Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 23 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjórl: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Öli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setnlng og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskiiur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu fornii og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Stjómvöld sitja eftir Stefna ríkisstjómarinnar í umhverfismálum kemur skýrt fram í afnámi fjárveitinga til náttúruvemdarsam- taka, rétt eins og stefna hennar í siðamálum vísinda er að leggja niður vísindasiðanefnd. Hún vonar, að óþægindin hverfi, ef hún þrengi hag stofnana eða slátri þeim. Vandinn er sá, að ný fyrirbæri, sem stofnuð em til að vera þæg og góð, njóta einskis trausts úti í bæ, hvort sem það er vísindasiðanefnd ríkisstjómarinnar eða þögull fíni- mannsklúbbur, sem þykist styðja náttúmvemd undir for- ustu fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Óbeit rikisstjórnarinnar á umhverfisvernd er mikil og endurspeglar raunar skoðanir háværs minnihluta meðal þjóðarinnar, sem lítur á málefnið sem eins konar helgi- slepju eða fílabeinstum, svo notað sé orðalag eins þeirra á ráðstefnu um framtið lifibrauðs Húsavíkur. í þessum hópi em fjölmennir verktakar á borð við þann, sem stjómar Kópavogi og vill ólmur láta reisa blokkir við Elliðavatn. Þar er á ferðinni fyrirhyggjulaus framtakssemi, svo notað sé orðalag Orra Vigfússonar, þegar hann gagnrýndi sjókvíaeldi á Austfjörðum. Fyrirhyggjulaus framtakssemi er einmitt það, sem hef- ur hingaö til einkennt íslendinga eins og flestar þriðja heims þjóðir, sem em að reyna að brjótast til álna. En við verðum að kunna að breyta viðhorfum okkar, þegar við höfum komizt í álnir og getum farið að njóta lífsins. Meirihluti þjóðarinnar er samkvæmt skoðanakönnun- um kominn á þá skoðun, að tími sé kominn til að leggja niður hamslausa framtakssemi og fara að gæta langtíma- hagsmuna okkar af að vemda umhverfið fyrir verkfræð- ingum og pólitiskum verkefna-útvegsmönnum. Milli meirihlutans og minnihlutans í umhverfismálum er mikið djúp, sem verður seint brúað. Ríkisstjómin hef- ur í heild tekið sér eindregna stöðu með minnihlutanum og verður vonandi látin gjalda þess í næstu kosningum. Sigurför umhverfisvemdar verður ekki hamin. Þrýstingurinn er mikill og vaxandi. Sífellt fjölgar þeim, sem átta sig á, að raflínur beri að grafa í jörð en ekki hengja upp í stálturna í óbyggðum. Sífellt fjölgar þeim, sem átta sig á, að velja verður um, hvort Mývatn á að vera náttúruparadís eða skammvinnt verksmiðjuþorp. Sífellt fjölgar þeim, sem átta sig á, að engin sérstök þörf er á að malbika niður í fjöru og reisa íbúðarturna við nátt- úruvinjar, þar sem nóg rými er fyrir slíkt annars staðar. Sífellt fjölgar þeim, sem átta sig á, að haga verður búfjár- beit í samræmi við burðargetu landsins. Sífellt fjölgar þeim, sem átta sig á, að brautargengi þjóð- arinnar í framtíðinni fer eftir allt öðrum atvinnugreinum en stóriðju. Og sífellt fjölgar þeim, sem átta sig á, að land- ið er ekki eign okkar, heldur í varðveizlu okkar fyrir hönd komandi kynslóða. Sjálfbær hugsun er að síast inn. Við þurfum í bili að sæta umhverfisráðherra sem seldi sannfæringu sína fyrir embættið og gengur svo mikinn berserksgang í andstöðu við umhverfið, hvort sem það er Mývatn eða Eyjabakkar, að hún fær upp á móti sér opin- bert ráð, sem skipað er henni til ráðgjafar. Svo tamt og ljúft er ráðherranum að fara með rangt mál, að hún fer létt með að segja útlend umhverfissamtök styðja stefnu sína og ber því síðan við, að hún hafi hitt borðalagða menn á umhverfisfundinum í Haag og talið, að þar færu talsmenn umhverfissamtaka. Feiknarmikið verk er eftir við að skipta út stjórnmála- mönnum og fá til starfa aðra, sem vilja starfa með meiri- hluta þjóðarinnar að verndun umhverfisins. Jónas Kristjánsson Skoðun Árangurstenging kennslunnar Einar Karl Haraldsson ritar grein í DV miðvikudaginn 29. nóv. „Séra Gunnar á móti sjálfum sér“, og fer mikinn vegna viðtals við undirritað- an í DV um málefni á kirkjuþingi sl. haust. Einar Karl á ekki sæti á kirkjuþingi enda ber grein hans þess merki og augljóst er að hann hefur ekki haft fyrir því sjálfur að kynna sér málin sem hann tekur til umfjöll- unar. Því er þörf á leiðréttingum. Full elning í greininni segir: „Hann (þ.e. und- irritaður) hefur [þó] hafið baráttu fyr- ir því í nafni lýðræðisins að biskupi verði hent út af kirkjuþingi." Sam- kvæmt nýjum lögum um Þjóðkirkj- una situr biskup á kirkjuþingi og hef- ur þar málfrelsi og tillögurétt, eins og á kirkjuþingum nágrannalanda okk- ar. Um þetta er full eining innan kirkjunnar. Mér vitanlega berst eng- inn fyrir því að biskupi verði „hent út af kirkjuþingi". Hins vegar er deg- inum ljósara að greinarhöfundur er ókunnugur umræðum innan kirkj- unnar á undanförnum árum um stöðu biskupsembættisins í stjórn- kerfi kirkjunnar og nýju lagaum- hverfi. Komið hefur til álita að kirkjuþing hefði sérstakt framkvæmdaráð undir forsæti forseta kirkjuráðs en biskupi til ráðuneytis væri annað ráð. Þær hugmyndir eru ekki á dagskrá núna en vilji greinarhöfundur kynna sér þær vísa ég honum á þingskjöl og um- ræður frá kirkjuþingi allt frá árinu 1992 þegar umræður um ný þjóð- kirkjulög hófust. Hafi hann áhuga á mínum sjónarmiðum er þau einnig að finna í framsöguerind- um á Prestastefhum frá sama tímabili. Nota&l ekki orðið lögbrot Greinarhöfundur vfkur að Holtsmálinu sem biskup kom inn á í skýrslu kirkjuráðs. í framhaldi spunnust talsverðar umræður. Einar Karl segir, að ég hafi vænt biskupinn um lög- brot í því máli. Orðið lögbrot hef ég ekki notaði í þessu sam- hengi, hvorki á kirkjuþingi né annars staðar. Ég lagði hins vegar fram fjórar spurningar um málsmeð- ferð kirkjulegra yfirvalda ásamt ítar- legri greinargerð, m.a. hvers vegna lögum og starfsreglum um lausn á ágreiningsefnum hefði ekki verið fylgt í nefndu máli. Svör fengust eng- in. Það er rétt athugað hjá greinarhöf- undi að ég átti á sínum tíma þátt í að móta hugmyndir um úrskurðamefnd og áfrýjunamefnd til að gera út um ágreiningsmál innan kirkjunnar, tækist það ekki eftir þeim hefð- bundnu leiðum sem kirkjuyfirvöld geta farið. Hann heldur því fram að ég hafi mælt gegn úrskurðum nefnd- anna í Holtsmálinu. Því fer fjarri. Ég gerði málsmeðferð kirkjuyfirvalda (ekki nefndanna) að umfjöllunarefni eins og greinarhöfundur getur komist að raun um með því að glugga í skjöl sem liggja fyrir frá kirkjuþingi. Hitt er svo annað mál að nefndirnar eru síður en svo hafnar yfir gagnrýni. Loks á ég að hafa snúist öndverður Sr. Gunnar Kristjánsson gegn ýmsum framfara- málum sem ég hef sjálf- ur „gert tillögur um eða verið meðmæltur". Óljóst er hvað Einar Karl er að fara með þessum orðum því hann nefnir aðeins eitt dæmi sem ætlað er að sýna fram á þetta en það eru hugmyndir um lands- fund kirkjunnar sem biskup lagði fram á kirkjuþingi 1999 og aftur ■... ...... í haust. Skoðanir voru afar skiptar í fyrra skiptið og þó enn frekar nú á nýafstöðnu kirkjuþingi af ýmsum ástæðum sem menn sáu ekki fyrir í fyrra. Hvorki ég né aðrir greiddu atkvæði gegn þessum hug- myndum. Einar Karl Haraldsson er kominn til vegs og virðingar innan kirkjunn- ar, m.a. sem formaður Hjálparstarfs kirkjunnar og helsti hugmyndafræð- ingur biskupsembættisins um ímynd þjóðkirkjunnar og nýstárlega auglýs- ingasamkeppni nú á jólafóstu. Von- andi gefst honum engu að síður timi til að átta sig betur á hinni kirkjulegu umræðu. Á þeim vettvangi er áreiðanlega betra að vera „með sjálfum sér“ en „á móti sjálfum sér“ og best er að tala fyrir sjálfan sig og gefa öðrum svig- rúm til að hafa eigin skoðanir. Og maður getur verið fullkomlega með sjálfum sér þótt skoðanir manns séu ekki öllum að skapi. Góður skjald- sveinn gæti líka haft eigin skoðun. Sr. Gunnar Kristjánsson „Mér vitanlega berst enginn jyrir því að biskupi verði „hent út af kirkjuþingi Hins vegar er deginum Ijósara að greinarhöfundur er ókunnugur umrœðum innan kirkjunnar á undanfömum árum um stöðu biskupsembœttisins í stjórnkerfi kirkj- unnar og nýju lagaumhverfi. “ - Frá kirkjuþingi í október. I--------J Á- \ácyo, HöIcjK. ■2>e.9'Cr Y’&b Marjatta fil.mag. og Arangurstenging hefur verið tískuorð undanfarin ár en það eru aðallega bankastjórar og forstjórar stórra fyrirtækja sem hafa notið góðs af þeim kenning- um. Þeir hafa bundið sig við velgengni fyrirtækj- anna sem þeir starfa við og grætt ef vel hefur gengið en oröið að taka pokann sinn ef illa hefur árað. Fyrir nokkrum árum var einnig farið almennt að tala um árangurstengingu í skólastarfi og var ýmist átt við að skólar fengju fé í samræmi við árangur nemendanna á prófum eða að laun kennara ættu að vera tengd árangri nemenda þeirra. Tilraunir í þessa átt hafa verið gerðar i þó nokkrum löndum og eru samningar háskóla og framhaldsskóla við rikið hér á landi angi af þessum hugsunarhætti. Flókið viðfangsefnl í umfjöllun þessa blaðs um launa- baráttu framhaldsskólakennara var ýjað að því að vonlaust væri fyrir kennara að ná fram verulegum kjara- bótum nema þeir samþykktu kerfis- Isberg kennarí breytingar sem leiddu til sam- keppni um vinnuaflið. Það er sannleikskorn í þessu en hvort menn sjái allar afleið- ingarnar af slíkri kúvendingu í skólamálastefnu er vafamál. Þó að fallist sé á það sjónar- mið að framboð og eftirspurn geti leitt til betri kjara fyrir kennarastéttina veit þó sér- hver maður sem eitthvað hef- ur hugleitt þessi mál að ekki er hægt að setja samasem- merki á milli kennslustarfa og t.d. iðnaðarstarfa. Ef verksmiðjan framleiðir gallaða vöru getum við bara keyrt alla framleiðsluna á haug- ana en við getum ekki fleygt bömun- um sem ekki hafa fengið nægilega menntun eða gott uppeldi. Þvert á móti: Þau verða þjóðfélagsvandi fram- tíðarinnar. Hætta er á að lítil sveitar- félög og afskekkt geti ekki boðið nægi- lega hátt til að fá hæfa menn til starfa en þekking og peningar mundu í æ ríkari mæli safnast á suðvesturhomið og dreifbýlið tæmast endanlega. Rétta lelðln er vandrötuð Þaö dylst engum að þrátt fyrir fög- ur fyrirheit og góð loforð undanfar- „Ráðningarform kennara og skilgreining vinnuskyld- unnar eru bara eitt atriði af mörgum. Á íslandi starfar fjöldi metnaðarfullra og framsœkinna kennara sem ekkert gefa eftir hœfustu starfskröftum erlendis, þvert á móti. “ - Á kjaramálaráðstefnu kennara í sept. sl. inna ára hefur skólinn lítið breyst frá upphafi alda. Bæði er hann íhalds- samur í eðli sínu en að auki fyrirfinn- ast alls konar hagsmunahópar, bæði Gengi, vextir og verðbólga Meginmarkmið Seðlabankans und- anfarið virðist hafa veriö að berjast gegn verðbólgu. Aðferðin hefur byggst á því að halda genginu stöð- ugu en hækka vexti til þess að draga úr þenslu. Gallinn við að stýra svo mjög á genginu hefur verið það að stjómtækið kemur mjög mismunandi niður á hinum ýmsu geirum atvinnu- lífsins. Staða innflutningsgreina batn- ar í samkeppni við útflutning og sam- keppnisgreinar og hallinn í viðskipt- um við útlönd eykst. Hagfræðingar aðhyllast ýmsar stefnur í gengismálum og allir eru jafnharðir á því að þeirra stefna sé hin eina rétta. Reynsla fjölmargra þjóða sýnir hins vegar að einstefna í gengismálum, hvort sem er fastgeng- isstefna eða fljótandi gengi, veldur vemlegum erfiðleikum í efnahags- málum. Ekkert slíkt gengiskerfi er gallalaust. Það er ekki unnt að setja stýrið fast og sigla móti sjó og vindi. Gamla orðtakið aö haga seglum eftir vindi virðist alltaf eiga rétt á sér. Galli gengisstefnunnar hefur komið berlega í ljós í gríðarleg- um viðskiptahalla og misgengi í atvinnugreinum, það borgar sig að flytja framleiðsluna utan. Vextir Vaxtahækkanir hafa aukið á peningaflæði inn í landið. Bank- ar hafa freistast til aö taka er- lend lán á lágum vöxtum og lána á háum vöxtum innanlands og jafnvel öflug fyrirtæki hafa tekið lán erlendis og „Tœki hagfrœðinnar til að mœla áhrif breytinga einnar hagstœrðar á aðra eða efnahagslífið í heild eru veik. Mér virðist Ijóst að hœttu- legt er að œtla sér að stjóma efnahagsþróun með stýringu eins þáttar lagt á innláns- reikninga hérlend- is og uppskorið ríkulega vegna vaxtamunar. Allir í trausti á yfirlýsing- ar Seðlabankans um stööugt gengi. Þegar búið er við frjálst flæði fjár- magns og fast gengi er hættulegt að stýra eingöngu á vöxtum. Afleiðing- arnar geta verið slæmar. Markaður- inn hefur og séð aö þetta fengi ekki staðist til lengdar og gert atrennu að genginu sem seðla- bankinn hefur ekki getað varið nema að litlu leyti. Verðbólgan Verðbólgan hef- ur verið að vaxa að undanfórnu. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur Vanmáttugum stýri- tækjum hefur verið beitt til þess að halda henni niðri með slæm- um afleiðingum. Flest- ir seðlabankar eru þeirrar skoðunar að stöðugt verðlag sé meginmarkmið. Sum- ir telja þó að lág verð- bólga hamli efhahags- vexti, allt að 2,5% verðbólga sé æskileg, jafnvel eru til virtir hagfræðingar sem telja að 4% verðbólga sé æskileg. Spyrja má sig einnig að því hve góð mælitækin séu til þess að mæla hækkandi verðlag. Ljóst virðist að vísitölur taka ekki tilíit til batnandi gæða vörunnar, menn eru ekki að kaupa sömu vöru og áður í sumum tilvikum. Atvinnuleysi eykst líka á tímum lágrar verðbólgu. Það er kaldhæðnislegt á tímum þegar bar- áttan við verðbólgu er meginmark- mið, þá vita menn ekki hvert er æskilegasta gildi verðbólgu, hvert markmiðið er. Hjá okkur gera vístölubindingar fjárskuldbindinga háa verðbólgu hættulegri en ella. Tæki hagfræðinnar til að mæla áhrif breytinga einnar hagstærðar á aðra eða efnahagslífið í heild eru veik. Mér virðist ljóst að hættulegt er að ætla sér að stjóma efnahags- þróun með stýringu eins þáttar en halda öðrum föstum. Menn verða að taka ábyrgð á því að stjórna með öll- um stýritækjunum þótt það sé erfið- ara. Guðmundur G. Þórarinsson Með og á móti rjónsson á Degi íslenskrar tungu? íslenskastur skálda Hirðfífl óljóða j „Megas er óvenjuvel mennt- ■ aður í íslenskum Sp bókmenntum fyrri alda. Hann er nefnilega ekki bara djarfur í því að grípa til amerískra orða heldur ekki síður í því að vera forn í máli, svo að sögn eins og „aö smæla“ verður eiginlega eins og forn- mál. í tungutaki hans er ís- “ lenska allra alda - við heyrum óm af 17. aldar máli Hallgríms Péturssonar hjá honum, þar bregöur fyrir sálma- Guðmundur Andri Thorsson ríthöfundur stíl Matthíasar Jochumsson- ar og svo sveiflar hann sér áreynslulaust yfir í kenn- ingastíl Egils Skallgrímsson- ar - og gott ef hann vitnar ekki einhvers staðar í sjálfan Braga Boddason, frumskáld- ið. Megas er sériega vel að þessum sóma kominn enda íslenskastur skálda 20. aldar- innar.“ r„Þegar hirðfífl óljóða setja sama- semmerki milli Megasar og Jónas- ar Hallgrímssonar þá er illa komið fyrir þjóð- inni. Á afmælisdegi Jónasar á að verðlauna fyrir góðan skáldskap en við getum ekki farið neðar í menningunni en að veita Megasi þessi verð- laun. Ég hef ekkert á móti hon- um persónulega og finnst sjálfsagt að heiðra hann með hverjum hætti en að hámenntað fólk Guðmundur Guðmundarson fyrrverandi fram- kvæmdastjóri. ein- skuli reyna að telja okkur trú um að hann sé skáld af þessu leirbulli er of mikið. Þá er bikarinn sopinn í botn og hlýtur að teljast hámark sví- virðingarinnar. En hann og fleiri hafa um sig hirð manna sem lofar þá og stendur vörð um verk þeirra og gætir þess að engar gagnrýnisraddir heyrist. Ég tek eftir því að ein sonardótt- _____ ir Sigurðar Nordals situr í nefndinni sem ákvað þetta. Hann hlýtur að hafa bylt sér í gröf- inni við þessi tíðindi." Magnús Þór Jónsson, betur þekktur sem Megas, fékk verölaun á Degi íslenskrar tungu fyrir mánuöi en sá dagur er jafnframt afmælisdagur listaskáldsins góöa, Jónasar Hallgrímssonar. Sú skoöun hefur heyrst opinberlega aö Magnús sé ekki sá merkisberi íslenskrar tungu sem veiting verölaunanna felur í sér. innan skólans og utan hans, sem koma í veg fyrir grundvallarbreyting- ar. Þó að einhverju sé klastrað í verstu sprungurnar er byggingin langt frá því að vera til fyrirmyndar. Ráðningarform kennara og skilgrein- ing vinnuskyldunnar eru bara eitt at- riði af mörgum. Á íslandi starfar fjöldi metnaðar- fullra og framsækinna kennara sem ekkert gefa eftir hæfustu starfskröft- um erlendis, þvert á móti. Launin og þunglamalegt kerfið sem skólinn starfar eftir draga hins vegar úr möguleikum þeirra til nýsköpunar og þróunarstarfs. Og launakjörin gera það að verkum að þeir geta ekki óskiptir helgað sér skólanum eins og þeir vildu. Annað er skylda allra ung- menna að sækja skóla, hvort þeir vilja eða ekki. En erfitt er að hafa á sama bás hesta sem eru viljugir og aðra sem sparka frá sér, það skilur hver maður. Ljóst er að íslenski skólinn - ekki síður en skóli margra annarra landa - er í kreppu og erfitt er að sjá hvernig eigi að halda á spilunum. Að finna rétta leið, forðast öfga á báða bóga en stefna inn í framtíðina er erfitt og ekki víst að við rötum rétta leið. Marjatta ísberg Ummæli Húsnæðis- markaðurinn „Sem betur fer virðist spennan á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæð- isins fara minnk- andi á síðustu mánuðum og íbúðaverð fer lækkandi. í land- inu er til meira en nóg af íbúðarhúsnæði og víða á landsbyggðinni standa ágætar íbúð- ir auðar í tugatali. Þar er víða fast- eignaverð allt að helmingi lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Síðan íbúða- lánasjóður tók til starfa í ársbyrjun 1999 hafa verið meiri framkvæmdir í húsnæðismálum með félagslegri aðstoð en nokkru sinni fyrr á jafn- skömmum tíma.“ Páll Pétursson félagsmálaráöherra, í Mbl.-grein 13. desember. Dauðagildran Reyk j anesbraut „Það er í raun enginn óhultur sem um þennan veg ekur, hvorki þeir, sem aka hægt og fara varlega, né hinir, sem aka allt of hratt... Ástandið á þessum ijölfamasta vegi landsins er með þeim hætti, að ekki er lengur við unandi. Stjórnvöld verða að bregðast við strax ... Þótt lögregluyfirvöld boöi „harðari" að- gerðir gagnvart frekari mótmælum er ljóst, aö þær duga ekki til þess að halda umferðarslysum í skefjum." Úr forystugreinum Mbl. 13. desember. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni „Nú stendur til að leyfa borg- arbúum að taka afstöðu til ein- hvers sem máli skiptir. Flugvöli- urinn í Vatns- mýrinni kemur til álita. Borgar- búum verður falið að taka afstöðu til nokkurra kosta í atkvæðagreiðslu. Af ein- hverjum ástæðum vill minnihluti borgarstjómar alls ekki taka þátt í slíku. Ekki frekar en „hollvinir" Flugvallarins. Það er skrýtið. Þessi málsmeðferð, að vísa stórmáli til fólksins, er söguleg. Hún sýnir að hægt er að hugsa sér þróun lýðræð- is út fyrir ramma flokkastjórnmála á fjögurra ára fresti." Stefán J6n Hafstein, í Degi 13. desember. Er Einar Karl með sjálfum sér?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.