Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000
Fréttir
DV
Frystitogararnir í hörkukeppni um mesta aflaverðmætið:
Hörkukeppni er á
milli þriggja efstu
- en ekki von til að neinn nái milljarði
DV, AKUREYRI:______________________
Mjög mjótt er á mununum hjá
þeim frystitogurum sem borið hafa
mest aflaverðmæti að landi á árinu
og virðist sem þrir þeirra skeri sig
nokkuð úr að þessu leyti. Það eru
Arnar frá Skagaströnd, Baldvin Þor-
steinsson frá Akureyri og Höfrung-
ur III frá Akranesi. Á síðasta ári var
Skagastrandartogarinn Arnar með
mest aflaverðmæti, eða 1 milljarð og
26 milljónir, en Samherjatogarinn
Baldvin Þorsteinsson i öðru sæti
með 1 milljarð og 1 milljón.
Flestir frystitogaranna héldu í
siöustu veiðiferð ársins nærri síð-
ustu mánaðamótum. Samkvæmt
upplýsingum frá Skagstrendingi
sem gerir Arnar út var aflaverð-
mæti skipsins fyrir þennan síðasta
túr 850 milljónir króna og því nokk-
uð ljóst að skipið nær ekki millj-
arðnum aftur. „Það hefur verið
þannig frá því i haust að menn ná
ekki að veiða það af þorski sem þeir
hafa ætlað sér en fram á haustið
hafði gengið skínandi vel,“ segir
Jóel Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri Skagstrendings.
Hjá Samherja, sem gerir út Bald-
vin Þorsteinsson, sagði Birgir Öss-
urarson sölu- og markaðsstjóri að
hann hefði ekki upplýsingar fyrir
DV um aflaverðmæti Baldvins fram
að lokatúmum. „Þessar tölur liggja
Arnar HU
Hæstur í fyrra og viö toppinn nú.
Baldvin Þorsteinsson EA
/ hörkubaráttu um efsta sætiö.
Höfrungur III AK
Efí skammt á eftir í þriöja sætinu.
ekki fyrir, þetta eru hlutir sem við
erum ekki að velta fyrir okkur,“
sagði Birgir.
Samkvæmt öðrum heimildum,
sem telja má öruggar, var aflaverð-
mæti Baldvins Þorsteinssonar
850-860 milljónir fyrir veiðiferðina
sem nú stendur yfir.
Sturlaugur Haraldsson hjá Har-
aldi Böðvarssyni, sem gerir út Höfr-
ung III frá Akra-
nesi, sagði að
aflaverðmæti
skipsins fyrir
síðustu veiði-
ferð ársins
næmi 840 millj-
ónum króna.
Einhver þeirra
þriggja togara
sem hér hafa
verið nefndir
mun hreppa
efsta sætið en
samkvæmt
heimildum okk-
ar kemur togar-
inn Júlíus Geir-
mundsson frá
ísafirði i næsta
sæti. Hjá Gunn-
vöru hf. á ísa-
firði sem gerir
skipið út var
upplýst að afla-
verðmæti þess var um 800 milljónir
um siðustu mánaðamót.
Ljóst er að ekkert skipanna mun
ná aflaverðmæti upp á milljarð eins
og Amar gerði á síðasta ári. Lík-
legra er að lokatölur verði nærri 900
milljónum enda afli togaranna mjög
litill þessa dagana, ýmist vegna lok-
ana veiðisvæða eða óhagstæðs veð-
urs. -gk
DV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON
Grænt upp!
Starfsmenn Skipavíkur ehf. þurfa
ekki aö láta brýna sig á því aö hafa
græna litinn upp eins og segir í
Hafnarfjarðarbrandara einum. Hér
eru þeir aö leggja þökur viö hiö nýja
íþróttahús Snæfellsbæinga á jóla-
föstunni. Þarna eru aö verki þeir fé-
lagar Gunnar, Magnús, Guömundur
og Þorsteinn.
Stykkishólmur:
Þökulagt
a jola-
föstunni
- nýja íþróttahúsið vígt
DV, ÓLAFSVÍK:
Starfsmenn Skipavíkur hf. í
Stykkishólmi unnu að túnþökulagn-
ingu við hið nýja íþróttahús Snæ-
fellsbæjar nú á dögunum. Gott tíðar-
far hefur verið til landsins undan-
farið þó illa hafi gefið á sjó.
Nýja íþróttahúsið verður vígt á
laugardaginn kemur og allt er að
verða klárt og mikið verður um
dýrðir. Einn liðurinn til að klára
dæmið var að leggja þökur á lóðina
þar sem gróður á að vera. Ekki hafa
verið lagðar þökur í desember svo
lengi sem elstu menn muna hér um
slóðir. Starfsmönnum Skipavíkur
fannst því upplagt að klára verkið á
stundinni meðan tíðarfarið væri
svo gott.
Aðeins einu sinni hefur fallið
snjór hér í Ólafsvík í haust þótt
grátt hafl verið í fjöllum. Smáhálka
myndaðist en starfsmenn bæjarins
brugðust fljótt við og útrýmdu
hálkunni með nokkrum saltkorn-
um. -PSJ
Ekki glórulaust í göngunum
Starfsmenn Vegageröarinnar á Isafirði voru í óöaönn aö koma fyrir endurskinsmerkjum á Tungudalslegg Vestfjaröaganganna
á dögunum. Þeir Elvar Reynisson og Kristinn ísak Arnarsson sögðu endurskinsmerki þessi vera kölluö glórur, nafngiftin kem-
ur aö sjálfsögöu til af því aö þau glóa í myrkri. Munu glórurnar auka mjög öryggi vegfarenda um göngin. -VH
Harður árekstur á Akranesi:
Kyrrstæo bifreið flaug 15 metra
DV, AKRANESI:_________________________
Nissan bifreið keyrði á kyrr-
stæða Reno-bifreið við Suðurgötu
114 á Akranesi kl. 6 að morgni laug-
ardagsins og kastaðist Reno-bíllinn
15 metra við áreksturinn og lenti
inni á túnbletti. Báðar bifreiðimar
eru nokkuð skemmdar. Ökumaður
Nissan-bílsins er 18 ára og er grun-
aður um ölvun við akstur, að sögn
lögreglunnar á Akranesi.
DV-MYND KOLBRÚN INGVARSDÓTTIR
Frá slysstaö
„Mér þykir mikil mildi aö ekki
varð stórslys og ég er heppinn að
bíllinn fór ekki inn í húsið hjá
mér,“ segir Guðleifur Einarsson
sem býr á Suðurgötu 114. „Ég vakn-
aði við herlegheitin um sexleytið og
hélt það væri kominn jarðskjálfti,
leit út um gluggann og þá var Ren-
oinn kominn inn á blett hjá mér og
búinn að eyðileggja nýju girðinguna
hjá mér.“ -DVÓ
Sandkorn
_ ÉHJmsjón:
Höröur Kristjánsson
netfang: sandkom@ff.is
Ragnar Reykás?
í utandag-
skrárumræðu sem
Steingrímur J.
Sigfússon óskaði
eftir um banka-
málið á Alþingi á
: þriðjudag sótti
hann hart að Val-
gerði Sverris-
dóttur viðskipta-
ráðherra vegna afskipta hennar af
sameiningarferlinu. Slíkt gerðu
einnig fleiri þingmenn við þetta
tækifæri. Ráðherra sagðist hins
vegar ekki skilja viðsnúning í
þankagangi þingmanna sem töluðu
nú gegn sameiningu. Las hún síðan
upp úr ræðu Steingríms J. þar sem
hann taldi ábyrðarleysi ef þing-
menn settu sig á móti svo borð-
leggjandi hlutum eins og samein-
ingu. Vegna þessa veltu gárungar
fyrir sér hvort einhver skyldleiki
væri á milli Steingríms og Ragnars
Reykáss..
Eins og idíót?
Davíð Oddsson i
talaði á jólasam-
komu sjálfstæðis-
félaganna í |
Reykjavík í Val-
höll á laugardag.,
Þar mælti hann
m.a. nokkur orð
um nýútkomna
ævisögu Stein-
gríms Hermannssonar. Fannst
honum merkileg lýsing fyrrum for-
sætisráðherra á því er „Valhall-
armafian“ átti að hafa flutt inn
ímyndarráðgjafa frá Saatchi &
Saatchi, sem hefði fengið Davíð til
þess að ganga um í gulum jakka.
Davíð sagði Saatchi-bræður hvergi
hafa komið nærri jakkaplottinu.
Útskýrði Davíð jakkakaupin með
því að hann hefði farið út í Herra-
garð og beðið um ódýran jakka. Af-
greiðslumaðurinn mældi hann út
og sótti að því búnu gula jakkann.
Davíð fór í jakkann, leit í spegil og
spurði strákinn: „Er ég ekki alveg
eins og idlót í þessu?" Stráksi leit á
hann og svaraði um hæl: „Það sér
enginn muninn." Varð Davíð svo
hrifmn af hreinskilni stráksins að
hann keypti jakkann með það
sama...
Stóra systir tekur við
Breytingar
standa nú fyrir
dyrum á Kastljós-
þætti Sjónvarps-
ins. Ekki er svo
sem um neina
byltingu að ræða
| og mannabreyt-
) ingum er haldið
innan fjölskyldu
annars stjórnandans. Þar mun Eva
María Jónsdóttir, margfræg dag-
skrárgerðarkona, taka við af litlu
systur sinni Rögnu Söru sem búin
er að öðlast sess sem einn af heim-
ilisvinum landsmanna í gegnum þá
merkilegu athyglissugu sem sjón-
varpið er á hverju heimili...
Gaman að skrifa
Eftir herfilega I
útreið Hannesar
Hólmsteins Giss-
m-arsonar hjá j
flokkssystur sinni,
Ásdísi Höllu j
Bragadóttur í j
Máli síðustu viku [
lagði kappinn j
ekki í að hafa
viðmælanda í síðasta þætti sínum.
Fannst mörgum þar lítið leggjast
fyrir góðan dreng i þætti sem var
undir því yfirskini að ræða um
bókmenntir. Bróðurpartinn af þætt-
inum notaði lektorinn til að klára
það sem hann var að reyna að
stinga inn á milli orða Ásdísar
Höllu í síðasta þætti. Þar var um
að ræða tengsl Jóns Ólafssonar
við borgarstjóra Reykjavíkur í
gegnum eiginmann hennar. Og eft-
ir að hafa lagt hnjóðsyrði sín til
nokkurra bóka hóf hann sína eigin
bók upp til himna á þeim forsend-
um að það hefði verið svo ósköp
gaman að skrifa hana...