að Netinu spreytt sig á prófi sem er svipaö skriflegum hluta bflprófs Um- ferðarráðs. Þetta er nýjung hjá VÍS. Bú- ast má við að margir hafi gagn af aö nýta þennan möguleika þar sem fall- prósentan í þessum hluta prófsins hef- ur undanfarin ár verið um 30%. Vis- ir.is greindi frá. Fjórtán sóttu um Fjórtán einstaklingar sóttu um stöðu forstjóra Byggðastofnunar, en umsókn- arfrestur rann úr 14. nóvember siðast- liðmn. Iðnaðarráðherra skipar í stöð- una til fimm ára að fenginni tiliögu stjórnar Byggðastofnunar. Visir.is greindi frá. OZ opnar í Kanada OZ.com tilkynnti í gær að það hefði opn- að skrifstofur í Kanada, með kaup- um á fyrirtæki sem stofhaö var af Microcell Telecomm- unications og Erics- son Canada. Kaup- verðiö er 2,3 milljarðar króna. Visir.is greindi frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.