Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________py Eigendur íslenskra hesta í Ameríku: Vantar hjálp íslandi - mikil sóknarfæri á markaðnum íslenski hesturinn hefur verið að hasla sér völl í Bandaríkjunum á und- anförnum árum. Þangað eru árlega flutt allmörg hross og margir binda vonir við að þama séu mjög miklir ónotaðir möguleikar. Mörg dæmi eru um einstaklinga í Bandaríkjunum sem hafa fengið óbilandi ást á íslenska hestinum. Dæmi eru um menn sem hafa breytt alveg um lifsstíl eftir þau kynni. Nefna má iðnrekanda sem fyrir fáum árum byggði sér stórt og mikið einbýlishús með innisundlaug og tilheyrandi. Svo kynntist hann hestinum. Hann hefur nú selt húsið og í staðinn fyrir að fara í sund ríður hann út á stóru landi sem hann hefur keypt. Þar ætlar hann að koma upp aðstöðu til þess að hafa fjölda hrossa. Markmiðið hans er að kynna Bandaríkjamönnum þær dá- semdir sem þessum skepnum fylgja. Með því ætlar hann að auka sölu hesta til Bandaríkjanna. Kom með 50 hesta heim Nefna má bandarisku konuna sem skrapp í kynnisferð til íslands. Sonur hennar sagði svo frá: „Þú veist hvem- ig þessar konur era sem segjast ætla í búð til þess að skoða. Mamma skrapp til íslands til að skoða landið og hross- in. Hún keypti á fimmta tug hrossa í ferðinni." íslenskur hestur er dýr í Bandaríkj- unum, m.a. vegna mikils kostnaðar við að koma honum héðan og vestur. Það er því eingöngu vel stætt fólk sem kaupir íslenska hesta en margt af því er líka tilbúið aö eyða miklu meira fé, t.d. í ferðalög til íslands. Mjög mikil- vægt er því að vanda val þeirra hesta sem út eru fluttir og selja fyrst og fremst geðgóð, vel tamin hross með gott tölt. Byggöi yffir síg skemmu í Bandaríkjunum er algengast að hver hestur hafi sitt beisli, sinn hnakk og sinn múl. Oftast fylgir því sala á ís- lenskum hnakk og beisli þegar hestur er keyptur. Segja má frá konu sem á 3 íslenska hesta. Henni fannst ófært að þurfa að ríða út ef veður var vont. Byggði hún því stóra reiðskemmu og þarf því ekki lengur að vökna þegar hún fer á hestbak. Á góðviðrisdögum fer hún oft í langa reiðtúra, enda liggja frá hennar heimili margra mílna lang- ar reiðgötur en slíkt er algengt viða um Bandaríkin. Bandaríkjamenn hafa takmarkaða þekkingu á að ríða ganghestum. Því er mikilvægt að kenna þeim og leiðbeina á allan hátt. Upplagt er að senda vel hestfæra unglinga til dvalar hjá banda- rískum eigendum íslenskra hesta og aðstoða þá og um leið læra krakkamir enskuna betur. Með slikum samskipt- um komast oft á mjög góð kynni sem geta leitt til stórra viðskipta siöar. Góðir reiökennarar gera einnig mjög góða hluti og efla skilning eigend- anna og áhuga þeirra. Þá er einnig mikilvægt að ræktendur hrossanna og seljendur viðhaldi góðu sambandi, t.d. með bréfaskiptum og leiðbeiningum um það hvemig best sé að meðhöndla hestana. Þá vill fólkið vita hvers vegna hrossið heitir Álfúr eða Gyðja og sem allra mest um uppruna þess. Undirritaður hefur á þessu ári verið 25 daga í Bandaríkjunum og kynnst eigendum íslenskra hesta þar. Hér í blaðinu eru birt viðtöl við 4 banda- ríska íslandsvini sem voru á fyrstu kynbótasýningu fyrir íslenska hesta sem nýlega var haldin í Tulsa í Okla- homa. Þar sköpuðust góð kynni, m.a. á „Húnavöku“ sem þar var haldin þegar Húnvetningar á sýningunni buðu, í samstarfi við bandaríska samstarfs- menn öllum viðstöddum upp á hangi- kjöt, harðfisk, osta, sOung og brenni- vínslögg, Kynbótasýningin breytir miklu „Ég vissi alltaf að þessi sýning myndi breyta ýmsu varðandi hug- myndir Bandaríkjamanna um íslenska hestinn. Nú vita menn miklu betur eft- ir hverju er sóst og hvaða eiginleikar eru verðmætastir. Margir eigendur hafa sagt við mig að ef þeir hefðu ver- ið á svona námskeiði og á svona kyn- bótasýningu hefðu þeir ekki keypt þau hross sem þeir keyptu heldur hefðu þeir leitað eftir hrossum með betri byggingu og meiri hæfileikum. Þetta þýðir ekki að þessir eigendur séu ekki ánægðir með sín hross þrátt fyrir þetta en þetta mun verða til þess að næstu hross sem þetta fólk kaupir verða hross sem hafa verið kynbótadæmd á íslandi. Nú er fókið betur fært um að lesa út úr dómunum og kaupa þau gæði sem það er að leita eftir,“ sagði Anne Elwell sem býr nærri Was- hington og er mikil áhugakona um ís- lenska hestinn. Það var að stórum hluta hennar verk að kynbótasýningin komst á. Anne segist vera viss um hvaða hestar séu bestir fyrir bandariskan markað. „Við þurfum falleg og vel byggð hross, ganghrein, með sérlega gott tölt, skapgóð og vel tamin hross, og umfram allt hross sem auðvelt er að stöðva. Fáir bandarískir reiðmenn kunna að ríða töltið. Því er mikilvægt að annar af tveimur sé alveg viss um hvað eigi að gera, annaðhvort reið- maðurinn eða hesturinn. Annars fer illa. En ef næstu önn á Hólum. Þessir nemendur hefðu upplifað bandarískan hugar- heim og vissu miklu betur en áður á hvað þyrfti að leggja áherslu varðandi markaðsstarf í Bandaríkjunum og hvemig best væri að hjálpa kaupend- um þar. „Við þurfum sárlega hjálp frá ís- landi,“ sagði Anne. Sá sem kaupir ís- lenskan hest veit allt of lítið hvemig á að ríða þessum hesti, hveraig á að fóðra hann, hvemig á að jáma hann og hver er saga þessa hrossakyns. Við þurfum líka að efla tengslin milli fólks á íslandi og eigenda og væntanlegra kaup- enda hesta hér í Bandaríkjun- um, sagði hún. Kynni milli fólks eru mjög mikilvæg og flest- ir eigendur hestanna vilja vera í góðu sambandi við einhverja á ís- landi, ræktendur hrossanna, tamningamenn og alla aðra, sem eru tilbúnir að leiðbeina þeim og hjálpa að leysa þau vanda- mál sem upp koma. Anne var viss um að eft- Anne Elwell sem býr nærri Washington og er mikil áhugakona um íslenska hestinn. Þaö var aö stórum hluta hennar verk aö kynbótasýningin komst á Anne segist vera viss um hvaöa hestar séu bestir fyrir bandarískan markaö. „ Viö þurfum falleg og vel byggö hross, ganghrein, meö sérlega gott tölt, skapgóö og vel tamin, og umfram allt hross sem auðvelt er aö stööva. Þaö eru fáir bandarískir reiömenn sem kunna aö ríöa töltiö. “ hrossið er ganghreint og öruggt kennir það reiðmanninum mjög mikið og hann verður frekar fær um að ríða hrossi sem þarf að hjálpa.“ Vantar hjálp frá Íslandi Anne nefndi þann möguleika að Bændaskólinn á Hólum kenndi nem- endum hvemig á að markaðssetja hross í Bandaríkjunum. Þessir nem- endur þyrftu síðan að fá tækifæri til að fara tft Bandarikjanna í sínu sumar- leyfi, kenna fólki þar og kynnast því sem bandaríski markaðurinn þarfnast. Þetta unga fólk gæti síðan flutt mikla reynslu heim, reynslu sem nýttist Karen Brotzman ásamt syni sínum, Jon Swenson, og ungri aðstoöarkonu, Katrin Köefler „Það sem viö þurfum fyrst og fremst eru mjög vel tamin hross. Þau fðum viö frá sumum tamningamönnum en hross frá öörum eru alveg vonlaus vegna rangrar tamningar. “ irspum eftir íslenskum hrossum mundi stóraukast á næstu árum. „Því fleiri Bandaríkjamenn sem sjá þessi hross og kynnast þeim því fleiri falla fyrir þeim, elska þá og dá. Það gerist sjaldan þannig að-fólk sjái íslenskan hest og faili fyrir honum strax. Banda- rikjamenn halda að íslenski hesturinn sé getulítill smáhestur, einkum not- hæfur fyrir krakka, en hugsa stund- um: Það gæti nú verið gaman að ríða þessum hesti. Það er jafnvel ekki fyrr en fólk hefúr séð þennan hest þrisvar til fiórum sinnum sem það fer að prófa og þá fara hlutimir að ganga. Var hrædd við stóru hestana Það eru 17 ár síðan Anne kynntist íslenska hestinum fyrst: „Það var til- viljun eins og svo margt annað í lífinu. Ég hafði riðið stórum hestum en átti vinkonu sem mig langaði að fá með mér í hestamennsku. Hún var hrædd viö mína stóru hesta. Hún sá svo bæk- ling um íslenska hesta og hélt að hún gæti riðið þeim. Við keyptum einn en hún fór aðeins 5 sinnum á bak. Ég fór hins vegar að prófa þennan hest og eft- ir að hafa riðið honum í 6 vikur sagði ég endanlega skilið við önnur hesta- kyn. Svo hrifin varð ég af þessum mjúku og ganggóðu hestum,“ sagði Anne Elwell að lokum. Óiíkir menningarheimar „Það er allt önnur menning og sið- venjur í Bandaríkjunum en á íslandi. Þeir sem hyggja á útflutning hrossa hingað þurfa að huga vel að þeim þátt- um og leiða þessa tvo menningar- heima saman þannig að allir verði ánægðir. Þegar ég var á íslandi og fékk ást á hestunum ykkar ákvað ég að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.