Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 DV Helgarblaö 33 Landafundir Síðan Benedikta hætti afskipt- um af stjórnmálum hefur hún sinnt ýmsum sérverkefnum og hafði nú síðast umsjón með landafundaverkefni Grænlend- inga sem er nýlokið. „Þetta var sérlega skemmtilegt starf. Sumt var unnið í samstarfi við íslendinga eins og bygging Þjóðhildarkirkju og bæjar Eiríks rauða í Qassiarsuk.," segir Bene- dikta. Mörgum finnst að ísland og Grænland ættu að hafa meiri samskipti sin á milli. „Það er margt líkt með þessum löndum," segir Benedikta. „Þau eru bæði afskekkt, strjál- býl og íbúarnir lifa af fiskveiðum auk þess að hafa bæði verið danskar nýlendur. En það er ekki sérlega auðvelt að komast á milli landanna. Samgöngurnar eru líkar því sem þær voru á dög- um Eiríks rauða. Það liggur við að besta leiðin sé að leigja sér víkingaskip." Þarna vísar Benedikta til þess að nýlega var dregið verulega úr flugsamgöngum til Grænlands og nú er t.d. aðeins hægt að fljúga beint frá Reykjavík til Nuuk einu sinni í viku. Stofnun nýs flugfé- lags í meirihlutaeign Grænlend- inga mun vera í undirbúningi. Hreindýrið góða En hvað hyggst Benedikta taka sér fyrir hendur nú þegar hún er flutt til íslands? „Það er margt. Ég mun starfa eitthvað að rekstri Vest-Norden hússins í Hafnarfirði sem er ætl- að að vera nokkurs konar menn- ingarmiðstöð fyrir Vest-Norden svæðið, Færeyjar, Grænland og ísland. En ég hef einnig áhuga á að setjast á skólabekk og mun byrja í viðskiptafræði í Háskóla íslands eftir áramótin. Ég gæti vel hugsað mér að fást við ein- hvers konar rekstur, t.d. að flytja inn vörur frá Grænlandi til ís- lands. í Grænlandi er t.d. mikið framboð á hreindýrakjöti en lítið framboð hér en það er afskaplega erfitt að fá leyfi til að flytja það á milli.“ Það verður þó alveg örugglega hægt þegar haldnir verða Græn- lenskir dagar í Vest-Norden hús- inu í mars nk. en þá er ætlunin að bjóða upp á ýmislegt gómsætt frá Grænlandi. „Það er margt í grænlenskri menningu sem íslendingar hefðu gaman af að kynnast betur, ég nefni sauðnautakjöt og hrein- dýrakjöt aðeins sem dæmi. En vonandi verður Vest-Norden hús- ið til þess að þjóðirnar kynnist enn betur. Það hefur árum saman staðið pólitískt samstarf undir merkj- um Vest-Norden en húsið sjálft er einkaframtak." Litla ísland og stóra Grænland Grænlendingar og íslendingar eru afskaplega ólikar þjóðir og t.d. búa 55 þúsund Grænlending- ar í landi sem er margfalt stærra en ísland. Grænlendingar koma úr vestri en íslendingar úr austri. Island varð kristið árið 1000 en Grænlendingar árið 1721 og siðustu heiðingjarnir snerust til kristinnar trúar í kringum 1920. Grænland var mjög lokað land allt fram til 1950. „Okkar þjóðfélag er geysilega dýrt í rekstri," segir Benedikta. „í samanburðinum er ísland í rauninni mjög lítið.“ í Grænlandi er heimastjórn síðan 1979 en hægt og hægt þok- ast landið í átt til sjálfstæðis. Hefur þessi barátta gengið nógu hratt? „Ég held aö hún hafi gengið hæfilega hratt. Þaö er margt í samskiptum okkar við Dani við- kvæm mál og engin sérstök ástæða til þess að rasa um ráð fram í átt til sjálfstæðis." Aö flýta sér hægt En er ekki eitthvað sem íslend- ingar geta lært af Grænlending- um? „Það er kannski helst að flýta sér hægt og hugsa ekki alltaf svona mikið um morgundaginn." Yngsti sonur Benediktu og Guðmundar, Eqalunnguaq, er gríðarlegur handboltaáhugamað- ur og hefur fylgst með íþróttinni og keppt í nokkur ár. Hann æfir nú með FH í Hafnarfirði en Guð- mundur beitti sér talsvert á sviði íþróttamála meðan þau hjónin bjuggu á Grænlandi og átti með- al annars sinn þátt í því að græn- lenska kvennaliðið í handbolta er nú komið í úrslit í heimsmeist- arakeppninni og hefur beitt sér fyrir því að grænlenskir hand- boltamenn þjálfa með islenskum liðum. -PÁÁ • Sjónvarpssófinn er frábærlega vel hannaður. Sjónvarpssófinn er ein skemmtilegasta nýjung í húsgögnum hin • Sjónvarpssófinn er með innbyggðu skammeli í báðum endasætum. • Sjónvarpssófinn er með niðurfeltantegu baki í miðjunni sem breytist í borð með einu handtaki. síðari ár. Hann er sérstaktega hannaður tit að mæta kröfum nútímans um aukin þægindi og góða hönnun. Upptifðu vellíðan og afslöppun á nýjan hátt. • Sjónvarpssðfinn er framteiddur i USA. • Sjónvarpssófinn fæst hjá okkur. HÚSGAGNAHÖLLIN Raðgreiðslur f allt að 36 mánuði Bíldshöfða, 110 Reykjavík, s.510 8000 www.husgagnahollin.is Opið til kl. 18:00 um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.