Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 32
36
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000
Tilvera
DV
i i f í ft
Á Gauk á Stöng má búast viö
góðu fonki í kvöld. Hljómsveitin
Jagúar spilar fyrir gesti. Húsið
verður opnað kl. 20 en eftir 22
kostar 750 kr. inn.
Jagúar spilar
á Gauknum
Popp________________
■ AMPOP MEÐ TÓNLEIKA í JAPIS
A LAUGAVEGI Japis-búðirnar eru
■4- komnarí mikla jólastemningu og
bjóða gestum og gangandi upp á
litla tónleika og ýmsar hressandi
uppákomur í desember. Fyrstu tón-
leikarnir eru T klukkan 17 í dag en
þá ætlar hljómsveitin Ampop að
spila.
■ KRISTINN ÁRNASON í JAPIS í
KRINGLUNNI I verslun Japis í
Kringlunni má búast við góðri
stemningu því í kvöld klukkan 19
kemur Kristinn Árnason og leikur
fyrir gesti og gangandi.
Krár
* ■ SOLEY A PRIKINU A Prikinu í
kvöld ætlar engin önnur en Sóley aö
spila sjóðheitt r'n'b og hip-hop, sett
saman með smáfönki og mikilli ást.
■ FIMMTUDAGSKVÖLD Á
KLAUSTRINU Gústi skemmtana-
stjóri og Heiðar Austmann skipta
með ser þessu kvöldi á Klaustrinu.
■ PITCHER KVÓLD Á VEGAMÓT-
UM A Vegamótum veröa alltaf svo
kölluð Pitcher-kvöld á fimmtudögum
og mun Dj Ýmir spila ásamt gesta-
spilara. Pitcher verður á frábæru
verði, 1,6 I á aðeins 1290, einnig
verður boðið upp á Buffalo vængi á
vægu verði fram að lokun.
■ BRAVO-KVÖLD Á THOMSEN í
kvöld verður mikil tilraunastarfsemi
á Bravo en þar koma fram Mixer:
'* Múm, Biogen og Auxpan. Húsið
verður opnað kl. 21.30.
Fundir
■ JOLAFUNDUR SAFNAÐAR-
FELAGS DIGRANESPRESTAKALLS
Verður haldinn í safnaðarsal
kirkjunnarí kvöld kl. 20.30. Erindi
fiytur Marteinn Steinar Jónsson
sálfræðingur. Kvöldvökukórinn
syngur. Veitingar í boði félagsins.
Allir velkomnir.
Myndlist______________________
■ ENGLAR Þóra Hreinsdóttir sýnir í
Gallerí Smíðar og skart, Skólavöröu-
stíg 16A. Englar hafa verið helsta
viöfangsefnið Þóru síðarí ár. Englana
málar hún meö olíulitum á tré. Sýn-
ingin er opin á verslunartíma og
stendur fram að jólum.
■ FJÓLA JÓNS Málverkasýning
Fjólu Jóns stendur í Gallerí Hring-
llst, við Hafnargötu 29 í Keflavík.
Hún sýnir akrýlverk sem hún hefur
unnið að undanfarið ár. Sýningin
verður opin á sama tíma og galleriið
fram til jóla.
■ SIGURÐUR ATU ATLASON
Siguröur Atli Atlason sýnir olíumál-
verk í Gallerí Reykjavík,
Skólavörðustíg 16. Sýningin
samanstendur af olíumálverkum
unnum á striga, sem spanna um
það bil 10 ára tímabil. Aðalþema
•7 myndanna er íslenskt landslag í
abstraktformi, ásamt fígúratífum
túlkunum óháðum tíma og rúmi.
Sýningunni lýkur 31. desember.
■ VINNUSTOFUSÝNING Helgi
Gíslason myndhöggvari heldur
vinnustofusýningu að Lindargötu 46.
Á sýningunni eru bronsverk og
teikningar. Sýningin er opin daglega
. frá kl. 12 til 18 fram til 17.
•* desember.
Sjá nánar: Líflð eftir vlnnu á Vísl.ls
Flestir hlakka til jólanna en sumir kvíða þeim líka:
Að snúa vanda-
máli upp í tækifæri
Aðdraganda jólanna fylgir gleði
hjá flestum. Hins vegar eru þeir
líka til sem af ýmsum ástæðum
kvíða komu jólanna. Þeir sr. Sig-
urður Pálsson, sóknarprestur í
Hallgrímskirkju, og Stefán Jó-
hannsson fjölskylduráðgjafi gang-
ast fyrir námskeiði um kvíða,
spennu og sektarkennd tengda jól-
unum sem verður haldið í Hall-
grímskirkju á föstudagskvöld.
Trúarlegt og hagnýtt
Að sögn Stefáns skipta þeir fé-
lagar þannig með sér verkum að
sr. Sigurður fjallar um hið trúar-
lega inntak jólanna en þáttur Stef-
áns er hagnýtur, þ.e. þar verður
fólki leiðbeint um hvemig það get-
ur tekist á við jólakvíðann.
„Fyrsti þáttur námskeiðsins
íjallar um inntak jólanna eða jóla-
boðskapinn. Sr. Sigurður leggur
út af Biblíunni og vinnur með
spumingar og fullyrðingar. Hvar
fæ ég þennan fögnuð? Yður er í
dag frelsari fæddur en ég finn mig
ekki frjálsan. Vertu óhræddur!
Get ég fagnað? Get ég verið
frjáls?"
í þætti Stefáns sem fylgir á eftir
er fjallað um samspil tilfinninga
og hugsana. „Hvaða tilfinningar
flnn ég varðandi komu jólanna?
Hvaða hugsanir hef ég varðandi
komu jólanna? Ég reyni að fá fólk
til að gera sér grein fyrir munin-
um á tilflnningalegum viðbrögð-
Eru jólin ekki eins og okkur finnst
þau eiga aö vera?
Stefán Jóhannsson fjölskylduráðgjafi
er annar aðstandandi námskeiðs
um jólakvíða. Hinn er sr. Sigurður
Pálsson, sóknarprestur í Hallgríms-
kirkju.
um sínum og hugsunum." Hver og
einn á svo að greina þau vanda-
mál sem við blasa varðandi komu
jólanna. Oft snýst vandamálið um
að fólki finnst eins og jólin verði
ekki eins og þau eigi að vera, t.d.
vegna þess að það hefur misst ást-
vin eða veikindi hafa komið upp.
„Vandamálið er vandamál meðan
fólki flnnst það og við reynum að
velta því upp hvernig snúa megi
vandamáli upp í tækifæri og
hvernig hver og einn getur notið
þess sem er í boði.“ Einnig fjallar
hann um hvar sé hjálpar að leita
fyrir þá sem standa frammi fyrir
vandamálum.
„Jólin eiga að vera það besta
sem við getum hugsað okkur mið-
að við það sem við höfum.“
Stefán leggur áherslu á að fólk
fari í saumana á hvemig jólin
verða í ár og ákveði sem fyrst
hvernig það ætlar að hafa þau.
Jólaandi
Þeir Stefán og sr. Sigurður
leggja upp úr jólaandanum á nám-
skeiðinu. Þar verður jólahugvekja
og að sjéilfsögðu kaffl og jólakök-
ur. „Þetta verður afslappað og
notalegt hjá okkur," segir Stefán.
Námskeiðið er ætlað öllum.
„Jólakvíði getur skotið upp kollin-
um hjá öllum, líka þeim sem hafa
allt til alls. Það eru ekki alltaf pen-
ingarnir sem eru vandamál, þótt
það sé að sjálfsögðu oft. Það eru
tilfinningamar fyrst og fremst
sem skipta máli.“
Námskeiðið verður í Hallgríms-
kirkju föstudagskvöldið 15. desem-
ber frá kl. 19 til 22. -ss
Regnboginn - Highlander: Endgame: ★ i
Fækkar í liði hinna ódauðlegu
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Það sem gerði fyrstu kvikmynd-
ina um Hálendinginn ódauðlega,
Connor McLeod, skemmtilega var
að í henni tókst að skapa ævintýra-
heim sem stóð undir nafhi, ævin-
týraheim eins og hann gerist bestur
í klassískum ævintýrum þar sem
hið góða berst gegn hinu illa. í
myndinni var farið i saumana á
ódauðleika mannsins, ekki beint
sannfærandi en útfært á spennandi
máta og ódauðleikinn virkaði. Þessi
útfærsla hefur nægt til að halda æv-
intýrinu á floti i ein fimmtán ár. í
kjölfarið fylgdu tvær lítt eftirminni-
legar kvikmyndir þar sem
Christopher Lambert endurtók leik-
inn i hlutverki Connors. í þeim
kvikmyndum var enginn Sean
Connery sem gaf fyrstu myndinni
mikla vigt. Þá hefur á síðustu árum
verið í gangi sjónvarpssería sem
byggð er á grunnhugmyndinni þar
sem aðalhetjan hefur verið Duncan
McLeod (Adrian Paul), frændi
Connors, auk þess sem teikni-
myndasería var einnig gerð.
í Highlander: Endgame hittast
frændurnir Duncan og Connor og
sameina krafta sína gegn Jacob Kell
(Bruce Payne) sem hefur ekki að-
eins safnað um sig liði af ódauðleg-
um Hálendingum heldur einnig
drukkið í sig kraft allra þeirra sem
hann hefur drepið. Kell er þvi orð-
inn að óstöðvandi drápsmaskínu
sem enginn einn getur stöðvað. Og
það sem kannski greinir þessa nýju
kvikmynd frá fyrri myndum er að
langflestir sem drepnir eru í mynd-
inni eru ódauðlegir, svo ótrúlegt
sem þaö kann að virðast, en eins og
þeir vita sem fylgst hafa með ævin-
týrum Hálendinganna er aðeins
hægt að drepa þá á einn hátt - með
því að höggva hausinn af viðkom-
andi. Kell, sem orðinn er hættuleg-
ur öllu lífi, er orðinn það sterkur á
svellinu að aðeins sameinaðir Dunc-
an og Connor (og þá er átt við sam-
einaðir í orðsins fyllstu merkingu)
eiga möguleika á að höggva hausinn
af honum.
Highlander: Endgame er ekki
miklu skárri en myndir númer tvö
og þrjú. í raun vantar ekki hug-
myndir, þær eru eiginlega of marg-
ar. í fyrrihluta myndarinnar er far-
ið á rás aftur í aldir án nokkurs til-
gangs, nema til að sýna hversu nán-
ir Duncan og Connor eru. Engum
þessum hugmyndum er fylgt eftir
með bitastæðum setningum heldur
er öll áherslan lögð á sverðaglamur
og slagsmál sem verður ósköp þreyt-
andi til lengdar.
Christopher Lambert er orðinn
ansi þreytulegur í hlutverkinu og
örugglega orðinn dauðleiður á
Connor. Adrian Paul, sem leikur
Duncan, hefur ekki sömu útgeislun
og Lambert en er betri í hasaratrið-
unum. Bruce Payne, sem leikur
Jakob Kell, leikur hlutverkið eins
og hann sé á sviði í illa leikinni
uppfærslu á Shakespeare-leikriti.
Myndin heitir Endgame og nú er
bara að vona að aðstandendur Há-
lendinganna ódauðlegu standi við
orð sín.
Leikstjóri: Douglas Aarniokoski. Handrit:
Gillian Horvath og William Panzer. Kvik-
myndataka: Beth Anne Calabra. Tónlist:
Donald J. Paanessa. Aðalleikarar:
Christopher Lambert, Adriab Paul, Bruce
Payne og Lisa Barbuscia.