Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 Fréttir ÐV íbúar á snjóflóðahættusvæði í Bolungarvík: Erum í gíslingu átthagafjötra - alrangt, segir bæjarstjóri - uppkaup óheimil, segir ráðuneytið DV-MYND HKR. Dísarland 10 og 14 í Bolungarvík Snjóftóö skall á húsunum viö Dísarland 8, 10 og 14 um kl. 22 aö kvöldi 21. febrúar 1997. Flóöiö braut sér leiö inn um glugga á barnaherbergjum aö Dís- arlandi 10 (húsiö nær á myndinni) og stórskemmdist efri hæö hússins. „Það má segja að við séum í gíslingu átthagafjötra með okkar hús. Þeir halda víst að við munum nota tæki- færið og flytja burt úr bænum. Það er bara rugl, við vild- um bara fá að flytja okkur neðar í pláss- ið, á öruggara svæði,“ segir Olgeir Hávarðarson, íbúi við Disarland í Bolungarvík, sem fær ekki uppkaup á hús sitt sem stendur á snjóflóðahættusvæði undir Traðarhyrnu. Ákveðið hefur verið að verja byggöina með bygg- ingu snjóflóðagarðs sem áætlað er að kosti hundruð milljóna króna. Olgeir Hávarðarson býr ásamt fjölskyldu sinni í Disarlandi 10 en við götuna standa 6 hús. „Ég veit ekki annað en það sé alveg búið að gefa það upp á bátinn að kaupa upp hús á svæðinu. Húsið okkar er ann- að tveggja sem fékk á sig snjóflóð i febrúar 1997. Þá lögðust bamaher- bergin þrjú í rúst ásamt gangi og bókaherbergi. Sem betur fer höfðum við nokkru áður yfirgefið húsið án þess að aðvörun hefði verið gefin um hættu á snjóflóði. f apríl þetta sama ár gátum við ekki lengur sætt okkur við að þurfa sífellt að flytja út úr húsinu vegna snjóflóðahættu. Við sóttum því um uppkaup. Erind- ið fór til bæjarins og síðan til Ofan- flóðasjóðs. Sjóðurinn sagðist þá hvorki geta neitað né samþykkt er- indið þar sem úttekt á fjallinu hafði ekki farið fram. Á þessum tíma var verið að taka í notkun varnargarða á Flateyri og þar voru keypt upp hús neðan garðanna. Var þá opnað á þann möguleika að sveitarfélög gætu fengið lán frá Ofanflóðasjóði til aö kaupa upp hús á hættusvæðum. Ef sveitarfélögin gætu síðan ekki selt húsin aftur á frjálsum markaði innan fimm ára myndi sjóðurinn leysa þau til sín. Þegar ný lög um íbúðalán voru sett tveim árum seinna féll þessi regla úr gildi. All- an tímann sem þetta stóð til boða reyndi bærinn ekki einu sinni að fara þessa leið fyrir okkur. í dag segja menn svo að þetta sé ekki hægt. Ég spyr því: Hvar er jafnræðis- reglan nú?“ Mikið unnið í málinu „Það er alrangt að ekkert hafi verið unnið í málinu," segir Ólafur Krist- jánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. „Sennilega eru fá mál sem hafa fengið eins mikla umfjöllun og einmitt þetta. Þrátt fyrir margar tilraunir til að fá þetta í gegn reyndust lögin ekki heim- ila það. Reyndar er nokkurt vafamál i þessu og Andri Ámason lögfræðingur hefur skrifað minnisblað sem nú er til umfjöllunar hjá félagsmálaráðuneyti. Sérstök reglugerð var sett vegna slyss- ins á Flateyri og átti hún stoð í eldri lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Þegar þeim lögum var breytt og íbúða- lánasjóður tók við hlutverki stofnun- arinnar féll á brott lagagrein sem reglugerðin var byggð á. Það var því mat umhverfisráðuneytisins að þetta væri ekki heimilt. Við höfum því vilj- að láta skoða hvort þar væri ekki ver- ið að mismuna íbúum í þessum byggð- arlögum. Svar hefur enn ekki borist frá ráðuneytinu hvað þetta varðar." Að sögn Smára Þorvaldssonar hjá umhverfisráðuneytinu, er það alveg klárt að stjóm Ofanflóðasjóðs hefur engar heimildir í lögum til að bæði verja byggð og kaupa upp hús. „Reglu- gerðin sem gilti fyrir Flateyri er úr gildi fallin." Hann sagðist hins vegar ekki geta sagt til um hvort vænta mætti lagabreytinga eða annarra úr- ræða varðandi Bolungarvík. -HKr. Samkeppnisráð: Enn beðið niðurstöðu Engin niðurstaða var lögð fram á fundi Samkeppnisráðs varðandi sameiningu ríkisbankanna siðdegis í gær. Að sögn Georgs Ólafssonar, forstjóra Samkeppnisstofnunar, var enn unnið að málinu á fullu og von- uðust menn til að komast að niöur- stöðu fyrir helgi. Annar fundur er í ráðinu í dag og er þá jafnvel búist við að botn fáist í hvort sameining bankanna stenst samkeppnislög og þá hvaða skilyrði ráðið setur fyrir sameiningu þeirra. -HKr. Miðbær Reykjavíkur: Ógnaði manni með hníf Karlmaður veittist að öðrum á Vatnsstíg í Reykjavík um hálf- sjöleytið á þriðjudag, ógnaði honum með hníf og heimtaði peninga hans. Fórnarlambið komst undan í bíl sinn og ók á lögreglustöðina þar sem hann kærði atvikið. Lögreglan er með málið í rannsókn, en árás- armaðurinn hefur ekki fundist. -SMK Ölvaður ökumaður: Ók utan í tvo bíla Ökumaður, sem er grunaður um ölvun við akstur, fór út af veginum við gatnamót Bústaðavegar, Grens- ásvegar og Aðaflands og ók síðan utan í tvo kyrrstæða bíla aðfaranótt miðvikudagsins. íbúi í nálægu húsi vaknaði við hávaðann sem varð af árekstrinum og hringdi í lögreglu. Ökumaðurinn var enn á staðnum þegar lögreglan kom á staðinn en reyndist ekki hafa slasað sig. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem tek- ið var úr honum blóðsýni vegna gruns lögreglunnar um að maður- inn væri drukkinn. Bílarnir þrír skemmdust talsvert. -SMK Veðrið ki. 6 WmrrZ,.' AKUREYRI skýjaö -2 BERGSSTAÐIR skýjaö -5 BOLUNGARVÍK alskýjaö -3 EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -1 KEFLAVÍK léttskýjaö -2 RAUFARHÖFN skýjaö -4 REYKJAVÍK léttskýjaö -4 STÓRHÖFÐI léttskýjaö -1 BERGEN skúrir 6 HELSINKI rigning 6 KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 6 ÓSLÓ skýjaö 5 STOKKHÓLMUR 4 ÞÓRSHÖFN rigning 3 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 3 ALGARVE skýjaö 12 AMSTERDAM léttskýjaö 8 BARCELONA léttskýjaö 8 BERLÍN skýjaö 8 CHICAGO snjókoma -9 DUBLIN súld 4 HAUFAX heiösktrt -7 FRANKFURT skýjaö 8 HAMBORG skýjaö 6 JAN MAYEN skýjaö -10 LONDON skýjaö 5 LÚXEMBORG skýjaö 7 MALLORCA þokumóöa 8 MONTREAL alskýjaö -12 NARSSARSSUAQ snjókoma -1 NEW YORK alskýjaö -1 ORLANDO heiöskírt 20 PARÍS skýjaö 10 VÍN hálfskýjaö 9 WASHINGTON þokumóöa -2 WINNIPEG heiöskírt -25 Glens og gaman dv-mynd ingö Jólasveinar hér og jólasveinar þar, jólasveinar alls staöar. Þessir kátu sveinar spígsporuöu um í Kringlunni í gær og skemmtu kaupglööum viöskiptavinum meö glensi og gamanmálum. Sötargangur og sjávarföll I Veöriö á srnorgun REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.32 16.18 Sólarupprás á morgun 11.10 11.20 Síódeglsflóö 20.45 01.15 Árdegisflóö á morgun 09.08 13.54 Hlýjast meö suðausturströndinni í kvöld er gert ráð fyrir noröaustanátt, 8 til 10 m/s en austlægari síðdegis. Vaxandi suðaustanátt vestanlands, 13 til 20 m/s, og snjókoma eða slydda T nótt. Hiti verður 1 til 4 stig meö suöausturströndinni en annars 0 til 8 stiga frost, kaldast inn til lands. i*''' ViNDATT 10.— Hm 10“ > VINDSTYRRUR i metrum 5 sekfmdu ^FROST HÐÐSKÍRT •$> :0 IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ ; w W : RIGNING SKÚRIR SLYÐDA SNJÓKOMA W ■s -t* ÉUAGANGUR RRUMU- VEOUR SKAF- RENNÍNGUR ÞOKA Mokstur hafinn á Vestfjörðum Á Vestfjörðum er hafinn mokstur um Klettsháls, Dynjandisheiði og Hrafnseyr- arheiði. Einnig er verið aö hreinsa vegi á Norður- og Austurlandi, svo sem yfir Möörudalsöræfi og Vopnafjarðarheiöi. Ófært er um Breiðdalsheiði. Greiöfært er svo um Suðurland og Vesturland. Snjókoma eða slydda Á morgun er gert ráö suðaustanátt, 15 til 20 m/s og slyddu eða snjókomu sunnan- og vestanlands. Norðaustantil verður hiti 8 til 13 stig og skýjað. Snýst í vestan 8 til 13 m/s síöar um daginn en hvessir austantil. Frost verður 0 til stig, frostlaust suðvestantil. Lnugard Sunmidagnr J Vindur: 5-10 HHÍO'til-*1 Á laugardag er gert ráö fyrlr suövestlægrl átt, 5 - 10 m/s og slydduéljum og skúrum. Frost víöa 0 til 4 stlg en sums staöar frostlaust vlö sjólnn. Vindur: 8-13 Hiti 0° tiNT Gert er ráö fyrlr suölægri átt, 8-13 m/s og skúrum sunnanlands en skýjaö noröantll. Vaxandl suö- austanátt og rlgnlng sunn- anlands. Hlýnandl veöur. Mámidagar Vindur: X-X m>* > Hiti 1* til 6° Á mánudag er útlit fyrlr suöaustanátt meö rigningu, elnkum suöaustantll. Hlti veröur á blllnu 1 tll 6 stlg. Ólafur Krlstiánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.