Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Blaðsíða 19
19 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000________________________________________ DV _______________________________________________Helgarblað Einar Örn Birgisson: Einstakt ljúfmenni „Alltaf frá því hann var barn hefur Einar verið mikill gleðigjafi, því hann var alltaf svo líflegur. Maður fyrirgaf honum allt, því hann var svo líflegur," sagði Aldís Einarsdóttir, móðir Einars Amar Birgissonar, 27 ára, sem fannst lát- inn í hraungjótu skammt frá Grindavíkurvegi snemma á fimmtudagsmorgun. Viðskiptafé- lagi Einars, Atli Helgason, 33 ára, hefur játaö að hafa orðið Einari Erni að bana. Aldís og faðir Einars, Birgir Öm Birgis, töluðu við DV í gær. íbúð þeirra Aldísar og Birgis Amar var full af blómum, það logaði á kert- um og síminn stoppaði ekki þann tíma sem blaðamaður og ljósmynd- ari DV voru á staðnum. Einar var yngstur þriggja systk- ina, 12 árum yngri en systir hans, Guðrún Hulda, og fjórum árum yngri en bróðir hans, Birgir Svan- ur. Öll hafa þau systkinin unnið að verslunarstörfum í Heimilistækj- um með foður sínum, Birgi Erni, en hann var verslunarstjóri í Heimilistækjum í Sætúni til margra ára. „Þetta er svo óraunverulegt enn þá, manni finnst maður bara vera í bíó og önnur mynd fari að byrja bráðum," sagði Birgir Örn. Reynum að taka á reiðinni Atli og Einar Örn höfðu þekkst í mörg ár, enda báðir mjög áhuga- samir knattspyrnumenn. Atli var ekki heimagangur á heimili for- eldra Einars Arnar, þótt Aldis og Elnar Orn meö ungum frænda sín- um á ættarmóti. Hamingjuóskir Þessi mynd var tekin laugardagskvöldið áður en Einar Örn hvarf. Hann situr hér með systurdóttur sína, Karen Evu Kristjánsdóttur, í fanginu, til borðs með unnustu sinni, Guðlaugu Hörpu Gunnarsdóttur. Félagi Einars hafði bakað handa honum köku merkta Gaps í tilefni af opnun verslunar þeirra Atla. Vinsæll ungur maður „Hann var hreinn drengur, hjartahreinn og ljúfur, það er ábyggilegt," sagði Aldís. „Það er erfitt að finna eitthvað í fari hans sem skyggir á,“ samsinnti faðir hans. Einar Öm, sem var alla tíð mikill áhugamaður um knattspyrnu og aðrar íþróttir, var kosinn íþrótta- maður ársins í Réttarholtsskóla árið 1989, árið sem hann útskrifað- ist úr gagnfræðaskóla. Sjö árum síðar tók hann þátt í keppninni besta módel í heimi árið 1996. Dómaramir voru sammála um að Einar Öm hefði átt að vinna, en þar sem íslendingur hafði unnið árið áður leyfðu reglurnar það ekki og Einar Öm lenti í öðru sæti. Hon- um var ráðlagt að snúa sér að mód- elstörfum, en hugur hans stóð til annarra hluta. Rúmu ári síðar skrif- aði Einar Öm undir samning við knattspymufélag í Noregi. Atvinnu- mennska hans i knattspyrnu varð þó ekki löng, því eftir 11 mánuði í Lyn í Noregi hætti hann vegna meiðsla. „Ég held þú sért undir heillastjörnu núna“ Þegar Einar varö 25 ára var hann í Noregi. Móðir hans hafði upp á ís- lenskum bakara og lét baka handa honum köku, svo Einar fengi eitt- hvað íslenskt í afmælisgjöf. Aldís sagði að félagar hans hefðu oft gert góðlátlegt grín aö Einari Erni fyrir það hversu tengdur foreldrum sín- um hann var. Kvöldið áður en Einar hvarf tal- aði hann við móður sína í síma. „Ég sagði við hann: „Karlinn minn, ég held þú sért undir heilla- stjömu núna,“ og þá sagði hann: „Það held ég líka“,“ sagði Aldís. Einar Öm og unnusta hans, Guð- laug Harpa Gunnarsdóttir, 28 ára, hófu sambúð í íbúð þeirra í Kópa- vogi í ágúst. Guðlaug Harpa byrjaði í Kennaraháskólanum í haust, en hún hefur starfað sem flugfreyja. Einar Örn og Atli Helgason, meðeigandi hans, höfðu opnað verslunina GAPS Collection á Is- landi örfáum dögum áður en Einar hvarf á miðvikudaginn í síðustu viku. „Það er svo erfitt að skilja þetta, það var allt svo bjart hjá honum," sagði Aldís. Birgir Öm hafi heyrt af Atla síðan þeir Einar kynntust. „Ég hef ekkert heyrt um hann annað en gott, en ég þekkti hann ekkert," sagði Aldís. „Við hugsum til fjölskyldu Atla og þau hafa kannski ekki alla þá hlýju sem við höfum.“ „Við erum að reyna að taka á okkar reiði gagnvart Atla. Okkur grunaði aldrei að Atli ynni þetta voðaverk," sagði Birgir. Öskjuhlíöin Einar Örn hvarf miðvikudaginn 8. nóvember, og farið var að leita að honum strax um kvöldið. Systir Einars Arnar hafði ætlað í ferð til Dublin daginn eftir að Einar örn hvarf. Aldís keyrði dóttur sína út á Hótel Loftleiðir, því Guðrún Hulda ætlaði að tékka sig inn þá um kvöld- ið til þess að flýta fyrir sér morgun- inn eftir. Guðrún Hulda fór þó ekki til Dublin, því ekkert hafði spurst til Einars Arnar, en þá um kvöldið ákváðu mæðgurnar að aka um öskju- hlíðina og bilastæðið við Hótel Loft- leiðir. „Ég get eiginlega enga skýringu gefið á því að við gerðum það, okkur bara fannst við þurfa að aka þama um,“ sagöi Aldís. Seinna um kvöldið fór Birgir Örn um Öskjuhlíðina og bílastæðið líka, og sagði hann ástæð- una vera þá að hann vann í tvö ár sem öryggisvörður og hefur síðan ill- an bifur á Öskjuhlíðinni. Eins og kunnugt er, er ekki talið að bíll Einars Arnar hafi verið á bíla- stæðinu við Hótel Loftleiðir á mið- vikudagskvöldið, en bíllinn fannst þar morguninn eftir, og talið er að Atli hafi komið honum fyrir þá um nóttina. Foreldrar Einars Amar vom kölluð að bílnum þegar hann fannst og sagði Aldís að hún hefði strax séð að Einar hefði ekki lagt bilnum þar, því honum var lagt of langt frá hótel- inu, en Einar hefði lagt honum eins nálægt og hægt var ef hann ætlaði sér inn á hótelið. Eins var bíllinn læstur en Einar læsti bíl sínum sjaldan. Mikil leit var gerð að Einari Emi í Öskjuhlíðinni og víðar um helgina en hún var árangurslaus. Á þriðjudags- kvöldið var Atli Helgason svo hand- tekinn og húsleit gerð heima hjá hon- um. Sólarhring síðar játaði Atli að hafa orðið Einari Emi að bana og vís- aði lögreglu á hraungjótuna þar sem hann hafði falið líkið. Einar örn fannst svo snemma á fimmtudags- morguninn. Atli hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 15. desem- ber. Hlýja og styrkur Aldis og Birgir Örn em afskaplega þakklát fyrir þann mikla styrk og samhug sem fólk hefur auðsýnt þeim síðustu dagana. Hundruð manna tóku þátt 1 leitinni að Einari Emi og fjöldi fólks hefur sent þeim blóm, hringt í þau og sýnt þeim samúð sína á annan hátt. „Við eram innilega þakklát og biðj- um guð að blessa allt þetta góða fólk sem hefur sýnt okkur hlýju og styrk,“ sagði Aldís. -SMK Þakka þann styrk sem auösýndur hefur veriö Foreldrar Einars Arnar, Aldís Einarsdóttir og Birgir Örn Birgisson. Myndin á milli þeirra er af Einari Erni. Aö loknum hörkuleik Einar Örn var mikill áhugamaður um fótbolta og lagði hart að sér í leikjum. Hér sést hann á tali viö Atla Eðvaldsson landsliðsþjálfara og þáverandi þjálfara KR að loknum leik KR við Keflavík í fyrra sem gaf KR íslandsmeistaratitilinn. Keppnin besta módel í heimi Fyrir fjórum árum tók Einar Örn þátt í keppninni um besta módel í heimi. Hann hreppti annað sæti, því þar sem íslendingur vann árið áöur máttu dómarar ekki gefa Einari Erni titilinn. Kvöldið áöur en Einar Örn lést tók Ijósmyndari DV þessa mynd af honum eftir handboltaleik meö gömlum félögum í Valsheimilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.