Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 DV Tilvera Veitingahúseigandi í New York Richard Gere leikur frægan veitingahúseiganda sem þekktur er fyrir fjöl- skrúöugan feril í kvennamálum. gull f ell- ur á eig- in bragði Háskólabíó tekur til sýningar á morgun nýja bandaríska kvikmynd, Haust í New York (Autumn In New York) rómantíska mynd með gam- ansömu ívafl. Önnur aðalpersónan er Will Keane, maður á fimmtugs- aldri og eigandi veitingastaðar í New York. Kane er mikið upp á kvenhöndina og hefur náð mikilli leikni í því að daðra við yngri kon- ur án þess þó að lenda i því að þurfa að skuldbinda sig. Er hann ánægður með þetta líf uns hann kynnist Charlotte Fielding, rétt rúmlega tví- tugri stúlku sem á í fullu tré við hann, ólíkt mörgum af þeim konum sem hann hef- ur hitt hingað til. Kane fer óðara á fjörurn- ar við hana og býst við að nú sem hingað til verði það leikur einn að tæla hana án þess að hann þurfi að skuldbinda sig á nokkurn hátt en þar skjátlast honum hrapallega. Stefnumót þeirra eru þrungin mein- ingu og Charlotte gerir í þvi að ögra honum vitsmunalega við hvert tækifæri sem gefst. Will er nú stadd- ur á svæði þar sem hann þekkir ekki til og ætlar því að losa sig út á Winona Ryder Leikur unga stúlku sem hefur sínar skoöanir á ástarsambandi viö eldri mann. Leikstjórinn Joan Chen viö tökur á Haust í New York. venjubundinn hátt með því að segj- ast „ekki geta lofað neinu til lang- frama“, en sú lína hefur gefist hon- um vel hingað til. En nú vill svo til að þetta bragð hans dugar ekki þeg- ar Charlotte segist sjáif hafa aldrei gert ráð fyrir löngu sambandi. Þessu viðhorfi hefur hann aldrei kynnst og eins og vænta má verður hann ráðvilltur svo ekki sé meira sagt. í aðalhlutverkum eru Richard Gere og Winona Ryder, sem sjálf- sagt fáa hefur grunað fyrir fram að ættu eftir að leika par á rómantísk- um nótum. I öðrum hlutverkum eru Anthony Lapaglia, Elaine Stritch, Vera Farmiga og Sherry Stringfield. Leikstjóri Hausts í New York er Joan Chen sem er mun þekktari leikkona en leikstjóri. Þetta er samt ekki hennar fyrsta kvikmynd bak við kvikmyndavélina. Hún fór til Kína fyrir tveimur árum og leik- stýrði þar Xiu Xiu: The Sent-Down Girl, kvikmynd á kínversku, sem vakti mikla athygli og fékk góða dóma. Þessi mynd hennar er marg- verðlaunuð og var í keppni á mörg- um helstu kvikmyndahátíðum heims. Joan Chen fæddist í Shanghai og ólst upp í Kína þar sem hún þreytti frumraun sína. I sinni annarri kvik- mynd Blómið litla, sem gerð var 1980, var hún valin besta kínverska leikkonan það árið. I kjölfarið yfir- gaf hún Kína og settist á skólabekk í New York þar sem hún nam kvik- myndafræöi. Þegar námi lauk þar flutti hún sig um set til Kalifomíu fór í framhaldsnám í Caiifornia State University. 1985 fór hún að leika í bandarískum kvikmyndum og meðal kvikmynda sem hún hefur leikið stór hlutverk í má nefna The Last Emperor, Turtle Beach, Golden Gate, On Deadly Ground og Heaven and Earth. Þá fór hún með hlutverk í hinni rómuðu sjónvarpsseríu Tví- dröngum (Twin Peaks). -HK Kvenna- Tölvutaska 2300, 2500, Stærsta töskuverstun tandsins Skólavörðustíg 7, RVK, Sími 551-5814

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.