Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Síða 15
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 Fréttir 15 DV Norðurland eystra: Aukið atvinnu- leysi að venju DV, AKUREYRI:_______________________ „Þaö aö atvinnulausum fjölgi á skrá hjá okkur í nóvember og des- ember kemur ekkert á óvart, það er árvisst. Á árinu hafa verið færri á atvinnuleysisskrá hjá okkur en áður og fjölgunin á skránni núna er í samræmi við það, hún er minni en t.d. í fyrra,“ segir Helena Karlsdótt- ir hjá Svæðisvinnumiðluninni á Norðurlandi eystra. Um síðustu mánaðamót voru 114 á atvinnuleysisskrá á Akureyri og hafði fjölgað um 21 frá síðustu mán- aðamótum. Að sögn Helenu hefur verið nokkuð um uppsagnir að und- anförnu og sagði hún að ýmislegt gæti spilað þar inn í, s.s. hráefnis- skortur í fiskvinnslu. „Við sjáum sennilega ekki fyrr en í lok janúar hvort þessi aukn- ing núna er varan- leg eða hvort þetta gengur til baka. Þá er það líka spurn- ing hvort verkfall kennara í fram- haldsskólum hefur þama áhrif og nemendur skól- anna séu í störfum sem aðrir hefðu annars tekið.“ Á Húsavík var 21 atvinnulaus um mánaðamótin og haföi fjölgað um 5 frá 1. nóvember. Á Dalvík fjölgaði á at- vinnuleysisskrá úr 5 í 13 en langmest var íjölgunin á Ólafsfírði. Þar vom 19 á atvinnu- leysisskrá 1. nóvember en 43 um síðustu mánaðamót. Þar hefur mik- il áhrrif að fiskvinnslan í bænum dregur saman seglin þegar jól nálg- ast eins og gerst hefur undanfarin ár. -gk DV-MYNDIR GYLH Langþráð sundlaug Sundlaugin í Hrafnagili gjörbreytir aðstöðu til endurhæfingar i Eyjafiröi. Stór áfangi í heilbrigðisþjónustu í Eyjafirði: Ný barnadeild og sundlaug og félagsmiðstöð fyrir geðfatlaða vígð Barnadeildin viö Fjóröungssjúkrahúsið var sérstaklega hönnuö og uppbyggö sem stík. DV, AKUREYRI:_______ Það var stór dag- ur í heilbrigðisþjón- ustu í Eyjafirði sl. föstudag. Þann dag var vígð ný barna- deild við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akur- eyri, ný sundlaug var vígð í Kristnesi og tekin í notkun ný félagsmiðstöö við Þingvallastræti á Akureyri. Ný bamadeild við Fjórðungssjúkrahús- ið er langþráöur draumur og hefur tekið mörg ár að koma deildinni á fót. Deildin flytur nú úr um 300 fermetra húsnæði í um 800 fermetra rými í nýjustu álmu sjúkrahússins. Á nýju deild- inni eru 13 sjúkrarúm, sjö á legu- deild, fjögur á dagdeild og tvö rúm vegna sérstakra hlutverka. Nýja deildin er sérstaklega hönnuð fyrir það hlutverk og vinnuaðstaða starfsfólks batnar geysilega. Nýja þjálfunarsundlaugin við öldrunar- og endurhæfingadeildir Fjórðungssjúkrahússins í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit var ekki síður langþráð mannvirki en bamádeild- in, en bygging sundlaugarinnar hef- ur tekið hátt i áratug. Kostnaður við laugina nemur um 56 milljónum króna, og vekur mikla athygli að einstaklingar og félagssammtök, s.s. lionsklúbbar, hafa safnað alls 22,5 milljónum vegna laugarinnar, Ak- ureyrarbær hefur lagt fram 15,5 milljónir en um 14 milljónir vantar enn til að ná endum saman. Við til- komu laugarinnar gjörbreytist aö- staða til endurhæfmgar. -gk II 5 0 a 5 5 o a ui Gerðu sleðann þinn persónulegri Hverjir eru þínir uppáhaldslitir? Nú getur þú breytt POLARIS sleðanum þínum eftir þínu höfði og möguleikarnir eru margir. Nú þarf enginn að vera eins. PQLRRIS Vígalegir vélsleðar, fylgihlutir og fatnaður Snjósokkar Skíðaplöst Framstuðarar Búkkahjól m Stigbretti Stigbretti með hálkuvörn ^ Afturstuðarar Allt frá hjálmi ofan í skó Auk þeirra hluta, sem sýndir eru hér að ofan, eigum við mikið úrval af allskonar hlífðar- og kuldafatnaði sem er sérsniðinn að vélsleðaíþróttinni. Töff fatnaður sem gerir þig persónulegri! Má þar nefna samfestinga, buxur, jakka úlpur peysur, boli, húfur, vettlinga o.fl. o.fl. BOSCH HÚSIÐ BRÆBURNIR ORMSSON Lágmúla 9, sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.