Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 Fréttir DV Tveir lögreglumenn sendir til Mexíkós á sunnudaginn: Flugdólgarnir fá ekki að drekka á heimleiðinni - lögreglumennirnir albúnir að grípa inn í atburðarásina fari hún úr böndunum Tveir lögreglumenn frá embætti sýslumannsins á Keflavíkurílugvelli halda af landi brott sunnudaginn 17. desember til móts viö flug- dólgana sem nú dvelja í góðu yfirlæti á sólarströnd í Mexíkó. Flugdólgarnir hleyptu sem kunnugt er öllu í loft upp í Flugleiðaþotu yfir Atlantshafi fyrir skemmstu og lögðu hendur á flugfreyju í öl- æði. Voru þeir fyrir bragðið skildir eftir i Minneapolis þaðan sem þeir flugu á eigin reikning til Mexíkó og sameinuðust ferðafélögum sínum. Oskar Þórmundsson. flogið Dýrt ferðalag „Það er dýrt að ferðast með tvo lögregluþjóna með sér í fríinu,“ sagði Óskar Þórmundsson, yfirlögreglu- þjónn á Keflavíkurflugvelli, sem skipulagt hefur för lög- regluþjónanna tveggja til Mexíkó. „Lögregluþjónarnir hafa sínar fyrirskipanir og þeir munu leggja umræddu fólki lífsreglurnar áður en verður heim. Það er alveg ljóst að fólkinu verður ekki leyft að drekka á heimleiðinni." sagði ðskar yfirlögregluþj ónn. Vel þjálfaðir Lögregluþjónarnir verða borgara- lega klæddir og munu halda sig í námunda við flugdólgana á leiðinni heim frá Mexíkó, albúnir að grípa inn i atburðarásina fari hún úr böndunum. Hér er um þrekmikla og þjálfaða lögreglumenn að ræða sem eiga í fullu tré við flugdólgana geri þeir sig líklega til drykkju og óláta. Enginn uggur Flugfreyja sú sem varð fyrir árás fólksins á leiðinni út til Mexikó er komin í vetrarfrí en hefur tryggt sér áverkavottorð hjá lækni. Verður málið rekið áfram af vinnuveitend- um hennar sem ætla ekki að líða þá framkomu sem farþegamir sýndu í Mexíkófluginu. Sjálf segist flugfreyj- an vera í ágætu ásigkomulagi þrátt fyrir árásina í háloftunum og engan ugg bera í brjósti varðandi frekara flug í framtíðinni. Hún hafi flogið lengi, margt séð en þó aldrei lent í neinu viðlíka og því sem átti sér stað í Flugleiðaþotunni á leið til Mexíkó mánudaginn 4. desember. Mexíkósfararnir eru væntanlegir til landsins næstkomandi mánudag. -EIR Önundarfjörður: Tvær kýr brunnu inni Eldur kom upp i útihúsi á bæn- um Tröð í Önundarfirði um klukkan 17 í gærdag. Slökkvilið ísafjarðarbæjar kom á vettvang á bílum frá Flateyri og ísafirði, en töluverður eldur var í fjósinu þegar það mætti á staðinn. Fjós, fjárhús og tvær hlöður er samfast á Tröð og hafði bóndanum og öðru fólki sem kom til hjálpar tekist að bjarga flestu búfénu út úr brennandi húsunum áður en slökkviliðið kom á staðinn. Tvær kýr á básum brunnu inni en öðr- um nautgripum tókst að bjarga, sem og á annað hundrað kindum úr fjárhúsinu. Slökkviliðinu tókst að ráða niöurlögum eldsins um kvöldmatarleytið en þá var fjósið svo illa farið að það er talið vera ónýtt. Önnur hús eru að mestu leyti heil. íbúðarhúsið stendur ekki á sama stað og útihúsin á Tröð, og komst eldurinn ekki í það. Lögreglan á ísafirði rannsakar upptök eldsins í dag. -SMK Reykjavík: Náðust á hlaupum Tveir ungir menn, 16 og 18 ára, reyndu að stinga lögreglu af í nótt en náðust á hlaupum eftir elting- arleik við lögregluna í Reykjavík. Skömmu eftir klukkan tvö í nótt mældu lögregluþjónar á eft- irlitsferö bíl piltanna a 89 km hraða á Laugavegi, skammt frá Hlemmi, þar sem hámarkshraöi er 50 km/klst. Ökumaðurinn, 18 ára, sinnti ekki stöðvunarmerkj- um lögreglu heldur reyndi að stinga af á bílnum. Lögreglan elti mennina. Þegar þeir komu að Stýrimannaskólanum i Vatns- holti stöðvuðu piltarnir bíl sinn og reyndu að flýja lögregluna á hlaupum. Lögregluþjónarnir reyndust þó vera léttari á fæti en piltarnir og voru þeir yfirbugaðir eftir stuttan eltingarleik. Báðir voru fluttir á lögreglu- stöðina þar sem sá eldri var handtekinn og vistaður í fanga- geymslum lögreglunnar en for- eldrum þess yngri var gert við- vart og komu þeir og sóttu pilt- inn. Einnig var félagsþjónustu gert viðvart. Að sögn lögreglunn- ar í Reykjavík er ekki talið að piltarnir hafi verið ölvaðir en í bíl þeirra fannst ýmiss konar varningur, GSM-símar og fleira sem ekki er talið tilheyra þeim. Lögreglan er með málið í rann- sókn. -SMK DV-MYND HARI Margt smátt gerir eitt stórt Landsbankinn stendur fyrír átaki um að breyta erlendu klinki sem safnast fyrír á heimilum eftir utanlandsferðir í verð- mæti fyrir veik börn. Hér er biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, að tæma buddu sína af erlendri smámynt. Bruninn í ísfélagi Vestmannaeyja: Líklega íkveikja - sorglegt, segir framkvæmdastjóri Rannsókn lögreglunnar í Vestmannaeyjum á upptök- um eldsins sem eyðilagði mikinn hluta isfélags Vest- mannaeyja síðastliðinn laug- ardag hefur leitt í ljós að llk- legt þykir að eldurinn hafi kviknaö af mannavöldum. „Ef þetta reynist rétt, þá er það bara sorglegt. En við höf- um haft í nógu öðru að snú- ast heldur en að vera að velta fyrir okkur upptökum eldsins. Við höfum frekar verið að slást við afleiðing- arnar og reyna að koma ein- hverjum hlutum í gang aft- | meta verðmæti tjónsins, en ljóst er að það er gífurlegt. í fjölmiðlum hefur verið talað um að tjónið hafi verið á annan milljarð króna. „Það er ekki farið að setja neinar tölur á blað. Mér finnst núna við nánari skoð- un og þegar hlutirnir eru farnir að róast pínulítið, að þetta sé kannski ekki jafn mikið og manni fannst í upp- hafi. En tölulega þori ég ekk- J ert að segja til um það,“ dv-mynd ómar sagöi Jóhann Pétur. í Ijósum logum Að sögn lögreglunnar í Gífuríegt tjón varð í eldsvoða í ísfélagi Vestmanna- Vestmannaeyjum liggur eng- ur,“ sagði Jóhann Pétur And- eyja síöastliðinn laugardag. Lögreglan telur líklegt að inn undir grun enn sem kom- ersen, starfandi fram- kvæmdastjóri ísfélags Vest- mannaeyja, í samtali við DV í morgun. Lögreglan í Eyjum naut aðstoð- ar tveggja manna frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík við rannsóknina á brunanum, sem um íkveikju hafi veriö aö ræða. lauk í gær. Rúmlega hundrað manns misstu vinnu sína í brun- anum, og er það mikið áfall fyrir Vestmannaeyjabæ. Jóhann Pétur sagði að yfir- menn ísfélagsins fari varlega í að ið er og leitar hún nú hugsan- legra gerenda. Hún biður þá sem kynnu að hafa orðið varir við mannaferðir við húsnæði ísfélags Vestmannaeyja eftir klukkan 17 á laugardag um að hafa samband við sig í síma 481 1666. -SMK 7% hækkun hjá RÚV Menntamálaráðu- neytiö hefur sam- þykkt 7% hækkun á afnotagjöldum Ríkis- útvarpsins frá og með áramótum. Mánaðar- gjaldið hækkar þvi úr 2.100 krónum í 2.250 krónur með virðis- aukaskatti. Stofnunin mun hins vegar hafa talið sig þurfa 15% hækkun. Kveikt í skúr Kveikt var í skúr Tennisdeildar Vik- ings við Fossvogsdal um um kvöldmat- arleytið í kvöld. Slökkvistarf gekk vel en töluvert tjón varð af eldinum. Málið er nú í rannsókn hjá lögreglu. Minni slysatíðni Slys á Reykjanesbraut eru færri en bæði á Suðurlandsvegi og Vesturlands- vegi. Þetta kemur fram í skýrslu sem Vegagegðm lét gera um samanburð á þessum'ýegum í haust. Skýrslan verð- ur knint þingmönnum. Krónan ódýrust á Suðurlandi Útvarp Suðurlands gerði verðkönn- un í öllum 5 matvöruversiununum á Selfossi á þriðjudag. Kannað var verð á 20 vörutegundum. í ljós kom að þessar vörur voru langódýrastar í Krónunni en heildarverðmunur á þeim milli hinna verslananna var mestur 7%. sölu Orkubús Sveitarfélögin á Vestflörðum hafa skipað nýja nefnd til að ræða við ríkið um hugsanlega sölu á Orkubúi Vestflarða. Á almennum borg- arafúndi á ísafirði í fyrrakvöld kom fram hörð andstaða við söluna. Ísaíjarðarbær íhugar að segja upp um 20-30 starfsmönnum verði ekki af sölunni. íslendingur vann 14 milljónir íslendingur sem keypti lottómiða sinn í söluturninum í Iðufelli í Reykja- vik var meðal þeirra heppnu sem unnu í Víkingalottóinu í gærkvöld. Fyrsti vinningur var 42 milljónir og tíu þús- und krónur og skiptist hann á milli ís- lendings, Dana og Eistlendings og fengu þeir 14 milljónir hver. Vaxandi þörf fyrir aðstoð Alls hafa um 500 umsóknir borist tO mæðrastyrksnefndar um aðstoð um jól- in. í síöustu viku fékk mæðrastyrks- nefnd 300 kjötlæri að gjöf frá Ingvari Helgasyni hf. sem deOt verður meðal skjólstæðinga nefndarinnar. Er þetta í sjötta sinn sem fyrirtækið færir nefnd- inni slíka gjöf í byrjun aðventu. Standa fyrir „friðargöngu" Félag framhaldsskólanema, Iðn- nemasamband íslands og Bandalag ís- lenskra sérskólanema standa fyrir „friðar-göngu“ frá Hallgrimskirkju að Ingólfstorgi á föstudaginn. í heimsókn frá Ítalíu Aðalheiður Elín Pétursdóttir söngkona sem starfar á Italiu er í stuttri heimsókn á heimaslóð og heldur einsöngstónleika i Víðistaðakirkju í kvöld kl 20.30. Hún gaf nýlega út geisladisk á Ítalíu. Fölsuð ávísun fýrir kött Rúmlega fertug kona í Reykjavík var dæmd í 30 daga skOorðsbundið fang- elsi, tO greiðslu skaðabóta og sakar- kostnaðar fyrir að kaupa persneskan kött af fimmtugri konu með falsaðri ávísun. -HKr./-SMK/-SA Viðræður um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.