Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000
9
DV
Fréttir
Búðahnupl
Verslunareigendur og lögreglumenn verða oft varir við aukinn búðaþjófnað
þegar jólin nálgast. Myndin er sviðsett.
Reykjavík:
Hangiketsþjófur gómaður
Akureyri:
jólaverslun
Þegar líða fer að jólum verður lög-
reglan oft vör við meira búðahnupl
og annan þjófnað og seinustu dagana
hefur lögreglan í Reykjavík ekki far-
ið varhluta af þessum málum.
Kiukkan rúmlega níu á þriðjudags-
morguninn var 32 ára gamall karl-
maður stöðvaður í verslun í vestur-
bæ Reykjavíkur, þar sem grunur lék
á að hann hefði stolið kjöti. Þegar
hetur var að gáð reyndist maðurinn
vera með tvö hangikjötslæri innan
klæða. Lögreglunni var gert viðvart.
Tveir ungir menn, 16 og 17 ára
gamlir, voru stöðvaðir af öryggis-
vörðum Kringlunnar um klukkan
hálfþrjú á þriðjudaginn vegna gruns
um búðaþjófnað. Piltarnir höfðu
klætt sig í úlpur og fleira sem þeir
höfðu stolið úr verslunum. Lögreglan
var kölluð til og í framhaldi af þvi
kom í ljós að annar þeirra var með á
þriðja tug hassbúta á sér. Að sögn að-
alvarðstjóra lögreglunnar var ekki
búið að vigta eiturlyfið, en hassplöt-
ur eru bútaðar niður'í smásölu og er
hver bútur yfirleitt um eitt gramm.
Mál piltanna er í rannsókn.
Óvelkominn aðili fór á þriðjudags-
kvöldið inn í starfsmannaaðstöðu á
veitingastaðnum Lækjarbrekku í
miðbæ Reykjavíkur og stal þaðan
veski með verðmætum í, farsíma og
bíllyklum. Þjófurinn lét þó bilinn
eiga sig.
Auk þess handtók lögreglan í
Reykjavík tvo menn í fyrrinótt eftir
að ætlað þýfi fannst í bíl þeirra.
Mennimir eru gmnaðir um að hafa
hrotist inn í fyrirtæki og stolið það-
an varningi. Þeir voru fluttir í
fangageymslur lögreglunnar og er
rannsóknarlögreglan með málið í
skoðun. -SMK
Mikil
DV, AKUREYRI:_____________
Allt bendir til þess að jólaverslun-
in á Akureyri verði að þessu sinni
meiri en dæmi eru um áður. Ýmsar
ástæður liggja þar að baki, nýja
verslunarmiðstöðin Glerártorg og
tilkoma Bónuss virðist m.a. hafa
þau áhrif að utanbæjar-
fólk hefur verið mjög
áberandi i jólaverslun-
inni, að sögn kaup-
manna, og virðist mikið
um að fólk komi úr
Húnavatnssýslum og
Skagafirði og austan að
allt frá Héraði og Aust-
ijörðum til að gera
jólainnkaup á Akur-
eyri.
Ragnar Sverrisson,
formaður Kaupmanna-
félags Akureyrar, rekur
tvær verslanir i miðbæ
Akureyrar, JMJ og
Joe’s, og segir hann að
það sem af er desember
sé jólaverslunin meiri
en hún hefur verið und-
anfarin ár þrátt fyrir
tilkomu Glerártorgs.
Bjarni Jónsson hjá Jóni
Bjarnasyni úrsmið í
miðbænum tók í sama
streng, hann sagði
verslunina mikla og
a.m.k. svipaða og und-
anfarin ár. „Stærstu dagarnir eru
þó eftir, næsta helgi og Þorláks-
messa og þeir dagar skipta öllu
varðandi heildarútkomuna.
Þórhalla Þórhallsdóttir, verslun-
arstjóri Hagkaups, sagði verslunina
liflega. „Þetta er búið að vera ágætt
og lofar góðu um framhaldið. Jóla-
verslunin fór þó seint af stað og er
ívið minni hjá okkur en í fyrra en
ég er bjartsýn á framhaldið,“ sagði
Þórhalla.
Það sem hefur e.t.v. ráðið mestu
varðandi það að verslunin í desem-
ber hefur verið jafn lífleg á Akur-
eyri og raun ber vitni er mjög góð
tíð. Mjög gott veður hefur verið og
færð nánast eins og á sumardegi allt
austur á land. Kaupmenn á Akur-
eyri sem DV ræddi við voru á einu
máli um að utanbæjarfólk hefði ver-
ið óvenju fjölmennt í verslunum
þeirra í desember. Er ljóst að til-
koma Glerártorgs þar sem eru á
þriðja tug verslana og Bónuss sem
hefur skapað aukna samkeppni, sér-
staklega hvað varðar matvöruna,
hefur virkað sem segull á utanbæj-
arfólk. Aukin jólaverslun á Akur-
eyri er þó á kostnað einhvers, og
sennilega eru það bæði verslanir á
öðrum stöðum á Norðurlandi og að
einhverju leyti t.d. á Héraði sem
gjalda fyrir, og þá kann að vera
nokkuð minna um það en undanfar-
in ár að Norðlendingar leggi leið
sína til höfuðborgarinnar til að gera
þar jólainnkaup. -gk
DV-MYND GK
Lífleg jólaverslun
Tilkoma Bónuss á Akureyri og nýja verslunarmiðstöðin Glerártorg hafa hleypt miklu lífi í
jólaverslunina á Akureyri.
hlutabréfa í
Granda hf
Vegna rafrænnar skráningar
•-i
Mánudaginn 15. janúar 2001 veröa
hlutabréf í Granda hf. tekin til rafræn-
nar skráningar hjá Verðbréfaskráningu
íslands hf. í samræmi við ákvörðun
stjórnar Granda hf. þar að lútandi.
Þar af leiðandi verða engin viðskipti
með hlutabréf félagsins þann dag.
Frá þeim tíma ógildast hin áþreifan-
legu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi
við ákvæði laga og reglugerðar um
rafræna eignarskráningu verðbréfa.
Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í
Granda hf. tekin til rafrænnar skrán-
ingar en þau eru auðkennd sem
A raðnúmer 1-58, B raðnúmer 1-7,
C raðnúmer 1-232, D raðnúmer 1-
6709, E raðnúmer 1-392, F raðnúmer
1-557, G raðnúmer 1-242, H rað-
númer 1 -386 og I raðnúmer 1 -936 og
gefin út á nafn hluthafa.
Þar til rafræna skráningin tekur gildi
verða ný útgefin hlutabréf auðkennd
D 6710 og í áframhaldandi númeraröð.
Útgáfudags er getið á hverju bréfi.
Hér með er skorað á alla eigendur
ofangreindra hlutabréfa sem telja
nokkurn vafa leika á að eignarhald
þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá
Granda hf. að staðreyna skráninguna
með fyrirspurn til hlutaskrár Granda
hf., Norðurgarði, 101 Reykjavík eða
í síma 550 1000. Komi í Ijós við slíka
könnun að eigendaskipti hafi ekki
verið skráð ber eigendum að færa
sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir
nefndan dag.
Ennfremur er skorað á alla þá sem
eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra
hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma
þeim á framfæri við fullgilda reiknings-
stofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki
eða sparisjóð sem gert hefur aðildar-
samning við Verðbréfaskráningu ís-
lands hf, fyrir skráningardag.
Athygli hluthafa er vakin á að hin
áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða
ógild sjálfkrafa og því er
ekki þörf á að skila þeim til
félagsins. Jafnframt er vakin athygli
á að ferli rafrænnar skráningar hefur
engin áhrif á möguleika hluthafa til að
eiga viðskipti með hluti sína í félaginu.
Að lokinni rafrænni skráningu þurfa
hluthafar að fela reikningsstofnun um-
sjón með éignarhlut sínum í félaginu
til að geta framselt hluti sína svo sem
vegna sölu6eða skipta. Hluthafar munu
fá sendar tilkynningar og reiknings-
yfirlit í samræmi við ákvæði
reglugerðar nr. 397/2000. Hluthöfum
félagsins hefur verið kynnt þetta
bréfleiðis.
STJÓRN GRANDA HF.
GRANDIHF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK