Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 Útlönd I>V Tony Blair Breski forsætisráöherrann er búinn aö senda Bush heillaóskaskeyti. Þjóðarleiðtogar óska George W. Bush til hamingju Þjóðarleiðtogar hafa margir sent George W. Bush, verðandi forseta Bandarikjanna, árnaðaróskir sínar. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagöist vera þess fullviss um að þjóðirnar tvær myndu styrkja enn frekar sérstök vináttu- tengsl sín. Blair og Bill Clinton, frá- farandi forseti, voru miklir mátar. Gerhard Schröder Þýska- landskanslari sendi Bush heilla- óskaskeyti skömmu eftir að A1 Gore, forsetaframbjóðandi demókrata, játaði sig sigraðan í nótt. í skeytinu sagði Schröder að Bush-nafnið væri vinsælt í Þýska- landi vegna föður hans sem átti þátt í sameiningu þýsku ríkjanna 1990. Hæstaréttardóm- arar segja pólitík ekki hafa ráðið William Rehnquist, forseti Hæsta- réttar Bandaríkjanna, og Clarence Thomas dómari lýstu því yfir i gær að stjómmál gegndu engu hlutverki þegar rétturinn tæki ákvarðanir sínar. Daginn áður hafði klofmn Hæstiréttur með úrskurði sínum tryggt George W. Bush forsetaemb- ættið. Thomas svaraði spurningum framhaldsskólanema um áhrif flokkspólitíkur á dómana með þeim orðum aö þau væru engin. „Ég er búinn að vera hér í niu ár og ég hef ekki orðið var við það,“ sagði Thomas. Rehnquist tók undir orð hans. Báðir eru íhaldssamir. I fótspor pabba George W. Bush hefur náö þeim merka áfanga aö feta í fórspor fööur síns og veröa forseti Bandaríkjanna. Bush annar for- setinn til að feta í fótspor pabba George. W. Bush verður aðeins annar forsetinn í sögu Bandaríkj- anna sem fetar í fótspor föður síns. Verðandi forseti Bandaríkjanna er sem kunnugt er sonur Georges Bush, fyrrum forseta. Hinn eini sem til þessa hafði fetað í fótspor föður síns var John Quincy Adams, sonur Johns Adams. Hann var kjörinn for- seti árið 1824 og háði harða kosn- ingabaráttu eins og Bush. George W. Bush verður næsti forseti Bandaríkjanna: Hvatti þjóðina til sátta og einingar George W. Bush ætlar að láta það verða fyrsta verk sitt í dag sem væntanlegur forseti Bandaríkjanna að hlýða á messu með fjölskyldu sinni, starfsmönnum og vinum í meþódistakirkju í úthverfi Austin, höfuðborgar Texas. „Ég veit að bandaríska þjóðin vill sættir og einingu," sagði Bush i ávarpi á ríkisþingi Texas, sem var sjónvarpað um öll Bandaríkin í nótt. Bush flutti ræðuna tæpri klukkustund eftir að A1 Gore vara- forseti, forsetaframbjóðandi demó- krata, játaði ósigur sinn I forseta- kosningunum eftir margra vikna harðvítuga baráttu fyrir dómstólum landsins. Bush þakkaði Gore fyrir að viður- kenna ósigur sinn og hvatti Banda- ríkjamenn til að láta stjómmál lönd og leið og sameinast. Bush tilkynnti einnig að þeir Gore myndu hittast í Washington í næstu viku. Með yfirlýsingu Gores i nótt lauk einhverjum tvísýnustu forsetakosn- ingum í sögu Bandaríkjanna 36 dög- um eftir kjördag. Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði endanlega út um vonir Gores um að setjast að í Hvíta húsinu í fyrrinótt þegar hann úrskurðaði að ekki mætti endur- telja vafaatkvæði í Flórída. Bush tekur formlega við embætt- inu þann 20. janúar næstkomandi. Hann hefur því ekki nema rúmar fimm vikur til stefnu til að ljúka undirbúningi valdaskiptanna. Búist er við að á allra nælstu dög- um muni Bush tilkynna hverjir komi til með að vera í helstu emb- ættum nýrrar stjómar hans. Næsta víst þykir að Colin Powell, fyrrum hershöfðingi, taki við embætti utan- ríkisráðherra og að Condoleezza Rice verði gerð að þjóðaröryggisráð- gjafa. „Á morgun byrjar alveg ný bók,“ sagði Bob Dole, fyrrum forsetafram- bjóðandi repúblikana, í viðtali við sjónvarpsmanninn Larry King í gærkvöld. Dick Cheney, verðandi varafor- seti, hefur verið í Washington að undanfömu að undirbúa valdatök- una. Reiknað er með því að undir- búningshópurinn fái opinbert fjár- magn í dag til að standa straum af kostnaðinum við valdaskiptin. George W. Bush fetar nú í fótspor föður síns, Georges Bush, sem tók við forsetaembættinu af Ronald Reagan en tapaði síðan fyrir Bill Clinton í kosningunum 1992. Hinn 54 ára gamli verðandi for- seti byggði framboð sitt til forseta- embættisins á þeirri óbifanlegu trú sinni að hann gæti brúað bilið milli ólíkra pólitískra afla. Hann mun svo sannarlega þurfa á þessum hæfileikum sínum að halda í kjölfar hatrammrar baráttu undanfarinna fimm vikna. Bush er kvæntur Lauru Bush bókasafnsfræðingi og eiga þau tvær dætur. Verðandi Bandaríkjaforseti kyssir eiginkonuna George W. Bush, veröandi forseti Bandaríkjanna, gat ekki stiilt sig um aö smella kossi á eiginkonuna Lauru eftir að hann hafði lýst yfír sigrí sínum í forsetakosningunum í ræöu sem hann hélt í ríkisþingi Texas í nótt. Bush er mjög stoltur af eiginkonunni og lýsti því yfír aö hún yröi fráþær forsetafrú. Rúmar fímm vikur eru til embættistökunnar. Neita að afskrifa Gore eftir sáttaræðu hans Stjórnmálaskýrendur neita að af- skrifa A1 Gore sem forsetaframbjóð- anda eftir fjögur ár eftir ræðu hans í nótt þegar hann viðurkenndi ósig- ur sinn. Þótti varaforsetanum takast vel að ýta beiskju sinni til hliðar og hvetja þjóðina til að sam- einast aö baki George W. Bush. Gore kvaðst þó harma að hann skyldi ekki geta barist fyrir þjóðina og málin sem voru á stefnuskrá. „Ég verð að hrósa A1 Gore fyrir ræðu hans. Hún innihélt allt sem átti að vera i henni,“ sagði repúblikaninn og öldungadeildar- þingmaðurinn Orria Hatch strax eftir að Gore lýsti því yfir opinber- lega að hann hefði hætt baráttunni fyrir því að verða næsti forseti Bandaríkjanna. „Ég hef aldrei séð hann betri,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Hrósað fyrir ræðuna Gore þótti hafa flutt góöa ræöu þeg- ar hann viöurkenndi ósigur sinn. John McCain. Sagði hann ræðuna hafa verið lið í því að fá þjóðina aft- ur á rétt spor. McCain bætti þvi þó við að Gore fengi líklega harða keppni byði hann sig fram á ný til forsetaembættisins. „Frú Clinton er öflugur keppinautur," tók McCain fram. Gert er ráð fyrir að demókratar vilji ekki fá Gore fyrir forsetafram- bjóðanda í næstu kosningum. Bent er á að hann hafi óvænt tapað kosn- ingabaráttunni gegn. George W. Bush sem hafði miklu minni reynslu. Skömmu fyrir kosningarn- ar sagði A1 Gore í gríni að ef hann tapaði kynni hann að snúa sér aftur að ritstörfum. Gore var rannsóknar- blaðamaður áður en hann var kjör- inn á þing 1976. Árið 1990 skrifaði Gore bókina Earth in the Balance sem náði metsölu. Stuttar fréttir Barak þrýstir á CNN Ehud Barak, for- sætisráðherra ísra- els, reyndi á fundi með fulltrúum bandarisku sjón- varpsstöðvarinnar CNN að fá breytt fréttaflutningi af átökunum á her- teknu svæðunum, að því er Jerusal- em Post greinir frá. Fulltrúamir greindu frá áhyggjum sínum vegna sölu gyðinga á hlutabréfum í móð- urfyrirtæki CNN. Sjónvarpsstöðin hætti nýlega að senda fréttir frá fréttaritara sem sendi næstum dag- lega fréttir frá Gazasvæðinu. Einnig var hætt að kalla Gilo, sem er út- hverfi Jerúsalem, gyðingabyggð. Skattalækkun í Færeyjum Landstjórnin í Færeyjum er í jólaskapi. Samkvæmt lagafrum- varpi munu skattar verða lækkaður um jafnvirði 30 þúsunda íslenskra króna næstu tvö árin. Heitir stuðningi Bill Clinton Bandaríkjaforseti hét því í ræðu í Belfast á N-írlandi í gær að stjóm hans myndi veita frið- arviðræðum allan mögulegan stuðn- ing þær vikur sem eftir eru af setu hans í forsetastóli. Pútín náðaði Pope Vladímír Pútin Rússlandsforseti náðaði bandaríska kaupsýslumann- inn Edmond Pope og hann var lát- inn laus í morgun. Carla til Júgóslavíu Aðalsaksóknari stríðsglæpadóm- stólsins í Haag, Carla Del Ponte, ráðgerir heimsókn til Júgóslaviu í næsta mánuði. Ætl- ar hún að þrýsta á handtöku Slobod- ans Milosevics, fyrrverandi Júgóslavíuforseta. 9800 sýktir gripir étnir Allt að 9800 nautgripir í Frakk- landi, sýktir af kúariðu, lentu á matarborðum Frakka, að því er bresk rannsókn sýnir. ESB gegn tóbaki Evrópuþingið samþykkti í gær hertar reglur um framleiðslu og sölu á tóbaki sem taka eiga gildi 2004. Handtökur vegna morðs Lögreglan í London handtók snemma i morgun átta drengi, 10 til 14 ára, vegna morðs- ins á Damilola Taylor, 10 ára dreng frá Nígeriu. Honum blæddi út 27. nóvember síðastliðinn eftir að hafa verið stunginn í fótinn. Taylor, sem hafði búið í nokkra mánuði í London, hafði orðið fyrir einelti. Peningana á borðið Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, krefst peninga á borðið um áramót frá þeim sem keppa um að gefa út endurminningar hennar. Hæsta boð hljóðar nú upp á jafnvirði rúmlega 600 milljóna króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.