Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Qupperneq 54
í> 62_____ Tilvera LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 DV Not One Less ★★★ l<ennari og nemendur Not One Less (Yi ge dou bu neng shao) gerist á tveimur stöðum í þorp- inu Shuiquan þar sem vantar afleys- ingakennara. Hinn þrettán ára Wei Minzhi fær starf- ið þar sem eng- inn annar finnst. Hún hefur enga reynslu eða hæfi- leika til að kenna og veit litlu - meira en nem- endumir. Wei er meira eins og áhugalaus stóra systir. Hún hefur samt rika ábyrgðartilfinningu og þeg- ar einn nemandinn lætur sig hverfa og fer til borgarinnar þá telur hún það skyldu sína að ná í hann. Gerist síðari hluti myndarinnar í borginni og lýsir leit hennar að drengnum þar sem segja má að hin unga Wei sé nán- ast eins og fiskur á þurru landi. Not One Less, sem fékk Gullljónið i Feneyjum í fyrra, á skilið betri örlög hér á landi en að vera sett beint á myndbandamarkaðinn. Hefði ekki verið amalegt að hafa hana á nýaf- , staðinni kvikmyndahátíð. Þessi nýjasta kvikmynd fremsta leikstjóra 'ýína, Yimou Zang, er mannleg, hug- júf og vel gerð mynd sem verður tannski enn meira afrek þegar haft ;r í huga að margir leikarar i mynd- nni höfðu ekki komið nálægt kvik- uyndagerð áður. Það er einstaklega ’aman að sjá hina ungu Wei Minzhi akast á við hlutverk sitt. Þessi unga eikkona nær mjög vel að sýna það íhugaleysi sem hún i raun hefur á starfinu í upphafi og svo hvernig starfið breytir henni, gerir úr henni • fullorðna manneskju. -HK Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Yimou Zang. Kínversk, 1999. Lengd: 106 mín. Leyfö öll- um aldurshópum. RKO 281 ★ ★★ Orson Welles og Kane RKO 281 er mikill fengur fyr- ir alla kvik- myndaáhuga- menn sem hafa i gegnum tíðina 'í horft með aðdáun á meistaraverk Orson Welles, Cit- izen Kane, en engin önnur kvik- mynd hefur jafn oft verið kosin besta kvikmynd kvikmyndasögunnar. í myndinni fylgjumst við með æviskeiði Welles frá því hann kemur sigurreifur til Hollywood, nýbúinn að sigra Banda- ríkin með útvarpsuppfærslu sinni á Innrásinni frá Mars og þar til hann hefur klárað Citizen Kane. Welles, sem aðeins var 24 ára gamall þegar hann kemur til Hollywood, er mjög meðvit- aður um snilligáfu sína og lætur ekk- ert stöðva sig þegar hann hefur ákveð- ið að gera mynd um valdamesta mann - Bandaríkjanna, að forsetanum undan- skildum, William Randolph Hearst, og fær þar með alla kvikmyndaforstjór- ana upp á móti sér. Það er í raun hægt að taka mörg at- riði úr myndinni og kryfja þau til mergjar. Það hafa um árabil gengið miklar sögusagnir um gerð Citizen Kane. Margar skýringar koma fram í þessari mynd án þess þó að slegið sé á leyndardóminn, meðai annars skýring á „Rosebud", sem að vísu hafði heyrst áður. Svo eitthvað sé nefnt, sem fengur er að, er samband Welles við handrits- ^ höfundinn Herman Mankiewicz, sem ' margir hafa viljað eigna meira í Cit- izen Kane en Welles vildi viðurkenna. Hvað sem trúanleika myndarinnar líð- ur þá er RKO 281 sérlega skemmtileg, vel leikin og forvitnileg mynd. -HK Útgefandl: Skífan. Leikstjórl: Benjamin Ross. Bandarísk, 2000. Lengd: 103 mín. Leyfö öllum aldurshópum. ★ Gestur að utan Garry Sandling leikur utangátta geimbúa sem skilur lítiö í jaröarbúum. Væntanlegt á myndband: Mike Nichols er einn þekktasti kvik- mynda- og leiksviðsleikstjóri Bandaríkj- anna. Leikstjóri sem á að baki margar frábærar kvikmyndir. Hann verður þó að bíta í það súra varðandi síðustu kvik- mynd sina, What Planet Are You From, að hún verður ekki sett í kvikmyndahús hér á landi heldur fer beint á mynd- band. Þetta eru örlög sem myndir hans hafa ekki fengið hingað til og má þar nefna The Birdcage, sem var ein vin- sælasta kvikmyndin hér á landi fyrir þremur árum. Það að What Planet Are You From fer ekki í kvikmyndahús stafar sjáifsagt að litilli aðsókn úti í hin- um stóra heimi. Myndin er samt í flesta staði frumleg og skemmtileg gaman- mynd. Allir karlmenn vita að þegar kemur að samskiptum við kvenfólk þá er stundum eins og að manneskjur frá sitt hvorri plánetunni séu að tjá sig. Aðal- Planet Are You From, Harold, á þátt í slík- leika í myndinni Greg Kinnear, Linda Fiorentino, Annette Bening, Judy Greer, Ann Cusack og Janeane Garofalo. personan í What Annette Bening Leikur alkóhólista sem nýkominn er úr meöferö. Leikstjórinn Mike Nichols, til hægri, viö tökur Pianet Are You From. um tjáskiptum i orðsins fyllstu merk- ingu, hann er frá annarri plánetu. Árið er 2999 og Harold er sendur frá plánetu langt úti í hinum stóra heimi, til jarðarinnar og dagskipunin er að kynnast kvenfólki þar sem htið er orðið um það í heimbyggð hans. Á jörðinni er hann svo heppinn að hitta fyrir kvennabósann Perry Gor- don, sem fer með Harold í könnunarleiðangur og kynnir hann fyrir nokkrum stúlkum sem gera Harold alveg ruglaö- an svo ekki sé meira sagt. Vera hans á jörðinni verð- ur því ekki sú sæluvist á What sem hann hélt. Auk Garry Sandlings Kvikmyndir Mike Nichols Who's Afraid of Virginia Woolf, 1966 The Graduate, 1967 Catch-22, 1970 Carnal Knowledge, 1971 The Day of the Dolphin, 1973 The Fortune, 1975 Silkwood, 1983 Heartburn, 1986 Biloxi Blues, 1988 Working Girl, 1988 Postcards from the Edge, 1990 Regarding Henry, 1991 Wolf, 1994 The Birdcage, 1996 Primary Colors, 1998 What Planet Are You From? 2000. Frá hvaöa plánetu ertu? Vinsæl myndbönd Stúart litli irlr Stúart litli er einfeldningsleg í aila staði. Þetta syk- ursæta ævintýri höfðar því nær ein- göngu til yngstu kynslóðarinnar. Án efa eykur það skemmtun bam- anna að heyra í myndinni íslenskt tal en hinir eldri þakka eflaust sínum sæla að aila jafna skuli ekki talað inn á erlendar myndir hér- lendis. Ekki ber að skilja það svo að tal- setningin sé sérstaklega slæm heldur er eitthvað bogið við að heyra Hugh Laurie og Geenu Davis tala íslensku. Það er samt auðvitað Stúart sem er í brennidepli og er tæknileg úrvinnsla hans vel heppnuð í alla staði. Hasarsenumar eru einnig mjög vel útfærðar og ris myndin hæst í þeim. -BÆN The Skulls ir Hugmyndin á bak við The Skuils er skrambi góð - skemmtileg blanda samsæris og mystikur - en út- færslan með ein- dæmum klaufaleg. Aðsetur félagsins Kúpur er óraunsætt með afbrigðum og aldagamlar hefðir félagsins glórulausar. Persónumar eru ster- eotýpur og samtöl jjeirra oft heimskuleg eftir því. Atburðarásin er brotakennd og sumar senurnar með eindæmum vand- ræðalegar - ofsóknarbrjálæðissenan þó sýnu verst. Og hvaða félagsskapur af þessu tagi myndi kalla sig Höfuðkúpumar?-BÆN Boys Don't Cry itiri Það er vand- meðfarið að byggja mynd á sönnum at- burðum. Sumir líta á staðreyndir máls- ins eingöngu sem hugmyndabanka fyrir skáldskap og það er allt eins hægt að búa til flna mynd á þann hátt og aðrir reyna að draga fram sannleikann. Boys Don't Cry einkennist af málamiðlun á milll þessara sjónarmiða. Annars er myndin fýrst og fremst tragísk ástarsaga, e.k. Rómeó og Júlia kynhneigð- anna. Málamiðlanakennd nýting hinna raunverulegu atburða dregur úr trúverðug- leika myndarinnar, en hún er engu að síð- ur nokkuð athyglisvert og vel leikið drama. -PJ Risaeðla skírð í höfuðið á Crichton Michael Crichton kom risaeðlum aftur á blað þegar hann skrifaði skáldsögu sína Jurassic Park, sem Steven Spielberg tók sína upp á arma sína og gerði einhverja vinsælustu kvik- mynd kvik- myndasögunnar eftir. Síðan hafa risaeðlur verið ofarlega á vin- sældalista hjá íbúum heimsins og forvitni um þær og afdrif þeirra hefur ekk- ert minnkað í ár- anna rás. Þessar vinsældir sem vísindamenn sem rannsaka stein- gervinga hafa ekki farið varhluta af, (auðvelt hefur verið fyrir þá að fara í fjárhirslu sjóa til að halda rann- sóknum áfram) hafa gert það að verkum að Michael er mjög vel séð- ur gestur í þeirra hópi og til að launa honum hefur ein sú risaeðli- tegund sem fundist hefur, og er frá þeim tíma sem Jurassic Park gerist, verið skírð í höfuðið á Crichton og heitir Crichton’s Ankylosaur og er ekki stór, meira að segja mjög lítil „risaeðla". Við athöfnina sem fylgdi í kjölfarið sagði Crichton: „Fyrir mig er þetta meiri viðurkenning en að fá óskarsverðlaun." Michael Crichton Geröi risaeölurn- ar vinsælar. lyndbandagagnrýni 24 Hour Woman Hrekkur í gang ** Leikstjórinn Nancy Sevoca hefur ekki gert margar myndir en nokkrar þeirra hafa náð vinsældum, einkum True Love frá árinu 1993 sem meðal annars hlaut dómaraverð- launin á Sund- ance-kvikmynda- hátíðinni. Kvik- myndin 24 Hour Woman telst tæp- ast til bestu mynda leikstjór- ans þótt ýmislegt gott megi segja um hana. Upp- hafsminútumar gætu reyndar verið til þess fallnar að fæla áhorfendur frá viðtækjum sínum eða hreinlega svæfa þá. En að því slepptu er eins og myndin hrökkvi í gang og um miðbikið er hún orðin nokkuð áhugaverð. Það ber helst að þakka Rosie Perez sem að öðrum ólöst- uðum heldur myndinni meira og minna uppi. Rosie fer ágætlega með hlutverk hinnar stressuðu Grace Santos sem starfar sem upptökustjóri i morgun- þætti á sjónvarpsstöð í New York. Hún er gift aðalþul morgunþáttarins og í upphafi myndar eiga þau von á sínu fýrsta barni. Grace stendur síðan frammi fyrir því klassíska vandamáli að þurfa að velja á milli starfsins og bamsins sem ieiðir á köflum til óvæntr- ar atburðarásar. Þrátt fýrir brokkgengt handrit tekst leikstjóranum að kalla fram samúð áhorfandas með hinum ýmsu persónum myndarinnar en það er kannski lika vegna þess að fólkið er eitthvað svo raunverulegt og vandamál þess af þeim toga sem margir þekkja. Eins og fýrr segir er Rosie Perez ókrýnd stjama myndarinnar og likast til hafa framleiðendur ekki haft ráð á fleiri kvikmyndastjömum. Útlit og um- gjörð minna svolftið á b-myndir eða ódýra sjónvarpsmynd og nokkuð ljóst að ekki var miklu kostað til við tækni- vinnsluna. Útkoman er því miðlungs- mynd sem þó á sína spretti. -aþ Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Nancy Savoca. Bandarisk, 1999. Lengd: 90 mín. Öll- um leyfö.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.