Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 11 I>V Útlönd Njósnaforinginn Montesinos flúinn frá Perú: Laumaðist á segl- skútu til Kostaríku Fyrrum yílrmaður leyniþjónust- unnar í Perú, sem hefur verið á flótta undan réttvísinni í tvo mán- uði, stakk af í októberlok og sigldi á skútu alla leið til Kostaríku. Þetta kemur fram í framburði öryggis- varða njósnaforingjans sem gerður var opinber í gær. Ef rétt reynist, tókst Vladimiro Montesinos að laumast úr landi að- eins sex dögum eftir að hann sneri heim eftir misheppnaða tilraun til að fá pólitiskt hæli í Panama. Montesinos hefur verið ákærður fyrir spillingu en hneykslismálið sem hann varð valdur að kostaði Al- berto Fujimori forsetaembættið. Öryggisverðimir sögðu lögmanni sem rannsakar meint peninga- þvætti njósnaforingjans fyrrverandi að Montesinos hefði siglt frá Perú þann 29. október og að hann hefði haft viðkomu á Galapagoseyjum, sem tilheyra Ekvador, sex dögum síðar. Vladimiro Montesinos Njósnaforinginn fyrrverandi úr Perú komst úr landi á ævintýralegan hátt, ef marka má framburð embættis- manna í her landsins. Montesinos flúði til Kostaríku á seglskútu. Framburður öryggisvarðanna er vís með að valda starfandi forseta Perús, Valentin Paniagua, erfiðleik- um í að bola skósveinum Montesin- os úr herafla landsins, fjölmiðlum og dómstólum. Montesinos hefur verið sakaður um tengsl við bandarísku leyniþjón- ustuna CIA, eiturlyfjasmyglara og dauðasveitir. Hneykslið sem hann er miðpunkturinn í komst í hámæli í september þegar fram kom mynd- bandsupptaka af Montesinos þar sem hann afhenti þingmanni mút- ur. Þvi lauk síðan með brottrekstri Fujimoris úr forsetaembættinu í síðasta mánuði. „Stundum hvarflar að manni hvort allt sem gerst hefur sé raun- verulegt eða bara vel gerð kvik- mynd. Þessi saga gæti verið ein besta spennukvikmyndin," segir ör- yggismálasérfræðingurinn Carlos Tapia í samtali við fréttamann Reuters. Lögregluþjónn borlnn til grafar á Gaza Þaö var heitt í kolunum á Gazaströndinni í gær þegar 27 ára gamall palestínskur lögregluþjónn, Mahdi Ramadan, var borinn til grafar. Lögregluþjónninn féll í átökum við ísraelska hermenn fyrr um daginn, ásamt þremur starfsbræðrum sínum. Tugir Palestínumanna særðust í átökum á heimastjórnarsvæðunum í gær. Nýtt hneyksli í upp- siglingu I Frakklandi Þegar skattayfírvöld í París voru að rannsaka fasteignakaup vopna- salans Pierres Falcones, sem með viðskiptum sínum hefur haldið borgarastríðinu I Angóla gangandi, afhjúpuðu þau nýtt hneyksli í Frakklandi. Þegar disklingar Falcones voru skoðaðir i tölvu birt- ust athyglisverð nöfn á skjánum. Jean-Christophe, sonur Mitterrands fyrrverandi Frakklandsforseta, sem á árunum 1986 til 1992 sinnti hags- munum Frakka í Afríku, svo að segja á vegum foður síns. Jacques Attali, persónulegur ráðgjafi Mitt- errands 1981 til 1991. Hann er nú fjármálaráðgjafi og rithöfundur. Charles Pasqua, fyrrverandi innan- ríkisráðherra. Og Jean-Charles Marchiani, samstarfsmaður Pasqua, sem starfaði í leyniþjónustunni. Þeir hafa allir verið kallaðir sem vitni í málinu gegn Falcone. Jafn- framt hefur rannsókn verið gerð á heimilum og skrifstofum fjórmenn- inganna. Rannsóknardómarar rann- saka nú að hve mikli leyti þeir vissu um ólögleg viðskipti Falcones. Vopnasalan, sem um ræðir, fór fram 1993 til 1994. Slóvakískt fyrir- tæki, Zts-Ozos, sem gert hafði inn- kaup í birgðageymslum í Rússlandi, afhenti vöruna. Falcone var millilið- ur. Ólíklegt þykir að franska ríkið hafi átt aðild að vopnasölunni. En Pierre Falcone var á þessum tíma fastur ráðgjafi Sofremi, samtaka sem flytja út franskan öryggisbúnað til fjölda landa. Franska ríkið á 35 prósent í samtökunum. Sofremi heyrði undir Pasqua. Falcone var einnig í sambandi við son Mitterrands sem er sagður hafa sýnt mikla kurteisi. Attali, sem á síðari árum hefur verið ráðgjafi margra þjóðarleiðtoga í Afríku, vildi einnig gjaman bjóða forseta Angóla þjónustu sína. Falcone var maðurinn sem gat komið á sam- bandi. í Angóla starfaði Falcone náið með Arkadí Gajdamak sem fæddist í Sovétríkjunum en flutti til ísraels og fékk ríkisborgararétt þar. Gajda- mak starfaði sem túlkur á alþjóðleg- um ráðstefnum og í viðskiptalífmu. Þannig aflaði hann sér margra sam- banda. Nokkrir tengiliða hans voru í hergagnaiðnaðinum í Sovétrikjun- um. Við hrun þeirra komust við- skiptin i gang fyrir alvöru. Hann seldi Angólamönnum vopn, fóður og áburð og fékk í staðinn olíu og dem- anta. Frönsk yflrvöld hafa árangurslaust kallað Gajdamak til yfirheyrslu. Toyota Nissan Musso Chevrolet Suzuki Isuzu Cherokee yyy Jeep Willys // Land Rover Range Rover Ford Leiðiskrossar ALLT PLAST heimasíða: www.simnet.is/aplast Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 Framleiðum brettakanta, sólskyggni og boddíhluti á flestar gerðir jeppa, einnig boddíhluti I vörubíla og vanbíla. Sórsmíði og viðgerðir ólagjöfin hennar! Stuttir og síðir pelsar i úrvali Minkíipelsttr Tilboð 50% útborgun og eftirstöðvur voxtalaust ullt ttð 12 nuimtðunt. Pelsfóðurs- kápur og jakkar Ullarkápur og jakkar með loðskinni Loðskinnshúfur Loðskinnstrejlar Loðskinnshárbönd Klassískur fatnaður Bocace-skór Þar sem vandlátir versla PELSXNN Kirkjuhvoli, sími 552 0160 K Raðgreiðslur í allt að 36 mónuði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.