Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 Skoðun DV Spurning dagsins Kaupirðu þér jólaföt? Inga María Siguröardóttir nemi: Já, ég kaupi mér alltaf ný jólaföt. Brynja Gunnlaugsdóttir nemi: Já, ég geri þaö alltaf. Theodór Eggertsson, starfsmaöur Kringlunnar: Nei, þaö geri ég ekki. Ellen Magnúsdóttir nemi: Já, ég kaupi alltaf ný jólaföt. Hjörleifur Guömundsson nemi: Ég er þúinn aö kaupa jólaföt. Ég keypti mér nýtt frá toppi til táar. Díana Yr Ölafsdóttir nemi: Nei, ég á svo flottan jólakjól frá því í fyrra aö mig langar til aö nota hann aftur þessi jól. Lokun Reykjanesbrautar - lögbrot og dólgsháttur Siguröur B. skrifar: Um nokkurra ára skeiö hefur mikiö verið talað um nauösyn þess aö breikka Reykjanesbrautina eða Keflavíkurveginn eins og þessi braut er kölluð í daglegu tali. Vísað er til margra slysa sem orðið hafi á veginum allt frá því hann var lagð- ur bundnu slitlagi áriö 1965. Til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri gripu Suðurnesjamenn til þess að loka veginum nú á dögun- um. Um var að ræða algjörlega ólög- lega aðgerð sem kom mörgu fólki mjög illa. Ég var að aka fólki til Leifsstöðv- ar þar sem það átti pantað flug og hafði ég tal af einum mótmælandan- um og sagði honum að við yrðum að komast í gegn til að missa ekki af fluginu. Hann sagði það ekki sitt mál viö skyldum tala við stjómvöld. Okkar flug væri ekki hans mál. Ljóst er að í þessum aðgerðum fóru ofvirkir skæruliðar offari í lög- brotum og dólgshætti. Það var hlá- „Það er athyglisvert að mun fleiri bílarfara um aðra vegi landsins án sérstakrar slysahœttu. Má þar nefna Vesturlandsveg og ékki síst Suðurlandsveg þar sem ekið er við mun verri aðstœður en á Keflavíkurveginum. “ legt að sjá Kristján Pálsson alþingis- mann ganga um sem „hrók alls fagnaðar" í miðjum hópi þessara lögbrjóta í sömu andrá og hann lýsti því við fjölmiðla að hann styddi ekki ólöglegar aðgerðir. Jafnvel þingmaðurinn Ámi Johnsen hefði ekki hagað sér með þessum hætti. Það er athyglisvert að mun fleiri bílar fara um aðra vegi landsins án sérstakrar slysahættu. Má þar nefna Vesturlandsveg og ekki sist Suöurlandsveg þar sem ekiö er við mun verri aðstæður en á Keflavík- urveginum. Á Suðurlandsvegi er yfir fjallveg að fara auk þess sem veður eru að jafnaði vályndari held- ur en á Reykjanesinu og meira um krappa hnúta sem bílarnir eru að fá á sig. Það er því fráleitt að kenna megi Keflavíkurveginum um þau slys sem þar hafa orðið enda um góðan og greiðfæran veg að ræða sem búið er lýsa upp enda á milli. Það er spuming sem menn verða að velta alvarlega fyrir sér hvort ökukennsla á Suðurnesjum sé hugs- anlega ekki með nógu góðum hætti, því vegurinn stenst samanburð við allt það besta sem þekkist í vega- málum hér á landi. Eðlilegt væri að breikka Vestur- landsveg á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar áður en kemur að breikkun Keflavíkurvegarins. Sömuleiðis hlýtur lýsing Suður- landsvegar allt til Selfoss að koma á undan. - Alþingismenn skyldu var- ast að slá keilur með því að ala á óá- nægju fólks og hræðslu með því að nota hörmuleg slys sér til fram- dráttar. Réttindalausir feöur Sandra skrifar: Þegar tveir aðilar eignast saman (les: búa til) barn og slíta síöan sam- bandi eða sambúð, hvemig í ósköp- unum getur þá bamsfaðirinn, þó svo að um sameiginlegt forræði sé að ræða, verið algjörlega réttinda- laus gagnvart bami sínu? Hann hef- ur ekki einu sinni rétt tfl að sjá það detti bamsmóðurinni í hug einn góðan veðurdag að vera svolítið leiðinleg? ÖU þessi leiðindi, og það aðeins út af því að einhverjir aðilar fyrir áratugum síðan ákváðu að setja lög um að móðirin væri rétthærri, hæf- ari og mikUvægari en faðirinn! Eins „Allir kannast við þá sögu, að konan noti bam sitt gegn karlinum, einungis í þeim tilgangi að sœra hann. Bamið er líka hluti af föður sínum. “ og svo margir vita geta konur, rétt eins og karlmenn, verið óhæfar sem foreldri. AUir kannast við þá sögu aö konan noti barn sitt gegn karlin- um, einungis í þeim tilgangi að særa hann. Bamið er hluti af föður sínum líka og hvemig í ósköpunum getur einhver utanaðkomandi bann- að fóðurnum aö hitta barnið? Fólk ætti að spá eUítið betur í það hvemig tilfmning það er að tala við aUa þá „fræðinga" sem tUtækir eru og fá sömu svör frá þeim öUum: „Nei, þú hefur engan rétt“. Maður fer nú að hugsa í alvöru hvort virki- lega enginn átti sig á hve mikU fjar- stæða þetta allt er. Viö vitum öU aö þetta er rangt. Þetta er kúgun og þetta „lögfræði- lega réttindaleysi" hlýtur að verða tekið sérstaklega til lögfræðUegrar meðferðar. Hversu margir skyldu standa akkúrat núna í þessum sporum? Fróðlegt væri að heyra þeirra skoð- un á málvmum. - Þessi mál verða að fá meiri athygli. Pagfari_________________________________________________________________________ Ólíkindalæti listamanna Hann hefur árum saman skýlt stórbrot- inni skáldagáfu bák við gerð ómerki- legra gamanmynda um tvo vitleysinga sem gera ékki annað en að skipta um vinnu - en látið eigi blekkjast: í raun er Þráinn Bertelsson þroskaður rithöfund- ur og kvikmyndagerðarmaður á heimsmœlikvarða. Samt er eins og herrar Alþingis nái að skUja það sem pöpuUinn skUur ekki og séu að vakna tU vitundar um hið rétta eðli rithöfund- anna; að fátt er þar sem sýnist. Þeir hafa líka notað innsæi sitt tU að velja sanna listamenn og tryggt að nokkrir þeirra detti ekki undir hungurmörk það sem þeir eiga eftir ólifað. Þráinn Bertelsson er einn þeirra sem nefndarmenn á Alþingi hafa séð í gegnum með ótrúlegri kænsku. Eins og áður hefur komið fram dulbúa rithöfundar verk sín á marga vegu en Þráinn Bertelsson er hvorki meira né minna en dulbúinn rithöfundur. Hann hefur árum saman skýlt stórbrotinni skáldagáfu bak við gerð ómerkUegra gaman- mynda um tvo vitleysinga sem gera ekki ann- að en að skipta um vinnu - en látið eigi blekkjast: 1 raun er Þráinn Bertelsson þroskaður rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður á heims- mælikvarða. Þráinn reynir lika að láta okkur halda að hann hafi ekkert haft fyrir stafni síðustu árin annað en að vinna fyrir Framsóknarflokkinn, en það er áreiðanlega blekking. Listamenn af hans kalíberi hljóta sífeUt að vera að skapa, þó að þeir vUji ekki deUa því með öUum lýðnum. ^ n . Dagfari er bókaormur hinn mesti og hefur stungið sér tU sunds í jólabókaflóðinu. Eins nærandi og sá sundsprettur er þá blöskrar Dag- fara oft hversu rithöfundar geta verið mikU ólíkindatól. Ein þversögn flóðsins er endurminningabók manns sem einmitt er frægur fyrir gleymsku sína. „Ég bara man það ekki,“ sagði hann við fréttamenn þegar hann var forsætisráðherra og fólk hélt að hann væri með alzheimer og var löngu hætt að nenna að spyrja hann að nokkru. Síðan fær hann lækni tU að hjálpa sér að skrifa meira en þúsund síður af endurminningum sín- um! Gamlir samstarfsmenn hans úr pólitíkinni kannast ekki við neitt úr sögimum og koma æ ofan í æ af fjöllum. Minningamar eru því ekki minningar heldur óminnisraus eða skáldsaga. Og svo er það Einar Alheimsins. Bókin hans á að vera skáldsaga - en er það aUs ekki. í viðtali viðurkenndi sá meinti skáldsagnahöfundur að hafa aUan skáldskapinn upp úr einhverjum göml- um frændum sínum sem voru ekkert að skálda, heldur að segja sannleikann. Án þess að skamm- ast sín tekur Einar sannleikann og breytir honum í skáldskap! Það er ekki hægt aö treysta þessum rithöfund- um. Blómaverslun hverfur Siguröur Einarsson skrifar: Ég og konan min komum á Hótel Sögu tU að hitta hjón sem biðu okkar þar tU að fara með í mat einn daginn fyrir stuttu. Við vildum nota tækifærið og kaupa nokkur blóm tU að færa gestunum sem voru hér tU stuttrar dvalar í borginni. En, æ, hvað var nú þetta? Blómabúðin sem um árabil hefur verið við innganginn á Hót- el Sögu var horfm. Ég fór aö spyijast fyrir um hana. Hún er komin á Eiðis- torg var svar stúlku í móttökunni. Ekki er við afgreiðslustúlkur hótelsins að sakast. En ég undrast það að á sama tíma og hótelið vex að umfangi (er nú orðið Radisson SAS Hotel) þá minnkar sjálfsögð þjónusta við gestina. Aukning umfangs virðist mestmegnis fara í stækkun skrifstofurýmis. Radisson SAS Saga Hotel. - Þjónustan minnkar. Samningar lágu niðri Vegna viötals sem birtist við Björgvin Guðmundsson, sendifulltrúa í sendi- ráði Islands í Ósló, þann 4. desember mn lausn SmugudeU- unnar viU hann taka fram að þegar Krist- inn F. Ámason sendiherra kom að Pistili frá Björgvin sss. 1»"“ «»""» ■—.... 1 höfðu samningafund- ir norskra og íslenskra ráðamanna legið niðri um hríð. Síðan segir í bréfi Björg- vins: „Norskir ráðamenn töldu þýðing- arlaust að halda samningafundi fyrir al- þingiskosningamar 1999 þar eð máliö væri svo viðkvæmt á íslandi. Þetta sjón- armið kom fram hjá VoUebæk utanrikis- ráðhema og öðrum norskum ráðamönn- um þegar Kristinn F. Ámason, nýr sendiherra í Ósló, ræddi við þá snemma árs 1999. Kristinn lagði þá tU að haldnir yrðu samningafundir, þrátt fyrir vænt- anlegar alþingiskosningar á íslandi, og látið yrði reyna á það hvort samkomu- lag næðist. Sendiherrann hvatti tU þess að haldnir yrðu samningafúndir þegar menn vom vondaufir um árangur. Það var gert og samningar tókust." Hannes, Hannes Guðbjórg Jónsdóttir skrifar: Mér finnst vera kom- inn aftur sá tími þegar ÞjóðvUjinn heitinn og Alþýðublaðið sáluga vora talin með íslensk- um blaðakosti. Þetta marka ég á skrifum og tUfaUandi greinum dag- blaðsins Dags, sem virð- ist málsvari vinstri manna í pólitíkmni hér. En þó aðaUega einstaka þingmanna Samfylking- arinnar. Meira að segja dálkurinn „Fjölmiðlar" fer ekki varhluta af þessari bakteríu. Þannig skrifar Björn Þorláksson í Dag sl. þriðjudag um það sem hann kaUar „RassskeUing Hannes- ar“. Hannes Gissurarson virðist óþijót- andi efniviður sumra skríbenta. Þarna gladdist skriffinnur Dags ógurlega yfir því sem hann nefndi að Mörður Árnason hefði tekið Hannes „í nefið“ á einni sjón- varpsstöðinni sl. laugardagskvöld. „Hannes getur verið ágætis afþreying, svona sambærUegur Simpson-Cölskyld- unni,“ segir svo Björn. - En hann áttar sig ekki á þvi að Simpson-fjölskyldan er einn gagnrýnasti og um leið vinsælasti sjónvarpsþáttur á Vesturlöndum. Það er Hannes einmitt líka. Það svíður undan Hannesi, þaö er rétt. Og hann er ljósárum á undan flestum rýnum íslenskra fjöl- miðla. Það þola þeir samfylkingarmenn seint og Ula. Þess vegna hrópa þeir: Hannes, Hannes, Hannes og reyta hár sitt og skegg um leið og þeir lemja áróður sinn gegn Hannesi á tölvuna. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. - Skammtar andstæöingum sínum rausnar- lega efnió. IDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.